Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNB L AÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 37
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FÖRUM VEL MEÐ
VELGEN GNIN A
SUMIR segja að hin harða lífsbarátta í þessu landi hafi
gert okkur að áhyggjuþrunginni þjóð,“ sagði Davíð Odds-
son forsætisráðherra í þjóðhátíðarræðu í fyrradag. Og þrátt
fyrir það að okkur gangi flest í haginn og að gróska einkenni
þjóðarbúskapinn höfum við nú sem endranær nokkrar
áhyggjur. Um hvað snúast áhyggjur dagsins? Forsætisráð-
herra svarar þannig: „Við höfum sennilega einmitt áhyggjur
af því að þetta kunni að vera of gott til að geta verið satt. Og
þess vegna sé líklegast að við munum glutra góðærinu niður.
Og vissulega eru mörg dæmi þess að við höfum farið verst að
ráði okkar þegar bezt gekk. Við skulum varast þau víti, án
þess að draga af þeim of víðtækar ályktanir.“
Tekið skal undir þessi orð. Við eigum að ganga hægt um
gleðinnar dyr í góðærinu. Við eigum að varast verðbólguvíti
fyrri tíðar, en nokkur verðbólguteikn sjást í efnahagsum-
hverfí okkar. „Við skulum fara vel með velgengnina en hræð-
ast hana ekki,“ eins og forsætisráðherra komst að orði. Það
gerum við bezt með hallalausum ríkisbúskap, sem nú er loks-
ins í höfn, ströngu aðhaldi í útgjöldum ríkis og sveitarfélaga,
niðurgreiðslu opinberra skulda - og almennum sparnaði, sem
hér er alltof lítill. Reynslan kennir okkur að ýta má undir al-
mennan sparnað með ýmsum hætti, m.a. með hvötum í skatt-
kerfi [hlutabréfakaup, spariskírteini o.fl.].
Við skulum fara vel með velgengnina og skila henni í
hendur uppvaxandi „landnámsmanna“, því „ísland er enn
ónumið land í vissum skilningi“, eins og forsætisráðherra
komst að orði; landnámsmanna „sem nú birtast hér í mynd
prúðbúinna barna með fána á grannri stöng í lítilli hendi. Eg
held helzt að það sé sú sýn sem mest gleður auga 17. júní -
lágvaxnir landnámsmenn með gleðiglampa í augum og vor í
hjarta í afmælisboði landsins síns.“ Hver vill stýra göngu
þeirra og þjóðarbúskapar okkar til nýrra verðbólguvíta?
HEILBRIGÐISKERFI
í NEYÐ
ENN einu sinni er að skapast neyðarástand í íslenzku
heilbrigðiskerfi og eru yfirvöld nú að búa sig undir að
senda fárveikt fólk heim af spítölum til aðstandenda, sem á
stundum hafa enga möguleika á að veita hinum sjúku að-
hlynningu og hjúkrun. Og ástæðan er enn hin sama, hópupp-
sagnir fólks í heilbrigðisgeiranum vegna lágra launa og að
ekki er staðið við gerða kjarasamninga.
Segja má að í upphafi þessa áratugar, þegar kreppti að í
efnahagsmálum þjóðarinnar, hafi ekki verið óeðlilegt að
reynt hafí verið að rifa seglin í þjónustu heilbrigðiskerfisins
og ná fram sparnaði á ýmsum hlutum, en nú er ekki kreppa
lengur og nú er ekki sama ástæðan til að halda öllu í lág-
marki. Enda verður tæpast gengið lengra í niðurskurði í
heilbrigðiskerfinu. Nú eiga menn að snúa sér að því að
byggja upp og standa við þann sjálfsagða metnað, að á ís-
landi sé bezta heilbrigðiskerfi veraldar.
Það er engin spurning að niðurskurðurinn í heilbrigðis-
kerfinu var nauðsynlegur á sínum tíma, hann skilaði árangri,
en nú er komið að endapunkti. Gjaldtakan í heilbrigðiskerf-
inu er líka komin á það stig að staldra þarf við. Þegar unnt
er að benda á þá staðreynd, að tekjulítið fólk veigrar sér við
að leita nauðsynlegra lækninga, er greinilega mikið að.
Hver sá, sem komið hefur inn á sjúkrahús, svo að ekki sé
talað um öldrunardeildir, sér, að vinnuálag á starfsfólk er
gífurlegt. Þar er oft og tíðum svo fátt starfsfólk að óviðun-
andi er og þetta fólk vinnur vanþakklátt starf við slök launa-
kjör, svo að ekki sé meira sagt.
í þeim efnum má leiða til vitnis lækninn Ingvar Bjarna-
son, sem unnið hefur í Bretlandi, og sagði í viðtali við Morg-
unblaðið 16. júní sl.: „Það er mér stöðugt undrunarefni að sjá
hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafa getað rekið bestu
heilbrigðisþjónustu sem veitt er í heiminum í dag með lækn-
um og hjúkrunarliði sem er eitthvert verst launaða heil-
brigðisstarfsfólk í Evrópu og stöðugt er níðst á með miklu
vinnuálagi og erfiðum vinnuskilyrðum.“
Islendingar eiga að hafa þann metnað að eiga beztu heil-
brigðisþjónustu veraldar. Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í ávarpi sínu á þjóðhátíðardeginum: „Við þurfum að
styrkja stöðu okkar í mennta- og menningarmálum og
tryggja að við verðum áfram talin öðrum til fyrirmyndar í
heilbrigðismálum.“
SKÁTAR með fána við Austurvöll á 17. júní.
Við skulum fara vel með vel-
gengnina, en hræðast hana ekki
Lýðveldissjóður veitir styrki og viðurkenningar
Islensk tunga og
vistfræði hafsins
Lýðveldissjóður veitti viðurkenningar
og styrki til eflingar íslenskri tungu
og rannsóknum á vistfræði hafsins í Al-
þingishúsinu þann 17. júní. Hildur Gróa
Gunnarsdóttir var viðstödd og ræddi
við Halldór Halldórsson sem fékk heiðurs-
viðurkenningu fyrir lofsverð störf
að eflingu íslenskrar tungu.
ÝÐVELDISSJÓÐUR
veitti 100 milljónir króna í
styrki til rannsókna á vist-
fræði hafsins og til eflingar
íslenskrar tungu á þjóðhátíðardag-
inn. Einnig voru veittar heiðursvið-
urkenningar, Einari Egilssyni fyrir
störf sín við fræðslu og kynningu á
sjávarlífverum og lífríki fjörunnar i
nágrenni Reykjavíkur og prófessor
Halldóri Halldórssyni fyrir lofsverð
störf að eflingu íslenskrar tungu.
Lýðveldissjóðurinn var stofnaður
á fundi Alþingis á Lögbergi á 50 ára
afmæli lýðveldisins, þann 17. júní
1994. í stjóm sjóðsins sitja Rann-
veig Rist, Unnsteinn Stefánsson og
Jón G. Friðjónsson. Sjóðurinn út-
hlutar árlega um 50 milljónum til
átaks í rannsóknum á vistfræði hafs-
ins og jafnhárri upphæð til eflingar
íslenskri tungu. Á hvom fræðasviði
er um 45 milljónum varið til verk-
efna sem stjórnin eða verkefnis-
stjómir á hennar vegum hafa gert
tillögu um en um 5 milljónir á hvoru
sviði eru veittar til smæm verkefna.
