Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 33
LISTIR
a ---
Akvarell Island
SKARPHÉÐINN Ilaraldsson, Akvarella, 1970-77,
Listasafn Árnesinga.
MYNPLIST
Listaskálinn
VATNSLITIR, AKVARELLUR
Eiríkur Smith, Pétur Friðrik, Haf-
steinn Austmann, Alda Ármanna
Sveinsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir,
Katrín H. Ágústsdóttir, Gunnl. St.
Gíslason, Guðrún Svava Svavarsdótt-
ir, Skarphéðinn Haraldsson. Opið
alla daga vikunnar frá 13-18. Til 21
júní. Aðgangur 300 krónur. Sérstök
kynningarskrá 200.
EFTIR öllum sólai-merkjum að
dæma virðist það af hinu góða, að ein-
stakir myndlistargeirar sameinist um
sýningarhald, en haldi jafnframt vörð
um hagsmuni sína. Kemur á einn hátt
í stað afmarkaðra listhópa í útland-
inu, sem eru með árvissar fram-
kvæmdir er þykja mjög mikilvægar í
sínum heimalöndum, en einnig
Haustsýninga FIM sem illu heilli
lögðust af. Eru um leiðá annan veg
áfellisdómur fyrir samtök listamanna,
sem virðast jafnan þm-fa að falla í
sama farveg sérhyggju og hagsmuna-
pots fámenns kjarna. Við höfum góðu
dæmin um grafíklistamenn og mynd-
höggvara, er komið hafa upp öflugum
hagsmunageirum og loks hafa vatns-
litamyndamálarar, sem hallir eru að
akvarellunni, sem er upprunalegasta
grein vatnslitamyndamálunar, stofn-
að með sér samtök, sem á örfáum ár-
um hafa gjörbreytt sviðinu. Eru þeg-
ar orðnir fullgildir meðlimir í norræn-
um samtökum slíkra og um leið farnir
að sýna og selja verk sín víða um
heim sem eru mikil viðbrigði og nær
óþekkt áður. Hér er skilvirkni og yfir-
sýn það sem markar veginn og heild-
in nýtm- góðs af. Við lifum vel að
merlga á tímum er áhugi útlendinga
á íslenskri myndlist er á leið að verða
rneiri en innlendra, en hér skortir enn
átak og skipulag í markaðsmálum í
samræmi við það sem gerist í grann-
löndunum. En það er önnur og ófögur
saga.
Að þessu sinni sýna akvarellumál-
ararnir í Listaskálanum í Hvera-
gerði og hafa lagt mikið í fram-
kvæmdirnar, hvorutveggja vandað
mjög til uppsetningarinnar sem er
afar markviss og svo er til sölu vönd-
uð sýningarskrá, þar sem allir þátt-
takendurnir eru kynntir sérstaklega
og fylgir kynningunni ein litmynd.
Stutt en gagnorð ritgerð eftir Aðal-
stein Ingólfsson listsögufræðing, Af
tærri kúnst, er í skránni miðri, en
maður saknar formála og stefnuyfir-
lýsingar frá félagsskapnum.
Þá hefur loks tekist að draga fram
bestu eðliskosti sýningarsalarins og
njóta myndirnar sín engu síður og
jafnvel betur en á síðustu fram-
kvæmd listhópsins í Hafnai-borg.
Segir okkur að Hvergerðingar hafa
eignast húsakynni sem veitt getur
bestu listhúsum höfuðborgarsvæðis-
ins harða samkeppni er fram líða
stundir, og er mikilvægt að salar-
kynnin komist sem íyrst í endanlegt
horf.
Vinnuferli akvarellunnar byggist á
frumreglunni, frá ljósi í skugga, á
þann veg að í flestum tilvikum er ekki
hægt að lýsa dökkan litaflöt sem
þornað hefur, er þó minna list hrað-
ans og augnabliksins en hins gagn-
sæja ferskleika. Og þennan ferskleika
má nálgast á ýmsa vegu, einnig með
vinnubrögðum sem útheimta drjúga
þolinmæði. Og hér eru akvarellur As-
gríms Jónssonar skýi'asta dæmið fyr-
ir okkur íslendinga, eins og ég hef
endui'tekið vikið að.
Sýningin í heild segir okkur þó að
þátttakendumir eru mun uppteknai-i
af hraðanum og augnablikinu en rök-
vísum vinnubrögðum, en undantekn-
ing eru þó myndir Hafsteins Aust-
manns, sem eru sér á báti fyrir fonn-
festu og mörkuð vinnubrögð, eru þó
kristaltærar er best lætur. Auðsæ er
hrifning ýmissa á vinnubrögðum
hinnar austrænu kallígi’afíu, en
menn mega ekki gleyma að hún er
ígildi vísindagreinar sem ein erfið-
asta og vandasamasta listgrein sem
um getur, útheimtir áralanga þjálf-
un, útilokar allar tilviljanir og fá-
fengilegt áhrifaskreyti.
Eins og á öllum samsýningum eru
menn misjafnlega í essinu sínu og að
þessu sinni er ekkert sem sker sig
sérstaklega úr að myndum Hafsteins
Austmanns undanskildum, sem eru
afar persónulegar, og svo hefur Ei-
ríkur Smith áberandi léttustu pensil-
strokurnar. Maður saknar mynda
Hjörleifs Sigurðssonar, en lasleiki
setti strik í reikninginn, en myndii-
hans hefðu fallið vel inn í og auðgað
þessa samanekt, jafnframt gert hana
fjölþættari.
Að þessu sinni eru verk Skarphéð-
ins Haraldssonar kynnt sérstaklega,
en hann lést snemma á þessu ári.
