Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.08.1998, Qupperneq 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 £ MORGUNBLAÐIÐ Eignasalan og Húsakaup sameinast: Kaupendursýna nú viðhaldsfríum íbúð- um meiri áhuga Morgunblaðið/Kristinn EIGENDUR og starfsmenn fasteignasölunnar Eignasalan-Húsakaup. Frá vinstri: Magnús Einarsson, löggiltur fasteignasali, Brynjar Harð- arson viðskiptafræðingur, Guðrún Arnadóttir, Iöggiltur fasteignasali, Berglind Ólafsdóttir ritari, íris Björnes ritari, Sigrún Þorgrímsdóttir rekstrarfræðingur og Rúna Jóhannsdóttir ritari. LÍTIÐ hefur verið um, að fast- eignasölur renni saman og sam- einist. Nú hafa Eignasalan og Húsa- kaup verið sameinuð undir heitinu Eignasalan-Húsakaup með aðsetri að Suðurlandsbraut 52, þar sem Húsakaup hafa haft aðsetur sitt. „Tilgangurinn með sameining- unni er sá að nýta til fullnustu þá aðstöðu, sem fyrir er í húsnæði Húsakaupa að Suðurlandsbraut 52,“ segja eigendur Húsakaupa, þau Guðrún Agústsdóttir, löggiltur fast- eignasali og Brynjar Harðarson við- skiptafræðingur, sem nú hafa keypt Eignasöluna af Magnúsi Einars- syni, löggiltum fasteignasala. „Þegar markaðurinn er í upp- sveiflu eins og nú er, þá snýst sam- keppnin um seljendur, það er að fá eignir í sölu. Úndanfarin ár hefur samkeppnin aftur á móti snúizt um kaupendur. Maður eins og Magnús Einarsson hefur að sjálfsögðu mikil og góð viðskiptasambönd og við trú- um því og treystum, að viðskipta- vinir hans snúi sér áfram til hans. Tilgangurinn með sameiningunni er einnig sá að nýta sér þá miklu reynslu, sem Magnús Einarsson hefur aflað sér í gegnum tíðina, þannig að hún hverfi ekki út í busk- ann engum til gagns, en ljóst má vera, að á svo löngum starfsferli án þess að hafa nokkru sinni lent í áföllum, hefur hann aflað sér ómet- anlegrar reynslu." Farsæll starfsferill „Með þessum hætti fæ ég tæki- færi til þess að ljúka starfsferli mín- um á þann hátt, sem ég kýs sjálfur," segir Magnús Einarsson, sem mun starfa áfram við Eignasöluna, en hann hefur starfað við og rekið þá fasteignasölu í 41 ár samfleytt. Hann hefur því sennilega lengri starfsferil en nokkur annar starf- andi fasteignasali í landinu nú. „Eg hef séð margar fasteignasöl- ur lognast út af, þegar eigendumir voru komnir á efri ár og reynsla þeirra þar með orðið að engu,“ sagði Magnús ennfremur. „Með því að sameinast Húsakaupum má segja, að Eignasalan gangi á vissan hátt í endurnýjun lífdaga. Munurinn á fasteignasölu nú og þegar ég byijaði fyrir liðlega 40 ár- um er eins og dagur og nótt. í dag er fasteignasalan allt önnm’ starfs- grein. Hér fyrr á árum tóku menn sér gjaman frí frá vinnu, fóru í sparifótin og héldu á fund fasteigna- salans. Þá skipti það miklu máli, hvort húsnæði var á hitaveitusvæði eða ekki. Nú fara menn inn á inter- netið eða hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst, svo að eitthvað sé nefnt. Verksviðið er orðið miklu víð- tækara en eitt sinn var. Gagnaöflun er orðin ólíkt meiii, því að nú þarf að gera nákvæmt söluyfirlit og afla fjölda skjala fyrir hverja eign, sem tekin er í sölu. Einnig eru komnar til sögunnar skyldutryggingar, sem eiga að vemda viðskiptavini fyrir tjóni.“ Breytt viðhorf Að sögn þeirra Brynjars, Guð- rúnar og Magnúsar hefur viðhorf fólk breytzt mjög. „Sá hugsunar- háttur margra, að í því felist viss uppgjöf að selja húsið sitt og fara í minna, er horfinn,“ segja þau. „Nú vill fólk losa fé til þess að geta Bjart framundan hjá fasteignasölum Markaóurinn Miklar breytingar eru framundan, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Eftir er að koma í ljós, hvernig sveitarfélög muni leysa úr húsnæðisþörf þeirra, sem verst eru settir. MIKIÐ hefur verið að gera á fasteignamarkaðnum allt þetta ár og viðskipti verið mikil. Viðskiptin voru töluverð á síðasta ári en allt stefnir í að þau verði enn meiri á þessu ári. í samræmi við það hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað lítillega. Hægt er að merkja að fasteigna- sala hafi glæðst á sumum stöðum á landinu þar sem hún hefur verið mjög dræm á undanförnum árum. Þá voru gleðileg þau tíðindi sem bámst nýlega frá Isafirði, að