Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 23

Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 23 Sumar- tónleikar Dómkirkj- unnar ORGELTÓNLEIKAR verða í dag, miðvikudag 1. júlí, kl. 11.30 í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Marteinn H. Friðriksson leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Bra- hms og Hjálmar H. Ragnarsson. Að- gangur er ókeypis. Bænastund verður að lokn- um tónleikum kl. 12.10. Hljómstefna ‘98 Á SEYÐISFIRÐI verður haldin Hljómstefna helgina 3. og 4. júlí. Um 40 manns munu taka þátt í henni. Tónlistarmennirnir María Gaskell, Muff Worden og Ein- ar Bragi Bragason munu vinna með tónlistarfólkinu í hópum (djass/popp, þjóðlaga og klassík) og einnig munu þátttakendur koma með eigið efni og leika fyrir gesti. í kynningu segir: „Við- brögðin hafa verið mjög já- kvæð og kallað fram ólíkleg- ustu viðbrögð hjá tónlistar- mönnum vítt og breitt um landið. Þátttakendur hafí ver- ið lengi að taka við sér að þessu sinni, enda fyrirbærið nýtt af nálinni. Þá er það von okkar skipuleggjendanna að Hljómstefnan eigi eftir að festast í sessi og verða árlegur viðburður hér á Seyðisfirði." Ljósmyndir og kalda stríðið LJÓSMYNDASÝNING verð- ur opnuð á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Borgartúni 1, miðvikudaginn 1. júlí. í kynningu segir: „Hugsun- in að baki þessarar sýningar er að bregða ljósi á hlutverk ljósmynda í sköpun og við- haldi þeirrar hugmynda sem taldar eru einkenna hið svo- kallaða kalda stríð. Ljósmynd- in gegndi þar mikilvægu hlut- verki; ljósmyndatæknin var hluti af því tæknilega kapp- hlaupi sem einkenndi tímabilið og njósnamyndir úr höfuð- vígjum andstæðinganna voru eftirsóknarverðar. Á þessum tíma var upplýs- inga- og áróðursgildi ljós- myndarinnar ótvírætt hamp- að, en á sama tíma voru ljós- myndir andstæðinganna harð- lega gagnrýndar sem tilbún- ingur er lítt væri mark á tak- andi. Kannski að þetta sé ein stærsta þversögnin í mynda- notkun á tímabilinu. Ljós- myndir gegndu einnig því hlutverki að skilgreina þá hug- myndafræði sem stórveldin stóðu fyrir, meðal annars með því að birta myndir af útópísk- um draumum kenningasmið- anna. Það er einnig ætlunin með þessari sýningu að vekja upp spurningar er tengjast þessu tímabili..“ Sýningin er opin milli kl. 12 og 15.30 og aðgangur ókeypis. Sýningunni lýkur 31. ágúst 1998. Sumri heils- að í Skálholti Sumartónleikar í Skálholtskirkju verða á laugardaginn, 24. árið í röð, og verður að venju margt í boði á þessari elstu tónlistar- ---------------------;--------- hátíð landsins. Orlygur Steinn Sigurjóns- son kynnti sér dagskrá sumarsins. BAROKK, frumflutningur íslenskra verka, fyrirlestrar og trúarleg tónverk verða á Sumartónleikum í Skálholtskirkju. Elín Gunnlaugsdóttir Bára Grímsdóttir staðartónskáld. staðartónskáld. SUMARTÓNLEIKAR í Skálholti hefjast næstkomandi laugardag kl. 14.30 með ávarpi sr. Sigurðar Sig- urðarsonar vígslubiskups, en á dag- skránni í sumar verða flutt barokkverk, ný íslensk verk og trú- arleg verk auk fyrirlestra. Alls verða fímm tónleikahelgar í sumar og hafa tónlistarmenn ásamt stað- artónskáldunum Elínu Gunnlaugs- dóttur og Báru Grímsdóttur komið sér fyrir í Skálholti og munu dvelja þar til 9. ágústs. Ný íslensk verk Frumflutningur íslenskra tón- verka hefur jafnan verið aðall Sumartónleika en þau verk sem frumflutt verða íyrsta tónleikadag- inn, laugardaginn 4. júlí, eru tón- verk staðartónskáldanna áður- nefndu, er byggjast á fornum kvæð- um og texta eftir síra Ólaf Jónsson á Söndum og Brynjólf biskup Sveinsson. Frumflutningur á verk- inu Lofsöngur Maríu