Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Norrænir vinadagar soroptimistasystra á Akureyri A þriðja hundrað konur taka þátt HÁTT á þriðja hundrað soroptim- istasystur frá Norðurlöndunum koma til Akureyrar og taka þátt í vinadögum 19.-21. júní. Norrænir vinadagar eru haldnir annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum og er þetta í þriðja sinn sem þeir eru haldnir á Islandi. Fyrir 10 ár- um voru þeir haldnir í Reykjavík og fyrir 20 árum á Laugarvatni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti íslands, er verndari vinadaganna og flytur aðalræðuna á fundinum fyrir hádegi á laugar- daginn. Forseti Evrópusambands Soroptimista, Helen van Themsche, mun koma, svo og allir forsetar Soroptimistasambanda Norðurlandanna. _ Forseti Soroptimistasambands Islands er Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, og hefur hún yfir- umsjón með vinadögunum en soroptimistasystur á Akureyri og Ferðaskrifstofan Nonni sjá um undh-búning og framkvæmd. Vinna að betra mannlífi Nafnið soroptimisti er dregið af latnesku orðunum „soror optima" besta systir - bjartsýnissystir. Fyrsti klúbburinn var stofnaður í Oakland í Kalifomíu árið 1921. Al- þjóðasamtök Soroptimista eru málsvari kvenna um víða veröld. Þau era samtök starfsgreindra þjónustuklúbba sem ná yfir heims- byggð alla. Það sameinar dugandi konur úr öllum starfsgreinum til þess að vinna að eflingu hugsjóna soroptimista og til samstarfs við önnur samtök um að stuðla að góð- vild, skilningi og friði meðal þjóða. Höfuðmarkmið soroptimista er að vinna að betra mannlífi í hverful- um heimi. Miklir þurrkar farnir að hafa áhnf Menn verða að dansa regndans „ÞAÐ verða allir að leggjast á bæn og biðja um vatn eða dansa regnd- ans,“ sagði Ólafur Vagnsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar, aðspurður um hvort langvarandi þurrkar síðustu vikur væru farnir að hafa áhrif á gróður á svæðinu. Ólafur sagði ástandið víða orðið slæmt og þá sérstaklega þar sem jarðvegurinn væri grunnur og á þeim stöðum væri gras farið að gulna. Hann sagði að ekki hafi verið um að ræða neina grassprettu í ein- hverjar vikur. Ekki dropi í 6 vikur „Það má kannski segja að vegna þess hversu þetta var í góðri stöðu um miðjan maí, horfí ekki alveg til hreinna vandræða. Menn reiknuðu með því fyrir rúmum mánuði að geta hafíð slátt um miðjan júní en það hefur ekki gengið eftir. Þótt oft hafí verið úrkomulítið á þessum tíma, heyrir maður marga eldri menn tala um að þeir muni ekki eft- ir öðru eins og víða hefur ekki kom- ið dropi úr lofti í einar 6 vikur.“ Ólafur sagði að ástandið í kartöflu- ræktinni væri nokkuð breytilegt eft- ir garðlöndum en í sandgörðum er ástandið ekki gott. ,Aðalsprettutím- inn er þegar kemur lengra fram á sumarið og kannski erfiðara að segja nákvæmlega til um stöðuna en alla vega sprettur enginn arfí á meðan.“ Betra að fá norðanhret Nokkuð kalt hefur verið á næturn- ar og sagði Ólafur að það hafi ekki verið til að bæta ástandið. „Þurra- kuldi er mjög slæmur íyrir allan gróður og væri mun betra að fá al- mennilegt norðanhret með slyddu en þessi ósköp. Þá myndi sólarhitinn líka nýtast betur.“ Bændur í Eyjafírði eru því ekki famir að huga að heyskap af mikilli alvöru enn sem komið er, þótt ein- hverjir hafi slegið einstaka túnspild- ur. Brautskráning stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri Hugmyndir um þriggja ára nám til stúdentsprófs MENNTASKÓLINN á Akureyri brautskráði 92 stúdenta við hátíð- lega athöfn í íþróttahöllinni á þjóð- hátíðardaginn 17. júní og er þetta fá- mennasti hópur sem brautskráðst hefur frá skólanum síðan 1976. Flestir stúdentar útskrifuðust af fé- lagsfræðibraut, eða 34, af náttúra- fræðibraut 32, af málabraut 17, af eðlisfræðibraut 8 og einn nemandi útskrifaðist af náttúrufræðibraut og tónlistarbraut. Benedikt Hálfdánarson frá Hlé- garði í Aðaldal var dúx skólans, með 9,12 í einkunn, og semidúx Særún María Gunnarsdóttir frá Akureyri með 9,0. Meðaleinkunn á stúdents- prófí var 7,21 en hefur verið í kring- um 7,25 undanfarin ár. Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, sagði í skólaslitaræðu sinni, að nýlega hefði verið kynnt sú hug- mynd í skólanefnd að MA sækti um það til menntamálaráðherra að taka upp þriggja ára nám til stúdents- prófs í samræmi við það sem boðað er í nýrri skólastefnu menntamála- ráðherra. Skólanefnd hefur falið skólameistara að kanna viðhorf menntamálaráðherra, starfsfólks og nemenda skólans, svo og samstarfs- aðila á grunnskóla- og háskólastigi, til hugmynda um þriggja ára nám til stúdentsprófs við MA. Forvarnafulltrúi ráðinn „Þriggja ára nám til stúdentsprófs verður að mínum dómi ekki umflúið - framhjá þessari breytingu verður ekki komist - og fyrsti tími er ávallt bestur,“ sagði Tryggvi. Hann sagði ástæður fyrir styttingu náms til stúd- entsprófs margar og benti m.a. á að nota mætti menntaskólaárin betur. „En fleira hefur verið aðhafst í Menntaskólanum á Akureyri í vetur. Lögð hafa verið drög að nýrri skóla- námskrá á grundvelli nýn-a laga um framhaldsskóla og nýrrar aðal- námskrár menntamálaráðuneytisins. Næsta skólaái- verður aðalþróunar- verkefni skólans að fullgera þessa nýju skólanámskrá og er það von mín að unnt verði að hefja kennslu eftir nýrri námskrá haustið 2000. Auk nýrrar skólanámskrár er unnið að áætlun um kennslu í upplýsinga- tækni við skólann, sem tengd verður kennslu í námsgi’einum á öllum námsbrautum. Upplýsingatæknin er komin til þess að vera og Mennta- skólinn á Akureyri vill ekki - og get- ur ekki - verið neinum eftirbátur." Ti-yggvi sagði að ráðinn hefði ver- ið nýr námsráðgjafi og einnig sér- stakur forvarnarfulltrúi við skólann, sem stýri aðgerðum til þess að vinna gegn neyslu nemenda á áfengi og öðrum fíkniefnum og efla hollt tóm- stundastarf í skólanum. Hann sagði allt starf skólans miða að því að gera nemendur að sterkum og sjálfstæð- um einstaklingum, kenna þeim að segja nei - þegar það á við - og já - þegar það á við. Sjálfseignarstofnun um rekstur heimavistar í máli Tryggva kom fram að menntamálaráðherra hefði fyrir sitt leyti veitt leyfi til að stofnað yrði sér- stakt félag, sjálfeignarstofnun, um rekstur nýrrar heimavistar við MA sem allir nemendur við framhalds- skóla á Akureyri eigi jafnan aðgang að, og verður þetta sérstakt sam- vinnuverkefhi MA og VMA. Stefnt er að því að ljúka upp- steypu hússins fyrir veturinn 1999 þannig að unnt sé að taka húsið full- Höfum til sölu glæsilegt fullbúið raðhús við Víkurgil. Frábært útsýni. Möguleiki er að taka litla íbúð í Reykjavík upp í kaupverð. Upplýsingar í síma 4623005 milli 10 og 12 eða í síma 8544553. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason TRYGGVI Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, í hópi nýstúdenta sem brautskráðust frá skólanum 17. júní. búið í notkun sumarið 2000. „í þessu nýja heimavistarhúsi verða 60 tveggja manna herbergi með baði, síma, sjónvarpi og margmiðlunar- tengingu. Kostnaður á fermetra er áætlaður um 100 þúsund krónur. Fullbúið með búnaði er áætlað að húsið kosti um 260 milljónir króna en tenging við gamla heimavistarhúsið og nauðsynlegar breytingar á því kosti um 40 milljónir. Allt verkið kostar því um 300 milljónir króna og verður fjármagn- að með sölu skuldabréfa sem skráð verða á Verðbréfaþingi íslands. Ósk- að