10 rannsóknastofur styrktar til
rannsókna á vistfræði hafsins
Að verkefnum styrktum af Lýð-
veldissjóði fyrir árin 1998-1999 á
sviði lífríkis sjávar, vinna sérfræð-
ingar frá tíu rannsóknastofum;
áHafrannsóknastofnun og útibúi
hennar á Akureyri, Líffræðistofnun
og Efnafræðistofu HÍ, Háskólanum
á Akureyri, Veiðimálastofnun, Til-
raunastöð í meinafræði á vegum HÍ
að Keldum, Náttúrufræðistofnun
íslands, Rannsóknasetri Háskólans
í Vestmannaeyjum og Bændaskól-
anum að Hólum. í vei'kefnisstjórn
eiga sæti dr. Olafur Ástþórsson og
dr. Hjálmar Vilhjálmsson frá Haf-
rannsóknastofnun og prófessor Jón
Ólafsson frá Háskóla íslands.
Styrkir eru veittir til þriggja megin-
sviða; Vistfræði nytjafíska á 1. ári,
samtals 21 milljón, vistfræði svif- og
botnsamfélaga samtals 13,35 m.kr.
og til annarra verkefna sem snúa að
ýmsum rannsóknum á lífríki sjávar
renna samtals 11,35 milljónir.
Málfarsleiðbeiningar á netinu
Styrkir tíl minni háttar verkefha á
sviði vistfræði sjávar árið 1998 eru 9,
samtals 5,65 m.kr. Hæstu styrki, eina
milljón, hljóta Valur Bogason, Hafrann-
sóknastofnun, tíl rannsókna á sflum á ís-
landsmiðum, Jón Sólmundsson íyrir
verkefnið Göngur og gönguhegðun
skarkola í Breiðafirði og Guðrún Þórar-
insdóttír Hafrannsóknastofhun tíl verk-
efiúsins Dreifing og magn ungra sam-
loka, sérstaklega kúfs, við Sléttu og Að-
alvík.
Á sviði íslenskrar tungu hefur
fjármunum Lýðveldissjóðs einkum
verið varið til þriggja meginvið-
fangsefna og er framhald á því. I
fyrsta lagi er Málræktarsjóður efld-
ur með 17 milljóna króna framlagi
sem fyi-r.
í öðru lagi eru veittir styrkir til
einstakra verkefna í íslensku. Að
þessu sinni voru veittir fimm styrk-
ir sem nema samtals 7,7 m.ki'.
Ámastofnun fær eina milljón til raf-
rænnar skráningar seðlasafns orða-
bóka yfír íslensk fomrit. Hrafnhild-
ur Ragnarsdóttir eina og hálfa
milljón til verkefnisins Máltaka ís-
lenskra barna. Islensk málstöð fær
1,9 m.kr. til málfarsleiðbeininga á
netinu. Jóhanna Þráinsdóttir og
Ólöf Pétursdóttir 1,8 m.kr. til gerð-
ar handbókar um skjátextagerð og
aðrar þýðingar fyrir myndmiðla og
Már Jónsson fær 1,5 m.kr. til raf-
rænnar heildarútgáfu á ritverkum
Árna Magnússonar.
Um fimm milljónum er svo varið
til 14 smæiri verkefna.
I þriðja lagi eru veittar 20 millj-
ónir til verkefna sem ætluð eru til
stuðnings við nám ungmenna í ís-
lenskri tungu í efri bekkjum grunn-
skóla, í framhaldsskólum og á
íyrstu árum háskólanáms.
Sæll af verkum vel
Fyrir hönd Lýðveldissjóðs hélt
Unnsteinn Stefánsson ræðu og
veitti heiðursviðurkenningar. Um
Einar Egilsson heiðursviðurkenn-
ingarhafa á sviði vistfræði sjávar
sagði Unnsteinn meðal annars:
„Störf Einars Egilssonar hafa ein-
kennst af einlægum áhuga, dugnaði
og ósérplægni og skilað miklum og
góðum árangri." Einar hefur starf-
að að kynningarmálum fyrir
Reykjavíkurhöfn, einkum kynningu
lífríki hennar og á nálægum svæð-
um. Hann var um tíma formaður
Náttúruvemdarfélags Suðvestur-
iands og í samvinnu við Hafrann-
sóknarstofnun hefur Einar rann-
sakað árstíðabreytingar á svifi sem
m.a. leiddu til þess að tegundir sem
ekki var fyrr vitað að lifðu hér við
land fundust.