eftir Elínu Gunnlaugsdóttur fer fram á síðdeg- istónleikum, sem hefjast kl. 17, í flutningi sönghópsins Hljómeykis sem einnig flytur ný söng- og ein- leiksverk eftir Elínu. Laugardaginn 11. júlí verður Prédikun á vatni eftir Hafliða Hallgrímsson frumflutt auk verka hans fyrir strengi og orgel. Sunnudaginn 12. júlí verður flutt stólvers úr fornu íslensku söng- handriti í nýrri útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar. „Það hefur verið hefð fyrir því í nokkuð mörg ár að fá íslensk tón- skáld til að semja tón- verk sérstaklega fyrir Sumartónleika," segir Sigurlaug I. Lövdahl, framkvæmdastj óri Sumartónleika. „Með því ýtum við líka undir nýsköpun á íslenskum tónverkum. Einnig er- um við stolt af þeim góðu gestum sem sækja okkur heim, en það er fyrst hinn heimsfrægi Andrew Manze fiðluleikari, sem leikur á Gagliano-fiðlu frá 1782. Jaap Schröder kemur að venju frá Hollandi og mun leiða Bachsveitina og leika ein- leik og ennfremur mun Khali-kvar- tettinn leika verk fyrir strengi eftir rússneska tónskáldið Sófiu Gubai- dulinu, sem mun taka við Sonning- verðlaununum á næsta ári. Söng- hópurinn The Clerks’ Group kemur þá frá Englandi og flytur enska endurreisnartónlist.“ Fyrirlestrar í Skálholtsskóla Fyrsta erindið sem flutt verður á Sumartónleikum nefnist Draumur Brynjólfs biskups, en það flytur Sigurður Pétursson cand mag. laug- ardaginn 4. júlí strax að loknu ávarpi sr. Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups. Laugardaginn 11. júlí kl. 14 flytur sr. Guðmundur Óli Ólafsson, fyrrverandi sóknarprest- ur og prófastur í Skálholti, erindi sem fjallar um skip Guðs og fiski- vötn. Laugardaginn 25. júlí kl. 14 flytur Ámi Heimir Ingólfsson, dokt- orsnemi í tónvísindum við Harvard- háskóla, fyrirlestur um tvísöng í ís- lenskum sönghandritum eftir siða- skipti. Laugardaginn 1. ágúst kl. 14 er komið að Edward Wickham, stjórnanda sönghópsins The Clerks’ Group. Hann mun fjalla um enska sönglist endurreisnartímans. Viku síðar eða 8. ágúst kemur- Kári Bjamason handritasérfræðingur og fjallar um rannsóknir á vegum Col- legium Musicum á íslenskum söng- arfi. Það verður síðasta erindið að þessu sinni og hefst kl. 14. Barokk- og trúarverk Þriðju tónleikahelgina sem hefst laugardaginn 25. júlí kl. 15, að loknu erindi Áma Heimis, verða flutt trú- arleg einsöngs- og orgelverk eftir Hildegaard von Bingen, Samuel Scheidt, Johannes Koch, Snorra Sig- fús Birgisson og fleiri. Kl. 17 sama dag verða leikin verk fyrir einleiks- fiðlu eftir Westhoff, Biber og Bach. Sunnudaginn 26. júlí verður flutt úr- val úr dagskrá laugardagsins. Fjórðu tónleikahelgina, sem hefst laugardaginn 1. ágúst kl. 15, verða flutt trúarleg söngverk frá blóma- tíma endurreisnar í Englandi af The Clerks’ Group. Sunnudaginn 2. ágúst kl. 16.40 verður leikin sónata íýrir barokkfiðlu og sembal nr. IV eftir Bach og kl. 17 verður flutt úrval efn- isskrár laugardagsins. Mánudaginn 3. ágúst verða síðan leiknar þrjár sónötur fyrir barokkfiðlu og sembal eftir Bach, nr. IV, V og VI. Laugar- daginn 8. ágúst kl. 15 verða flutt barokkverk eftir Th. Ame, C. Hocquart, Telemann og J.H. Rom- an. Kl. 17 sama dag kemur Bachsveitin með einleikskonserta og kammerverk frá Ítalíu eftir Scarlatti, Albinoni, Locatelli og Vi- valdi. Sumarhátíð í Skálholti lýkur sunnudaginn 9. ágúst með úrvali efn- isskrár laugardagsins. Aðgangur er ókeypis og barnagæsla er í skólan- um. Nánar verður fjallað um helgar- dagskrá Sumartónleika á síðum Les- bókar Morgunblaðsins í sumar. „Píanótónlist 20. aldar“ fáan- leg hér á landi strax í ágúst Morgunblaðið/Amaldur MIKIÐ úrval klassískrar