engin íbúð sé laus í félagslega húsnæðis- kerfinu þar. Almennt virðist því bjart framundan á húsnæðismark- aðnum. Ný húsnæðislög Um næstu áramót taka gildi ný lög um húsnæðismál. Með þeim verður hætt að veita framkvæmda- lán til byggingar félagslegra íbúða, eins og verið hefur, en þess í stað munu þeir sem uppfylla skilyrði um tekjur og eignir eiga möguleika á fé- lagslegum íbúðarlánum til kaupa á íbúðum á hinum almenna markaði. Ef eitthvað er ættu þessi nýju lög að hafa áhrif til að auka við vinnu fast- eignasala, því hluti af hinum félags- lega húsnæðismarkaði ætti þá að bætast við hjá þeim. Um leið verður reyndar hætt að veita 100% lán, eins og hinum verst settu hefur staðið tU boða í félagslega kerfinu hingað til. Á síðasta ári fengu rúmlega 200 fjölskyldur slík lán. Gera má ráð fyrir að sá fjöldi verði þá að leita annað en eftir íbúðarkaup- um á hinum almenna markaði. Einföld umfjöllun Nokkuð hefur verið fjallað um þann mikla vanda sem sum sveitar- félög eru í vegna kaupskyldu þeirra á íbúðum í félagslega húsnæðiskerf- inu og er sá vandi líklega ein megin- ástæðan fyrir þeim breytingum á hinu félagslega húsnæðiskerfi, sem taka gildi um næstu áramót. Oft er þessi umræða einfölduð um of, eins og þegar fullyrt er að vandi sveitar- félaganna stafi af því að núgildandi húsnæðislöggjöf hafi gengið sér til húðar og að verð á félagslegum íbúðum sé sums staðar komið úr öllu samhengi við það sem er að gerast á markaðnum. Er ekki réttara að segja að þessu sé öfugt farið, þ.e. að markaðurinn sé kominn úr öllu sam- hengi við byggingarkostnað? Og ætli skýringarnar séu ekki miklu frekar að fmna í atvinnuástandinu eða mismikilli þjónustu milli sveitar- félaga á hinum ýmsu sviðum frekar en eingöngu í húsnæðislöggjöfinni? Um síðustu áramót voru um 10.600 félagslegar íbúðir í landinu öllu. Af þeim höfðu 69 staðið auðar í 6 mánuði eða lengur en 344 félags- legar eignaríbúðir voru þá í leigu. Bent hefur verið á að samanlögð fjárhæð, sem hvílir á sveitarfélögum víðs vegar um landið vegna kaup- skyldu þeirra samkvæmt núgildn- andi lögum, nemi um 9,5 milljörðum króna. I þessu sambandi gleymist að taka með að á móti þessari fjárhæð koma eignir. Menn tala oft eins og hér sé einungis um skuldir að ræða. Þá hefur ekki verið nefnt, að það voru sveitarfélögin sjálf sem óskuðu eftir lánum úr húsnæðislánakerfinu til að byggja þær íbúðar sem nú valda þeim vandræðum. Enginn þröngvaði lánum upp á þau. Þegar sveitarfélag sótti um ffamkvæmda- lán til að byggja félagslegar íbúðir þurfti það að sýna fram á þörf fyrir þær. Væri sú þörf ekki fyrir hendi átti að hafna beiðni um fram- ÁlkUcbning. SlcypUíkenvndir og viiíhald náruu iögunni (U Á góbu m »l«b n«6 rtvkfo úttýni Stórar svalir. Nóg piíss ÚTLITSTEIKNING af La'kjasmára 6. í húsinu eru nitján 4ra herb. íbúðir, tuttugu 3ja herb. ibúðir og þrjár 2ja herb. íbúðir. Þvottahús er í hverri íbúð, en geymslur á jarðhæð fylgja einnig íbúðunum. íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar á næsta ári, en þær eru til sölu hjá Eignasölunni-Húsakaupum. stundað hugðarefni sín, hvort sem það er sumarbústaðurinn, golfið, ferðalög eða eitthvað enn annað. Kaupendur á íbúðum í nýjum fjölbýlishúsum eru því gjarnan fólk á miðjum aldri, sem er að selja stærri eignir, sem það átti fyrir. Þetta fólk er að hugsa um áhyggju- laust líf, þar sem það þarf ekki að huga að viðhaldi. Eignin sem það sækist eftir er því oftast góð íbúð í lyftuhúsi, sem er að kalla viðhalds- frítt að utan. Nú höfum við einmitt nýverið hafið sölu á íbúðum í nýju fjölbýlis- húsi, sem byggingafyrirtækið Hús- virki er með í smíðum við Lækja- smára 6 í Kópavogi, en Húsvirki er stærsti viðskiptavinur okkar. Húsið er álklætt, þannig að steypu- skemmdir og viðhald eiga nánast að heyra sögunni til. Húsið er staðsett í skjólsælum reit í miðjum Kópavogsdal og úr kvæmdalán. Ekki er langt um liðið síðan mikil læti urðu út af því að húsnæðismálastjóm hafnaði beiðn- um um framkvæmdalán frá ákveðn- um landssvæðum, þar sem stjórnin taldi að ekki væri þörf fyrir íbúðir þar. Þá var talað um að sveitarfélög- in í landinu sætu ekki öll við sama borð. