Morgunblaðið - 15.07.1998, Page 4

Morgunblaðið - 15.07.1998, Page 4
FRJÁLSIÞROTTIR / GULLMOTIÐ I RÓM „Eyðimerkurprinsinn“ El Guerrouj stórbætti heimsmetið í 1.500 m hlaupi Staðfest i ng á konungstign „EF ÞAÐ er vilji Guðs að ég komi til Rómar að ári og bæti heimsmetið þá geri ég það,“ sagði Hicham El Guerrouj frá Marokkó eftir að hann hafði sett heimsmet, 3.26,00 mín., f •f.500 m hlaupi á öðru Gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambands- ins í Róm í gær. El Guerrouj, oft nefndur „eyðimerkurprinsinn11 bætti þriggja ára gamalt met Alsírbúans Noureddine Morceli en það var 3.27,37 sett í Nice í Frakklandi. „Heimsmetið til- einka ég Hassan, konungi þjóð- ar minnar,“ sagði hinn 23 ára „prins“ sem mörgum þykir nú hafa endanlega tekið við kon- ungstign af Morceii. Iet E1 Guerrouj var hápunktur mótsins og þrátt íyrir að hann hafí undanfarin misseri verið fremsti hlaupari í þessari grein kom heims- metið að þessu sinni mörgum á óvart þar sem hann hefur verið að höggva ýkja næiri meti Morceiis. A Gullmót- unum fær sigurvegari í hverri hinna svokölluðu Gullgreina rúmiega eina milljón fyrir sigurinn. Að auki fær sá sem nær að setja heimsmet u.þ.b. hálfu fjórðu milljón króna í uppbót. A fyrsta Gullmótinu 1 Osló í liðinni viku var ekkert heimsmet sett. Robert Kibet frá Kenýa tók for- ystu í hlaupinu og hélt uppi hraða í fyrri hluta þess en heltist síðan úr lestinni og landi hans Noah Ngeny tók við allt þar til 300 m voru eftir að E1 Guerrouj geystist fram úr, sló hvergi af fyrr en í mark var komið á glæsilegu heimsmeti og rúmlega fjórum sekúndum á undan næsta manni. Það liðu hins vegar 20 mínút- ur frá því hann kom í mark og þar til metið var staðfest vegna þess að bil- un varð í tímatökutækjum og fyrst var talið að metið væri 3.26,20 mín. „Eitt sinn beindust allra augu að Said Aouita, þá Morceli og nú að mér,“ sagði heimsmethafinn kok- hraustur. „Eini andstæðingur minn er ég sjálfur. Ég mætti til leiks með von um að geta bætt heimsmetið eftir að hafa hlaupið á 3,30 mínútum í ieið- indaveðri hér fyrir ári. Nú voru að- stæður fullkomnar og því engin ástæða til annars en láta slag standa." Marion Jones frá Bandaríkjunum undirstrikaði enn einu sinni að þar er á ferðinni einstakur íþróttamaður. Hún sigraði með yfirburðum í 100 m hlaupi á 10,75 sekúndum og er eins og E1 Guerrouj enn með í baráttunni um milijón dollara gullpottinn í lok mótaraðarinnar í septemberbyrjun. Hún lét hins vegar ekki þar við standa heldur vann einnig langstökk með yfirburðum, stökk 7,23 metra í lítilsháttar mótvindi. Þar skaut hún n?f fyrir rass m.a. heimsmeistaranum frá 1995 og heimamanninum Fionu May sem varð önnur með 6,89 og Heike Drechsler frá Þýskalandi sem varð að gera sér fjórða sætið að góðu. Nambibíumaðurinn Frankie Fredericks, sem vann 100 m hlaup karla á fyrsta mótinu, lenti upp á kant við mótshaldara fyrr í gær og var útlit FRANKIE Frederícks sigraði af öryggi i 100 m hlaupi í Róm í gær á 9,97 sek., og hefur þar með hlaupið 22 sinnum á skemmri tíma en 10 sek. - oftar en nokk- ur annar sprett- hlaupari. Þróun heimsmetsins í 1.500 m hlaupi karla 3.40,2 Olavi Salsola (Finnlandi) . 3.38.1 Stan. Jungwirth (Tékk.) .. 3.36,0 Herb Elliott (Ástralíu) ... 3.35,6 Elliott.................... 3.33.1 Jim Ryun (Bandar.) ....... 3.32.2 Filbert Bayi (Tansaníu) .. 