Morgunblaðið - 15.07.1998, Side 1

Morgunblaðið - 15.07.1998, Side 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA FRJALSIÞROTTIR Scala til Madrid ÍTALSKI þjálfarinn Nevio Scala, sem var í herbúðum Dortmund í Þýskalandi sl. keppnistímabil, verður næsti þjálfari Real Madrid. Hann mun skrifa undii’ tveggja ára samning við liðið á morgun í Madrid. Scala sagði í viðtali við blað í Þýskalandi um helgina að hann legði mikla áherslu á að Davor Suker, markakóngur HM, verði áfram hjá liðinu - í byrjunarliði. Suker fékk fá tækifæri hjá Real sl. keppnistímabil. Scala fundaði með Lorenzo Sanz, forseta Real, í gærmorgun. Scala tekur við starfi Jose Antonuo Camacho, sem var aðeins 22 daga í starfi. Camacho sagði starfi sínu lausu, þegar hann fékk ekki að ráða hver yrði aðstoðarmaður hans. JWírripmMaMíb 1998 MIOVIKUDAGUR 15. JULI BLAÐ „Njósnarar" á leið til íslands MÖRG félagslið í Evrópu eru farin að víkka sjóndeildarhringinn og fylgjast í ríkari mæli með ungum knattspyrnumönnum langt frá sín- um heimahögum. Norðurlandamót drengja fer fram á Akureyri og nágrenni 4. til 8. ágúst með þátttöku íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Finn- iands, Noregs, Færeyja, Englands og Irlands. Nú þegar hafa fjögur erlend lið tilkynnt komu manna frá sér á mótið til að fylgjast með. Það eru PSV Eindhoven, Bayern MUnchen, Malmö FF og Wilmbledon, þá er vitað að menn frá Li- verpool og Arsenal hafa lagt Ieið sína á Norður- landamótið undanfarin ár. Liðin sem taka þátt í mótinu eru skipuð leik- möimum 16 ára og yngri. Þess má geta til gamans að þegar mótið fór fram í Vejle í Danmörku 1994 var t.d. Michael Owen í enska landsliðinu, en hann var heldur betur í sviðsljósinu á HM í Frakklandi. Sænsk lið hafa sýnt ungum leikmönnum frá Islandi áhuga á undanförnum árum og hafa boðið leikmönnum héðan að dvelja í æfingabúð- um með jafnöldrum sínum. Fjórir leikmemi drengja- landsliðsins voru t.d. hjá Mal- mö FF í vikutíma á dögunum, en þrír voru hjá liðinu í fyrra. Gústaf Björnsson, starfs- maður Knattspyrausambands íslands, sein sér um skipu- lagningu á NM, segir að um 300 manns komi til landsins í sambandi við mótið. Reuters GLAÐBEITTUR heimsmethafi, Hicham El Guerrouj, var fús til þess að setjast við hlið Ijósaskiltisins sem sýnir fyrsta heimsmet „eyðimerkurprinsins“ frá Marokkó. Leikið gegn Lettum fýrir EM-leik gegn Frökkum Heimsmet „eyðimerk- urprinsins“ HICHAM E1 Guen-ouj, 23 ára gam- all Marokkóbúi, setti sitt íyrsta heimsmet er hann hljóp 1.500 m á 3.26,00 mínútum á „Gullmóti" AI- þjóða frjálsíþróttasambandsins í Róm í gær. Bætti hann þriggja ára gamalt met Alsírbúans Noureddines Morcelis um 1,3 sekúndur. „Heims- metið tileinka ég Hassan, konungi þjóðar minnar," sagði Guerrouj eftir að hann hafði beðið í 20 mínútur eftir að metið yrði staðfest en bilun kom upp í hluta tímatækjanna á vellinum. Fyrir heimsmetið fær E1 Guerrouj hálfa fjórðu milljón króna í auka- greiðslu auk einnar milljónar fyrir sigurinn. Af öðrum helstu úrslitum má geta þess að Marion Jones frá Bandaríkj- unum sigraði með yfirburðum í tveimur greinum, 100 m hlaupi og langstökki og landi hennar Michael Johnson fékk uppreisn æru í 400 m hlaupi eftir óvænt tap á fyrsta „Gull- mótinu" i Osló í liðinni viku. Fyrsti leikur nýkrýndra heims- meistara Frakka verður í und- ankeppni Evrópumóts landsliða á móti Islendingum á Laugardals- velli 6. september. Þetta verður í fyrsta sinn sem ríkjandi heims- meistarar í knattspymu leika á ís- landi. „Þetta verður sannkölluð veisla fyrir okkur íslendinga,“ sagði Guðjón Þórðarson landsliðs- þjálfari aðspurður um leikinn gegn Frökkum. íslenska landslið- ið hitar upp fyrir leikinn gegn Frökkum er það mætir Lettlandi í vináttuleik á Laugardalsvelli 19. ágúst. Guðjón sagðist hafa fylgst með Frökkum með öðru auganu und- anfarin ár. „Ég vildi veg þeirra sem mestan, sérstaklega vegna þess að þeir eru með okkur í riðli í undankeppni EM. Ég fagna sigri þeirra á HM. Það er gott fyrir evr- ópska knattspyrnu að Frakkar eru heimsmeistarar.“ „Þeir sýndu það í keppninni að þeir leika mjög agað en um leið með ákveðið frelsi sem er ríkjandi í leik þeirra. Það segir allt um styrk þeirra að skora 15 mörk og fá aðeins á sig tvö í allri úrslita- keppninn,“ sagði Guðjón. Hann sagði það auðvitað gaman að fá heimsmeistarana í fyrsta leik í EM. „Það er ljóst að fleiri fylgj- ast með gengi heimsmeistarana hvar svo sem þeir spila, ekki bara í Frakklandi heldur um heim allan. ísland verður miðdepillinn þegar Evrópukeppnin hefst og athyglin mun vera þar sem Frakkar leika - á Laugardalsvelli." Um möguleika íslenska landsliðs- ins gegn heimsmeisturunum sagði Guðjón: „Það væri slæmt ef ég héldi að við gætum ekki strítt þeim eitt- hvað. Við höfum séð það á HM að það er ýmislegt hægt í knattspymu. Frakkar sönnuðu það á HM því þeir voru ekki fyrirfram taldir sigur- stranglegastir. En það eru að sjálf- sögðu ekki miklar sigurlíkur okkar meginn en þó alltaf sigurmöguleik- ar. Okkar strákar fá þama tækifæri til að mæta besta liði heims og það eitt og sér er mikil upplifun." í riðli með íslendingum í und- ankeppni Evrópumótsins era: Frakkland, Rússland, Úkraína, Ar- menía og Andorra. „Það má ganga út frá því að þessar þrjár fyrst töldu þjóðir, Frakkland, Rússland og Úkraína, gefi sér það að þær verði að ná sex stigum á móti Is- landi, Andorra og Armeníu og síð- an yrðu það innbyrðis viðureignir þessara þriggja hða sem myndu ráða úrslitum um hvaða tvö lið komast áfram. Þetta gæti gefið okkur svolítið annað vægi í þróun okkar leiks. Eftir því sem lengra líður að við höldum hreinu verður meiri pressa á liðin að sækja og það gæti gefið okkur sóknarfæri og þá er að nýta þau,“ sagði Guðjón. Eftir leikinn gegn Frökkum verða leiknir tveir aðrir EM-leikir á árinu - í Armeníu 10. október og síðan koma Rússar til Islands og leika 14. október. KNATTSPYRNA: LEIFTUR, ÍBV OG GRINDAVÍK í UNDANÚRSLIT / C2,C3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.