Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 32

Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hvað kostar leiklistin? _ Það erþví reginmisskilningur að kægt sé að halda úti sama stigi atvinnuleik- listar í landinu fyrir minni peninga en nú er gert, eða það sem væri enn fá- ránlegra; að stilla dæminu upþ á þann hátt að setja mœtti upp fleiri sýn- ingar fyrir peningana. S Ivetur kom út skýrsla á veg- um menntamálaráðuneytis- ins um samkeppnisstöðu frjálsra leikhópa gagnvart opinberu leikhúsunum. Skýrslan staðfestir það sem vitað var að leikhópamir hafa minni fjármuni á milli handa en opinberu leikhúsin. Tilefni skýrslugerðar- innar var að Alþingi samþykkti beiðni þessa efnis til ráðuneytisins. Til verksins var fenginn Magnús Ámi Skúlason hagfræðingur og framkvæmdastjóri íslenska dans- flokksins. Meðal þess sem skýrsluhöfundi var falið að svara var hver væru sundurliðuð VIDHORF Eftir Hávar Sigurjónsson fjárframlög ríkis og sveitarfélaga tímabilið 1995-1997 til leikhúsa og leik- hópa. Hver fengi hvað og frá hverjum? Auðvelt er að sjá hver framlög ríkisins eru, þau eru sund- frliðuð og nafngreind í fjárlögum og/eða áætlunum ráðuneytis en þegar reynt er að ráða í fjárveit> ingar sveitarfélaganna til lista og menningar vandast málið. Að Reykjavikurborg undanskilinni er tæpast nokkur vegur að finna áreiðanlegar tölur frá sveitarfélög- unum og Magnús Ami bendir reyndar á í skýrslu sinni að með nútíma upplýsingatækni ætti að vera hægur vandinn að gera töl- umar aðgengflegar og skýrar. í skýrslunni er fundin niðurstöðu- tala um opinberan stuðning við leiklist og reynist hún vera um 660 milljónir samanlagt frá rfld og sveitarfélögum. Helmingur þessar- ar fjárhæðar er framlag rfldsins til Þjóðleikhússins, u.þ.b. 330 milljón- ir, Leikfélag Reykjavíkur fær tæp- an fjórðung með firamlagi Reykja- víkurborgar, (160 milijónir), Is- lenska óperan fær um 54 mifljónir frá ríkinu og Leikfélag Akureyrar rúman helming þeirrar upphæðar frá ríkinu, 23 milljónir. Þess ber að gæta að rfldð styrkir ekki LR nema með málamyndaframlagi en hefur í staðinn séð um íslensku ópemna samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið gerði við Reykjavíkurborg fyrir fáeinum árum. Þar tók ráðuneytið að sér íslensku óperuna en Iieykjavíkur- borg Leikfélag Reykjavíkur. Leik- félagsfólk var mjög ósátt við þessa niðurstöðu og taldi það hneisu að með einu pennastriki væri lagður af nær aldarlangur stuðningur rík- isins við eina elstu menningar- stofnun landsins. Um Leikfélag Akureyrar er í gildi þríhliða samningur milli ríkis, Akureyrarbæjar og LA og slaga samanlagðar fjárveitingar til þess hátt í íslensku ópei'una þegar allt er lagt saman. Til allra sjálfstæðu leikhópanna og leikhúsanna renna um 36-40 milljónir frá opinberum aðflum. Tuttugu og sex eru frá ríkinu, þar af 16 mifljónfr frá menntamála- ráðuneytinu í formi styrkja (Leik- listarráð) og 10 milljónir frá Lista- sjóði (starfslaunasjóði listamanna) í formi starfslauna. Til viðbótar leggur Reykjavíkurborg fram 5 milljónir og Hafnarfjarðarbær hef- ur styrkt Hafnarfjarðarleikhúsið með 4 milljónum árlega. Önnur sveitarfélög leggja lítið af mörkum en þó er ástæðulaust að afskrifa þau með öllu. Þá er einnig Ijóst að atvinnuleikhópamir sækja nokkurn stuðning til atvinnufyrir- tækja en