Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGRIÐUR GISLINA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Sigríður Gíslína
Guðmundsdótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 29. júní 1912.
Hún lést á Land-
spítalanum 10. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Sæ-
mundsson frá
Grjóti, Þverárhlíð-
arhreppi, d. 30. júni
1963, verkamaður í
Reykjavík, og Guð-
rún Jónsdóttir, hús-
freyja í Reykjavík,
frá Fagradalstungu í Saurbæj-
arhreppi, d. 26. ágúst 1956.
Gíslína átti sjö systkini, eftirlif-
andi eru María, Árný Anna,
Sveinn Gestur og Dagbjört, þau
sem eru látin eru Laufey Elísa-
bet, lést 8 mánaða
gömul 6. júlí 1916,
Stefanía Jónína,
lést 1980, Aðal-
steinn Sigurður,
lést 1985.
Gíslína var gift
Sigurbjarna Tóm-
assyni frá Borðeyri,
hann var af-
greiðslumaður hjá
Steindóri í 38 ár og
leigubílstjóri á BSR
síðustu árin, hann
lést 9. janúar 1985.
Gíslina eignaðist
fímm börn, Sigurbjörn Hreiðar,
Guðmund Vigni, Sigurð Tómas,
Hafstein og Guðrúnu Erlu.
Útför Gíslínu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Gilla, eins og Gíslína var kölluð,
var skipulögð, hún hafði ákveðnar
óskir sem hún hafði látið tengdason
sinn setja á blað þegar hún fór að
veikjast. það var þakklæti til lækna
hennar og Bústaðasóknar, þar sem
hún var oft á miðvikudögum að spila
með öldruðum, og óskir um hverjir
ættu að bera sig (auðvitað bama-
bömin sem hún unni mjög heitt) úr
kirkjunni, og sálma sem hún hélt
mikið upp á. Okkur fannst þetta frá-
bært hjá henni og einfalt fyrir okk-
ur.
Það er alltaf erfitt að kveðja sína
nánustu, hvað þá móður sína sem
hefur komið manni í þennan heim
og er margs að minnast og þakka,
en það er jafnfamt léttir að hún
skyldi ekki lengur þurfa að þjást,
hún tók aldeilis út í sínum veikind-
um. Hún greindist með krabbamein
í janúar og var búin að vera mikið
veik undanfarið eitt og hálft ár og
mikið á sjúkrahúsum, og lést á
Landspítalanum 10. þessa mánaðar.
Hún vildi vera sem lengst heima og
halda heimili, taka á móti gestum og
færa þeim kræsingar. Hún varð
alltaf að eiga mikið til með kaffinu
ef kæmu gestir, það var stórt atriði.
Við systkinin gerðum henni það
kleift að liggja heima með ómetan-
legri hjálp Heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins. Það var
ótrúlegt hvað harkan var mikil, hún
ætlaði að ná sér eitthvað upp þó hún
vissi allt um hvert stefndi, vildi vera
að taka til og jafnvel dúkleggja bað-
ið, hafa þetta allt í topp standi eins
og hún var vön, en þessu var nú eytt
Frágangur
afmælis-
og minningar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
» er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.is)
— vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokali-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndai- DOS-textaskrár.
Þá eru ritvinnslukerfm Word og
WordPerfect einnig nokkuð auð-
veld úrvinnslu.
Um hvem látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar
um sama einstakling takmarkast
við eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd, -
eða 2.200 slög (um 25 dálksenti-
metra í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi. Greinarhöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
því veikindin voru það mikil. Hún
var alltaf að framkvæma og átti
mjög huggulegt heimili fram á síð-
asta dag.
Við fengum sjúkrarúm í borðstof-
una í Hólmgarðinn svo hægt væri
að annast hana sem best, þá sagði
hún: „Hvar á ég þá að spila?“ Hún
var vön að spila reglulega þar við
sín systkini og maka og gerði það
undir það síðasta. Maður fann mikið
þakklæti frá henni í veikindunum til
þeirra sem voru hjá henni og önn-
uðust hana, hún naut þess að vera
heima undir það síðasta, það var
auðvitað okkar ánægja, hún sagði
oft það væri nú ekki alveg ónýtt að
eiga svona mikið af bömum og
bamabömum, sem hún unni svo
heitt, en þau era 29 fyrir utan stjúp-
böm (sem era 10). Hún passaði
alltaf vel uppá að enginn gleymdist
á afmælum og jólum; skilja engan
útundan eins og hún sagði oft. Síðan
var hún flutt á Landspítalann um
það bil viku áður en hún lést.