Halldór Halldórsson hlaut heið-
ursviðurkenningu fyrir eflingu ís-
lenskrar tungu, Unnsteinn nefndi
nokkur helstu verk Halldórs þeirra
á meðal Orðtakasafn, Kennslubók í
íslenskri málfræði handa æðri skól-
um og Stafsetningarorðabók hans.
Hann gat þess að Halldóri hefði
ávallt verið lagið að haga framsetn-
ingu þannig að allir fengju skilið og
í því fælist styrkur hans sem fræði-
manns og kennara.
GÓÐIR íslendingar,
orðið þjóðhátíð er ekki gamalt í tungu okkar, enda
er ekki ofsagt að í margar aldir hafi ekkert tilefni kall-
að eftir því. Þar hefur orðið breyting á og getum við
þakkað það sigram í sjálfstæðisbaráttunni. Baráttu-
mönnunum þótti hægt ganga. En þegar horft er um
öxl sést að áfangarnir komu, hver af öðram, á aðeins
einni öld, eftir margra alda undirokun. Stjórnarbót,
stjórnarskrá, heimastjórn, fullveldi og loks sjálfstæði.
Og það er athyglivert að sjá hvemig framfarimar
íylgdu hverjum frelsisáfanga örugglega eftir. Frelsið
og framfarir vora sem óaðskiljanleg systkini. Það þaif
því engan að undra, þótt við teljum árlega vera efni til
hátíðarbrigða til heiðurs sjálfstæði þjóðarinnar. Og vel
fer á því að hin árlega þjóðhátíð landsmanna hefjist
einmitt hér, hið næsta þeim stað, sem byggð hófst í
landinu. Og ekki er síður við hæfi, að standmynd Jóns
Sigurðssonar, tákngervings þjóðfrelsisbaráttunnar,
skipar öndvegi þessa atburðar. Sjálfsagt eram við Is-
lendingar heldur ónýtir í persónudýrkun, ef frá er tal-
in ósvikin aðdáun á einstökum persónum Islendinga-
sagna og á örfáum skáldum. Af síðari tíma mönnum
höfum við þó helst haft trú á Jóni Sigurðssyni. Þó er
mynd hans ekki reist hér til að auðvelda okkur lands-
mönnum að vegsama afrek hans eða dýrka persónuna.
Nær er að ætla að svipmynd hans sé látin vaka yfir
hjarta höfuðborgarinnar, okkur öllum til eilífrar
áminningar um skyldur við land og þjóð. Barátta hans
og leiðsögn, þrautseigja hans og þolgæði eiga að
minna okkur á, að ekkert er sjálfgefið eða fæst fyrir-
hafnarlaust - síst af öllu frelsi og sjálfstæði fámennrar
þjóðar. Ef þjóðin sofnar á vaktinni „verða hugsjónirn-
ar fyrir vonbrigðum" svo að notað sé tungutak málar-
ans.
Jón Sigurðsson var ekki í vafa um að frelsið væri
forsenda alls þess annars, sem ménn þráðu svo heitt.
Hann varð því fyrsti merkisberi frjálsrar verslunar á
íslandi og sagðist „sannfærður um, að ekkert getur
sett líf í oss betur en fríhöndlunin og komi hún ekki,
verður hér ekkert líf.“ Jóni Sigurðssyni skjátlaðist
ekki í þessu frekar en ýmsu öðru. Og nú stunda land-
ar hans umfangsmikil viðskipti um veröldina þvera og
endilanga og eiga mikið undir því, að frelsið ríki og
takmarkanir á heimsverslun séu hvarvetna afnumdar.