3.32,1 Sebastian Coe (Bretlandi) 3.31.36 Steve Ovett (Bretlandi) .. 3.31,24 Sydney Maree (Bandar.) . 3.30,77 Ovett .................... 3.29,67 Steve Cram (Bretlandi) .. 3.29,46 Said Aouita (Marokkó) ... 3.28,86 Noureddine Morceli (Áisír) 3.27.37 Morceii................... 3.26,00 H. E1 Guerrouj (Marokkó) .. .11.7.57 .. .12.7.57 .. .28.8.58 ... .6.9.60 ... .8.7.67 ... .2.2.74 .. .15.8.79 .. .27.8.80 .. .28.8.83 ... .4.9.83 .. .16.7.85 .. .23.8.85 ... .6.9.92 .. .12.7.95 .. .14.7.98 fyrir að hann myndi ekki mæta tii leiks. En skömmu áður en kepp- endur voru kallaðir út mætti hann og gaf hvergi eftir. Sigraði á ný, að þessu sinni á 9,97 sekúndum, tveimur hundraðshlutum úr sek- úndu á undan Ato Boldon frá Trínidad. Heimsmeistarinn í 100 m hlaupi karla, Bandaríkjamað- urinn Maurice Green, varð að gera sér þriðja sætið að góðu á 10,04 sek. „Boldon heldur mér við efnið alla leið í mark, hann er alltaf sterkur á síðustu metrun- um,“ sagði Fredericks og vildi sem minnst tala um uppistandið fyrr um daginn. Reuters Annar keppandi gladdist mjög er hann kom í mark, það var Michael Johnson, margfaldur meistari í 200 og 400 m hiaupi. Hann tapaði í annað sinn á þess- um áratug í 400 m hlaupi á íýrsta „Gullmóti" ársins í Ósló og missti þar með af hlutdeild í milljón dollara pottinum. Þá varð hann þriðji en nú lét hann Bretann Mark Richaldson ekki slá sig út af laginu. Johnson tók af skarið strax og sigraði á besta tíma sín- um á þessu ári 44,40 sek. Ric- hardsson varð annar á 44,62 og Tyree Washington, Bandaríkjun- um, þriðji á 44,71. FOLK ■ FJÓRIR þeirra sem unnu ein- hverja hinna tólf „Gullgreina“ á fyrsta mótinu í Ósló náðu ekki að fylgja árangri sínum eftir á öðra mótinu í Róm í gær og geta því ekki gert sér vonir þegar einnar milljón- ar dollara verðlaunapotti verður skipt í Moskvu að loknu síðasta „Gullmótinu" 2. september. ■ ÞEIR sem í gær gengu úr skaft- inu eru Bretinn Mark Richardsson í 400 m hlaupi, stangarstökkvarinn Jeff Hartwig, Melissa Morrison í 100 m grindahlaupi og Tanja Dam- ske spjótkastari. ■ ÁTTA íþróttamenn halda því áfram að berjast á næsta móti sem fram fer í Mónakó 8. ágúst. Það eru Marion Jones í 100 m hlaupi kvenna, Charity Opara, 400 m hlaupi kvenna, ólympíumeistarinn í 1.500 m hlaupi kvenna, Svetlana Masterkova frá Rússiandi sem er mætt á ný til leiks eftir erfið meiðsli á sl. ári. ■ KARLMENNIRNIR sem geta enn gert sér vonir um hlutdeild í upphæðinni vænu eru Namibíumað- urinn Frankie Fredericks í 100 m hlaupi, heimsmethafinn í 1.500 m hlaupi, Hicham E1 Guerrouj, Haile Gebrselassie í 5.000 m hlaupi, 400 m grindahlauparinn Bryan Bronson og brosmildi þrístökkskappinn Jon- athan Edwards. ■ EDWARDS vann þrístökkið með nokkrum yfirburðum í gær, þrátt fyrir að hann næði ekki eins löngu stökki og á fýrsta mótinu, 18,01 m. Nú stökk Edwards 17,60 m í logni því enginn vindur mældist þegar hann stökk. ■ BRYAN Bronson frá Bandaríkj- unum byrjar keppnistímabilið með miklum krafti líkt og í iyrra. Þá sigraði hann í 400 m grindahlaupi á hverju mótinu á fætur öðru en náði sér ekki á strik á HM og varð að lúta í lægra haldi fyrir Frakkanum Stephane Diagana. Bronson sigraði með yfirburðum í Róm á 47,76 sek., en Diagana varð fimmti á 48,46. ■ C.J. Hunter sambýlismaður Marion Jones á ekki sömu vel- gengni að fagna og sambýliskonan. Hann