Morgunblaðið - 19.06.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Breska barnfóstran Louise Woodward snýr aftur til Bretlands
Kveðst sannfærð um að
geta sannað sakleysi sitt
Manchester, Boston. Reuters.
Reuters
WOODWARD-íjölskyldan sameinuð. Frá vinstri: Louise, móðirin Sue, systírin Vicky og faðirinn Gary.
BRESKA bamfóstran Louise
Woodward sneri aftur til Bretlands
í gær og neitaði því að hafa orðið
átta mánaða dreng, sem hún gætti,
að bana eins og henni var gefið að
sök. Hún kvaðst sannfærð um að
geta hreinsað sig af sakargiftinni
og neitaði því að hafa gert samn-
inga við æsifréttablöð um greiðslur
fyrir að segja sögu sína.
Woodward, sem er tvítug, ræddi
við fréttamenn þegar hún kom til
Manchester og kvartaði yfir þvi að
mál hennar hefði ekki fengið rétt-
láta dómsmeðferð í Bandaríkjun-
um vegna mikiliar umfjöllunar fjöl-
miðla.
Woodward fékk að fara til Bret-
lands eftir að hæstiréttur
Massachusetts í Bandaríkjunum
staðfesti úrskurð dómara í máli
hennar, Hillers B. Zobels. Kvið-
dómurinn í réttarhöldunum yfir
henni hafði fúndið hana seka um
morð á átta mánaða dreng, Matt-
hew Eappen, en dómarinn ógilti þá
niðurstöðu og úrskurðaði að Wood-
ward væri sek um manndráp af gá-
leysi. Hann komst ennfremur að
þeirri niðurstöðu að sá tími sem
bamfóstran hafði setið í fangelsi,
279 dagar, væri viðeigandi refsing.
Vill fá að lifa eðlilegu lifí
„Þrátt fyrir þá staðreynd að ég
er mjög miður mín vegna dauða
Matthews, eins og ég hef margoft
sagt, er dauði hans á engan hátt
mér að kenna,“ sagði Woodward
við fréttamennina. „Eg meiddi ekki
Matthew og ég drap ekki Matthew
litla og ég vona bara að læknar taki
mál mitt upp nú þegar allar áfrýj-
unarleiðir eru lokaðar."
Woodward var spurð hvort hún
vildi segja eitthvað við foreldra
drengsins sem eru sannfærðir um
að hún hafi orðið honum að bana.
„Nei,“ svaraði hún þá hátt og
skýrt.
Woodward sagði að mál hennar
hefði ekki fengið réttláta meðferð
vegna „óheyrilegrar“ umfjöllunar
fjölmiðla fyrir réttarhöldin. Hún
bætti við að nú væri mikilvægast
að koma í veg fyrir að fleiri yrðu
dæmdir ranglega fyrir morð á
bömum sem deyja af ókunnum
ástæðum. „En ég verðskuldaði
ekki þessa sakfellingu og ég tel að
með tíð og tíma komi sannleikurinn
í ljós og ég verði hreinsuð af áburð-
inum.“
Hún kvaðst mjög fegin að vera
komin aftur til heimalandsins eftir
rúmlega tveggja ára dvöl í Banda-
ríkjunum. Hún sagðist vonast til
þess að geta lifað eðlilegu lífi með
fjölskyldu sinni og vinum og stund-
að háskólanám í friði eftir allt fjöl-
miðlafárið í Bandaríkjunum. „Ég
vil gera það sem tvítugt fólk gerir
venjulega. Ég vil fá hlutastarf og
lifa eðlilegu lífi. Ég hef þroskast
svakalega á þessum tíma. Ég veit
of mikið um bandarísk lög.“
Bresk æsifréttablöð gagnrýndu
Woodward harkalega í gær fyrir að
hafa ferðast á fyrsta farrými í þotu
frá Boston til Manchester. Hún
vísaði á bug orðrómi um að hún
hefði samið um háar greiðslur fyrir
viðtöl við dagblöð en kvaðst ætla að
ræða við BBC án þess að þiggja
fyrir það peninga.
Eftir blaðamannafundinn hélt
Woodward til heimabæjar síns,
Elton í norðurhluta Englands.