ísland var einangrað og harðsótt heim á dögum
Jóns Sigurðssonar. Nú er það í alfaraleið og sérhver
Islendingur er orðinn heimsborgari í nýrri merkingu
þess orðs. Sjálfstæði og sjálfsforræði skipta enn sköp-
um, en þó fær engin þjóð þrifist í einangrun og án
samstarfs og viðskipta sem óháð era landamæram.
Sérhver Islendingur getur lyft sínum fána hátt, stolt-
ur af þjóðerni sínu og fósturjörð, en um leið hlýtur
hann að fagna nýfengnum heimsborgararétti sínum,
sem gefur djarfhuga mönnum óendanleg tækifæri.
Til er saga af ræðumanni, sem sagði um tiltekið
mál, að í því væra að minnsta kosti tvær þungamiðjur.
Þótti það kostuleg kenning. Sama yrði sjálfsagt uppi
ef einhver þættist eiga mörg föðuriönd. En þó höfum
við tilhneigingu til að eigna okkur nokkurn hlut í þeim
löndum okkar, sem héðan hafa flust og jafnvel niðjum
þeirra í 4. og 5. lið. Það kemur því ekki á óvart að við
fögnum því sérstaklega í dag, að með okkur er ágæt-
ur Kanadamaður, Islendingurinn Bjarni Tryggvason,
og fjölskylda hans. Bjarni flutti héðan barn að aldri
Ávarp forsætisráð-
herra, Davíðs Oddssonar,
17.júní1997
¥
1
i
l
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra flytur
þjóðhátíðarávarpið.
og er eini íslendingurinn sem tekið hefur á sig krók út
fyrir gufuhvolfið til að líta fæðingarland sitt á ný.
Landnámsmenn og víkingar, forfeður og mæður hans
og okkar hefðu örugglega öfundað hann af þeirri
reynslu. Nú sér hann landið hins vegar í návígi og
þjóðina, sem þar býr. Eg býst við að hann skynji fljótt,
að Island er enn ónumið land í vissum skilningi. Og
eins mun hann sjá að landnámsmenn okkar daga eru
ekki jafnógnvænlegir og hinir fornu kappar og vopn
þeirra mun gæfulegri. Nú birtast landnemarnir hér í
mynd prúðbúinna barna með fána á grannri stöng í lít-
illi hendi. Eg held helst að það sé sú sýn sem mest
gleður auga á 17. júní - lágvaxnir landnámsmenn með
gleðiglampa í augum og vor í hjarta í afmælisboði
landsins síns.
Við höfum ríkar ástæður til að hafa mikinn metnað
fyrir hönd þessara barna og búa í haginn fyrir þau eins
og best við kunnum. Á móti gefa þau okkur vissu og
von. Og þá minnumstvið þess, að oftar en ekki var
vonin ein eftir, þegar Islandi var mestur háski búinn
forðum tíð.
Góðir Islendingar, sumir segja að hin harða lífsbar-
átta í þessu landi hafi gert okkur að áhyggjuþrunginni
þjóð. Og nú eins og endranær höfum við nokkrar
áhyggjur. Þó virðast ytri aðstæður vera hagstæðar um
flest. Afli er mikill, fiskverð hátt og fjárfestingar era
hér með fjörlegasta móti. Hið almenna góðæri er
smám saman að bæta hag okkar, hvers og eins og sam-
eiginlegra sjóða. Það sést á ýmsu. Kaupmáttur hefur
aukist meira en nokkra sinni fyrr. Vanskil einstaklinga
minnka frá mánuði til mánaðar og atvinnuleysi er lítið.
