Morgunblaðið - 19.06.1998, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 FÖSTUDAGUR 19. JIJNÍ 1998
■=r............ •'
AÐSENDAR GREINAR
Sérdeildir -
fyrir hverja?
Á FUNDI með sérkennslufulltrúa
frá Fræðslumiðstöð 23.3. síðastliðinn
kom það skýit í ljós að stefna
Fræðslumiðstöðvar er að taka inn í
sérdeildir börn með hegðunarvanda-
mál en ýta seinfæru börnunum út í
almenna bekki. Fullti-úinn, Auður
Hrólfsdóttir, sagði það auðveldara að
sinna síðamefnda hópnum úti í bekk.
Auðveldara - jú, kannski að því leyti
m minni truflun verður á kennslu, en
er nokkuð spáð í hvað nemandinn
nær að tileinka sér af námsefninu?
Við 11 ára aldur er nemandi á van-
gefnismörkum ekki nema 7,7 ára í
þroska og munurinn eykst með aldr-
inum auk þess sem ýmsar glompur
era í þroskamynstri þeiraa. Ég full-
yrði að kennari með segjum 24 bama
bekk hefur hvorki tíma né orku til að
bæta slíku barni á sig. Aukin mennt>
un kennara, metnaður eða vilji nægir
ekki til. Námsefni seinfæru barnanna
er oft líka gjörólíkt því sem er í al-
mennu bekkjunum. Stuðningsfulltrá-
ar hafa stundum verið látnm fylgja
bömum inn í bekk en þeir era yfir-
leitt ómenntaðir í uppeldis- og
'Snnsluíræði hvað þá þroskaþjálfun
og staldra oftast stutt við. Stefna
Kennarasambandsins er enda að
kennarar með sérmenntun eigi að
sinna þessum hópi barna.
Ekki tel ég æskilegt að hafa hegð-
unartrufluð börn mörg saman, því
þau hafa sterk áhrif hvert á annað
(group psyehological intoxification),
lágan spennuþröskuld svo þau æsa
auðveldlega hverá annað upp og
Fræðslumiðstöð, segir
Ingibjörg Gísladóttir,
ætti að beita sér fyrir
uppbyggingu BUGL og
Dalbrautarskóla.
samsama sig frekar hvert öðra en
þeim fullorðnu sem eru að reyna að
stýra þeim inn á réttar þroskabraut-
ir. Sérdeildin í skólanum mínum (10
strákar - 2 kennarar - allt of lítið
pláss) yrði alls ekki starfhæf ef skip-
unum fræðsluyfii'valda yrði hlýtt.
Ég hafna þeirri skoðun fulltráa
Fræðslumiðstöðvar að sérdeildir
eigi að vera neyðaráraæði, þ.e. taka
eigi inn þau börn sem verst era far-
in, veita þeim eins konar
bráðaþjónustu og ýta
þeim svo aftur út í bekk.
Af hverju að bíða með
aðstöðina þar til öll önn-
ur úrræði eru þrotin og
bamið sunduráætt and-
lega? I mínum huga eru
sérdeildir staður þar
sem börn með vel skil-
greindar sérþarfir fá
kennslu við hæfi og er
ekki ýtt út fym en þroski
þeiraa leyfir. Takmarkið
við útskrift - heilsteypt-
ur einstaklingur í góðu
andlegu jafnvægi sem
hefur nýtt sér möguleika
sína til þroska (mismikla
auðvitað).
Mér finnst að Fræðslumiðstöð ætti
að beita sér fyrir uppbyggingu
BUGL og Dalbrautarskóla í stað
þess að reyan að troða hegðunar-
trufluðu bömunum inn í sérdeildmn-
ar á kostnað seinfæru bamanna. Sér-
deildirnar vora jú ætlaðar þeim og
flestir sérkennarar menntaðir til að
fást við þá tegund þroskatraflana.
