Morgunblaðið - 19.06.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.06.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JIJNÍ 1998 i > i Í i i i . i I I i i i : i Í I i i i AÐSENDAR GREINAR Eng'inn er saklaus ... nema hvað? JAKOB F. Ásgeirsson fer mikinn í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 14. júní sl. í grein sem hann kallar „Ógn- aröld kommúnismans". Greinilegt er að Jakob hefur ætlað að rass- skella þá fast sem ein- hvemtíma hafa verið til- hlýðilegir hugtakinu blóðþyrsta og í greininni veifar hann tölum úr hinni frönsku „Svartbók kommúnismans" sem vakið hefui' usla á póli- tískum vígstöðvum út um heim allan. Niðm-- staða bókarinnar, svo og niðurstaða Jakobs í greininni, er sú að kommúnismi og nazismi séu „hliðstæður, ekki andstæður“ en það sé Grímur Hákonarson með sér kreppu og hungursneyð í landinu) er tekið með í pakkanum. Ef þetta er ekki eitthvert persónu- legt útspil Jakobs þá er ég hræddur um að svartbókin franska hafi hér misst sannleiksgildi. Myndi einhver segja að Heimskreppan 1929 væri múgmorð kapítal- ismans? Og við getum gengið lengra og sagt, þar sem hagkerfi kapít- alismans er það út- breiddasta og „vel-til- fundnasta" hagkerfi í heiminum, að allir þeir sem líði skort eða deyi vegna bágra lífskjara, sem má augljóslega rekja til galla í hagkerf- inu, séu fórnarlömb samt sem áður fjórum sinnum verra að vera kommúnisti heldur en nazisti vegna þess að fórnarlömb kommún- ismans séu fjórum sinnum fleiri. Ekki hefur undiri’itaður lesið þá svörtu, en ef grein Jakobs á að vera bókarkynning - þá erum við að tala um ansi slæma bókarkynningu. Jak- ob veifar tölum án þess að fara nán- ar út í hvaðan þær koma, eða út- skýra hvers eðlis mannmissirinn sé. Erum við að tala um beinar, meðvit- aðar hreinsanir eða erum við líka að tala um dauðsfóll af völdum slæmrar hagstjómar, efnahagslegra mistaka o.s.frv.? Þetta er allt saman á huldu þar til höfundur byrjar að tala um Kína, en þá kemur í ljós að Stóra stökkið 1959-61 (efnahagslegt oflæt- iskast Maós formans sem hafði í för kapítalismans! Er þá kannski eng- inn munur á hinni ósýnilegu hönd markaðarins og hinni sýnilegu hönd Maós formanns? Hófsamir hægrimenn (íhalds- menn, frjálshyggjumenn) hafa í gegnum tíðina viljað halda því fram að hinn pólitíski hugmyndaheimur gangi í hring, og er það eflaust gert til að villa fyrir um pólitlskan skyld- leika þeirra við öfgastefnurnar tvær, fasisma og nazisma. Þessu heldur Jakob fram í greininni þegar hann segir að kommúnismi og nazismi séu „hliðstæður, ekki andstæður“ sem jafnframt er niðurstaða Svartbókar- innar. Og ekki kom rökstuðningur- inn undiiTÍtuðum á óvart. Hann mið- aðist (eins og svo oft áður) aðeins við ytri skiiyrði, þ.e. bent var á sameig- Ef grein Jakobs á að vera bókarkynning, þá er hún ansi slæm bók- arkynning, segir Grím- ur Hákonarson í svari við grein Jakobs F. -----7---------------- Asgeirssonar. inleg einkenni sovétkommúnismans og þýska nazismans: Einsflokks- keifi, sterkt ríkisvald, leiðtogadýrk- un, skoðanakúgun, hreinsanir o.s.frv. Það er eins og hægrimenn vilji, og e.t.v. þóknist betur, að bera saman verklegar athafnir en ekki hugsjónirnar sjálfar. Við verðum að gefa hugsjóninni sjálfstætt gildi en ekki sulla henni saman við aðferða- fræði sem henni hefur verið til- einkuð í tilteknum ríkjum. Rúss- neska byltingin snérist upp í and- hverfu sína og þjónaði ekki upp- runalegum tilgangi, sem var að koma á félagslegu