Um hvað snúast þá áhyggjur dagsins? Við höfum
sennilega einmitt áhyggjur af því að þetta kunni að
vera of gott til að geta verið satt. Og þess vegna sé lík-
legast að við munum glutra góðærinu niður. Og vissu-
lega eru mörg dæmi þess að við höfum farið verst að
ráði okkar þegar best gekk. Við skulum varast þau víti,
án þess að draga af þeim of víðtækar ályktanir. Rithöf-
undur þarf ekki að vera vonlaus, þótt hann byrji feril
sinn á vondri bók. Flest stórskáld byrjuðu sem leir-
skáld, sagði Laxness. Við höfum lært af okkar fyrri
mistökum. Efnahagslífið er nú opnara en áður og úr-
ræðin fleiri. Frelsi sjóða og einstaklinga til að festa fé
sitt utan landsteina og möguleikamir til að draga úr
peningamagni í umferð með öflugii einkavæðingu eru
dæmi um ný tæki til að bregðast við núverandi stöðu.
Við skulum fara vel með velgengnina, en hræðast hana
ekki. Hitt er ekki síður mikilvægt, nú þegar hagur
batnar, að tækifæri gefst til að horfa til þeirra þátta
sem út undan hafa orðið. „Því hvað er auður og afl og
hús, ef eingin jurt vex í þinni krús?“ Við þurfum að
styrkja stöðu okkar í mennta- og menningannálum og
tryggja að við verðum áfram talin öðram til íyrir-
myndar í heilbrigðismálum. Við höfum reynt að greiða
niður skuld okkar við landið síðustu árin og vissulega
hefur nokkuð miðað, þótt enn sé mikið vangoldið, svo
mikið reyndar að við höfum ekki leyfi til að draga neitt
af okkur. Við höfum með öðrum orðum ekki leyfi til að
valda hugsjónunum vonbrigðum. Við skulum minnast
drengsins sem vætturin góða snart með sprota sínum
og lýst er í stuttmynd snillingsins: „Hann skildi hana,
og vildi vaka. Og konan varð glöð yfir þessum litla
sigri. Hún tók drenginn sjer í fang og blessaði hann, og
sorgartárin hennar hrandu niður á enni sveinsins, og
hann fann ylinn úr þeim leggja um sig. Og þráin og
ástin, til fjallkonunnar fógru, gagntók hann allan. Nú
langaði hann ekki að sofa lengur, nú langaði hann til að
vekja þá, sem sváfú. - Og hann byrjaði á að kveða,
ósköp lágt fyi'st - en svo hærra og sterkara - og ljóðin
urðu þrangin afii grimmra endurminninga og bjartra
vona og hugsjóna og fólkið ramskaði og smám saman
tóku allir undir með honum og vildu vaka, og þá fyrst
byrjaði landið að eiga þjóð, og hefndin þokaði smám
saman á braut.
Nú eru mörg ár liðin, síðan drengurinn söng fólkið
af svefninum langa. Hann hvarf út úr landinu, til þess
að kveða um framtíð þess annarsstaðar. Nú vakir þjóð-
in af vilja og hugrekki, með von um að geta rekið
hefndina á braut, sem enn á sjer djúpar rætur í land-
inu hennar. Og þegar hugsjónimar verða fyrir von-
brigðum og áformin tefjast, safnar hún jafnan nýjum
kröftum með því að taka undir við ljóðin hans, sem
ennþá bergmála í háfjöllunum - og í klettunum við
ströndina." Þannig var skrifað árið 1908, íyrir réttum
níutíu áram.
Góðir Islendingar, „Guð verndi list vors máls og ís-
lands heiður.“ Eg óska ykkur öllum gleðilegs þjóð-
hátíðardap og giftu í bráð og lengd.
Halldór Halldórsson fær sérstaka viðurkenningu Lýðveldissjóðs
HALLDÓR Halldórsson fékk sérstaka
viðurkenningu fyrir ævistarf sitt frá
Lýðveldissjóði á miðvikudag og kvaðst
hann í þakkarræðu sinni meta hana
mikils. „Þótt ég hafi að vísu alltaf verið dálítið tor-
tryggur á viðurkenningar og verðlaun þá verð ég
að játa að ég met þessa viðurkenningu mjög mik-
ils, enda hafa snotrir menn um vélt.“
Halldór ræddi um ævistarf sitt sem er nær ein-
göngu helgað íslensku máli og skýrði hvernig mál-
vísindin og málvöndun era tengd en þó ólík svið.
