Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 22

Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Afkoma Flugleiða versnar á fyrsta ársfjórðungi Mikill fjöldi sumarbókana gefur von um hagnað á árinu Bertels- mann gegn Vox-tilboði Murdochs Köln. Reuters. AFKOMA af reglulegri starfsemi móður- og dótturfyrirtækja Flug- leiða var lakari á fyrsta ársfjórðungi en á síðasta ári, en velta á fyrsta ársfjórðungi var um 17% af áætlaðri veltu ársins. Horfur eru á að af- koma yfír sumarmánuðina verði betri en á sama tímabili í fyrra og að félagið vinni upp niðursveiflu frá fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Flug- leiðum. Þar segir einnig að rekstur Flug- félags íslands og fraktflugs hafí gengið verr en á síðasta ári og hót- elrekstur sömuleiðis. Þá hafi harka- leg verðsamkeppni á Norður-Atl- antshafsleiðum á fyi’stu mánuðum ársins komið niður á afkomu fyrir- tækisins. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að afkoman á fyrsta ársfjórðungi hafi verið lakari en vonir stóðu til en benti jafnframt á að áætluð velta yfir sumarmánuðina væri um 55% af heildarveltu ársins og bókanir á því tímabili gæfu til- efni til bjartsýni. „Sala í júní hefur gengið vel og bókanir fyrir sumar- mánuðina eru góðar en þessir mán- uðir skipta að jafnaði sköpum um afkomu ársins." Hann sagði horfur almennt góðar í ferðaþjónustu á Is- landi í sumar sem ætti að koma fé- laginu til góða í afkomu dótturfyrir- tækja: „Meginverkefni ársins er að tryggja hagnað af rekstrinum. Auknar sveiflur í afkomu innan árs- ins gera þetta verk ekki léttara, en Umrót á verðbréfamörkuðum Evrópsk bréf ná sér eftir áföll EVRÓPSK hlutabréf náðu sér eftir áfóll vegna hnignunar í asískum kauphöllum, mestu lægðar jens í átta ár og veik- leika í Wall Street. Uggur um að efnahagsvandi Asíu kunni að breiðast út náði yfirhöndinni í London, Frank- furt og París og afleiðingin var tap upp á um 1%. Svipuð lækk- un hafði orðið í Wall Street þeg- ar viðskiptum lauk í Evrópu, en ástandið hefur oft verið verra á öllum mörkuðum. Umrótið hefur vakið vaxandi efasemdir um að framhald geti orðið á langvarandi hækkunum á evrópskum og bandarískum hlutabréfum. Bjartsýnismenn segja að Asíuvandinn geti orðið vestrænum hagkerfum til góðs af því að dregið geti úr verð- bólgu, en bölsýnismenn benda á erfiðleika fyrirtækja sem skipta við Asíu. Eitt þeirra, Minnesota Mining and Manufacturing Co, eitt traustasta fyrirtæki Banda- n'kjanna, hefur sent frá sér hagnaðarviðvörun vegna bág- borins efnahags Japana, lítils vaxtar í Bandaríkjunum og sterks dollars. „Við skiptum mikið við Japan og Asíu og samdráttur á svæð- inu hefur enn áhrif á fýrirtæki okkar,“ sagði L.D. DeSimone forstjóri. Jenið lækkaði um 1% gegn dollar og marki vegna vaxandi uggs um efnahagshorfur í Japan og áhrifin á öðrum Asiumörkuð- um. Japanskir embættismenn reyndu að verja jenið með því að vara við hugsanlegum stuðn- ingsaðgerðum G7-ríkja eftir tæplega 20% fall jens gegn doll- ar á þessu ári og 6,5% í þessum mánuði, en Bandaríldn hafa sýnt lítinn áhuga. í ( DLB BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHATVIDEOsem bestu sjónvarpskaupin. Myndlampi Black Matrix • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi f. hátaiara • íslenskt textavarp W1" 1 Umboðsmenn: Reykjavfk: Byggt & Búiö, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi.Kf.Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Helli8sandi. Vestffrðlr: Geirseyrarbúðin.Patreksfirði.Rafverk.Bolungarvík. Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri, Sauðárkrókí. Hljómver, Akureyri.KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: KHB, Egilsstööum. ( Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. Kf. Stööfiröimga, Stöövarfiröi. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. miðað við þær upplýsingar og spár sem nú liggja fyrir er gert ráð fýrir hagnaði á árinu.“ XJtlit fyrir samkeppni í Minneapolis Talsverðar líkur eru taldar á að bandaríska flugfélagið North Western hafi i hyggju að hefja flug á milli Minneapolis og Ósló í kjölfar þess að Flugleiðir bættu Minnea- polis við áætlunarstaði sína. Sigurð- ur sagðist hafa heyrt af því að bandaríska félagið væri að kanna þann möguleika en það væri ekki staðfest. Slíkt væri í sjálfu sér ekki áhyggju- efni fýrir Flugleiðir yfir sumarmán- uðina þegar félagið annaði vart eft- irspum á milli Minneapolis og TIL stendur að stækka þjónustu- svæði Tals hf. enn frekar síðar í sumar þegar Borgarnes, Grinda- vík, Vestmannaeyjar, Iiella og Hvolsvöllur bætast við þjónustu- svæði félagsins. Frá þessu var greint við hátíðlegt tækifæri í höf- uðstöðvum farsímafélagsins í gær, er undirritaðir voru samningar um langtíniafjármögnun fyrirtækisins. Um er að ræða 15 milljón dollara samning eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna sem Landsbanki íslands hf. hafði milligöngu um. Fjármögnunaraðilar, auk Lands- banka Islands, eru New York- Skandinavíu, en sama væri hins vegar ekki hægt að segja um vetr- artímann sem væri rólegri. North Western hefur hingað til sinnt þessari áætlunarleið í sam- vinnu við KLM með flugi til Am- sterdam, þaðan sem boðið hefur verið upp á tengiflug til Skandinav- íu. Sigurður telur ljóst að þau tengiflug sem Flugleiðir bjóða upp á frá öllum stærstu borgum Norð- urlanda til Minneapolis í gegnum Keflavík, sé mun vænlegri kostur fyrir farþega en sá sem North Western og KLM hafa boðið og ekki ólíklegt að forsvarsmenn bandaríska félagsins hafi hug á að bæta þar um betur og svara þeirri samkeppni sem Flugleiðir nú veita þeim. skrifstofa finnska bankans Merita og Kaupmannahafnarskrifstofa hollenska bankans ABN AMRO. Halldór J. Kristjánsson, aðal- bankastjóri Landsbankans, sagði við þetta tækifæri að það væri von stjórnenda Landsbankans að fjár- mögnunin verði til þess að auka samkeppni á farsímamarkaði hér á landi sem yrði jafnframt fslensku atvinnulífi til góða. Á myndinni má sjá þá Halldór J. Kristjánsson, aðalbankastjóra Landsbankans t.v., og Þórólf Árnason, forstjóra Tals hf., hand- sala samninginn eftir. CLT-Ufa, sjónvarpsarmur Bertels- mann AG, hefur hafnað hugmynd- um Ruperts Murdochs um að hann fjárfesti í sameiginlegri Vox-rás fýrirtækjanna eða dragi sig í hlé. Um helgina sagði Murdoch í Þýzkalandsferð, sem vakti mikla athygli, að hann vildi auka mark- aðshlutdeild Vox í að minnsta kosti 10%. Rolf Schmidt-Holtz, stjórnarfor- maður CLT-Ufa, vísaði hins vegar áskorun Murdochs á bug. „Við vilj- um ekki selja,“ sagði hann. „Við höfum gert langtíma samning við Murdoch og ætlum að standa við hann. Ef Murdoch vill fjárfesta í Vox, er honum það velkomið." Murdoch hefur sætzt við Ger- hard Schröder, kanzlaraefni sósí- aldemókrata, og gagnrýnt Bertels- mann og bæverska fjölmiðlajöfur- inn Leo Kirch fyi'ir að skipta