Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 24
I 24 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998______ ÚR VERINU ____________MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson SKIPVERJAR á Klakki SH fengu gott hal á Reykjaneshrygg fyrir skemmstu. Betri afli á Hryggn- um en í fyrra Sfldin bæði fyrir innan og utan NORSK-íslenska síldin veiðist nú á nokkuð stóru svæði. Kap VE fyllti sig t.d. í lögsögu Jan Mayen og tók síðasta kastið ajveg við íslensku lögsögulínuna. Önnur skip voru hins vegar í síld sunnar og þá inni í íslenskri landhelgi. Skipum hefur þó mjög fækkað á miðunum þar eð flest þeirra hafa náð kvóta sínum. Hjalti Einarsson, stýrimaður á Kap, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að enn væri að sjá nóg af síld og hún væri bæði feit og fal- leg. „Það er allt annað að sjá hana en fyrir sjómannadaginn. Nú er hún full af lýsi og allt annar og verðmætari f!skur,“ sagði Hjalti. Kap landaði 1.200 tonnum og hefur þar með lokið síldveiðum á þessari vertíð. Hjalti sagði Kap hafa verið að veiðum inni í lögsögu Jan Mayen norðaustur af landinu, en nokkur þeirra fáu íslensku skipa sem enn voru að veiðum, s.s. Sighvatur Bjarnason, Jón Kjartansson og Þorsteinn, hafí verið sunnar og innan lögsögunnar. „Þeir voru að vinna fyrir innan, en sfldin er greinilega dreifð yfir mikið svæði báðum megin við línuna," sagði Hjalti. Alls hefur verið landað 183.658,466 tonnum af sfld á þeirri vertíð sem nú er um það bil að ljúka, mest, eða 24.340,711 tonn, hjá SR-mjöli á Seyðisfirði. Sfldar- vinnslan í Neskaupstað hefur tekið á móti 22.095,883 tonnum og Hrað- frystihús Eskifjarðar 21.449,208 tonnum, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fískvinnslustöðva. KARFAAFLI íslensku skipanna á Reykjaneshrygg er kominn í 31.000 tonn það sem af er árinu eða 14. júní sl en íslenski kvótinn er 45.000 tonn. Er þetta betri gangur en í fyrra en þá var afl- inn aðeins 20.000 tonn og kvdtinn sá sami. Um miðja vikuna voru um 35 skip við veiðar á Reykja- neshrygg, íslensk og erlend. Gísli Svan Einarsson, útgerð- arstjóri hjá Fiskiðjunni Skagfirð- ingi, sagði, að nú væru tvö skip frá þeim á Hryggnum, Klakkur og Skagfirðingur, en veiðin væri heldur treg um þessar mundir og miklu lakári en var fyrir sjó- mannadaginn. Þannig hefði það raunar verið síðustu ár, að úr henni drægi í júní. Maí hefði aft- ur á móti verið góður en þá var aflinn alls 2.100 hjá þremur skip- um, Skagfirðingi, Klakk og Málmey. Var það mjög góður fiskur og betri ef eitthvað var en í fyrra. Fékkst hann aðallega fyr- ir innan lögsöguna. Um tonn á togtíma Sigurbjörn Svavarsson, út- gerðarstjóri hjá Granda, sagði, að veiðin hefði verið svona upp og ofan en þó almennt heldur Iítil síðustu daga, svona um tonn á tímann. Það eru 20 til 25 tonn á sólarhring eða helmingi minna en þegar best hefur gengið. Sagði hann, að það gerðist oft á þessum tíma, að fiskurinn dreifð- ist og þá væri spurninginn að hitta á einhveija bletti. Oft væri þó ágætt fiskirí í ágúst og sept- ember innan grænlensku lögsög- unnar. Ástralskur ráðherra áhyggjufullur vegna „Einnar þjóðar“ Segir gyðingahat- ara seilast til áhrifa Canberra. Reuters. HÓPUR gyðingahatara kom á sín- um tíma útsendurum sínum inn í raðir flokks Pauline Hanson í Ástralíu, Einnar þjóðar, að því er fjármálaráðherra landsins, Peter Costello, fullyrti í gær. Talsmaður flokksins neitaði þessu og sagði flokkinn leggja sig fram um að koma í veg fyrir að öfgasinnaðir