Eappcns-fjölskyldan
höfðar einkamál
Skömmu áður en Woodward fór
til Bretlands gaf bandarískur alrík-
isdómari út bráðabirgðalögbann,
sem kveður á um að hún megi ekki
nota peninga sem henni kunna að
áskotnast vegna dauða Matthews
Eappens. Woodward var ennfrem-
ur gert að skýra dómaranum og
Eappen-fjölskyldunni frá öllum
samningum sem hún kynni að gera
við fjölmiðla. Ekki er þó ljóst hvort
hægt væri að framfylgja lögbann-
inu í Englandi.
Foreldrar Matthews Eappens
hafa einnig höfðað einkamál á
hendur Woodward til að krefjast
bóta og tryggja að hún hagnist
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
lýsti í fyrradag miklum vonbrigðum
yfir því að öldungadeild Bandaríkja-
þings skyldi hafa ákveðið að sópa
tímamótalagafrumvarpi um vamir
gegn reykingum út sdf borðinu. Gaf
forsetinn í skyn að hann myndi nota
þessa samþykkt þingsins, þar sem
repúblikanar eru í meirihluta, til að
hnekkja á repúblikönum í kosninga-
baráttunni fyrir aukakosningar í
haust.
Öldungadeildin beitti þingskapa-
reglum til að fella frumvarpið út af
dagskrá þingsins eftir að heiftúðug-
ar umræður höfðu staðið um það í
meira en mánuð. Hefði frumvarpið
orðið að lögum hefði útsöluverð vind-
lingapakka í Bandaríkjunum hækk-
að um sem svarar um 80 kr. á næstu
fimm árum, í því skyni fyrst og
fremst að fæla böm frá reykingum.
Demókrötum gagnlegt
til kosningaáróðurs
Clinton hét því að halda áfram
baráttúnni fyrir því að frumvarpið
yrði að lögum og hafnaði því að mál-
ið væri úr sögunni.
„Ég vil að hagsmunaaðilar tó-
baksiðnaðarins og bandamenn
ekki á dauða drengsins.
Drengurinn lést af völdum
meiðsla á höfði 9. febrúar á liðnu
ári, fimm dögum eftir að hann var
fluttur á sjúkrahús í Boston. Sak-
sóknaramir í máhnu sögðu að
Woodward hefði hrist drenginn
harkalega og síðan slengt höfði
hans á harðan flöt.
Lögfræðingar Woodwards neit-
uðu þessu og sögðu að drengurinn
hefði slasast á höfði nokkrum dög-
um áður en hann var fluttur á
sjúkrahúsið.
þeirra á Capitol-hæð viti, að frá
mínum bæjardyrum séð er þessum
slag fjarri því lokið,“ tjáði Clinton
fréttamönnum í Hvíta húsinu. „Ég
held ekki að málið sé dautt.“
Aðspurður, hvort hann teldi að
málið hefði pólitískar afleiðingar,
sagði forsetinn: „Ég vona það svo
sannarlega, og svo ætti líka að vera.“
Barátta þingmanna repúblikana
gegn tóbaksfrumvarpinu gæti
reynzt demókrötum gagnlegt áróð-
urstæki þegar líður að aukakosning-
um til öldungadeildarinnar sem eiga
að fara fram í nóvember, og Clinton
nefndi dæmi um með hvaða hætti
hann kann að haga því áróðursstríði.
„í dag, eins og alla aðra daga,
byrja 3.000 ung böm að reykja og
reykingar munu stytta lífdaga 1.000
þeirra," sagði Clinton. „Ef fleiri öld-
ungadeildarþingmenn sæju sóma
sinn í að greiða atkvæði eins og for-
eldrar frekar en stjómmálamenn,
gætum við leyst þetta mál og snúið
okkur að öðram brýnum verkefnum
fyrir land og þjóð,“ bætti forsetinn
við.
Tom Daschle, leiðtogi demókrata
í öldungadeildinni, tók í gær í sama
streng og forsetinn. „Við munum
Albright |
vill bæta
samskiptin
við Iran
Wa-shington. Reuters.
MADELEINE Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, kvaðst á ,
miðvikudag vilja leita leiða til að '
byggja upp traust milli ráðamanna
í Iran og Bandaríkjunum með það
að markmiði að koma samskiptum
ríkjanna í eðlilegt horf.