hversu mikinn er ógjöm- ingur að segja til um. Þannig hafa atvinnuleikhópamfr varlega áætl- að allt að 45-50 milljónir til ráð- stöfunar árlega og fyrir þær setja þeir og sjálfstæðu atvinnuleikhúsin ái'lega upp með einum eða öðmm hætti um 30 leiksýningar. Með ein- faldri deilingu er þetta um ein og hálf milljón á hverja sýningu og þykir víst engum mikið. Sams konar deiling leiðir í ljós að Þjóðleikhúsið hefur um 27 millj- ónir til ráðstöfunar pr. sýningu (12 verkefni), Leikfélag Reykjavíkur um 20 milljónir (8 verkefni), Is- lenska óperan 18-27 milljónir (2-3 verkefni), Leikfélag Akureyrar 10-15 milljónir (3-5 verkefni). Auðvitað er hroðalega ósanngjamt að stilla dæminu upp svona en þetta er þó það sem máhð snýst um á endanum, hversu miklir pen- ingar era til ráðstöfunar við upp- setningu leiksýninga. Vissulega er munur á því hvort hópur ungra leikara kemur saman og æfir leik- rit án nokkurra málalenginga eða hvort lagt er upp með viðamikla sýningu í Þjóðleikhúsinu. Segja má að kostnaður Þjóðleikhússins sé raunhæfur, þar er vafalaust reynt að gæta aðhalds á sem flestum sviðum, en að sjálfsögðu er fylgt umsömdum kjarasamningum og fólki greitt fyrir vinnu sína. Vinnu- launin eru sá póstur sem atvinnu- leikhópamir skera fyrst niður, listamennimfr gefa vinnu sína því peningamir sem handbærir eru fara allir til að greiða útlagðan kostnað. Framlag listamannanna sjálfra í gefnum vinnulaunum nemur tugmilljónum sé litið tfl síð- ustu tíu ára eða svo. Það er því reginmisskilningur að hægt sé að halda úti sama stigi atvinnuleiklist- ar í landinu fyrir minni peninga en nú er gert, eða það sem væri enn fáránlegra; að stilla dæminu upp á þann hátt að setja mætti upp fieiri sýningar fyrir peningana. Mun fremur væri hægt að segja að hið blómlega leikhúslíf utan opinberu leikhúsanna blómstri þrátt fyrir allt og aukinn stuðningur virkai' á þann hátt að hópunum fjölgar svo ekki verður meira til ráðstöfunar en áður fyrir hvem og einn. Ástæðan er einfaldlega sú að með auknum stuðningi eykst fólki bjartsýni og þor. Fyrir einum 8 árum skiluðu full- trúar leikhópanna til menntamála- ráðuneytisins styrkjum sem þeim hafði verið úthlutað, með þeim rökstuðningi að lágmarkskostnað- ur við eina litla leiksýningu væri ekki undir 3 milljónum. Ekki hefur orðið ódýrara að setja upp leiksýn- ingar síðan nema síður sé, en þessi uppreisnarhvöt sem þama gerði vart við sig var rækilega kæfð í fæðingu. Aldrei hefur leikhópi ver- ið úthlutað meira en 3 milljónum til einstaks verkefnis síðan, enda virðist beinlínis gert ráð fyifr að leikhópamir leiti einnig annarra leiða til fjármögnunar. Fyrirtæki virðast einnig sjá sér aukinn hag í því að styrkja starf leikhópanna og einstök fyrirtæki hafa jafnvel gengið svo langt að fjármagna ein- stakar sýningar að talsverðum hluta ef efni þeirra fellur að stefnu fyrirtækisins. Tryggingafélögin hafa t.d. styrkt sýningar sem fjalla um umferðaimál eða vímuefna- neyslu og vafalaust mætti finna fleii'i fleti á slíku. Drífa Snædal Svanhildur Kaaber Tryggvi Friðjónsson Ögmundur Jónasson Yinstri stefna EINS og fram kom í fjölmiðlum á sínum tíma var stjórnmálafélagið Stefna - félag vinstrimanna stofn- að um miðjan maímánuð. Enda þótt félagið hafi lítið verið kynnt enn sem komið er hefur fjöldi fólks engu að síður þegar látið skrá