Vandi hegðunarárufluðu barnanna
er þess eðlis að ég tel BUGL eina
rétta staðinn a.m.k. í upphafi með-
ferðar. Upphaflega rót vanda þeirra
tel ég mjög oft vera af líkamlegum
orsökum t.d. misþroska. Gill-
berg&Gillberg, Gautaborg, segja að
79% allra barna með öll einkenni
misþroska „svær MBD“ (nú DAMP)
hafi lagst inn á bamageðdeild fyrir
16 ára aldur. Vegna truflana á
skynúrvinnslu,
brenglaðs minnis og
truflaðs málþroska
þroskast sjálf þessara
barna ekki eðlilega,
veldur ekki stjórn á
framhvötunum (þaðinu)
og getur ekki nýtt sér
yfirsjálfið (venjulega
reglur pabba og
mömmu) til eigin
stjórnunar. Heima og í
skólanum lenda þessi
börn stöðugt í árekstr-
um við aðra en hafa
ekki þroska til að læra
af þeim og óæskileg
hegðunarmynstur geta
fest sig í sessi. Vegna
þess að kröfur þaðsins komast
óhindrað í gegn eru þessi börn erfið í
skapi sem aftur býður heim hættu á
röngum uppeldisaðferðum. Margir
rannsakendm’ ganga svo langt að
segja að foreldrar viðhaldi oft hegð-
unaráraflunum barna sinna með
ófullnægjandi uppeldisaðferðum. Alt-
énd kemst Kazdin ‘87 að þeirri niður-
stöðu að bættar uppeldisaðferðir for-
eldra fækkuðu hegðunarvandamál-
um. Bágar félagsaðstæður foreldra -
mikil streita - auka svo líkur á að illa
fari (Patterson&Dishon ‘88).
Þessi vandi er einfaldlega ekki
vandi skólanna eingöngu.
Talað er um að hegðunarvanda-
mál aukist stöðugt í skólum landsins
og undrar mig það ekki þegar fjár-
magn til sérkennslu er af skornum
skammti, foreldrar á kafi í lífsgæða-
kapphlaupinu og hörmulegt ástand í
geðheilbrigðismálum barna og ung-
linga sökum fjárskorts.
En hvaðan á að fá peningana?
Þennan söng hef ég heyrt allt of oft.
Það er til nóg af peningum í landinu
- helmingur landsmanna ætlar til
útlanda á árinu, bankastjórar og
aðrir pótentátar hafa laun sem
dygðu til framfærslu stórfjölskyldu
og nóg virðist af fjármagni til alls
kyns framkvæmda.
Á hveiju ári heyram við sungna
dýrðaróða til æskunnar, fjöreggs
þjóðarinnar - henni er ekkerá of gott,
en á hverju ári er bama- og unglinga-
geðdeildinni lokað um sumaráímann
jafnvel þótt vitað sé að hún nær ekki
að sinna nema 1/10 hluta þeiraa bai’na
er þyrftu á aðstoð að halda.
Skólarnir hafa verið allt of fúsir til
að taka á sig allt of mikla ábyrgð á
nemendum - ábyrgð sem þeir eru að
kikna undan. Éögur orð um rétt
nemenda til kennslu við hæfi stand-
ast ekki alltaf. Geti skóli ekki sinnt
þeirai skyldu sinni ber honum að
vísa ábyrgðinni frá sér að mínu áliti.
Hugmyndir um neyðarþjónustu sér-
deilda flokka ég ekki undir „kennslu
við hæfi“. Kannski er það eina leiðin
að skólastjórnendur sameinist um
að vísa þeim nemendum úr skóla er
ekkert ræðst við og skaðast æ meira
og neyða þannig foreldra, heilsu-
gæslukerfið, félagsmálayfirvöld og
fjárveitingavaldið til samábyrgðar.
Höfundur er móðir drengs í
sérdeild.
Ingibjörg
Gísladóttir
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
1, Isafirði, þriðjudaginn 23. júní 1998 kl. 14.00 á eftirfarandi
eignurn:
Fjarðarstræti 2, 0101, ísafirði, þingl. eig. Jens Friðrik Magnfreðsson,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og ísafjarðarbær.
Ólafstún 6, Flateyri, þingl. eig. Páll Sigurður Önundarson, gerðarbeið-
andi Byggingarsjóður ríkisins.
#----------------------------------------------------
Ólafstún 9, Flateyri, þingl. eig. Sigfríður V. Ásbjörnsdóttir, gerðarbeið-
andi Byggingarsjóður ríkisins.
