Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 51 KIRKJUSTARF HESTAR í reið- skólanum er bannað að detta af baki REIÐSKÓLAR víða um land eru nú að heQa sumarstarfíð. Guð- rún Fjeldsted á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði hefur rekið reið- skóla frá árinu 1972 og á dögun- um tók hún við enn einum byij- endahópnum. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, þau yngstu aðeins , sex ára, og eru stelpur í miklum meirihluta. Hestarnir eru allir rólegir og góðir og henta vel byrjendum. Fyrsta daginn fá krakkarnir bækling um undirstöðuatriði hestamennskunnar. Þau læra Iíka um hvað líkamspartar hestsins heita og einnig ýmislegt í sambandi við reiðtygin, hvern- ig á að kemba hesti, beisla hann °g leggja á hann hnakk. í og úr ístöðum á ferð Þegar búið er að beisla og leggja á er byijað á því að ríða í gerði og þar kennir Guðrún krökkunum að beygja og stoppa og mætast. Hún lætur þá líka fara úr ístöðunum og komast aftur í þau án þess að stoppa. Þeir verða bara að leita að þeim með tánum og koma sér þannig í þau aftur. Með því að æfa þetta I vita krakkarnir hvað á að gera ef þeir missa ístöðin í miðjum út- reiðartúr. Og Guðrún segir: „Það er bannað að detta af baki. Ef einhver dettur af baki verður hann að koma með bijóstsykur daginn eftir og gefa öllum hin- um.“ Allir drifnir í útreiðartúr I þessum reiðskóla er ekki ' verið að eyða of miklum tíma í gerðinu því þá verða bæði hest- ar og krakkar leiðir, heldur eru allir drifnir af stað í útreiðartúr. Fyrsta daginn er bara farið fet- ið, en smám saman má fara svo- lítið hraðar. Aðalaðstoðarkonan, Heiða Dís, fer fyrst og enginn má fara fram úr henni. Guðrún ríður svo sjálf öftust til að hafa ! yfirsýn yfir hópinn. Svo er áð og | allir fara af baki og borða nestið sitt. Hópurinn kemur sex daga í röð og er í þrjá tíma í senn. Eft- ir fáein skipti er ekki hægt að sjá á hópnum að þar fari byij- endur. Alltaf er meira gaman með hveijum deginum sem líður og jafnvægið og kjarkurinn | aukast. Krakkarnir eins og límdir við hnakkinn Síðasta daginn var svo riðið að Faxaborg við Hvítá og fékk blaðamaður Morgunblaðsins að slást með í för. í Faxaborg sáu Þorsteinn maður Guðrúnar og Guðlaugur sonur þeirra um að grilla pylsur ofan í mannskapinn og tóku krakkarnir hraustlega | til matar síns. I þessum útreiðar- túr var riðið eftir vegi, farið yfir sanda, móa og mýrar, ár og brýr i og alltaf sátu krakkarnir sem límdir við hnakkinn. Það var ótrúlegt að sjá hvað þeim virtist öllum eðlilegt að sitja hest. Að þremur tímum liðnum var aftur riðið í hlað á Ölvaldsstöðum og var það ánægður og þakklátur hópur sem þar kvaddist eftir skemmtilega daga í reiðskólan- ' uin. Einhverjir úr hópnum voru i þegar farnir að velta því fyrir | sér hvenær þeir gætu komið aft- ur og lært meira. Safnaðarstarf Bandarískur barnakór í Langholtskirkju BARNAKÓRINN Des Moines Chil- di’en’s Choir frá Bandaríkjunum kemur til Islands 19.-21. júní á leið sinni frá Finnlandi til Bandaríkjanna. Kórinn syngur á tónleikum í Lang- holtskirkju laugai’daginn 20. júní kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Þá syngur kóiinn við messu í Langholtskirkju sunnudaginn 21. júní kl. 11. Kársnessókn - safnaðarferð SAFNAÐARFERÐ Kársnessóknar verður farin frá Kópavogskirkju sunnudaginn 21. júní strax að lokinni helgistund sem hefst kl. 11. Að þessu sinni er ætlunin að skoða og fræðast um ýmsa áhugaverða og merka staði í nágrenninu. Staðkunnugur fai-arstjóri verður með í för. Þátttakendur eru hvattir til þess að hafa með sér nesti. Fyrirbiðjendur í Fríkirkjunni Veginum DAGANA 19.