Ég vil færa sérstakar þakkir frá
okkur systkinunum til Heimahlynn-
ingar Krabbameinsfélagsins, Land-
spítalans og ekki síst til hennar
Ingibjargar Sólrúnar úr Háagerð-
inu. Hún sat hjá henni alla daga og
stytti henni stundir og létti mikið
undir með henni og náðu þær mjög
vel saman og urðu miklar vinkonur
á tiltölulega stuttum tíma. Einnig
vil ég þakka öllum þeim læknum, og
þá sérstaklega Guðmundi M. Jó-
hannessyni, og hjúkranarfólki sem
önnuðust hana. Guð veri með ykkur
öllum.
Hafsteinn.
Það er margs að minnast þegar
maður kveður ömmu sína. Allar
góðu stundimar sem við áttum með
henni era margar og ógleymanleg-
ar. Það var alltaf gaman að koma til
hennar upp í Hólmgarð, alltaf var
tekið vel á móti okkur og var hún
ávallt með kræsingar á borðum.
Hún amma okkar var öllum kær og
vildi öllum vel!
Ég (Birna) minnist hennar þegar
t.d. jólin nálguðust, var undirbún-
ingurinn rosalegur. Hún hugsaði til
allra og enginn mátti gleymast, hún
sá til þess að allir fengju fínar gjaf-
ir. Ég fór með hana í Hagkaup til
þess að hjálpa henni að velja. Hún
fór aldrei út úr húsi nema vel til
höfð, ég setti oft í hana rúllur og
lagaði hana til og alltaf var hún
mjög þakklát fyrir það sem maður
gerði fyrir hana, og sýndi hún ávallt
hlýju og umhyggju. Ég var mikið
hjá henni undir það síðasta og alltaf
hugsaði hún um það að vera fín ef
einhver kæmi í heimsókn.
Ég (Berglind) man þegar ég var
yngri, þá þótti mér alltaf gaman að
koma til ömmu og fá að vera hjá
henni yfir nóttina. Hún var alltaf
svo góð og fór stundum með mér út
á leikvöllinn og við hjálpuðumst að
að tína rabarbara og rifsber úti í
garðinum hennar. Eg man þegar
hún amma byrjaði að veikjast, þá
hafði hún voðalegar áhyggjur af því
að geta ekki komið með okkur fjöl-
skyldunni í heimsókn til Bimu syst-
ur og fá að sjá nýju íbúðina hennar
og ekki mátti hún gleyma að koma
með þvottagrindina sem hún hafði
keypt handa henni í búið.
Það var okkur og henni mikil
ánægja að hún komst þó nokkram
sinnum til hennar í kaffi.
Ég (Hafþór) kom oft með pabba í
heimsókn til hennar ömmu. Mér
fannst alltaf gaman þegar hún
amma tók upp spilin sín og byrjaði
að leggja kapal, hún kenndi mér að
spila og það var alltaf gaman að fá
að spila við ömmu.
Við minnumst þess þegar við fjöl-
skyldan tilkynntum henni að við
væram að flytja til Svíþjóðar, þá
hafði hún áhyggjur af því hvenær
hún sæi okkur næst. Það leið nú
ekki langur tími þar til hún kom að
heimsækja okkur og var það yndis-
legur tími. Við ferðuðumst milrið
með henni og fóram einnig með
hana í tívolíið og fannst henni mjög
gaman að skoða fallega blómagarða.
Við gætum haldið endalaust
áfram að minnast hennai- ömmu
okkar, það era margar góðar stund-
ir sem við áttum með henni. Það er
mikill söknuður að geta ekki komið í
Hólmgarðinn að heimsækja ömmu.
