Morgunblaðið - 19.06.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 19.06.1998, Blaðsíða 72
UNAÐARBANKINN traustur banki MeWiiid -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSÁSÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skúli Skúlason hefur fylgst með borgarstjórnarfundum í áratugi Komintern skipaði Sósíalistaflokknum fyrir Búnaðarbankinn Söluþóknun lækkuð BÚNAÐARBANKINN lýsti því yfir í gær að söluþóknun vegna viðskipta með hlutabréf á Aðallista Verðbréfa- þings Islands yrði lækkuð úr 3% í 1%, en tekin verður upp 1% kaup- þóknun. Söluþóknun vegna annaira hlutabréfa verður 1,5% • og kaup- þóknun 1,5%. Lágmarksþóknun verður 5.000 kr. Þá mun bankinn héðan í frá setja fram einnar milljónar króna kaup- og sölutiiboð á hverjum degi í 10 af 15 stærstu fyrirtækjum á Verðbréfa- þingi íslands. Með þessu vill bankinn minnka áhættu fjárfesta við kaup og sölu hlutabréfa og er vonast til að í kjölfarið birti til á íslenskum hluta- bréfamarkaði. Breskir kommúnist- ar fluttu fyrirmælin BÚLGARSKUR fræðimaður hefur fundið heimildir sem sýna að íslensk- ir sósíalistar hafí fyrir milligöngu breskra kommúnista fengið fyrir- mæh frá Georgi Dimitrov, yfírmanni Komintem, Alþjóðasambands komm- únista, um það að ekki ætti að mót> mæla herverndarsamningnum við Bandaríkin árið 1941. Einnig kemur fram að Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins, hafi leitað til Dimitrovs í Moskvu haustið 1945 um ráð vegna herstöðvabeiðni Banda- ríkjamanna og ótilgreindi’a flokks- mála. Þessar upplýsingar koma fram í fyrirlestri sem búlgai-ski sagnfræð- ingurinn Jordan Baev heldur á ráð- stefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið sem haldin verður í Reykja- vík í næstu viku. Baev hefur kannað dagbækur Dimitrovs og fundið þar tvær færslur sem varða tengsl hans við íslenska sósíalista. ■ Nýjar upplýsingar/10 --------------- Vegavinna í miðnætursól Ekki eins mikil ruddamennska BORGARFULLTRÚAR koma og fara og embættismenn borgarinnar einnig en einn er sá meðal áheyrenda á borgar- stjórnarfundum sem haldið hefur út í áratugi. Það er Skúli Skúlason sem, þrátt fyr- ir háan aldur, situr fundina trúfastlega - „þó ekki ef þeir standa fram á nótt,“ sagði hann. Skúli var mættur á fyrsta fund nýkjörinnar borgar- 3 tjórnar síðdegis í gær. „Eg ætla að hefja eitt kjörtímabil- ið enn meðan ég er rólfær." Og hvernig líst honum á nýja borgarstjórn með nýjum borgarfulltrúum? „O, jæja - það hafa nú allir eitthvað til síns máls - við sjá- um til hvernig þeim gengur. En ég átti ekki von á þessum mikla mun á R- og D-lista, hélt kannski að hann yrði um þús- und atkvæði en ekki fimm þús- und.“ Ekki vildi Skúli meina að mikið hefði breyst þau 30 til 40 ár sem hann hefur setið fundi, ekki eins mikið og í borgarlífinu frá því að hann sótti Morgunblaðið í gamla Isafoldarhúsið til að bera það Morgunblaðið/Golli SKÚLI Skúlason hefur fylgst með umræðum í borgarstjórn í áratugi en oft eru ekki margir aðrir en hann á áheyrendapöllunum. út. „Það eru ekki eins miklar en hún lendir ekki í neinum skammir og ruddamennska og stórskömmum." var eða harka. Það gustar _______________________________ stundum af borgarstjóranum ■ Borgarstjórinn krafinn/4 Urskurðað í Sigurðarmálinu í Bodo í Noregi ■ Stefnt að/20 ÞAÐ er lítið mál að vinna fram á nótt þegar sólin er á lofti nær allan sólarhringinn eins og þessa dagana. Það var a.m.k. ekki að sjá þreytu á mönnum, sem voru við vinnu í vegagerð í Varmahlíð, þrátt fyrir að komið væri að miðnætti. Skipstjóri og útgerð sýknuð af ákæru um ólöglegar veiðar Ungmennalið KR lagði ÍA ÓVÆNT úrslit urðu í 32 liða úrslit- um bikarkeppninnar í gærkvöld þegar ungmennalið KR sigraði Landssímadeildarlið IA með þrem- ur mörkum gegn einu á KR-vellin- um. KR-ingar skoruðu þrjú fyrstu mörkin, en Skagamenn náðu að minnka muninn áður en flautað var til leiksloka. ■ Bikarúrslit/C4 DÓMSTÓLL í Bodp í Noregi sýknaði í gær skip- stjórann á Sigurði VE og ísfélag Vestmannaeyja af ákæru um ólöglegar veiðar við Jan Mayen í júní á síðasta ári. Auk þess eru skipstjóranum og út- gerðinni dæmdar greiðslur vegna málskostnaðar. Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, sagði í gær niðurstöðu norska áfrýjunan-éttarins mjög gleðilega og eins og hann hefði gert ráð fyi’- ir. Hann kvaðst mjög ánægður með að Norð- menn skyldu hafa fengist til að taka þessa stefnu í málinu, því það væri búið að vera nógu erfitt og leiðinlegt til þessa. Önnur niðurstaða en sú sem nú er fengin hefði ekki verið á rökum reist. „Maður getur farið að taka gleði sína aftur,“ sagði hann. Sigurðarmálið svokallaða hófst árla morguns 6. júní á síðasta ári, þegar norskir strandgæslu- menn fóru um borð í Sigurð VE úti á rúmsjó og í kjölfarið fylgdu ásakanir um lögbrot. Skipið var síðan dregið til hafnar í Bodo, þar sem rétt- að var yfir útgerðinni og skipstjóranum. Norð- menn báru skipstjóranum á brýn að hafa í þrí- gang vanrækt að senda lögboðnar tilkynningar um ferðir skipsins inn og út úr norskri land- helgi. Síðan bættu Norðmenn við ásakanirnar en frá upphafi andmæltu útgerð og skipstjóri Sigurðar kröftuglega, sem og íslensk stjórn- völd. Útgerð og skipstjóri Sigurðar voru dæmd til að greiða háar sektir auk málskostnaðar en út- gerðin áfrýjaði og nú er niðurstaðan sem fyrr segir önnur. Norskir fjölmiðlar fáorðir Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði niður- stöðu áfrýjunardómsins í máli Sigurðar VE vera skynsamlega en niðurstaða svokallaðs „heima- dóms“ í fyrra hefði verið ákaflega undarleg þegar dæmt var gegn öllum líkum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kvaðst einnig mjög ánægður með niðurstöðu málsins og sagði hana vekja til- trú á norsku réttarkerfi. Litil viðbrögð var að hafa við málinu í Noregi í gær og nær ekkert var fjallað um það í norskum fjölmiðlum. Forsendur dómsins verða birtar í dag. ■ Lítil viðbrögð/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.