Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. JIJNÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Unnið er við löndun úr súrálsskipinu Sea Charm í Straumsvíkurhöfn
Mánaðarlaunin 40 þúsund að með-
töldum 105 yfírvinnutímum
Morgunblaðið/Arnaldur
UNNIÐ var við löndun úr súrálsskipinu Sea Charm í Straumsvíkurhöfn á þriðjudag.
Brot á ákvæðum í
samningi um
flutningana, sam-
kvæmt upplýsing-
um álversins
ÁHÖFNIN á flutningaskipinu Sea
Charm, sem nú er í Straumsvíkur-
höfn þar sem verið er að landa úr því
súráli til álversins í Straumsvík, fær
ekki greitt samkvæmt lágmarks-
samningum Alþjóðaflutningaverka-
mannasambandsins. Samkvæmt
upplýsingum eftirlitsmanns þess hér
á landi fær háseti greidda 550
Bandaríkjadali í mánaðarlaun sem
jafngildir tæplega 40 þúsund krón-
um og er einnig innifalin í því
greiðsla fyrir 105 yfírvinnutíma.
Skipið kom hingað til lands á
föstudagskvöld. Það siglir undir
hentifána, en er í eigu grískra aðila.
Áhöfnin er 27 manns og eru lang-
flestir þeirra frá Filippseyjum að
undanskildum yfirmönnum. Skipið
er hér á vegum álversins í Straums-
vík. Það kemur hingað samkvæmt
samningi sem Alusuisse, móðurfyrir-
tæki álversins í Sviss, hefur gert við
kanadíska aðila um flutningana,
samkvæmt upplýsingum álversins.
Borgþór S. Kjærnested, eftirlits-
maður Alþjóðaflutningaverkamanna-
sambandsins hér á landi, sagðist
hafa farið um borð í skipið er það
kom í höfn hér á landi. Þar hefði
honum verið neitað um upplýsingar
um kaup og kjör um borð og einung-
is fengið afhentan áhafnarlista og
ekkert annað. Síðar hefði hann hins
vegar komist yfir gögn um launin um
borð og samkvæmt þeim fengju há-
setar greidda 385 Bandaríkjadali í
grunnkaup á mánuði, sem jafngildir
tæplega 28 þúsund krónum og 165
dollara eða um 12 þúsund krónur til
viðbótar vegna 105 fastra yfirvinnu-
tíma á mánuði. Borgþór sagði að lág-
markssamningar stéttarfélags
mannanna á Filippseyjum gerðu ráð
fyrir því að greiðslur vegna þessarar
vinnu næmu 1.200 dollurum á mán-
uði eða rúmum 86 þúsund krónum.
Þar af væru grunnlaunin 535 dollar-
ar. Lágmarkssamningur Alþjóða-
flutningaverkamannasambandsins
kvæði á um 1.204 dollara í laun og
þar af væru grunnlaun 545 dollarar.
Gerð væri krafa til þess að skip sem
hingað sigldu greiddu ekki lægri
laun en samkvæmt þessum taxta Al-
þjóðaflutningaverkamannasam-
bandsins (ITF) og þau ættu að vera
með skilríki upp á það. Ef þau kæmu
hins vegar hingað án þess að vera
með slík skilríki væri gerð krafa til
þess að gerðir væru samningar um
borð sambærilegir við það sem gerð-
ist hér á landi. Samkvæmt þeim ætti
háseti að fá í laun 2.010 Bandaríkja-
dali eða rúmlega 140 þúsund krónur
og þar af væru grunnlaunin 934 dal-
ir.
Ekki með ITF samninga
Bjamar Ingimarsson, staðgengill
forstjóra ÍSAL, sagði að það væri
rétt að skipið væri ekki með svo-
nefnda ITF samninga, en hvort þeir
væru með jafngildi þeirra vissi hann
ekki. Aðspurður sagðist hann ekki
vefengja upplýsingar um að greitt
væri minna en ITF samningamir
gerðu kröfu til, en hann hefði hins
vegar ekki fengið upplýsingar um í
hverju munurinn væri fólginn. Ef
greitt væri undir þeim samningum
þá væri það brot á þeim samningi
sem álverið hefði gert um þessa
flutninga og væri kanadíski umboðs-
aðilinn sem leigði þetta skip ábyrgur
fyrir því broti.
Bjarnar sagði að þeir væru að
gera allt sem þeir gætu til þess að
samningurinn væri uppfylltur og síð-
ast á mánudag hefði verið sent
skeyti til Kanadamannanna um að
þessu yrði komið í lag.
Unnið er á vöktum við að skipa
upp úr skipinu og er gert ráð fyrir að
það láti úr höfn á morgun, laugar-
dag, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins. Sigurður T. Sigurðsson,
formaður verkamannafélagsins Hlíf-
ar í Hafnarfirði, sagðist í samtali við
Morgunblaðið hafa verið í sambandi
við álverið í Straumsvík út af þessu
máli og hann hefði trú á því að fullur
vilji væri þar til þess að finna lausn á
því.