sig í það og enn fleiri hafa óskað eftir upplýsingum. Þeir sem að félaginu standa eru staðráðnir í að rasa ekki um ráð fram, vinna alla undirbúningsvinnu vel, enda ekki í ráði að tjalda til einnar næt- ur. En hvers vegna Stefna? Fæstir deila um það að tíðarandinn í þjóð- félaginu einkennist mjög af póli- tískum doða. Markaðshyggja hefur náð að grafa um sig í stjórnmálalífi þjóðarinnar og á öll gagnrýnin hugsun erfitt uppdráttar nú um stundir. A félagshyggjuvæng stjómmálanna er stofnanahyggja ráðandi og telja margir allra meina bót ef tekst að ná meirihlutafylgi og er engu líkara en menn séu reiðubúnir að fórna hugsjónum sín- um og baráttumarkmiðum til að ná völdum. Þessarar þróunar gætir nú víða um lönd. Reyndar er það svo að félags- hyggjuflokkar svonefndir á Vest- urlöndum hafa færst mjög til hægri á liðnum árum og nægir þar að nefna Verkamannaflokkinn breska sem siglir hraðbyri upp að bandarískum demókrötum sem seint verða kenndir við jöfnuð og vinstrisinnaða félagshyggju. Einnig má nefna jafnaðarmanna- flokka Norðurlanda sem fylgja mun hægrisinnaðri stefnu en þeir gerðu fyrir aðeins áratug eða svo. Þessarar viðhorfsbreytingar verð- ur einnig rækilega vart hér á landi, eins og dæmin sanna varðandi af- stöðu til markaðshyggju og fjár- málavalds, samfélagsþjónustunnar, kjarasamninga og verkalýðshreyf- ingar. I Bretlandi er gengið svo langt að staðhæfa að hinn „nútíma- væddi“ Verkamannaflokkur Tonys Blairs, sem hann sjálfur jafnan skírskotar til sem Nýja Verka- mannaflokksins, hafi í raun tekið frjálshyggjuna upp á sína arma og framfylgi hægristefnu á ýmsum sviðum sem jafnvel eindregnustu frjálshyggjumenn hefðu ekki látið sig dreyma um. Á sama hátt setti margan félagshyggjumanninn hljóðan þegar R-listinn í Reykjavík fékk sérstök viðurkenningarorð frá Viðskiptablaðinu fyrir árangur í einkavæðingu og ekki ráku menn síður upp stór augu þegar félags- legt íbúðarhúsnæði í borginni var gert að hlutafélagi og húsaleigan keyrð upp úr öllu valdi. Þannig Innan félagsins er það ríkjandi viðhorf að stuðla að samstarfi á félagshyggjuvæng stjórnmálanna, segja Drífa Snædal, Svanhiidur Kaaber, Tryggvi Friðjónsson og Ogmundur Jónas- son. Þau telja hins veg- ar ekki sama hvernig að því samstarfi er staðið. mætti áfram telja, að ekki sé minnst á afrek Alþýðuflokksins á sviði heilbrigðismála og í skatta- og efnahagsmálum á síðasta kjörtíma- bil - á sama tíma og hann tók upp heitið Jafnaðarmannaflokkur ís- lands. Framsóknarflokkurinn bæt- ir nú gráu ofan á svart í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Stefna verður til Við erum þeirrar skoðunar að allir þeir sem vilja kenna sig við fé- lagshyggju eigi að starfa saman þrátt fyrir mismunandi áherslur, skoðanir á einstökum málaflokkum og pólitíska fortíð. Hins vegar telj- um við forsendu fyrir því að slíkt samstarf skili árangri fyrir al- mennt launafólk og lýðræðið í land- inu að til staðar sé kröftug stjórn- málaumræða sem beinist að því að veita aðhald frá vinstri. Þess vegna varð Stefna til. Stefna er félag vinstrimanna sem grundvallast m.a. á þeim meg- inmarkmiðum að efla samfélagsvit- und og treysta samfélagsþjónust- una, reka framsækna umhverfis- stefnu og tryggja að auðlindir lands og sjávar verði sameign þjóð- arinnar. I greinargerð með stofnskrá fé- lagsins segir: „Á undanförnum ár- um hefur samfélagsþjónustan verið skert ár frá ári og leynt og ljóst grafið undan þeim meginmarkmið- um sem hingað til hafa verið hom- steinar samfélagsins. Áhersla hef- ur verið aukin á einkavæðingu og markaðsvæðingu, áhrif fjármagns og peningaafla. Þannig hefur fjár- magn verið flutt frá fólki til fyrir- tækja. Þannig hefur völdum verið safnað á fárra manna hendur og þaggað niður í þeim sem hafa leyft sér að gera athugasemdir eða efast um ágæti slíkra vinnubragða. Þannig hefur verið gi-afið undan samningsrétti stéttarfélaga og launagreiðslur gerðar að leyndar- máli. Þessar áherslur eru sagðar gera samfélagið nútímalegi'a og að það sé íhaldssamt og gamaldags að tala fyrir öðrum gildum. Ef félagsleg umbótaöfl spyrna ekki við fótum og hefja gagnsókn hið bráðasta er sýnt að stjórnmála- þróun hér á landi mun sveigjast til hægri með tilheyrandi áhrifum peninga- og markaðsafla.“ Pólitískt átaksverkefni Stefna er þannig hugsuð sem eins konar pólitískt átaksverkefni til að stuðla að samfélagslega ábyrgri stefnu, ekki síður þegar flokkar sem kenna sig við félags- hyggju og afla sér fylgis i nafni hennar fara með völdin en hinir sem standa til hægri og hafa sér það eitt til ágætis að reyna ekki að villa á sér heimildir. Innan félagsins er það ríkjandi viðhorf að stuðla að samstarfi á fé- lagshyggjuvæng stjórnmálanna. Við teljum hins vegar ekki sama hvernig að því samstarfí er staðið. Tvennt viljum við að hér sé haft að leiðarljósi: I fyrsta lagi að efla vinstriviðhorf og stuðla að kraft- mikilli og gagnrýninni stjórnmála- umræðu og í öðru lagi, og með hlið- sjón af hinu fyrra, viljum við leita skynsamlegra leiða og þeirra sem líklegastar eru til að færa félags- hyggjumönnum meirihluta í stjóm landsmála. Við teljum lausbeislað bandalag vel til þessa fallið - þar sem einstökum flokkum og fylking- um gefst kostur á að treysta fylgi sitt og kjósendum að sama skapi að hafa áhrif á styrkleikahlutfóll inn- an væntanlegrar ríkisstjórnar. Það eitt á að vera tryggt fyrir kosning- ar að viðkomandi flokkar ætli að starfa saman á grundvelli megin- sjónarmiða sem hafi verið fastmæl- um bundin. Sé hins vegar allt nið- urnjörvað fyrir kosningar er eitt deginum ljósara, baráttan verður máttlaus og sneydd pólitískri hug- sjón. Og hvort skyldi vera líklegi'a til árangurs, að einblína á samstarf Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista eins og nú er gert eða bjóða Framsókn, eða þeim flokkum öðrum sem vilja hafa það á stefnu- skrá sinni að rækta félagslega þætti, til samstarfs? Eðlilegt væri að sá flokkur sem mest fylgi fengi í kosningum af þessum væng stjórn- málanna hefði verkstjórnina á hendi. Við viljum með öðrum orðum tryggja framgang vinstristefnu og tryggja félagshyggjufólki meiri- hlutavald í landsstjórninni. í sam- ræmi við þetta segir í niðurlagi stofnplaggs Stefnu sem áður er vitnað til: - í stjórnmálum þurfa mismun- andi skoðanahópar að hafa svig- rúm til að vinna málstað sínum fyigi- - Þegar efnt er til samvinnu eiga málamiðlanir að vera skýrar og sýnilegar... og í framhaldinu segir: „Við viljum kraftmikla og lýðræðislega stjórnmálabaráttu sem grundvallast á virðingu fyrir mismunandi skoðunum.“ Höfundar eru félagar í stýrihópi sem nefnir sig Stefnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.