„Málvísindi eru fólgin í rannsókn á íslensku máli,
hvernig það er, hvemig það var og hvernig það er
skylt öðrum málum. Önnur afstaða til íslensks
máls er málvöndun. Málvísindin þurfa ekkert með
málvöndun að gera en málvöndun verður að hafa
gagn af málvísindum."
Málvöndun bæði
íhaldssöm og róttæk
Halldór sagði málvöndunina með tvennum
hætti, annars vegar væri hún íhaldssöm og hins
vegar róttæk. Ihaldssemin fælist í því að vernda
málið frá breytingum, vemda það sem gamalt er
og rýma burt erlendum slettum. Róttæki þáttur-
inn sé hins vegar málræktin, það að auðga málið á
einhvern hátt, það sé hægt með ýmsu móti t.d.
með því að bregðast við breyttri merkingu orða,
orð sem eingöngu hafi eintölu geti þurft að taka
fleirtölu vegna nýrrar merkingar. Víðtækara verk-
efni sé smíði nýyrða. „Við vitum að yfir landið
flæða ný hugtök, sem betur fer, um vísindi og nýja
tækni. Það fer illa í íslensku máli að nota um þetta
erlend orð og því hefur það verið okkar siður um
langan tíma að reyna að búa til nýyrði. Þessi ný-
yrðastefna er gömul í málinu, það má segja að hún
sé jafngömul málinu. Fornu skáldin létu sig ekki
muna um að búa til ný orð. [...] Málverndin er þátt-
ur í þjóðernisstefnunni, en hún getur verið með
ýmsu móti. Okkar þjóðernisstefna er ekki fólgin í
því að ráðast að öðram þjóðum og leggja undir
okkur lönd. Okkar þjóðernisstefna er fólgin í því
að vernda gamlar hefðir og gamla siði. Eg vona að
slíkt muni halda áfrarn."
Áhugi á íslensku
frá unga aldri
Blaðamaður hafði áhuga á því að vita hverju
mætti þakka að Halldór helgaði ævistarf sitt ís-
lenskri tungu. Halldór segir áhuga sinn á íslenskri
tungu að sumu leyti uppeldinu að þakka og að öðru
leyti því að hann hafi alla tíð haft mjög góða kenn-
ara. „Móðir mín var mjög málfróð þannig að ég
fékk gott mál úr fóðurhúsum. Síðan tók við Hans
Einarsson sem var kennari í barnaskólanum á Isa-
firði, síðan fékk ég Sigurð Guðmundsson skóla-
meistara og loks Sigurð Nordal og Alexander Jó-
hannesson. Þannig hafði ég bestu kennara lands-
ins til að kenna mér íslensku, en ég hafði þegar
áhuga á málinu frá barnæsku."
Aldrei
fullnuma
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HALLDÓR Halldórsson heiðursviðurkenn-
ingarhafi ásamt forsetahjónunum.
