Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ KÆRLEIKSÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR Herra Karl Sigurbjörnsson biskup fslands Trú sem starf- ar í kærleika Þjóðkirkjan sinnir fjölbreytilegu líknar- starfí eða kærleiksþjónustu sem oft er nefnd svo. Hér á eftir verður greint frá nokkrum atriðum í þessu starfí í fyrstu samantektinni af þremur sem birtast eiga næstu daga. EINHVER góður maður sagði að Jesús Kristur hefði afnumið þyngd- arlögmálið sem einatt ræður í mannlegu samfélagi, lögmálið: Hver er sjálfum sér næstur. Jesús kenndi lögmál kærleikans og setti það fram í gullnu reglunni: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.“ Sú viðmiðun er æðst og best í öllu lífí. Jesús kenndi líka að trú verði að birxast í lífemi, lífsmáta, umgengni. Hann leggur áherslu á að gjöra vilja fóðurins á himnum. Enn og aftur fordæmir hann þá sem telja sig þjóna Guði með yfirskini guð- hræðslu einu saman, en láta sig litlu varða hag og heill hinna smáu, snauðu, sjúku og minni máttar. Hann sagði dæmisöguna um mis- kunnsama Samverjann. Sú saga hefur ekki látið mannkyn í friði síð- an. Eitt mikilvægasta verkefni sem blasir við þjóðkirkjunni um þessar mundir er að auka kærleiksþjón- ustu safnaðanna. Það er margvísleg aðstoð við þá sem halloka fara í samfélaginu og hjálpar- og þróun- arstarf meðal fátækra þjóða. Meg- instoðir safnaðarstarfs kirkjunnar hafa frá öndverðu verið guðsþjón- usta, fræðsla og líknarþjónustan. Líknarþjónustan, diakonia, eins og það kallast á frummáli Nýja testa- mentisins, grískunni, er boðun fagnaðarerindisins í verki. Þar gengur kirkjan í fótspor Krists sem fór um meðal fólks og líknaði, lækn- aði, reisti á fætur. Þar leitast hún við að hlýða hvatningu Krists er hann hafði sagt söguna um Sam- verjann sem tók áhættuna og mis- kunnaði sig yfir hinn særða: „Far þú og gjör slíkt hið sama!“ Kirkja sem vill vera trúverðug verður að vakna til vitundar um að fagnaðar- erindið verður aldrei boðað í orðum einum, heldur umfram allt með trú sem starfar í kærleika. Það hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú. Dýrmætur vaxtarbroddur Hjálparstarf og kristniboð þarf að komast á dagskrá. Efla þarf að- ild safnaðanna að Hjálparstofnun kirkjunnar og kristniboði. í hverri sókn og söfnuði ætti að vera hópur fólks sem finnur köllun sína í að leggja þeim málum lið og minna söfnuðinn á skyldur hans gagnvart þeim sem standa höllum fæti. Ég hvet presta og sóknarnefndir til þess að stuðla að því. Hluti kærleiksþjónustu kirkjunn- Morgunblaðið/Arnaldur MEÐAL þess sem kirkjan býður uppá er margs konar starf meðal aldraðra og hér er mynd frá samveru í Bú- staðakirkju. Frá vinstri: Ása Gissurardóttir, Guðmundur Guðjónsson, Óskar Magnússon, Ágústa Hróbjartsdótt- ir, Guðbjörg Björgvinsdóttir og Lilja Sigurðardóttir en hún er starfsmaður í öldrunarþjónustu Háteigskirkju. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni Vaxandi sérhæfíng í starfí kirkjunnar MARGT kirkjulegt starf er h'tið þekkt og margir verða hissa á að kirkjan starfi og þjóni eins og raun ber vitni. Safnaðarstarf hefur eflst á síðari ár- um og þar hafa prestar og leikmenn verið ötulir. Djáknar hafa bæst í hóp- inn og má segja að sérhæfing fari vax- andi í kirkjulegu starfi. Um leið er þörf fyrir sjálfboðaliða sem vilja taka þátt í þessu starfi. Sumir söínuðir hafa lagt áherslu á að efla þjónustu við aldraða, til dæmis í formi heimsóknarþjónustu, en aðrir söfnuðir hafa lagt áherslu á bama- og unglingastarf. Fjölbreytnin