hópar gætu komist til áhrifa innan hans. Flokkur Hansons hlaut hátt í fjórðung atkvæða í kosningum í Qu- eenslandfylki sl. helgi. Stefna flokksins er m.a. fólgin í andstöðu við fjölgun innflytjenda í Ástralíu, andstöðu við sérréttindi frum- byggja og andstöðu við erlenda fjár- festingu. „Ein þjóð er nú undir áhrifum afla sem flokkurinn skilur jafnvel ekki - alræmdra afla sem hafa verið á sveimi í ástralskri pólitík í mörg | ár og eru hlynnt kenningum sem myndu í engu bæta hlutskipti lands- ' manna og sem fara ekki í felur með and-semítisma sinn,“ sagði Costello í viðtali við ástralska ríkissjónvarp- ið, ABC. Costello sagði ennfremur að það væru Áströlsku réttindasamtökin, ein helstu samtök and-semítista í landinu, sem hefðu komið ár sinni fyrir borð í Einni þjóð. Samtökin i hefðu um árabil verið að reyna að | koma sínum mönnum inn í stofnanir . úti um landið. Talsmaður Einnar þjóðar sagði þetta tilhæfulaust. „Við eigum alls ekki góð samskipti við réttindasamtökin,“ sagði hann. Samtökin hefðu beitt sér gegn Einni þjóð og lýst stuðningi við ann- an, óháðan frambjóðanda í kosning- unum í Queensland. Reuters Nelson Mandela í Páfagarði Vatíkaninu. Reuters. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, hitti Jóhannes Pál páfa að máli í Vatíkaninu í gær og þakkaði honum fyrir þann stuðning sem rómversk-kaþólska kirkjan sýndi mennta- og heilbrigðismálum svertingja í Suður-Afríku í tíð stjórnar aðskilnaðarsinna hvíta minnihlutans, sem leit á svertingja sem annars flokks borgara. Mandela sat í fangelsi í 27 ár í valdatíð hvítra. Hann sagði, áður en hann hitti páfa, að kirkjan hefði gegnt mikilvægu hlutverki í Suð- ur-Afríku og yrði það ekki þakkað nógsamlega. EÞ hyggst binda enda á „sjóðasukk“ EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær að endir yrði bundinn á óhóflega notkun risnureikninga, sem ýmsir sem sæti eiga á þinginu hafa notið góðs af. Þingið hvatti jaftiframt ríkis- stjómir aðildar- landa Evrópu- sambandsins (ESB) til að leggja sitt af mörkum til að af þessu megi verða, með því að koma sér saman um sameiginlegan launataxta fyrir alla þingmenn Evrópuþingsins, en þeir eru 626 að tölu og em kjörnir beinni kosningu í ESB-löndunum fimmtán. Með samþykktinni brást þingið við gagnrýni sem fram kom á leið- togafundi ESB í Cardiff fyrr í vik- unni þess efnis, að óeðlilegt væri að Evrópuþingmenn fengju allan mögulegan kostnað greiddan úr sérstökum sjóðum Evrópuþingsins, en þessir sjóðir og notkun þeirra hefur reglulega vakið neikvæða at- hygli fjölmiðla á þinginu. I þeirri von að geta komizt fyrir vandann áður en kemur að næstu Evrópuþingkosningum, sem eiga að fara fram að ári, hófu í vikunni nokkrir nafntogaðir Evrópuþing- menn að vinna að breyttri löggjöf um þingið sjálft, sem miðar fyrst og fremst að því að ráðast að rót vand- ans - sem er sú staðreynd, að þing- fararkaup manna sem kjörnir em til setu á Evrópuþinginu er mjög mis- jafnt eftir því frá hvaða landi þeir koma. Reglan nú er sú, að þingfarar- kaup Evrópuþingmanns sé það sama og þingmanns á þjóðþingi viðkom- andi ESB-lands. Þetta veldur því, að t.d. grískir Evrópuþingmenn fá að- eins um fimmtung þess í þingfarar- kaup, sem ítalskir starfsbræður þeirra fá. Sumir þingmenn reyna því að bæta sér launamismuninn upp með því að fá alls kyns kostnað greiddan sérstaklega, svo sem fyrir að sitja þingfundi í Strassborg og Brussel, sem og fyrir ferðalög og laun aðstoðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.