Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 29

Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 29 ERLENT Margra enn saknað FJÖLDI þeiira sem enn er saknað vegna hvirfílbylsins skæða sem reið yfir Gujarat- ríki á Indlandi í síðustu viku stökk úr 250 í 1.754 í gær þeg- ar frá því var greint að ekki væri víst að lík verkamanna, sem unnu við sjávarsíðuna, kæmu nokkurn tíma í leitirnar vegna ölduhæðar og svipti- vinda á svæðinu. Opinberir að- ilar sögðu í gær hægt væri á þessari stundu að staðfesta dauða 1.126 manna í hvirfil- bylnum. Bilun í hjóli orsök lestarslyss KOMIÐ hefur í ljós að bilun í hjóli var orsök lestarslyssins við bæinn Eschede í Þýska- landi í byrjun júní, sem kostaði 99 manns lífið. Bilunin varð til þess að lestin fór út af sporinu og lenti á brú á um 200 km hraða. Blóðbað í Alsír ÍSLAMSKIR uppreisnarmenn í Alsír voru í gær sagðir hafa myrt 13 manns aðfaranótt fimmtudags og sært 6 þegar þeir gerðu árás á þorp sunnan við Algeirsborg. Færri styðja friðarsamning í NÝJUSTU könnun sem framkvæmd hefur verið á fylgi flokkanna á N-írlandi fyrir þingkosningarnar í næstu viku kemur fram að stuðningur við þá flokka sem studdu páska- samkomulagið í þjóðarat- kvæðagreiðslu í maí hefur fall- ið úr 82% í 79%. Orban forsæt- isráðherra ARPAD Góncz, forseti Ung- verjalands, tilnefndi í gær Viktor Orban sem nýjan for- sætisráðherra og fól honum það verkefni að mynda ríkis- stjórn sem vinna myndi að því að afla Ung- verjalandi inngöngu í Evrópusam- bandið (ESB) og Atlantshafs- bandalagið (NATO) snemma á næstu öld. Gert er ráð fyrir að Orban ljúki stjórnarmyndunarviðræðum innan fárra daga. Sekir um morðið á Piat NOKKRIR afbrotamenn voru í gær dæmdir fyrir morðið á frönsku þingkonunni Yann Pi- at, sem skotin var til bana í borginni Hyeres í febrúar 1994. Piat er talin hafa átt sér valdamikla óvini en mennimir sem dæmdir voru í gær hafa ekld treyst sér til að nefna þá er stóðu að baki morðinu. Bildt vinsæll SVIAR myndu fremur kjósa Carl Bildt, formann íhalds- flokksins sænska, sem forsæt- isráðherra en Göran Persson, núverandi forsætisráðherra, samkvæmt nýrri skoðanakönn- un. Flokkur Bildts nýtur hins vegar ekki fýlgis í samræmi við vinsældir formannsins. Oræfajökull Hæsti tindur Islands er Hvannadalshnúkur í Öræfajökli, 2119 m hár. Fyrstur Islendinga til að ganga á Öræfajökul var Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, árið I 794. Skipulagðar ferðir með þjálfuðum ! leiðsögumönnum eru til dæmis frá Skaftafelli og tekur hver ferð fram og til baka 12 til 15 klukkustundir. n Upp til fjalla, út til stranda, Fyrstu skrefin Hvert sem ferðinni er i - upp til fjalla, 0 út til stranda, inn á jökla, í helgarútilegu eða eins dags gönguferð - þá veitir það ákveðið öryggi að taka fyrstu skrefm í Skátabúðinni. Stærri verslun, aukið vöruúrval, sérhæfð þjónusta! Við höfum stækkað búðina, aukið vöruvalið og bætt við þekktum merkjum og leggjum sífellt meiri áherslu á þjónustu starfsfólks með víðtæka reynslu af útivist. Sérstök ráðgjöf fyrir byrjendur. Segðu okkur hvað þig vantar - við aðstoðum þig við að finna það rétta. Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2030 • Fax 511 2031 www. itn. islskatabudin inn á jökla. mmÉS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.