Skarphéðinn hafði sig lítt í frammi,
enda einn hlédrægasti málari sem um
getur í íslenzkri myndlist. Hann var,
eins og myndimar á sýningunni bera
með sér, góðum hæfileikum gæddur
en mun ekki hafa ræktað sinn garð
sem skyldi fyrir þessa ásköpuðu hlé-
drægni. Auk þess gekkst hann allur
upp í starfi sínu sem myndmennta-
kennari við Iðnskólann, en ýmsir
nemendur hans urðu seinna með
þekktustu málurum þjóðarinnar og
er nærtækast að nefna Hafstein
Austmann. Þá var ljósmyndun lengi
aðalhjástarf hans og mun hann hafa
gengið að henni með sömu tilfinningu
og yandvirkni og akvarellunni.
Áhersla hefur verið lögð á eldri
verk Skarphéðins, máluð á árunum
1950-55, en að auki eni tvær myndir
úr eigu Listasafns Árnesinga frá
1970-77.
Er það vel við hæfi að minnast
þessa manns sem margir könnuðust
meir en vel við, enda afar viðkunnan-
legur og fágaður persónuleiki, en fá-
ir kynntust að marki.
Listhópurinn Akvarell Island hefur
með þeim tveim sýningum sem hann
hefur gengist fyrir áþreifanlega sann-
að tilverugrétt sinn. Vonandi festir
hann sig í sessi og helst með árvissu
og þróttmiklu sýningarhaldi.
Bragi Ásgeirsson
RÖKKURKÓRINN heldur síðdegistónleika í Egilsbúð á Neskaupstað á
laugardaginn og í Egilsstaðakirkju um kvöidið.
Sjónarbrot á
Horninu
PÁLL Heimir Pálsson og Ólöf Sig-
ríður Davíðsdóttir opna samsýn-
ingu í Galleríi Horninu, Hafnar-
stræti 15, laugardaginn 20. júní kl.
15-17.
Páll sýnir hvorttveggja hefð-
bundin grafíkverk og einnig gler-
verk, en öll hafa þau sama inntak;
sjóndeildarhringinn.
Þetta er sjöunda sýning Páls, en
hann útskrifaðist úr MHI 1996 og
vinnur nú að mastersgráðu í svart-
list í nokkrum Evrópulöndum. Ólöf
sýnir glerverk og er efniviður
þeirra endurunnið jökulgrænt flot-
ger. Er þetta fjórða sýning Ólafar
og eru öll vekin frá þessu ári.
Sýningin ber heitið Sjónarbrot
og verður opin alla daga kl. 11-
23.30. Sérinngangur er þó aðeins
PÁLL Heimir Pálsson og Ólöf
Sigríður Davíðsdóttir.
frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 8.
júlí.
Rökkurkór-
inn á far-
aldsfæti
AÐ loknu vetrarstafí og tónleika-
haldi í heimabyggð þar sem gert
er upp vetrarstarfið, heldur
Rökkurkórinn í Skagafirði í tón-
leikaferð til Austurlands, þar sem
sungið verður á fimm stöðum.
Fyrstu tónleikarnir voru á
fimmtudagskvöld í félagsheimil-
inu Ydölum ogí dag verður sungið
að Brúarási í Jökulsárhlið og í
Stöðvarfjarðarkirkju.
Laugardaginn 20. júní heldur
kórinn síðdegistónleika í Egilsbúð
á Neskaupstað en um kvöldið
verða lokatónleikar þessarar
ferðar í Egilsstaðakirkju.
Sljórnandi Rökkurkórsins er
Sveinn Árnason en undirleikari
Páll Szabo.
Á SÝNINGUNNI í Árbæjarsafni er fjallað um störf veggfóðrara
og dúklagningarmanna í gegnum tíðina.
A
Arbæjarsafn
Hvað var sett a
veggi og golf?
I TILEFNI af 70 ára afmæli fé-
lags veggfóðrara- og dúklagninga-
meistara verður opnuð ný sýning í
húsinu Líkn í Árbæjarsafni, í sam-
vinnu félagsins og Árbæjarsafns,
sunnudaginn 21. júní kl. 14.
Á sýningunni er fjallað um
störf veggfóðrai’a og dúklagning-
armanna í gegnum tíðina.
Þar er sýnt hvernig strigi var
strekktur yfir panil, pappi lagður
og síðan veggfóðrað. Áður fyrr
var allt lím búið til af fagmanni úr
hveiti, en veggfóðrið var úr papp-
ír og var það innflutt. Einnig eru
til sýnis gömul verkfæri og Ijós-
myndir. Félagsmenn verða á
staðnum á sunnudögum í sumar
og fræða gesti og gangandi um
handverk og þróun þess.
Auk þess verður hefðbundin
kynning á handverki alla helgina í
Árbæjai’safni. Gullsmiðui’ verður í
Suðurgötu og handverk bænda-
samfélagsins kynnt í Árbæ. Þar
eru saumaðir roðskór, kembt og
spunnið og boðið upp á nýbakaðar
lummur. Spilað verður á harm-
óniku í Árbæ og Dillonshúsi þar
sem boðið er upp á veitingar.
„Fyrr var oft í koti kátt“
Fyrir börnin verður leikfanga-
sýningin „Fyrr var oft í koti
kátt...“. Skepnur eru á safn-
svæðinu, kýrin Búkolla og kálfur-
inn Skjöldur gleðja bömin og
mjaltir eru alla daga kl. 17.
F J ö R Ð U R
- miöbœ Hafnarfjaröar