Urðarvegur 24, ísafirði, þingl. eig. Flalldóra Jónsdóttir og Eiríkur
Brynjólfur Böðvarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsj. rikisins hús-
bréfadeild, Kreditkort hf„ Lifeyrissjóður verslunarmanna, Lögsókn
ehf. og Skipaverk ehf.
Sýslumaðurinn á fsafirði,
18. júní 1998.
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Ránarbraut
1, 870 Vfk í Mýrdal, sem hér segir á eftírfarandi eign:
Ytri-Sólheimar III, Mýrdalshreppi, þingl. eig. Tómas Isleifsson, gerð-
arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður starfsmanna
tórisins, B-deild, Stofnlánadeild landbúnaðarins og sýslumaðurinn
R/ík í Mýrdal, mánudaginn 22. júní 1998 kl.14.00.
Sýslumaðurinn Vík í Mýrdal,
18. júnf 1998.
KENNSLA
Barnanámskeið
Stærðfræði með tölvum
í Kennaraháskóla íslands verður stærðfræði-
námskeið fyrir 9—12 ára krakka dagana 22.—
25. júní kl. 13—16 hvern dag. Tölvur og vasa-
reiknar verða notuð við námið og einnig fleiri
gögn. Tekið er lágt gjald vegna efniskostnaðar.
jgátttaka tilkynnist í síma 563 3800.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Verslunarhúsnæði
35-80 fm verslunar/lagerhúsnæði óskast á
höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning aukaatriði.
Nánar í síma 897 1784.
FÉLAGSSTARF
Parkinsonsamtökin
á íslandi
Skemmtifundur og bingó í Áskirkju laugardag-
inn 20. júní kl. 14.00, neðri hæð, gengið inn
austanmegin.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Atvinnuhúsnæði til leigu
1. Ca 200 fm skrifstofuhúsnæði í miðbænum.
2. Garðabær. Ca 525 fm skrifstofu- og lager-
húsnæði, Hagkaupshúsinu, Garðabæ. Má
skipta í smærri einingar. Góð aðkoma, næg
bílastæði.
3. Garðabær. Ca 500 fm húsnæði á 2. hæð.
Góð lofthæð. Hentar sem skrifstofur eða
fyrir félagasamtök eða skjalageymsla.
Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160.
Verslunarhúsnæði —
miðborgin
Mjög áhugavert verslunar- og/eða þjónustu-
húsnæði ca 108 fm í Kvosinni, gegnt Dómkirkj-
unni og Alþingi.
Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160.
Faxafen
Til leigu er c.a. 200 m2 verslunarpláss á götu-
hæð við Faxafen. Upplýsingar veitir Ragnar
Tómasson hdl. sími 568 2511 og 896 2222.
S M ÁAU G W L Ý S 1 N G A R
TILKYNNINGAR
Dagskrá helgina
20.-21. júní 1998
Laugardagur 20. júní
Kl. 11: Barnastund. Dagskrá
fyrir alla krakka, leikið og sungið,
spjallað um þjóðgarðinn og litið
við í kirkju. Hefst við Peningagjá
og stendur í 1 klst. Verið vel búin.
Kl. 14: Gengið í Skógarkot.
Rætt um sögu svæðisins og ým-
islegt sem fyrir augu og eyru ber
á leiðinni. Þetta er létt ganga.
Gott er þó að vera vel skóaður
og taka með sér nesti. Hefst við
Peningagjá og tekur 3 klst.
Sunnudagur 21. júní
Kl. 13.30: Gróðurskoðunar-
ferð. Rölt um nágrennið og rýnt
í gróður. Rætt um gróðurfar og
plöntunytjar að fornu og nýju.
Gangan er róleg og auðveld.
Hún hefst við þjónustumiðstöð
og tekur 11/2-2 klst.
Kl. 14: Guðsþjónusta í Þing-
vallakirkju. Prestur sr. Heimir
Steinsson, organisti Ingunn H.
Hauksdóttir. Litast um á Þing-
völlum að lokinni messu.
Kl. 17: Kvennahiaup. Nú verð-
ur kvennahlaup ÍSÍ í fyrsta sinn á
Þingvöllum og eru allar konur
hvattar til að mæta og ganga eða
hlaupa 2,5 eða 5 km. Hlaupið
hefst á bílastæðinu neðan við
Öxarárfoss. Mætið tímanlega til
skráningar. Þátttökugjald er 650
kr„ bolur og viðurkenningarpen-
ingur að hlaupi loknu. Mætum
allar, áfram stelpur!