tónlistar á geisladiskum er í boði hér á landi auk þess sem talsvert er um sérpantanir verslana til útgáfufyrii'tækja erlendis. FYRSTU geisladiskarnir í heildar- útgáfu Philips á píanótónlist tuttug- ustu aldarinnar í flutningi allra helstu píanóleikara aldarinnar og ýmissra virtustu píanóleikara sam- tímans koma á markaðinn í ágúst- mánuði nk. Mun þetta verða stærsta heildarútgáfa plötusögunn- ar, samtals 200 geisladiskar og 250 klukkustundir í flutningi, sem gefn- ir verða út í 100 tveggja diska ein- ingum fram til aldamóta. Umboðs- fýrirtæki Philips útgáfunnar hér á landi er Skífan og að sögn Helga Jónssonar, deildarstjóra klassískrar tónlistardeildar verslunarinnar, verða þessir geisladiskar í boði í verslunum Skífunnar jafnóðum og þeir koma út. í píanótónlistarsafninu verður m.a. hægt að hlýða á verk í flutningi Ignaey Jan Paderewski, Vladimir Horowitz, Arthur Rubinstein, Svjatoslav Richter, Mörtu Argerich og Glenn Gould en upptökur þessar munu vera í eigu hvorki meira né minna en 25 útgáfufyrirtækja. Hug- myndasmiðurinn að baki verkefninu er Tom Deacon hjá Philips-útgáf- unni í Hollandi og leitaði hann til hins þekkta píanóleikara Alfreds Brendels með val á listamönnum. „Eg get fullyrt það að við verðum komin með þessa geisladiska í verslanir okkar um leið og þeir koma út,“ segir Helgi hjá Skífunni. Hann segist bera sig eftir því að bjóða allar nýjustu útgáfur umboðs- fyrh-tækjanna erlendis, eins og Philips, Decca og Deutsche Grammaphone, jafnharðan og þær koma út auk þess að vera með gott úrval eldri útgáfa. Líkt og með heildarútgáfu á verkum Mozarts á 180 geisladiskum, sem fram til þessa hefur verið sú stærsta í heim- inum, og heildarútgáfu verka Beet- hovens á 87 geisladiskum sem Skíf- an hefur flutt til landsins þá verður hægt að fá þetta safn bæði í stökum einingum sem og heildarsafnið. „Fram til þessa höfum við selt mik- ið af smærri settum þessara stóru heildarsafna en ég leyfi mér að ef- ast um að það eigi eftir að vera mik- il sala á safninu í heild sinni,“ segir Helgi. Sérpantanir erlendis frá Varðandi sérpantanir á útgáfum klassískrar tónlistar segir Helgi alltaf eitthvað um slíkt og að Skífan bjóði upp á slíka þjónustu án þess að viðskiptavinir þurfi að bera kostnað af því aukalega ef um eitt- hvert af umboðsfyrirtækjum Skíf- unnar er að ræða. Slíkt taki frá 10 dögum og upp í 2 vikur að afgreiða að því tilskildu að geisladiskm-inn liggi fyrir á lagerum útgáfanna er- lendis. Hjá hljómplötuverslun Japis feng- ust þau svör að auðvelt væri fyrir unnendur klassískrar tónlistar að panta sérstaklega ákveðnar útgáfur geisladiska erlendis frá í gegnum verslunina og tæki slíkt að jafnaði um 10 daga. Mozart safnið hafi versl- unin ekki haft í almennri sölu í heild sinni en alltaf einhverja hluta, s.s. strengjakvartetta, fiðlu- og píanóv- erk, og líklegt að sami háttur verði hafður á um heildarútgáfu Philips á píanótónlist þessarar aldar. Tólf tónar nefnist ný hljómplötu- verslun sem sérhæfir sig í innflutn- ingi á klassískri tónlist á geisladisk- um. Annar eigandi verslunarinnar, Lárus Jóhannesson, segir að þar verði vel fylgst með þessari stærstu heildarútgáfu á píanótónlist til þessa og yrði safnið í boði í verslun- inni. Hjá Tólf tónum er að fmna gagnabanka með fleiri hundruð þúsund titlum klassískra tónlistar á geisladiskum og segir Lárus tals- vert um að til þeirra leiti fólk, ekkd síst safnarar, með sérpantanir. „Yfirleitt tekst okkur að finna flest og tekur það okkur um 2-3 vikur að afgreiða hverja pöntun, 10 daga ef við erum heppnir."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.