Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 40

Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Skiptar skoðanir Slíkur skortur á staðfestu verður mönn- um jafnan tilefni gamanmála á Islandi og þykir það þjóðlegt og því gott AÐ skipta um skoð- un hefur löngum þótt lítilmótlegt á Islandi. Trúlega er skýringanna eink- um að leita í sögu landsmanna og menningu. Þrjóska hefur án nokkurs vafa verið helsta for- senda þess að byggð hefur haldist í þessu harðbýla landi í gegnum tíðina. Þá segir sagan að þeir sem skipti um skoðun verði sjaldnast gæfumenn. Gunnar á Hlíðarenda skipti um skoðun, taldi hlíðina fagra og ógerlegt, sennilega „óá- sættanlegt", undan að renna. Og allir vita hvernig fór fyrir honum. VIÐHORF Eftír Ásgeir Sverrisson I íslenskum stjórnmálum þykir fátt dap- urlegra en að skipta um flokk. Þeir sem þá iðju stunda eru gjarn- an nefndir „flokkaflakkarar" og þykja ekki stórmenni. Slíkt ViQ-pf fil ■\7ÍfnÍG nm hentistefnu og óhugsandi er talið að viðkomandi hafi ein- faldlega skipt um skoðun. Stjórnmálamenn hafa séð ástæðu til að hæðast að þeim sem gengið hafa til liðs við annan flokk. Slíkur skortur á staðfestu verður mönnum jafn- an tilefni gamanmála á Islandi og þykir það þjóðlegt og því gott. Vegna þeirrar flokksholl- ustu sem eipkennir stjórn- málalífið á Islandi snýst bar- áttan um að ná í „lausafylgið". Frá sjónarhóli flokkanna er þetta ístöðulausi múgurinn, sem getur skipt sköpum, fylgið sem flokkarnir „eiga ekki“ en það kallast í íslenskum stjórn- málafræðum „fastafylgi". Það er fólkið sem kýs „sinn flokk“ án nokkurs tillits til hug- myndafræði, málefna eða framgöngu ráðamanna hans innan eða utan ríkisstjórnar. Slík staðfesta þykir aðdáunar- verð, þjóðleg og því af hinu góða. Engu að síður eru flökkusál- ir þær sem mynda lausafylgið afl. A fjögurra ára fresti verða lítilleg átök um stundarsakir milli flokkanna um hylli þessa fólks. Fáir sem þennan hóp mynda eru hetjur að mati stjórnmálamanna, og efndir oft í samræmi við það. Seint verður sagt um íslensk stjórnmál að þau einkennist af hugmyndafræðilegri umræðu og endurnýjun. Engu að síður breytast hugmyndir og „lands- lag“ þótt það fari fram utan sjónsviðs margra íslenskra stjórnmálamanna. Þannig er víða litið svo á að þær breyt- ingar sem átt hafi sér stað á alþjóðavettvangi á síðustu ár- um kalli á endurmat á ýmsum sviðum. Og þá reynir á getu manna til að taka rökum og hugrekki þeirra til að gera upp við hið liðna. I heimsókn Olafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, og eiginkonu hans til Eystra- saltsríkjanna á dögunum komu þessar nýju aðstæður fram með skýrum hætti þótt ef til vill hafi þær ekki vakið til- hlýðilega athygli hér á landi. Ætla verður að ráðamönnum í Eystrasaltsríkjunum þremur hafi verið fullkunnugt um að Ólafur Ragnar Grímsson var í eina tíð leiðtogi stjórnmála- flokks á Islandi sem barðist gegn aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) og að þau samtök eru enn andvíg þessu formi vestrænnar sam- vinnu á sviði varnar- og örygg- ismála. Engu að síður var krafa þessara þriggja ríkja um NATO-aðild það sem einna hæst bar í viðræðum forsetans og stjórnmálaleiðtoga í Eist- landi, Lettlandi og Litháen. Ólafur Ragnar Grímsson hefði vitanlega aldrei getað lagt upp í þessa för og tekið þátt í slík- um viðræðum af fullum heiðar- leika hefði pólitísk fortíð hans verið honum til trafala. Víða erlendis ríkja önnur jnrlmia- hví fpr fiaj-ri að heims- byggðm se sammala lslenu- ingum um að það að skipta um skoðun sé til merkis um aum- ingjahátt og áhrifagirni, sem þykir afar óþjóðleg. I þjóðfé- lögum þar sem hefð er fyrir rökræðum þykir það yfírleitt til vitnis um mannvit og þroska þegar viðkomandi tek- ur rökum. Agætt dæmi um þetta er sú umbreyting sem orðið hefur á stefnu breska Verkamannaflokksins í efna- hags- og skattamálum á síð- ustu árum. Kjósendur í Bret- landi sáu