-21. júní verða Carroll V. Thompson kennari við Biblíuskóla „Christ for the nations", og fjórir fyi’frbiðjendur gestir okkar í Frí- kirkjunni Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Carroll hefur þjónað Guði í 40 ár, bæði sem kristniboði og nú hin síðari ár hefur Guð ríkulega notað hann til að hjálpa fólki að öðlast tilfínninga- lega lækningu og innri lausn. Hann fjallar m.a. um afleiðingu synda feðr- anna, sektarkennd, höfnun, ótta og einangrun. Cairoll mun ásamt fyrirbiðjendum biðja persónulega fyrir þeim sem þess óska. Samkomurnar verða með þeim á hverju kvöldi kl. 20 dagana 19.-21. júní eins og áður sagði. Aðgangur ókeypis. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Digranessókn. Framhaldsaðalsafn- aðarfundur verður haldinn í safnað- arsal Digraneskirkju sunnudaginn 21. júní eftir messu kl. 11. Dagskrá: Arsreikningar, önnur mál. Sóknar- nefnd. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: A laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Hulda Jensdóttir. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðs- þjónustu. Ræðumaður Jón Hjörleif- ur Jónsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Hvíldardagsskóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Halldór Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. VXSWIM gfk JJoM iöhibau iV ;-v Q>l f/ • 1' T?pL' innuleniiM S5EV 855 .8 Apótekið SUÐURSTRÖND SMÁRATORGI SMIÐJUVEGI ÐUFELLI HAFNARFJARÐAR APÓTEK Láert - lægra - lægst ---g------gq— Nicorette nikótíntyggigúmmí: 2 mg 105 stk. kr. 1256,- 4 mg 105 stk. kr. 1937,- NICORETTE Vtð stöndum meðþér FRÁBÆRT VERÐ Á FJALLAHJÓL UM V, DIAMOND SAHARA 26“ 18 gíra fjallahjól með skítbrettum og bögglabera á frábæru verði. Shimano-gírar, álgjarðir, átaks- bremsur, brúsi, standari, glit, gír- hlíf og keðjuhlif. Verð áður kr. 24.900 Tilboð kr. 20.800, stgr. 19.760 Varahiutir - Aukahlutir Hjálmar, barnastólar, blikkljós, bjöllur, hraðamælar, brúsar, bögglaberar, skít- bretti, Ijós, standarar, dekk, slöngur, demparagafflar, töskur og margt fleira. BRONCO TRACK 26“ 18 gíra fjallahjól með skítbrettum og bögglabera á frábæru verði. Shimano-gírar, álgjarðir, átaks- bremsur, brúsi, standari, glit, gír- hlíf og keðjuhlíf. Verð áður kr. 24.900 Tilboð kr. 20.800, stgr. 19.760 dömu og herra 18 gíra fjallahjól á ótrúlega góðu verði. Shimano-gírar, átaksbremsur, álgjarðir, brúsafesting, standari, glit, gírhlff og keðjuhlíf. Verð áður kr. 22.900 Tilboð kr. 17.800, stgr. 16.910 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar fullsamsett og stillt af fagmönnum. Staðgreiðsluafsláttur 5 %. Ármúla 40 Símar: 553 5320 568 8860 Ein stærsta sportvöruverslun landsins iBfersluninl /MdRKlÐ mikid mótstöduafl studlar að vellíðan Ein lítil flaska af LGG+ er styrkjandi dagskammtur fyrir heílbrigt fólk á öllum aldri, börn jafnt sem fullorðna. Einnig er mælt með drykknum fyrir fólk sem býr við ójafnvægi í meltingu af völdum ytri þátta eins og streitu, kaffidrykkju, inntöku fúkkalyfja, geislameðferða o.fl. Það tekur LGG+ einn mánuð að byggja gerlaflóruna upp á ný og til að viðhalda áhrifunum til fulls er æskilegt að neyta þess daglega. Fjölgun LGG-gerlanna í sjálfum meltingarveginum er fremur hæg og því tryggir stöðug notkun virkni þeirra best. Hver skammtur inniheldur nákvæmlega það magn af LGG- gerlunum sem þú þarfnast til þess að þér líði vel. LGG+ er sjálfsagður hluti af hollu og heilsusamlegu mataræði. styrkjandi dagskammtur frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.