Það er gott að vita að hún þjáist
ekki lengur. Hún verður alltaf hjá
okkur í huganum, guð geymir hana.
Birna, Berglind og Hafþór.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar sem lést 10. júní sl.
og er nú laus við allar kvalir og líður
vonandi vel. Komið er að kveðju-
stund. Fyrir 30 áram kynntist ég
Gillu ömmu eins og hún var alltaf
kölluð af okkur í fjölskyldunni. Ég
fór með Vigni í íyrsta skipti til
þeirra hjóna Bjama og Gillu í
Hólmgarð, ég man það eins og það
hefði gerst í gær. Ég kem upp stig-
ann, á móti mér kemur Gilla bros-
andi með nýlagt hárið, eins og hún
vildi helst alltaf vera, í fínum kjól og
tók svo vel á móti mér og Bjarni
ekki síður. Frá þeim degi höfðum
við mikið samband. Alltaf á fimmtu-
dögum komu þau í heimsókn því þá
var ekki sjónvarp í þá daga. Ég
missti móður mína ung og pabba
um það leyti sem ég kynntist þeim,
og vora þau mér eins og bestu for-
eldrar. Þegar við bjuggum á Hellu
voru þau dugleg að koma og passa
börnin svo við gætum farið í ftí. Ef
þau fóra utan var fyrsta hugsunin
að kaupa á bamabömin. Bestu
sokkar og vettlingar vora frá ömmu
Gillu sem ég held að allir í fjölskyld-
unni hafi fengið og það oft og góðu
barnateppin. Aldrei kom Gilla öðra-
vísi en með flatkökur, pönnukökur
og kæfu og góðu rifsberjasultuna.
Þegar kominn var nóvember fór
Gilla að hugsa um jólin, engum
mátti gleyma. Þó hún væri orðin
veik í haust fór hún að kaupa jóla-
gjafir, svona var hún. Ég sendi öll-
um aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur. Gilla mín, þakka þér
hjartanlega fyrir allt sem þú gerðir
íýrir okkur og bömin okkar. Guð
geymi þig um ókomna tíð. Hvíl þú í
friði.
Þín tengdadóttir,
Aðalbjörg Jónsdóttir.
Þeim fækkar óðum einstakling-
unum sem við bak okkar stóðu í
uppvextinum. Nú sjáum við á bak
Gillu, sem ávallt hefur verið okkur
nátengd. Hún og Bjami frændi og
bömin þeirra voru hluti af stórfjöl-
skyldu okkar frá fyrstu tíð. Heimili
þeirra stóð lengst af í Hólmgarði 14
og þar sá Gilla um heimili þeirra og
ól upp bömin sín. Gilla var framan
af ævi heimavinnandi húsmóðir, en
eftir að bömin uxu úr grasi fór hún
að vinna við ræstingar í grunnskól-
um Reykjavíkur.
Gilla var stórbrotin manneskja,
traust og heiðarleg. Hún var skap-
mikil og hefur eflaust þurft á því að
halda í lífinu. Okkur sýndi hún
ávallt mikla hlýju. Hún var hluti af
fjölskyldu okkar frá því við munum
eftir okkur. Fyrstu minningamar
tengjast jólaboðum og afmælisveisl-
um á heimilum Gillu og Bjama
frænda og okkar. Þau voru alltaf til
staðar. Einhvern veginn var ekki af-
mæli eða boð ef þau vantaði. Allar
veislur á þeirra heimili vora miklar
veislur, ekki skorið við nögl í veit-
ingum, þó fjölskyldan væri stór.
Minningabrotin streyma fram. Fjöl-
skylduferð sem farin var á Snæ-
fellsnes. Gilla var sko betri en eng-
inn við að bjarga hlutunum, gras-
grænu úr ljósum buxum og því að
pressa þær án straujáms. Ekki
minnumst við að hún amaðist við
hamaganginum í okkur.