er mikil. Sérþjónustuprestar og djáknar eru nokkurs konar sérfræðingar í kær- leiksþjónustu. Þeir starfa á mörgum sviðum og eru sumir launaðir af þeim stofnunum eða félagasamtökum sem þeir eru ráðnir hjá. Þegar fólk stend- ur frammi fyrir erfiðleikum hefur það oft mikla þörf fyrir að tala og fá ein- hvem til að hlusta. Hér er kirkjan með sálgæslu sína mjög mikilvæg. Það er ekki bara sá sem lendir í vanda sem þarf að fá að tala heldur einnig aðstandendur. Þetta á til dæmis við um alvarlega veikt fólk eða þegar slys ber að höndum. Aðstandendur fá slæmar fréttir og verða fyrir áfalli. Þá er oft gott að eiga kost á að tala við prest eða djákna. Kirkjan hefur sinnt köllun sinni Hefurðu heyrt talað um að það starfi sérstakur prestur í fangelsum landsins? Hugsanlega. En þeir sem • Skilgreining á kærleiksþjón- ustu íslensku kirkjunnar verður til umræðu í haust á ráðstefnu um kærleiksþjónustuna. Norð- menn hafa skilgreint kærleiks- þjónustuna þannig: Kærleiksþjónusta er umhyggja kirkjunnar fyrir náunganum og starf sem eflir samfélag. Hún er einnig sú þjónusta sem sérstak- lega er veitt fólki í neyð. annaðhvort hafa verið í fangelsi eða em aðstandendui- þeirra sem hafa verið þar þekkja margir af eigin raun hversu erfitt það er að lenda í þessum aðstæðum. Hér hefur kirkjan sinnt köllun sinni og vitjað fanga með skipulögðum hætti. Fangaprestur og aðrir sérþjón- ustuprestar sinna oft aðstandendum og starfsfólki innan þess sviðs sem þeir starfa á. Það er mildð álag á þess- ar stéttir og margir vinna krefjandi störf sem nauðsynlegt er að geta fengið að ræða rnn í trúnaði. Um nokkurt skeið hefur prestur tengst starfi lögreglunnar og er það hlutverk hans að vera lögreglumönnum til að- stoðar þegar þeir vilja ræða um það sem mætir þeim í starfinu. Á sjúkrahúsum og í fangelsum er reglulegt helgihald. Það á við um flesta aðra í sérþjónustunni en prest- ur heymarlausra hefur hér algjöra sérstöðu. Hann er eini presturinn sem talar mál skjólstæðinga sinna, tákn- málið. BISKUP segir að eitt mikil- vægasta verkefni kirkjunnar sé að auka líknarþjónustu kirkjunnar og koma hjálpar- starfi og kristniboði á dag- skrá. Myndin er frá Afríkuferð biskups í aprfl þar sem hann kynnti sér hjálpar- og kristni- boðsstarf í Eþíópíu og Kenýa. ar er líka sérþjónustan og sálgæsl- an á sjúkrastofnunum. Það hefur verið dýrmætur vaxtarbroddur í lífi kirkjunnar. Þar hafa menntaðir prestar og djáknar komið til starfa og unnið ómetanlegt boðunar- og sálgæslustarf. Djáknaþjónustan er gleðilegur vaxtarbroddur sem efla þarf. Þar er mikilvæg áminning þess að kirkjan taki líknarþjónust- una fastari tökum og veiti fólki menntun og ábyrgð til að ryðja nýj- ar brautir í þjónustu fagnaðarer- indisins. Við Islendingar höfum lengi not- ið þeirrar gæfu að byggja upp þró- að velferðarþjóðfélag. Þar höfum við verið samstiga systurþjóðum á Norðurlöndunum. Velferðarkerfið byggði vissulega á arfi hinnar lúth- ersku þjóðkirkju þar sem krafan er á samfélagslega ábyrgð og skyldur hins opinbera við þá sem efnahags- lega og félagslega eru á útjöðrum samfélagsins. Ymsir telja að vel- ferðarkerfið sé komið í þrot vegna þess að það vanti hina siðgæðislegu forsendu. Siðgæði er alltaf af trúar- legum rótum runnið, byggir á því að fólk virði gildi sem æðri eru og allir hljóti að lúta óháð ávinningi. Það stenst ekki án uppeldis og iðk- unar trúar. Nú bendir margt til þess að hug- sjón samstöðu og samhjálpar þoki fyrir síngirninni. Velferð og samfé- lagsábyrgð hrynja þar sem fólk