er kúluvarpari og varð að gera sér fjórða sætið að góðu með 20 metra slétta. Fyrir það fékk hann um 150 þúsund krónur. ■ JONES vann sér aftur móti inn tífalt hærri upphæð fyrir sigur í 100 m hlaupi og langstökki og er auk þess enn með í stóra pottinum eins og fram kemur að ofan. Guðrún Arnardóttir hefur jafnað sig á meiðslunum og er bjartsýn Enginn bilbugur fyrir EM Þetta hefði getað byrjað verr, aðallega var það slæmt fýrir hugann að fara ekki hraðar, en ég er nokkuð bjartsýn og stefni að því að fara aftur út á næstu dögum og keppa á tveimur mótum,“ sagði Guðrún Arnardóttir, grindahlaup- ari úr Ái-manni. Eftir þrálát meiðsli í hásin frá því snemma í vor hóf Guðrún loks keppni í byrj- un þessa mánaðar og hljóp 400 m grindahlaup á þremur mótum í Evrópu. Var hún nokkuð frá ís- landsmeti sínu, 54,79 sekúndur, í öllum hlaupunum. „Þessi byrjun er ekki óeðlileg þegar farið er af stað eftir meiðsli en ég er bjartsýn á framhaldið þar sem ég er að mestu leyti laus við meiðslin og það er ýmislegt gott í hlaupinu hjá mér séð frá tæknilegu sjónar- horni. Ég vonast hins vegar til þess að geta á næstu vikum bætt við mig hraða til þess að komast sem næst fyrri styrk.“ Guðrún sagði árangurinn á mót- unum á Italíu og í Linz í Austurríki þar sem hún hljóp á um 56,40 hafa verið nærri vonum en í síðasta hlaupinu í Zagreb þar sem hún hefði verið einni sekúndu lengur að fara hringinn hefði þreyta verið far- in að segja til sín. „Mig vantaði bara kraft sem er alveg nýtt hjá mér, hingað til hef ég alltaf átt nóg eftir. í þessu atriði verð ég að vinna, en grunnurinn er í lagi enda hef ég náð að viðhalda honum þrátt fyiir meiðslin. Þá er takturinn í hlaupinu góður og yfir því er hægt að gleðj- ast þar sem hann hefrn- stundum verið að vefjast fýiir mér.“ Guðrún segist vera nokkuð bjartsýn fýrir Evrópumeistara- mótið í Búdapest eftir miðjan ágúst um að komast í úrslit í 400 m grindahlaupi eins og hún hafi stefnt að þrátt fyrir að hún stæði þeim allra fremstu í álfunni nokk- uð að baki nú um stundir. „Ég stefni á tvö mót í Evrópu í næstu viku og síðan á Meistaramót Is- lands um aðra helgi. Strax að því loknu ætla ég að fara til Athens í Bandaríkjunum og vera þar við æfingar ásamt þjálfara mínum í tvær vikur fyrir Evrópumótið. Mér þykir það vera vænlegri kost- ur að æfa á „heimavelli" ytra held- ur en að fara í æfingabúðir með landsliðinu til Svíþjóðar. Þá er það einnig ódýrara að vera ytra auk þess sem ég hefði þurft að kosta þjálfara minn til Svíþjóðar og halda honum þar uppi á launum í a.m.k. viku. Þá verð ég lika í um- hverfi sem ég þekki og ég held að þessi ákvörðun sé á allan hátt betri fyrir mig og það er það sem skiptir meginmáli." Mai-kmið Guðrúnar fyrir tíma- bilið er að vera á meðal 20 bestu í 400 m grindahlaupi á árinu og komast í úrslit á EM. „Ég tel það raunhæft markmið og þrátt fyrir að mig vanti hraða í dag tel ég rétt að gera tilraun til að vinna það upp sem vantar og fara á EM. Ég vil fara og reyna og sjá hvað ger- ist, annað hvort gengur allt upp eða þá að mér mistekst. Ég tel að ég geti bætt mig verulega þrátt fyrir að hafa misst mikilvægt tímabil út. Það er ýmislegt gott í þessum hægu hlaupum, en hrað- ann vantar og hann tel ég mig geta unnið upp. Ég vil a.m.k. gera tilraun."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.