verður eftir ábyrgð af hálfu ríkis og sveitarfélaga og lánið greitt niður á 25 árum af tekjum af rekstri heimavistar og sumarhótels en þrír aðilar í ferðaiðnaði hafa lýst yfir ein- dregnum vilja til samninga um rekstur sumarhótels og á þessi -<POLLINN>- ----Föstudagskvöld-- PKK ----Laugardagskvöld- Heimilistónar Ólafía Hrönn, Halldóra Bjöms, Vigdís Gunnarsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir kitla bæði hláturtaugar og fótfimi. rekstur í heild að vera tryggur. Er þetta í fyrsta skipti sem slík leið er farin við fjármögnun heimavista á íslandi." Skæruhernaður fyrirsjáanlegur í kennaramálum Tryggvi kom inn á kjör kennara í ræðu sinni og sagði m.a. að óánægju gætti í röðum kennara og að óánægð- ur starfsmaður væri ekki góður starfsmaður. Hann sagði kennara flykkjast burtu úr starfi og haldist velmegun í landinu liggi við landauðn í skólum við óbreyttar aðstæður. „Kennarastarfið verður erfiðara með hverju árinu sem líður vegna agaleysis í þjóðfélaginu, sem víða kemur fram, svo og vegna þess að sí- fellt er krafist meira af skólunum og ætlast til þess að þeir gegni í ýmsum greinum því hlutverki sem heimilin gegndu áður. Víða er grunnskólinn að hruni kominn. Skæruhernaður er fyrirsjáanlegur á næstu misseram þar sem sveitarfélög bjóða í kennara, sem verða slegnir hæstbjóðanda. Þverbrestir era líka komnir í fram- haldsskólann. Sem dæmi má nefna að það var með herkjubrögðum að unnt var að sinna lögboðinni kennslu í stærðfræði og eðlisfræði við Menntaskólann á Akureyri síðastlið- inn vetur og á þessu vori var auglýst eftir kennuram í stærðfræði og eðlis- fræði við alla framhaldsskóla lands- ins. Vá er fyrir dyram ef ekkert verð- ur að gert,“ sagði Tryggvi Gíslason. Nemendur Grenivíkurskóla safna í ferðasjóð Synda boðsund í sólar- hring NEMENDUR í Grenivíkur- skóla ætla að synda boðsund í 24 klukkustundir í sundlaug- inni á Grenivík nú um helgina. Tilgangurinn er að safna pen- ingum í ferðasjóð, en þrír bekkir skólans stefna á ferða- lag eftir tvö ár. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hvert farið verður í skóla- ferðalag, en það ræðst af því hversu dugleg krakkarnir verða að safna peningum næstu tvö árin. Rrakkamir hafa bi’yddað upp á ýmsu, m.a. þvegið bíla hreppsbúa og bakað kökur til að hafa með kaffinu. Boðsundið hefst í dag, fóstudag, kl. 18 og verður synt til kl. 18 á morgun, laugardag. Börnin hafa síðustu vikur fengið vini og kunningja til að heita á sig nokkurri peninga- upphæð fyrir að synda í 24 klukkustundir. Foreldrar þeirra taka virkan þátt í þess- ari erfíðu fjáröflun, því síðasta klukkutímann í boðsundinu munu foreldramir synda og verða þar að auki í náttfótum. Að sundinu loknu bjóða for- eldramir sundgörpunum í pyslusveislu. Verkefna- kynning VERKEFNIN Vömþróun ‘98, Frumkvæði/Framkvæmd og Fmmkvöðlastuðningur verða kynnt á Fosshótel KEA í dag, föstudaginn 19. júní frá kl. 09- 10. Vömþróun ‘98 aðstoðar fyr- irtæld bæði faglega og fjár- hagslega við þróun nýrra vara. Fmmkvæði/Fram- kvæmd aðstoðar fyrirtæki við að afla sér ráðgjafar á tiltekn- um sviðum. Frumkvöðlastuðningur styrkir einstaklinga við gerð nýnæmisathugana, einkaleyf- isrannsókna, hönnunar-vemd- ar, hagkvæmnisathugana og þróun og prófun á framgerð- um. Bjarni fjallar um geim- ferðina ÍSLENSKI geimfarinn Bjarni V. Tryggvason heldur opinn fyrirlestur á vegum Háskólans á Akureyri um geimferð sína með Discovery, þriðjudaginn 23. júní kl. 20.30. Fyrirlesturinn fer fram í Oddfellow-húsinu við Sjafn- arstíg. Hann fer fram á ensku og er öllum opinn með húsrúm leyfir. AKSJON Miðvikudagur 24. júní 21 .OOÞ'Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.