Þegar við uxum úr grasi vora þau
líka alltaf með okkur, bæði í gleði og
sorg. Við útskriftir, skímir elstu
barnanna okkar og áfram í afmæl-
um og jólaboðum, sem vora nú kom-
in á okkar heimili. Eftir að Bjami
frændi féll frá, þá mætti Gilla. Hún
var alltaf jafn gjafmild og hlý í okk-
ar garð og alltaf mætti hún, sama
hvað hún var lasin. Áfram hélt hún
líka að halda utan um okkur með
því að gauka að okkur skonsum,
kæfu eða yndislegum rósum úr
garðinum sínum. Hún var gefand-
inn. Þegar lífshlaup hennar er skoð-
að er hún í raun einn af homstólp-
um þessa þjóðfélags. Hún ól upp
stóran barnahóp við aðstæður sem
okkur þættu erfiðar í dag. Þegar
hún varð fullorðin bjó hún ein í
sama húsnæði og þau höfðu búið í,
hún og Bjami frændi. Hún hélt
áfram að hugsa um fjölskylduna
sína alla með gjöfum og umhyggju.
Hún naut ekki aðstoðar nema frá
bömum sínum og fjölskyldum
þeirra. Hún sá um sig sjálf, þangað
til ekki var lengur stætt. Við
dáðumst að því þegar við komum til
hennar síðustu árin, hvað hún hugs-
aði vel um alla hluti, blómin sín inni,
bóndarósimar í garðinum og lengi
vel setti hún niður kartöflur sjálf.
Hún var dugleg við að hafa allt í lagi
í kringum sig og þrátt fyrir lasleika
var mikill kraftur í henni við það.
Þegar við missum einhvem ná-
kominn skapast tómarúm. Gilla var
svo sannarlega nákomin okkur og
við munum sakna hennar. Við þökk-
um henni alla umhyggju og hlýju
við okkur og fjölskyldur okkar frá
fyrstu tíð. Frændsystkinum okkar,
niðjum þeirra og systkinum hennar
færam við einlægar samúðarkveðj-
ur.
Sigríður, Lára og
Dýrfinna Hansdætur.
„Það var svo gaman hjá ömmu
þegar við fóram upp á háaloft.
Amma sat á skörinni og hafði plötu
yfir stigagatinu - svo ég dytti ekki
niður. Amma kenndi mér manna,
svarta Pétur og veiðimann. „Þetta
era tómir bölvaðir hundar," sagði
hún þegar hún dró léleg spil.“
Svona minningar hefur hún Rósa
mín af ömmu Gillu. Ekta amma, hlý
og góð og alltaf að gera eitthvað
fyrir mann. Ég hugsaði líka stund-
um hve lánsamur ég væri að hafa
hitt svona manneskju, sennilega
væri fátt í lífinu sem meira mætti
læra af.
„Það er eins og hver önnur guðs
mildi að ég skuli hafa átt hana Erlu,
ég veit bara ekki hvemig ég hefði
farið að án hennar," sagði Gilla við
mig nýlega. Ekki gat ég annað en
tekið undir þetta, mér fyndist það
sama eiga við um mig. „Þú hefðir nú
aldrei náð í hana hefði ég ekki eign-
ast hana fyrst,“ sagði hún þá og
brosti. „Hvar eru börnin?" Alltaf
spurði hún um börnin. „Aumingj-
amir litlu, það má ekki skamma
þau.“ „Þau geta nú verið baldin og
þá þarf að tukta þau svolítið til,“
sagði ég. „Nei, þau eru aldrei
óþekk," svaraði hún að bragði.
Gilla og Bjarni vora fólk sem
göfgandi er að hafa kynnst; greið-
vikið, heiðarlegt og réttsýnt fólk svo
af bar. Maður stóð einhvern veginn
fljótlega í skuld við þau sem manni
fannst að seint yrði borguð. Þegar
ég hugsa til baka finnst mér þau
hafa verið mér viss fyrirmynd í því
að vera manneskja.
„Ég vil enga ræðu, ekkert raus,“
sagði hún, „bara þakklæti til allra
fyrir alla hjálpina. Ég er almúga-
kona sem hef bjargað mér, haldið
mínu, komið börnunum upp og stað-
ið í skilum með allt. Ég er sátt við
alla og þakka fyrir að hafa orðið
svona gömul og eignast öll þessi
bamabörn sem snúist hafa í kring-
um mig.“
„Þegar við vorum að spila og
amma vann þá hló hún stundum al-
veg rosalega." Þetta fannst Daða
mínum skemmtilegt. „Hún sagði
líka oft að hún sæi ekki sólina fyrir
mér,“ bætti hann svo við.
