Morgunblaðið - 19.06.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.06.1998, Blaðsíða 50
^»0 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Logið á tvo forseta ÉG VAR að veiða lax 16. júní sl., og á milli hylja hlustaði ég á út- varpið, langbylgjuna. Einhver var að tala pistil, en var ekki kynntur eftir á, svo að ég veit ekki hver hann er. Það skiptir raunar engu. Hitt er verra, að innan við fimm mín- útum tókst honum að ljúga sök upp á tvo forseta, frú Vigdísi Finnbogadóttur og herra Ólaf Ragnar Grímsson. Talandi sagði, að frú Vigdís Finnbogadóttir hefði verið treg til að setja bráðabirgða- lög á flugfreyjur vegna þess, að lögin áttu að taka gildi 19. júní, - daginn, sem konur fengu rétt tD kosninga til Alþingis. Síðan hefði ríkisstjóm bæði valtað yfir þing, þjóð og Vigdísi. Þetta er einfaldlega rangt. Nefnt «3*,rkfall var í október. Hinn 23. október lagði Matthías Bjarnason fram lagafrumvarp um að banna verkfallið. Skv. stjórnarskránni áritaði forsetinn samþykki sitt við því, að lagafrumvarpið yrði lagt fram. Alþingi afgreiddi frumvarpið sama dag og nóttina á eftir, og var það samþykkt 24. október. Þá höfðu spakar konm áttað sig á því að skylda átti konur (flug- freyjur) til að vinna á sjálfan afmælisdag kvennafrídagsins. Þær höfðu komið þessum boðum til forsetans. Þegar upp kom tregða forsetans til að undir- skrifa þessi lög á þess- um afmælisdegi var á það bent, að Alþingi hefði vakað frameftir til að samþykkja lögin. Hefði forsetinn hins Haraldur vegar komið þessari at- Blöndal hugasemd að fyrr, t.d. þegar hún áritaði frumvarpið eða meðan málið var rætt á þingi, hefðu menn einfaldlega ekki flýtt Forsetinn skrifaði ekki undir hálendislög- in, segir Haraldur Blöndal, heldur hand- hafar forsetavalds. sér svona, enda skipti það engu máli, hvort frumvarpið varð að lögum 24. eða 25. október. En fyrst Alþingi hafði samþykkt að afgreiða málið með hraði, og for- setinn vissi fyrirfram um þá ætlan og gerði ekki athugasemdir við, taldi Matthías óverjandi að fresta undirskrift. A þetta féllst forset- inn. Þá sagði talandi, að herra Ólafur Ragnar Grímsson hefði lýst því yf- ir, að hann teldi, að vel mætti beita synjun á staðfestingu laga meira en gert er, enda í þágu þjóðarinn- ar. Þetta er líka rangt. Núv. forseti sagði aldrei í kosningabaráttu sinni, að hann ætlaði að beita laga- frestunarvaldi sínu öðru vísi en skapast hefur hefð um. Þvert á móti ítrekaði hann, að um þetta vald giltu stjórnskipulegar hefðir og venjur, sem hann væri sáttur við. Hann benti á, að á Islandi væri þingræði, og það væri vilji Alþing- is, sem ætti að ráða. Frestunarvald forseta væri ekki úrræði, sem ætti að nota nema í mjög sérstökum til- vikum, sem hann sæi ekki fyrir- fram að kæmi upp. Til skýringar er svo rétt að taka fram, að ástæðan fyrir því, að synj- un forseta á lögum er borin undir þjóðaratkvæði, var til þess að tak- marka vald forseta en ekki auka það. Aður hafði konungur algjört synjunarvald, og það vildu menn ekld. Lögin taka gildi þrátt fyrir synjun forseta, en kosningin er síð- an um, hvort þjóðin sættir sig við synjun forsetans. Ekki hvort hún sé sammála Alþingi. Rétt er síðan að taka fram, að forsetinn skrifaði ekki undir há- lendislögin heldur handhafar for- setavalds, því að blessaður forset- inn var í útlöndum. Höfuadur er hæstaréttarlögmaður. ftiSAÖÖR DÆMI: CUSTOZA veggflísar 15x20 sm aðeins kr. 1.190 mz -35% %ÆMI: POLKA veggflísar 15x20 sm aðeins kr. 995 m DÆMI: RUST gólfflísar 20x20 sm aðeins kr. 977 m2 -50% AÍUER ■ rMifftW® DÆMI: MACRINO gólfflísar 20x20 sm aðeins kr. 1.332 mz -35% ^RÝH/IUM VEGNA BREYTINGA 1.400 m2 AF GÓLF OG VEGGFLÍSUM - 40 LITIR OPNUNARTÍMI: 9-18 virka daga 10-16 laugardaga DÆMI: JACKSON gólfflísar 33x33 sm aðeins kr. 1.771 m2 -35% DÆMI: PALLARI gólfflísar 33x33 sm aðeins kr. 1.590 m' -40% í fáa daga DÆMI: DESENZANO gólfflísar 20x20 sm aðeins kr. 975 m2 -52% ^EMI: ALGA gólfflísar 10x20 sm aðeins kr. 1.171 m2 -40% DÆMI: TORBA gólfflísar 30x30 sm aðeins kr. 1.390 m2 -40% Takið málin með það flýtir afgreiðslu! m. (D Góó greiðslukjörl Raðgreiðslur til allt að Grensásvegi 18 s: 581 2444 Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir í REIÐSKÓLANUM hjá Guðrúnu Fjeldsted er byrjað á því að læra undirstöðuatriðin inni í gerðinu. ÞESSAR tvær eru að æfa að ríða samsíða eins og gert er á hestasýningum. STUNDUM þarf að bíða eftir að allir komist á bak. ÞORSTEINN sér um að allir fái grillaðar pylsur í Faxaborg. ALLUR hópurinn ásamt kennara og meðreiðarfólki að Ioknu námskeiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.