Greiði bætur þrátt fyrir sýknudóm
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Noregi dæmdi í
gær manninn, sem hafði verið sýknaður deg-
inum áður af ákæru um að hafa myrt frænku
sína, til þess að greiða foreldrum hennar um
100.000 kr. norskar í bætur. Með því lýsir
rétturinn því yfir að hann telji manninn í
raun sekan um morðið, þótt dómarinn hafi
fallist á niðurstöðu kviðdóms, sem sýknaði
hann vegna ónógra sannanna, segir í Aften-
posten.
Forsaga málsins er sú að hinn 6. maí 1995
fannst hin 17 ára Birgitte Tengs myrt og
kynferðislega svívirt. Arild Ytreland, frændi
hinnar látnu, var handtekinn 8.2. 1997, og
20.2. lét hann lögfræðing sinn hafa miða, sem
hann hafði skrifað á „ég drap B.T.“, en þrátt
fyrir 180 klst. yfirheyrslur í einangrun mundi
hann ekkert um verknaðinn. I ágúst dró hann
játninguna til baka, en 27.11. 1997 var hann
dæmdur í 14 ára fangelsi og til að greiða for-
eldrum stúlkunnar 100 þúsund norskar krón-
ur í skaðabætur. Eftir ný réttarhöld hefur
Ytreland verið sýknaður.
Kviðdómur lætur ekkert uppi um hvaða at-
riði hafði úrslitaáhrif um sýknudóminn en í
norskum blöðum segir að mestu hafí skipt
framburður Gisla og gögn frá lögreglunni,
þar sem fram kemur að hann var beittur gíf-
urlegum þrýstingi og honum sagt ósatt um
stöðu málsins við yfirheyrslur.
Sönnunarbyrðin í málum sem þessum er
mikil og þóttu sönnunargögnin gegn unga
manninum ekki nægilega sterk til að dæma
hann. I einkamáli, sem foreldrar stúlkunnar
höfðuðu jafnframt, er sönnunarbyrðin minni,
og var fyrri úrskurður héraðsdóms um bæt-
ur, um eina milljón ísl. kr., staðfestur.
Ytreland hefur þegar áfrýjað þeim dómi til
hæstaréttar.
íslenskur sál-
fræðingur lyk-
ilvitni í norsku
morðmáli
Sýknaður eftir framburð Gísla
Stokkhólmi. Morgunblaðið.
„NEI, MÉR reyndist ekki erfitt að
vera viss, þegar að niðurstöðunni
kom, því löng reynsla mín segir mér
að þetta hafi verið fólsk játning og
að ungi maðurinn sé saklaus," segir
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðing-
ur, er kallaður var til sem sérfræð-
ingur í norsku morðmáli, þar sem
tvítugur Norðmaður hafði verið
dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morð
á frænku sinni. Fyrir framburð
Gísla var hinn ákærði sýknaður í
fyrradag. Það fyrsta, sem ungi mað-
urinn gerði, var að hringja í Gísla og
þakka honum stuðninginn. Gísli er
klínískur sálfræðingur við Lund-
únaháskóla. Framburður hans í
öðrum málum hefur leitt til þess að
sex manns, dæmdir fyrir morð, hafa
verið látnir lausir.
„Ég fór inn í þetta mál eins og öll
önnur með opnum hug og án skoð-
ana fyrirfram. Ég ræddi við unga
manninn í samtals um þrettán
klukkustundir og við aðra, sem að
málinu komu, en meðan á rannsókn
stendur læt ég ekkert uppi um
skoðun mína,“ segir Gísli, sem segir
að sér hafi fljótt orðið ljóst að um
falska játningu hafi verið að ræða.
Ungi maðurinn játaði á sig morð-
ið eftir yfirheyrslur lögreglunnar
vikum saman, samtals 180 klukku-
stundir, meðan hann var hafður í
einangrun. Gísli fór í gegnum dag-
bækur lögreglunnar um yfírheyrsl-
urnar og sá ákveðið mynstur í
þeim. „Ungi maðurinn treysti al-
gjörlega á lögreglumennina, sem
yfirheyrðu hann og þeir misnotuðu
traust hans til að fá hann til að játa
á sig morðið. Þeir töldu honum trú
um að þeir vildu hjálpa honum,
spurðu hann leiðandi spurninga og
komu honum í þá aðstöðu að hann
vildi þóknast þeim.“ Ungi maðurinn
játaði, en mundi samt ekki neitt og
dró á endanum játninguna til baka,
enjjað var þá ekki tekið gilt.