hugsar aðeins um eigin hag og rétt og neitar að viðurkenna skyldur sínar gagnvart Guði og náungan- um. Góðærið virðist fara í mann- greinarálit, og bilið breikkar milli auðs og örbirgðar. Við horfum líka upp á félagsleg vandamál fara úr böndum, vímufíkn og lyfjamisnotk- un, afbrot, upplausn fjölskyldunn- ar, ofbeldi og siðleysi, allt eru þetta sjúkdómseinkenni sem bera vitni um það að við erum á leið með að glata grundvallar siðgildum samfé- lagsins og verðum að spyrna við fótum. Líknarþjónusta kirkjunnar er þess vegna ekki aðeins fólgin í því að binda um sár hins særða. Hún er líka og ekki síður það að minna á kröfu kærleikans og miskunnsem- innar. Að halda uppi merki sam- hjálparinnar. Benda ekki aðeins á veginn, heldur fara hann. Lifa sam- kvæmt forskrift gullnu reglunnar: ,Ailt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.“ Tveggja ára tilraun hjá Hjálparstofmm kirkjunnar Innanlands- aðstoð beint í nyjan UNDIR hatti Þjóðkirkjunnar hef- ur Hjálparstofnun kirkjunnar verið rekin um árabil en hún sinnir bæði þróunar- og neyðarhjálp erlendis og aðstoð innanlands. Oftlega hef- ur verið leitað til landsmanna um stuðning við hjálparstarfið erlendis en minna hefur jafnan farið fyrir innanlandshjálpinni enda erfitt að bera á torg það sem þar er gert. Akveðnar breytingar hafa þó orðið í þeim efnum með aukinni ásókn í aðstoð við einstaklinga og til að koma þeim málum í fastan farveg réð Hjálparstofnun fyrir nokkru nýjan starfsmann til að sinna því verkefni. „Með ráðningu minni verður bæði unnt að beina þessum verk- efnum í ákveðinn farveg og lögð aukin áhersla á að sinna ráðgjöf með því að nýta þá fagþekkingu sem ég hef sem félagsfræðingur, ekki síst þar sem ég tók sérstak- lega fyrir fátækt í velferðarsamfé- lagi í náminu,“ segir Harpa Njáls sem tók við starfinu í febrúar. Um er að ræða tilraun með hálfa stöðu til tveggja ára. En hvert er starfs- sviðið? Oft nóg að benda á leiðir „Ég skipti verkefninu í þrjá hluta, þ.e. neyðarhjálp, ráðgjöf og sálgæsla. Neyðarhjálpin er svipuð og verið hefur og hefur stofnunin útvíkkað matarbúr sitt og getur út- vegað fólki grunnfæðu í stuttan tíma þar til ræst hefur úr málum. Einnig er hægt að útvega föt sé þörf á því. Ráðgjöf er mjög nauð- farveg synleg því það er löngu ljóst að margt það fólk sem leitar til Hjálp- arstofnunar hefur ekki á hreinu hvaða félagslegu aðstoðar það get- ur vænst. Því þarf að fara yfir mál- in og athuga hvaða rétt fólk gæti átt til bóta og aðstoðar. Oft er nóg að benda á hvaða leiðir eru mögu- legar og þá getur fólkið bjargað sér uppfrá því. Þriðji þátturinn er sálgæslan sem tengist auðvitað nokkuð ráðgjöfinni. Margir skjól- stæðinganna eiga mikla þrauta- göngu að baki eftir sjúkdóma, veik- indi og ýmis áföll eða eigin breysk- leika og þurfa andlega hjálp tÚ að ná sér á strik á ný. Þeir þarfnast einhvers sem hlustar, sýnir samúð og skilning og getur síðan leiðbeint þeim áfram.“ Leita þarf til prestsins fyrst Harpa segir að um alla þessa þætti gildi að fólk leiti fyrst til prests og hafi hann engin ráð til að leysa vanda þess vísa þeir fólki áfram til Hjálparstofnunar sem reynir að leita lausna. En gerir hún ráð fyrir að þessi hópur skjólstæð- inga fari minnkandi? „Við væntum þess að geta hjálp- • PANTA þarf viðtalstíma vegna einstaklingshjálpar hjá Hjálpar- stofnun kirkjunnar milli klukkan 12.30 og 13.30 miðvikudaga, fimmtudaga eða föstudaga. Ráð- gjafinn er við sömu daga frá 13.30 til klukkan 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.