Allar frekari upplýsingar
veita landverðir í þjónustu-
miðstöð Þjóðgarðins, sími
482 2660.
FÉLAGSLÍF
Sumardagskrá í Alviðru
• Sorpflokkun og safn-
haugagerð
Námskeið fyrir sumarbústaða-
eigendur.
Leiðbeinandi er Pétur Þorvalds-
son garðyrkjumaður.
Þrjú námskeið eru fyrirhuguð í
júní, júlí og ágúst. Fyrsta nám-
skeiðið verður laugardaginn 20.
júni kl. 14-16.
Skráning í sima 482 1109.
• Póstaleikur fyrir alla fjöl-
skylduna
Skemmtileg gönguferð og leikur
sem hentar öllum aldurshópum.
Dregið verður úr réttum svörum
i haust og veitt verðlaun.
Á sunnudögum á tímabilinu kl.
11-15.
Kynnist íslensku flórunni
Skoðunarferð undir leiðsögn
Heiðrúnar Guðmundsdóttur lif-
fræðings.
Laugardagur 4. júlí kl. 14.00.
• Ullarvinnsla
Allt um ullarvinnslu: Rúið,
spunnið, þæft og prjónað. í sam-
starfi við Þingborgarkonur.
Sunnudag 5. júlí kl. 13.
• Náttúruskreytingar
Farið í göngu og plöntum og
fleiru safnað til skreytinga. Búinn
til krans undir leiðsögn Kristínar
E. Bjarnadóttur. í samstarfi við
Grænu smiðjuna.
Laugardagur 15. ágúst kl. 10.00.
• Skógarganga
Ferð um Öndverðarnes og
Þrastaskóg. Björn B. Jónsson
framkvæmdastjóri Suðurlands-
skóga leiðir gönguna.
Sunnudagur 23. ágúst kl. 14—16.
• Auk þess eru gönguferðir í
Alviðru og nágrenni á laug-
ardögum klukkan 10 í fylgd
forstöðumanns Alviðru. Allir
velkomnir. Upplýsingar í
síma 482 1109.
FERÐAFELAG
# ÍSIANDS
MORKINNI 6 - SlMI 568-2533
Fimmtudagur 17. júní kl.
10.30
Móskarðshnjúkar-Trana. Góð
fjallganga. Verð 1.000 kr.
Laugardagur 20. júní kl.
18.00
Næturganga á Heklu. Heklu-
ganga um sumarsólstöður og að
næturlagi er ógleymanleg. Verð
2.800 kr.
Göngudagur F.í. og Spron er
sunnudaginn 21. júní.
Takið daginn frá og mætið í
skemmtilegar gönguferðir þar
sem allir ættu að finna göngu við
sitt hæfi.
Kl. 10.30 Nesjavellir —
Marardalur — Draugatjörn.
Gönguferð vestan undir Hengli.
Kl. 13.00 Hellisheiði —
Draugatjörn, gömul þjóðleið.
Tilvalin fjölskylduganga. Gengið
með vörðum. Hellukofinn
skoðaður. Hóparnir hittast hjá
rústum gamla sæluhússins við
Draugatjörn. Brottför frá BSÍ,
austanmegin og Mörkinni 6.
Minnum á helgarferðirnar á
Fimmvörðuháls og i Þórs-
mörk, m.a. fjölskylduhelgí í
Þórsmörk 26.-28. júní.
Pantið tímanlega.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Samkomur dagana 19.-21. júní
ki. 20.00.
Carroll V. Thompson, kennari í
Biblíuskóla Christ for the nations,
ásamt 4 fyrirbiðjendum, þjónusta
til okkar. Carroll fjallar m.a. um af-
leiðingu synda feðranna, sektar-
kenndar og höfnunar.
Þau munu biðja persónulega fyrir
þeim sem þess óska.
Allir hjartanlega velkomnir.
Heimasíða www.islandia.is/~vegur
Einkatímar með
Helgu Mogensen
• Þú lærir að lesa
úr skilaboðum
líkamans.
• Þú lærir rétta
öndun.
• Þú lærír slökun.
Upplýsingar og tímapantanir í
síma 552 4365.
www.mbl.is