Sérsvið Halldórs í málfræðinni er orðfræði en
hann kenndi mörg önnur fög í Háskólanum. Hall-
dór segir öll málfræðistörf mikla þolinmæðisvinnu
og þar sé gerð orðabóka engin undantekning. Mikl-
ar rannsóknir þurfi á aldri orða og samanburð við
önnur mál til að geta gert sér grein fyrir því hvern-
ig orð er til komið og hvernig það sé hugsað. Segja
má að orðtök séu svo sérsvið Halldórs innan orð-
fræðinnar. „Eg er í rauninni fyrsti maðurinn sem
ski'ifa verulega um íslensk orðtök. Finnur Jónsson
hafði skrifað eina litla grein í Skírni áður en annað
hafði ekki verið skrifað um íslensk orðtök í sam-
fellu.“
Nýyrðasmíði mikilvæg
Það segir sig því sjálft að Halldór hefur unnið
mikið brautryðjandastai'f í gerð orðtakasafna,
hann lýsir verklaginu svo: „Ég þurfti að lesa tvær
orðabækur algerlega, eina fornmálsorðabók og svo
orðabók Sigfúsar Blöndals auk þess sem ég notaði
safn Orðabókar Háskólans gífurlega mikið.“
Halldór telur margt horfa til betri vegar í mál-
verndarmálum og sem dæmi um það segir hann
frá því að þegar hann var ungur maður í Háskólan-
um hafi hann hlegið með félögum sínum að villun-
um í Morgunblaðinu en þeir hafi fundið einhverjai'
vitleysur í hverju einasta blaði. „Núna finnst mér
það betur skrifað og það er sjaldan sem ég sé þar
villur.“
Halldór telur engan veg að spá um íramtíð ís-
lenskrar tungu. „Ég vil ekki spá neinu um framtíð
íslenskrar tungu, það er svo margt sem getur kom-
ið fyrir sem breytir henni. En ég veit að það er
mikið unnið að því að útrýma enskuslettum og
orðanefndir eru nokkrar starfandi sem reyna að ís-
lenska ný orð.“
Halldór hefur sjálfur verið ötull nýyrðasmiður
og vai' beðinn um að nefna nokkur af uppáhalds
orðum sínum en víst er að mörg orð sem við notum
daglega eru komin frá honum. Halldór sagði erfitt
að taka út sérstök orð en nefndi orðið pall-
borðsumræður, það hafi hann sérstaklega búið til
fyrir fund hjá Sjálfstæðisflokknum. Orðið vínstúka
er komið frá Halldóri og segir hann það nokkuð
vinsælt, einkum í þýddum reyfurum. Ekki má
gleyma orðinu fjölmiðill en það er komið frá Hall-
dóri líkt og ógrynni orða og eiginnafna.
Halldór segir að kappkosta þurfi að þýða orð
sem fyrst þegar þau komi inn í málið því ef þau nái
fótfestu sé erfitt að útrýma þeim. Best sé að orðin
komi um leið og hluturinn sjálfur. Sem dæmi um
slíkt orð nefnir Halldór orðið mjólkurferna, en það
bjó hann til áður en fernurnar komu til landsins.
Þegar talið berst að þýðingum orða tengdum
tölvutækni segist Halldór lítið hafa fengist við þýð-
ingu þeirra en hann hafi fylgst með því starfi. Sér
virðist sem erfiðlega gangi að þýða orðið internet
en sér líki illa við orðið alnet. Réttara sé að tala um
millinet eða bara net, millinet sé nákvæmari þýð-
ing.
Hann minnir á að málræktin felist ekki bara í
nýyrðasmíði heldur einnig beygingum orða. Beyg-
ingar skipti miklu enda mikið sérkenni á íslensku
máli. Hann segir ennþá erfiðara að fást við beyg-
ingarnar en skólarnir geti haft mikil áhrif, kennar-
ar ættu að lesa ritgerðir rækilegar með hliðsjón af
máli þeirra og benda nemendum á það sem þarf að
laga. Að auki eigi að leggja meiri áherslu á orð-
fræði og uppruna orða heldur en gert sé, menn
læri meira i máli á því.
íslenska erfítt mál
I ræðu sinnni vék Halldór að því hvernig menn
læri mál. „Við skulum gera okkur grein fyrir því að
íslenska er erfitt tungumál enda eru öll tungumál
erfið, en ég held að íslenska megi teljast með þeim
sem erfiðari þykja. Það má vera að íslensk börn
kunni meginatriði og hafi öðlast talfærni í íslensku
máli um það bil sjö ára gömul. En þau kunna ekki
íslenskt mál til neinnar hlítar. Þau vantar fjöldann
allan af orðum og merkingum sem hin ýmsu orð
hafa og við lærum síðar með aldrinum."