Morgunblaðið - 18.08.1998, Page 1
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þriðjudagur 18. ágúst 1998
Biað C
Nýjar
lausnir
VANDANN í félagslega húsnæð-
iskerfinu þarf að Ieysa, segir
Grétar J. Guðmundsson í þættin-
um Markaðurínn. Ákveðið hefur
verið að gera það með því að
hætta að veita framkvæmdalán til
byggingar nýrra íbúða og veita
félagsleg lán í staðinn. / 2 ►
Endur-
lagnir
ÞAÐ ER komið að því, að end-
urleggja í heilu blokkirnar,
segir Sigurður Grétar Guð-
mundsson í þættinum Lagna-
fréttir. A að bíða eftir því, að
lagnakerfín gefi sig og lekar
komi fram eða eigum við að
Iáta almanakið ráða? / 26 ►
Hvera
gerði
VÉRÐ á húseignum er afar
hagstætt í Hveragerði og
ekki ofsagt, að þar má fá
einbýlishús á verði 3-4ra herb.
íbúðar á höfuðborgarsvæðinu.
Kemur þetta fram í viðtali hér í
blaðinu í dag við Kristin Krist-
jánsson í Hveragerði, sölumann
hjá fasteignasölunni Gimli.
Að sögn Kristins hefur fast-
eignaverð heldur verið að
styrkjast í Hveragerði, en það
hefur verið í lágmarki undan-
farin ár. „Það er ekki mjög
mikil eftirspurn eftir húsnæði
til kaups en aftur á móti gott
framboð," segir hann. „Það er
ástæðan fyrir því, að hér er
hægt að gera góð kaup.“
Við Klettahlíð er til sölu vel
uppgert einbýlishús. Það er 108
ferm. auk 50 ferm. bflskúrs.
Garðurinn er afar skemmtilegur
og útsýni er mjög gott yfir Olf-
usið og til Hellisheiðar. Ásett
verð er aðeins 8 millj. kr.
Kristinn kveðst vera með
margar aðrar góðar eignir á
söluskrá, bæði einbýlishús, garð-
yrkjustöðvar og iðnaðarhúsnæði.
„í boði er gott verð og góð
greiðslukjör," segir hann. „Við
Heiðmörk er mjög góð garð-
yrkjustöð ásamt stóru íbúðar-
húsi til sölu. Stöðin er í fullum
rekstri og myndi henta mjög vel
fyrir samhenta fjölskyldu, sem
myndi vflja skapa sér sjálfstæð-
an atvinnugrundvöll. Oskað er
eftir tilboðum.“
Kristinn segir mikinn áhuga
vera til staðar á eignum í Hvera-
gerði nú. „Það er greinilega
óskadraumur margra á höfuð-
borgarsvæðinu að upplifa kyrrð-
ina og gróðursældina, sem ríkir í
Hveragerði," segir hann. / 16 ►
Ávöxtunarkrafa hús-
bréfa nálgast 5% á ný
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa
hefur farið hækkandi að undanförnu
og sl. föstudag var hún komin upp
undir 5%, en svo há hefur hún ekki
verið frá því í byrjun marz sl. Þá er
miðað við ávöxtunarkröfu af húsbréf-
um í II. flokki 1996, sem er stærsti
flokkurinn af húsbréfum á markaðn-
um nú.
Þrátt fyrir þessa hækkun er
ávöxtunarkrafan nú ólíkt minni en
áður var. í byrjun árs 1997 var hún
5,80%, en í fyrrasumar fór hún ört
lækkandi og komst lægst í 5,21% í
ágústbyrjun. í lok síðasta árs var
ávöxtunarkrafan 5,29%.
Eftir áramótin síðustu fór ávöxt-
unarkrafan aftur lækkandi og hinn 5.
marz sl. fór hún niður fyrir 5%. Hinn
25. marz náði hún sögulegu lág-
marki, en þann dag komst hún niður
í 4,70% á nýjum 25 ára flokki hús-
bréfa.
Eftir það hækkaði ávöxtunarkraf-
an á ný og komst yfir 4,90% í byrjun
apríl. Síðan hefur hún sveiflazt eitt-
hvað en samt haldizt undir 5%.
Breytingar á ávöxtunarkröfunni
skipta miklu máli fyrir marga. Sem
dæmi má nefna, að afföll af 1 millj.
kr. í húsbréfum í I. fl. 1998 til 25 ára
eru 7.650 kr. ef ávöxtunarkrafan er
4.80% en 27.250 kr., þegar ávöxtun-
arkrafan er 5%.
Um leið hafa breytingar á ávöxtun-
arkröfunni mikil áhrif á fasteigna-
markaðinn, því að það er hagstæðara
að kaupa og byggja, þegar ávöxtun-
arkrafan er lág, þar sem húsbréfin
eru þá þeim mun verðmætari, sem
fást út á eignirnar.
Ástæðuna til hækkandi ávöxtunar-
kröfu nú má að sögn Halldórs Stef-
ánssonar hjá Landsbréfum að
nokkru leyti rekja til minni eftir-
spurnar, þar sem lífeyrissjóðir og
verðbréfasjóðir, sem eiu lang
stærstu fjárfestarnir á markaðnum,
hafa verið að kaupa meira af innlend-
um hlutabréfum og erlendum verð-
bréfum undanfarið.
Jafnframt hefur áhugi á verð-
tryggðum skuldabréfum minnkað
vegna verðhjöðnunar síðustu tveggja
mánaða. Að mati Halldórs eru ekki
líkur á, að ávöxtunarkrafan fari yfir
5%, heldur muni hún fara heldur
lækkandi á næstunni.
4,83%
4,80%
1997
1998
Ávöxtunarkrafa* húsbréfa
ágúst ’97- ágúst ’98
* ávöxtunarkrafa við kaup
5,5%
5,42%
5,4
5,21%
15
14.8.98
5,00%
Verið velkomin í afgreiðsluna að Ármúla 13A
eða hafið samband við ráðgjafa okkar í síma 515 1500.
Við höfum opið alla virka daga frá 9.00-16.00
KAUPÞING HF
Við kaupum alla
flokka húsbréfa
Armúla 13A • Sími 515 1500 • Fax 515 1509 • www.kaupthing.is