Já, hvernig á amma að vera ef
ekki svona?
Jón Hrólfur.
Elsku amma mín. Nú ertu farin á
góðan stað, og skilur eftir margar
góðar minningar sem ég mun ávallt
geyma í hjarta mínu. Þú varst alltaf
svo jákvæð. Á meðan á veikindum
þínum stóð varstu svo hugrökk og
huggaðir okkur hin. Amma mín, þú
varst svo góð og blíð og umhyggju-
söm. Nú er komið stórt skarð í
hjarta mitt sem ég mun reyna að
fylla upp í með yndislegum minn-
ingum um þig. Með þessum fáu lín-
um langar mig að þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gefið mér. Þú
varst einhver sú ljúfasta og besta
amma sem ég hef átt. Alltaf svo gott
að koma til þín í Hólmgarðinn.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt og
allt, elsku amma, Guð geymi þig.
Þín,
Sigríður Dagný
Sigurbjörnsdóttir.
Látin er föðuramma mín Gíslína
Guðmundsdóttir eftir nokkuð erfitt
veikindastríð. Kemur dauðinn
manni samt alltaf í opna skjöldu.
Þegar maður lítur til baka era
margar stundir eftirminnilegar sem
tengjast ömmu Gillu eins og við
kölluðum hana oftast. Hæst standa
upp úr hin rómuðu jólaboð þar sem
öll börnin og bamabörnin komu
saman, var þá oft kátt í Hólmgarð-
inum og mikið fjör því fjölskyldan
er stór og fyrirferðarmilril. Eins er
gaman að rifja upp þegar gömlu
hjónin komu hingað austur, amma
að hjálpa til við heimilishaldið og afi
Bjarni að ríða út og sinna hestun-
um.
Amma Gilla var skapmikil kona
og er ég viss um að það hefur stund-
um verið henni erfitt á lífsgöngunni.
Amma Gilla og afi Bjami voru ein
af frumbyggjum Bústaðahverfisins.
Keyptu þau íbúð í Hólmgarði um
miðja öldina og bjuggu þar alla sína
búskapartíð eftir það. Breytingarn-
ar sem fólk, sem fætt er snemma á
öldinni, upplifði hafa verið gífurlega
miklar og gerum við yngra fólkið
okkur ekki alltaf grein fyrir því.
Fyrir ári var haldið ættarmót
uppi í Borgarfirði þar sem amma og
systkini hennar og afkomendur
komu saman og var það mjög vel
heppnað og tókst vel og er gaman
að hún skyldi geta tekið þátt í því
áður en sjúkdómurinn varð svo ill-
skeyttur eins og síðar varð.
Þótt ferðirnar í Hólmgarðinn hafi
verið strjálli nú síðustu ár var alltaf
tekið vel á móti manni og eldhús-
borðið fyllt af kökum og alls konar
góðgæti.
Amma Gilla var að mörgu leyti
sérstök kona og öllum minnisstæð
sem kynntust henni. Að leiðarlokum
vil ég þakka henni samfylgdina í
gegnum árin og bið góðan guð að
taka vel á móti henni og hann huggi
og styrki alla aðstandendur og vini
sem nú syrgja góða konu.
Eggert.
Elsku amma, um leið og við
kveðjum þig langar okkur að þakka
allar yndislegu stundirnar okkar
saman. Þú varst alltaf tilbúin að
taka á móti okkur, hvort sem við
þurftum að búa hjá þér, læra hjá
þér eða kíktum bara í heimsókn.
Minningin um þig verður alltaf í
huga okkar og barnanna okkar. Að
lokum kemur þessi vísa upp í hug-
ann sem þú varst vön að söngla fyr-
ir okkur.
Stígur hún við stokkinn
stuttan á hún sokkinn
Ijósan ber hún lokkinn
litli telpu hnokkinn.
Ástarkveðjur,
Bryndís, Davíð Helgi,
Katrín og fjölskylda.