ekki sérstaka ástæðu til að veltast um af hlátri sök- um þess að flokksforustan hafði verið staðin að því að skipta um skoðun. Almenning- ur fór einfaldlega á kjörstað og tryggði flokknum stórsigur. Líkast til er skýringanna enn að leita í sögunni. Island fyllir að sönnu ekki þann hóp en flestar þjóðir Evrópu hafa fengið að kynnast þeim hörm- ungum sem pólitísk sannfær- ing einstaklinga og samtaka getur haft í för með sér. Sann- færingin er það form manns- andans sem einna mestan eyð- ingarmátt hefur enda er hún rótskyld hatrinu. Reynslan sýnir að fátt er hættulegra en menn með sannfæringu. Og þegar hópur manna kemur saman og hyggst „láta gott af sér leiða“ í samfélaginu í krafti eigin sannfæringar er jafnan ástæða til að fyllast ótta. For- sjárhyggjan tekur völd, og undir göfugum formerkjum sannfæringar eru ill verk framin, en ætíð í góðum til- gangi. Frelsið er jafnan fyrsta fórnarlamb hinnar algjöru vissu. Efinn er þannig nauðsyn þess að kasta hugmyndum á loft, og eiga við þá möguleika og ógnanir sem þá skapast. Það er ekki hinn vitri sem býr yfir algjöru vissu. Efinn er líkt og spurnin forsenda framfara, þrjóska hins sannfærða til marks um menningarleysi og stöðnun. Omskoðanir á meðgöngu Sónarskoðanir 12000 10000 8000 6000 4000 2000 0 1 i _ i i rrniriNNiFJ o ■ Ómskoðun um leggöng , ■ Snemmsk. i meðgöngu □ Fylgjuvefssýni □ Legvatnsástungur ■ 19 vikna ómskoðun ■ Vaxtarathugun í meðgöngu ■ Annað ■ Fjöldi ómskoðana 1993 1994 1995 1996 1997 María J. Hreinsdóttir Kristín Rut Haraldsdóttir Hildur Nielsen ÁRIÐ 1975 hófust ómskoðanir í meðgöngu á íslandi. Til að byrja með voru eingöngu skoðaðar kon- ur sem lágu inni á meðgöngu- deild, meðan verið var að þróa skoðanirnar, tækin og fólkið sem vann með þau. Árið 1982 hófu ljósmæður að starfa við ómskoð- anir og í dag framkvæma ljós- mæður um það bil 90% skoðana í meðgöngu. Ljósmæður sem starfa við ómskoðanir hafa sérhæft sig til að ómskoða og hafa menntað sig bæði erlendis og hér heima. Greini þær eitthvað afbrigðilegt hjá fóstri vísa þær til lækna sem einnig hafa sérhæft sig í að óm- skoða í meðgöngu. Frá og með árinu 1986 var farið að bjóða öllum konum eina skoðaun í meðgöngu eða við 19 viku. Á fóst- urgreiningardeild kvennadeildar Landspítalans eru gerðar um það bil 9.500 ómskoðanir á ári og þar af eru 19 vikna skoðanir um það bil 3.500-4.000. Við megum búast við A fósturgreiningardeild Landspítala, segja María J. Hreinsdóttir, Kristín Rut Haralds- dóttir og Hildur Niel- seu, eru gerðar 9.500 ómskoðanir á ári. að hjá 2-3% þungaðra kvenna finn- ist fósturgalli og reynsla okkar undanfarin ár hefur sýnt að svo sé. Hlutverk okkar ljósmæðra og lækna er að meta hvers eðlis fóst- nvrralla vni v om r»rr varUocrcriíj fnr- eldrum samkvæmt því. A fostur- gi-einingardeild kvennadeildar Lsp. eru framkvæmdar um það bil 500 legvatnsástungur á ári og ljósmæð- ur undirbúa konur og aðstoða við sýnatökuna. Einungis hefur hér verið sagt frá hluta af starfsemi deildarinnar en kennsla ljósmæðra, lækna, ljósmóðurnema og læknanema fer hér fram. Þar sem þetta er eina fósturgreiningardeildin hér á ]3.nfh’ svnpj forvst.n ncr íramsyni 1 startsemi smni en deildinni hefur verið þröngur stakkur búinn undanfarin ár bæði í húsnæði og fjölda starfsmanna. Á sambærilegri deild í Noregi þykir eðlilegt að hafa sex stöður ljósmæðra og þrjár stöður lækna. Hér er 1,8 staða ljósmæðra og 0,8 staða læknis. Af þessu má sjá að verulega skortir á að það náist það starfshlutfall sem æskilegt getur talist á deild sem þessari. t) u or ÁoTr rtlrlron ljÁomonrí'nn n & fljótlega verði bætt úr þessu bagalega ástandi fósturgreining- ardeildar. Höfundar eru Ijósmæður á fóstur- greiningurdeild. Speki Nonna STEFNUSKRÁ lífs míns er, eins og á stendur, í rúst. Óvirk, einskis nýt. Ur hrund- um rústum gamalla drauma liðast reykur tilgangsleysis kyrrlátt upp í hljóðan morgun- himininn. Það er