I augum leikmanns virðist fjar-
stæðukennt að saklaus maður geti
játað á sig morð. Gísli segir að þessi
afstaða hafi vísast átt sinn þátt í að
ungi maðurinn var dæmdur í upp-
hafi. „Mér skilst að þetta sé fyrsta
norska dæmið um falska játningu.
Auk þess ríkir sterk tiltrú á lögregl-
unni, en í þessu máli virðist rann-
sóknin hafa hafist á því að ætla að
ungi maðurinn væri sekur og öll yf-
irheyrslan var skipulögð í því
augnamiði að sanna sekt hans.
Hann var í raun í þeirri aðstöðu að
þurfa að sanna sakleysi sitt og það
er heldur öfugsnúið," bendir Gísli á.
Þannig var til dæmis horft framhjá
því að í krepptri hendi myrtu
stúlkunnar fundust hár og blóð, sem
ætla má að sé úr árásarmanninum,
en það var hvorki úr henni né unga
manninum. Við svona aðstæður seg-
ir Gísli að stolt lögreglunnar og
hræðsla að viðurkenna mistök geti
rekið hana í ranga átt.
Mýflug missti vél í
Ermarsund
Fær
gömlu vél-
ina til
baka
NÍU farþega Piper Chieftain-
flugvél, sem Mýflug á Mývatni
ráðgerði að festa kaup á, fórst á
Ermai-sundi sl. mánudag. Leif-
ur Hallgrímsson hjá Mýflugi
segii' að ganga hafi átt frá
kaupunum eftir að vélin kæmi
til landsins. Tjónið felst einkum
í því að vél, sem selja átti og
komin var til Englands, var sótt
í gær en ekki hafði verið gengið
endanlega frá sölu hennar.
Mýflug hafði afráðið kaup á
vélinni frá Marokkó og var
austurrískur flugmaður fenginn
til að fljúga vélinni hingað til
lands. Þegai- flugmaðurinn vai’
staddur milli Jersey og Guerns-
ey á Ermarsundi hrapaði vélin í
sjóinn og segir Leifur hugsan-
legt að hún hafi orðið bensín-
laus. Flugmaðurinn var vanur
ferjuflugi og reyndur þotuflug-
maður einnig.
Sjö farþega Piper Navajo-vél
sem Mýflug hugðist selja var
sótt til Englands í gær en þar
stóð fyrir dyrum að ganga frá
sölunni. Sagði Leifur það hafa
gengið til baka fyrst þannig fór
með hina vélina. Auk Navajo-
vélarinnar rekur Mýflug í sum-
ar fimm farþega Cessna 206- og
níu farþega Piper Chieftain-
flugvélar. Félagið heldur uppi
föstum ferðum milli Reykjavík-
ur og Mývatns fram í septem-
ber og er farið frá Reykjavík að
morgni og til baka um kvöld-
mat. Þá hefjast 1. júlí fastar
ferðir milli Mývatns og Hafnar í
Hornafirði sem standa eiga út
ágúst. Tilraun vai- gerð með þá
þjónustu í fyrrasumar og sagði
Leifur farþega hafa verið frem-
ur fáa en vel liti út í sumar.
Flogið er frá Mývatni kl. 9.30
og frá Höfn kl. 10.30, en flugið
tekur liðlega hálftíma. Starfs-
menn Mýflugs eru sjö til átta og
þar af eru flugmenn fjórir.
Ný kvikmynd
um lunda
Litli bróðir í
norðri
KVIKMYNDIN Litli bróðir í
norðri (Little Brother in the
North), sem fjallar um íslenska
lundann, verður sýnd 29. júní
næstkomandi í finnska ríkis-
sjónvarpinu, YLE. Verður það
líklega fyrsta sýning myndar-
innar í sjónvarpi. Finnska sjón-
varpið gerði sérstakan kynning-
arþátt um tilurð myndarinnar
og sendi af því tilefni hingað
menn til að ræða við höfundinn,
Pál Steingrímsson. Viðtalið var
tekið upp í lundabyggðinni í
Lundey á Skjálfanda.
Kvikmyndin Litli bróðir í
norðri var frumsýnd á kvik-
myndahátíð í Montana í Banda-
ríkjunum í mars sl. í fyrra vann
Páll til verðlauna á sömu hátíð
fyrir mynd sína um æðarfugl-
inn. Myndin var síðan frumsýnd
hér á landi í Háskólabíói 22.
apríl sl. og sýnd nokkrum dög-
um síðar í Vestmannaeyjum. Að
sögn Páls standa yfir samning-
ar við Ríkissjónvarpið um sýn-
ingar á myndinni.
Litli bróðir í norðri dregur
nafn af latnesku heiti lundans,
fratercula arctica, og er 45 mín-
útur að lengd. Að sögn Páls var
unnið markvisst að gerð hennar
sl. 5 ár en einnig var notað efni
úr safnfílmum.