jafnrétti meðal manna, og aðrar byltingar sem fylgdu í kjölfarið hafa beint eða óbeint sopið seyðið af því. Nazism- inn var aftur á móti hugsaður sem kúgunartæki frá upphafi og hlýtur því að standa og falla með fram- kvæmdinni. Það sama á við um kap- ítalismann; þótt lífseigari sé. Hugmyndafræði á hægrivængn- um, hvort sem hún er kennd við nazisma, íhaldsstefnu eða frjáls- hyggju, gengur út frá þeirri grund- vallarhugsun að menn séu misjafnir að verðleikum og eigi þ.a.l. ekki að snæða við sama borð í samfélaginu. Tilvist hins undirokaða er óhjá- kvæmileg og er jafnframt forsenda þess að samfélagið geti dafnað á eðlilegan hátt, - þeim sterka í hag. Þessi hugsunarháttur er mjög sýni- legur eins og hann kemur fram í nazismanum en heldur lúmskari í frjálshyggjunni. Nazisminn gengur hreint til verks og vill skipulega undirokun á ákveðnum einstakling- um (þeim óæðri), en frjálshyggjan leitast eftir að skapa umhverfi þar sem undirokun er sjálfvirk, þ.e. í gegnum frjálst markaðskerfi. I fyrra tilvikinu er fýsilegast að ríkis- valdið fari með kúgunarhlutverkið en í því seinna er kúgunin í höndum markaðsráðandi aðila hverju sinni. Þegar litið er á söguna kemur þessi hugmyndafræpilegi skyldleiki enn betur í ljós. I bókinni Fascists and Conservatives lýsir Martin Blinkhom því á rökfastan hátt hvemig sam- starfsfysn myndaðist á milli flokka og manna á hægrivængnum í nær öllum Evrópulöndum á millisti’íðsáranum. Menn flykktust vitanlega saman gegn sameiginlegum óvin: kommúnisman- um (sem þó var ekki raunveralegur sem slíkur). Hér á íslandi myndaðist hreyfing sem hét Þjóðemisfýlkingin, hafði nazíska stefnuskrá og var að mestu skipuð ungum sjálfstæðis- mönnum og yfirstéttarpeyjum. Þjóð- emisfylkingin og Sjálfstæðisflokkui-- inn störfuðu saman, buðu fram sam- eiginlegan lista í bæjarstjómarkosn- ingunum í Reykjavík 1935 og í alþing- iskosningunum 1937. Eftir að stríðið skall á hurfu nazistamir inn í Sjálf- stæðisflokkinn. T.d. var Birgir Kjar- an, sem var einn helsti hugmynda- fræðingur Sjálfstæðisflokksins á 6. og 7. áratugnum, háttsettur í Þjóðemis- fylkingunni á sínum tíma og lærði auk þess hagfræði í Þýskalandi Hitlers. Um daginn rakst ég á viðtal við tvo menn í Séð og heyrt sem era stofnendur Ku Klux Klan á Islandi. Aðspurðir um íslenskt flokkakerfi sögðust þeir báðir vera „virkir með- limir í Sjálfstæðisflokknum". Er þetta allt saman tilviljun! Er hugsanlegt að menn geti unnið saman eins og raun ber vitni án þess að nokkur hug- __ myndafræðilegur skyldleiki búi þar að baki? Nazistamir þurfa ekki að iðrast helfararinnar. Þeir vissu það þegar þeir héldu af stað að einhver kynni að lenda illa f því. Sósíalistar hafa aftur á móti ástæðu til að iðrast. Það sem gerðist í Sovét og Kína hlýtur að stríða gegn grandvallargildi hugsjón- arinnar. Hægribullur eins og Jakob F. geta bent og ásakað en þurfa ekki að iðrast neins. Það er ekki gert ráð fyrir neinum kerlingaskap í þeirra hugmyndafræði. Þai- er harkan sem gildir: Einhver verður undir og ein- - hver verður ofaná ... þannig er nú það. Höfundur er rítstjóri Testamentisins. GfTlP Plöstunarvélar Skírteinis- og skjalaplast á hagstæðasta verði. Óbrigðul skjalavemd. Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fox 588 4696 íslenskir þrautakóngar hjóla af list - Hjálmahappdrætti Pylsa og kók á 50 kr. 20% afsláttur af ölfum hjólum og aukahlutum WMÉjÉii: HAGKAUP Alltaf betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.