kom- inn tími til aðgerða, endurmats á aðstæð- um, endurmats á ósk- um og vonum og vilja. Eftir hverju er sóst? Hingað til hef ég flækst um og notandi einhvers konar útilok- unaraðferð, komist að hvað ég vil ekki gera eða vera. Þetta er út af fyrir sig mjög athyglisverð leið til að lifa lífinu og inniheldur í eðli sínu töluvert fjölbreytt líf. Ókostirnir Niðurstaðan verður væntanlega bönnuð þeim börnum, segir Jón Elíasson, sem þurfa síðan að lifa við hana. eru hins vegar þeir, að þrátt fyrir óbrigðult öryggi útlokunaraðferð- arinnar, þá tekur einfaldlega brjálæðislega mikinn tíma að fara yfir alla möguleika. Ef að dýpra er síðan kafað í spurninguna um hamingju og að vera sátur við lífið, starfið og til- veruna þá kemur í Ijós, þó að erfitt sé að viðurkenna það, að það veltur kannski ekki á starfinu sem maður framkvæmir hvort maður er „hamingjusamur". Heldur kannski, miðað við að maður lifi eftir „3-formúlunni“, þ.e. 1/3 svefn, 1/3 vinna og 1/3 lifa lífinu (skal ekki ruglast saman við ölvun og diskótekaráp), hvort maður er fær um að skapa sjálfur og njóta þeirrar andlegu lífs- fullnægingu sem æskilegt er að maður hljóti úr „lífs- þriðjungnum". Mér er fyllilega ljóst að miðað við íslenskt vinnuálag flækja menn saman, eftir kúnstarinnar reglum, lífs- og vinnu-þriðj- ungunum og bæta síð- an upp áfallið og það sem uppá vantar með vímuefna-framkall- aðri staðdeyfingu um helgar. Þetta kerfi virkar þokkalega fyrir fjölda fólks, en oft er eins og það geri sér grein fyrir tómarúmi og einhverju sársaukafullu til- gangsleysi þegar upp úr þessari staðdeyfingu er staðið. Mín skoðun er sú að þegar nú- verandi iðnaðarþjóðfélag var myndað þá gleymdist að gera ráð fyrir að maðurinn (Homo Sapi- ens) er ekki sama dauða vélin og hann var neyddur til að vinna við (og fyrir). Þrátt fyrir töluverðan heilaþvott og tilraun til að inn- ræta í fólk vélræna hegðun og tímatryggja vélræni, þá sjást brestirnir mílubreiðir fyrir fótum hvers og eins sem opna vill augu sín. Strax í æsku er okkur kennt í barnslegri einfeldni að okkar æðstu dyggðir séu að vera stund- vís og hlýðin því kerfi sem gerir okkur síðan kleift að ala upp fleiri þátttakendur fyrir sömu hringekjuna. Stærri og alvarlegri fylgifiskur Jón Elíasson þessa hrunadans er sá að til að viðhalda þessu leikhúsi mann- skepnunnar á jörðinni erum við á góðri leið með að eyðileggja hið viðkvæma lífkerfi jarðarinnar. Vötn eru menguð, höfin menguð, ár eru mengaðar, loftið er meng- að, dýr deyja út í hrönnum, ofyrkja jarðar með aðstoð alls kyns efnasambanda er víða alvar- legt vandamál. Allt þetta blasir augljóslega við hverjum sem horfa vill, en í villtum dansi við gullkálfinn viljum við ekki sjá hvert stefnir af því að þá höggv- um við of nærri sjálfum okkur. En róum samviskuna með því að yppa sorgmæddum öxlum og minnast með sorg í roddinni á hvað allt er orðið klikkað í þessum heimi, síðan er dansinn stiginn áfram eftir fengna friðþægingu. Næst þegar þú lítur barn þitt eða barnabarn augum hugsaðu um þær breytingar sem orðið hafa á heiminum á þeim fjölda ára sem aðskilja ykkur. Reyndu síðan með góðri samvisku að skyggnast sama árafjölda fram í framtíðina. Það er ágætt að margfalda með þessu hnignun siðferðis vestrænna þjóða, aukningu múslímskra fundamentalista, aukinni glæpa- tíðni, ástandi sorphaugsins, jarðar, krydda þetta síðan með póiitík samtímans (vonlaus) og nokkrum langdrægum kjarnaoddum. Niður- staðan verður væntanlega bönnuð þeim börnum sem þurfa síðan að lifa við hana. Svolítið kaldhæðnis- legt, ekki satt? Nú má segja að þessi pistill lýsi vonleysi, en að horfast ekki í augu við þessar staðreyndir er eins og að snúa baki í brennandi hús, það heldur áfram að brenna þó þú sjá- ir það ekki lengur. Spurningin er bara, hvar ætlar þú svo að búa í framtíðinni þegar húsið er brunn- ið? Höfunilur er verktaki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.