mark- aðnum á milli sín. Murdoch á 49,9% í Vox. CLT- Ufa, stærsta sjónvarpsstöð Evrópu á 24,9% í Vox og Canal Plus í Frakklandi jafnstóran hlut. Murdoch getur ekki fengið ákvarðanir um fjárfestingar sam- þykktar, því að allar ákvarðanir verða að fá 80% fýlgi. Til að byggja Vox upp verður Murdoch að ná yfirráðum yfir stöð- inni eða fá hina hluthafana til að samþykkja íýrirætlanir sínar um allt að 700 milljóna marka fjárfest- ingu í Vox til að koma rásinni í hóp öflugra sjónvarpsstöðva. Óttast samkeppni Bertelsmann óttast samkeppni við aðalrás sína, RTL, og segir að markaðurinn sé mettur. Fólk geti valið um þrjár stórar rásir og 34 rásir alls og Bertelsmann hafi eng- an áhuga á þvi að RTL fái nýja samkeppni. Af aðalrásunum þremur - RTL, Pro7 og SATl - eru aðeins RTL í Köln og Pro7 í Munchen reknar með hagnaði. „Ef fjórði aðilinn bætist við verð- ur það aðeins á kostnað hinna,“ sagði Georg Kofler, stjórnarfor- maður Pro Sieben Media AG, sem gegnir aukahlutverki í fjöl- miðlaslagnum. Sjónvarpsfrömuðir telja að um- talað ferðalag Murdochs muni hafa áhrif áður en hann eyðir nokkrum peningum. „Þetta mun flýta fyrir samþjöppunarþróuninni," sagði Helmut Thoma, stjórnarformaður RTL. Tal hf. semur um fjármögnun Langtímasamningur upp á einn milljarð króna / Islandspostur hf. stefnir að aukinni hagræðingu Samstarf við Kaupmanna- samtökin til skoðunar KAUPMANNASAMTÖKIN hafa farið þess á leit við forsvars- menn íslandspósts að kannaður verði grundvöllur mögulegs ramma- samnings vegna póstþjónustu sem verslanir gætu tekið að sér á þeim stöðum þar sem ekki þykir hag- kvæmt að reka póstþjónustu. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, seg- ir slíkt samstarf hafa viðgengist um þó nokkurt skeið í Danmörku og Svíþjóð með góðum árangri: „Um er að ræða ákveðnar greiðslur s.s. innborganir, útborganir og sölu frí- merkja sem framvegis væri hægt að inna af hendi í verslunum og myndi einkum styrkja rekstrargrunn smærri verslana á landsbyggðinni í formi aukinnar þjónustu." Einar Þorsteinsson, forstjóri ís- landspósts hf., segir of snemmt að segja til um hvort af slíkum samn- ingi geti orðið en hugmyndin sé vissulega áhugaverð og samræmist vel þeirri hagræðingarstefnu sem stjórn fýrirtækisins hefur einsett sér að íýlgja. Einar segist ekki eiga von á að Póst- og fjarskiptastofnun setji sig upp á móti slíku samstarfi því það sé ekkert sem banni Is- landspósti að ráða til sín verktaka svo lengi sem þeir bera ábyrgð á póstþjónustunni. Sparisjóðsmálið að leysast Eins og greint hefur verið frá komu upp hnökrar á fyrirhuguðu samstarfi fslandspósts og nokkuiTa sparisjóða á Norðurlandi. Til stóð að Sparisjóður Svarfdæla í Hrísey, Sparisjóður Höfðhverfmga á Greni- vík og Sparisjóður Suður-Þingey- inga á Laugum og i Reykjahlíð flyttu starfsemi sína í húsnæði ís- landspósts og hefðu umsjón með póstþjónustu á hverjum stað. Bankaeftirlitið setti hins vegar strik í reikninginn á þeim forsendum að umræddur samningur stæðist ekki lög og væri utan við þá þjónustu sem bönkum og sparisjóðum væri heimilt að sinna. Friðrik Friðriksson, sparisjóðs- stjóri á Dalvík og í Hrísey, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að unnið hefði verið að því undanfarið að finna tæknilegar úrlausnir í mál- inu og að útlit væri fyrir að farsæl niðurstaða fengist mjög fljótlega. I I 1 I I i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.