Utanríkisráðherrann bætti þó við
að stjóm írans framfylgdi enn
stefnu, sem Bandaríkjamenn væra
andvígir, og að efnahagslegar refsi- ,
aðgerðir gegn íran yrðu ekki
afnumdar í bráð.
Albright sagði þetta í ræðu í |
New York og þandarískir embætt-
ismenn sögðu að markmið hennar
hefði verið að svara vinsamlegum
ummælum Mohammeds Khatamis,
sem var kjörinn forseti Irans í
ágúst í fyrra, í viðtali við CNN-
sjónvarpsstöðina í janúar. Litið var
á viðtalið sem tilraun af hálfu for-
setans til að greiða fyrir bættum |
samskiptum Irans og Bandaríkj-
anna, sem hafa ekki haft stjórn-
málatengsl í tæpa tvo áratugi.
„Við erum tilbúin að leita frekari
leiða til að byggja upp gagnkvæmt
traust og fyrirbyggja misskilning
milli ríkjanna. Islamska lýðveldið
ætti að íhuga svipaðai- aðgerðir,"
sagði Albright í ávarpinu án þess að
tilgreina hvers konar aðgerðir
kæmu til greina af hálfu Banda-
ríkjastjórnar. )
Bandaríkjastjórn gagnrýnd
Albright skírskotaði til kurt- I
eislegra ummæla Khatamis í garð
Bandaríkjastjómar í sjónvarpsvið-
talinu, sagði að engin þjóð á Vest-
urlöndum gæti sniðgengið aust-
ræna og íslamska menningu og að
íranski forsetinn verðskuldaði
„virðingu vegna þess að hann er sá
sem íranska þjóðin kaus“.
Utanríkisráðherrann sagði að •
Bandaríkjastjórn virti einarðan )
vilja írana til að halda fullveldi i
sínu. „Við reynum ekki að steypa
stjóminni. En við föram fram á að
Iranar standi við skuldbindingar
sínar við alþjóðasamfélagið."
ekki láta þetta mál falla niður,“
sagði Daschle. Hann sagði að mál-
inu yrði haldið á floti með því að )
tengja það annarri löggjöf.
Strand framvarpsins kom á óvart '
þar sem talið var víst að þegar það )
kæmist loks til lokaafgreiðslu hlyti
það öruggan meirihlutastuðning. Að
frumvarpið skuli hverfa af dag-
skránni með þessum hætti er sér-
stakt fagnaðarefni fyrir tóbaks-
framleiðendur, sem nýlega urðu
uppvísir að því að hafa áram saman
logið til um hvað þeir legðu á sig til
þess að lokka böm og unglinga til )
að hefja reykingar.
Málið „svæft í nefnd“ |
Frumvarpinu var ýtt út af dagskrá
þingsins með því að í öldungadeild-
inni vora fyrst greidd atkvæði um að
binda enda á umræður um það og
vísa því til lokaafgreiðslu. Þrjú at-
kvæði vantaði upp á að þessi niður-
staða næðist. Því næst voru greidd
atkvæði um að vísa frumvarpinu aft-
ur til viðskiptanefndar öldungadeild- )
arinnar, en sú niðurstaða þykir jafn- .
gilda því að stöðva afgreiðslu frum-
varpins. 53 greiddu þessari tillögu at- I
kvæði sitt en 46 vora á móti.
m
DekaTopp
EPOXY MALNING
Hágæöamálning
fyrir gólf og veggi
Gólflagnir
IÐNAÐARQÓLF Smiöiuveqi
Smiöjuvegur 72,200 Kópavogur
Sími: 564 1740, Fax: 554 1769
w ■■
VERKTAKAR - BÆJARFELOG
Viðgerðarþjónusta á minni vélum og tækjum, t.d. rafstöðv-
um, jarðvegsþjöppum, dælum, gólfslípivélum, sláttuvélum,
kerrum, tjaldvögnum o.fl.
ALMENNAR BIFREIÐAVIÐGERÐIR
HONDA VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
BIFREIÐAVERKSTÆÐI REYKJAVÍKUR
Síðumúla 12, s. 553 5202, fax 588 9670.
Tóbaksvarnafrumvarp strandar í öldungadeild Bandaríkjaþings
Clinton segir barátt-
unni hvergi nærri lokið
Washington. Reuters.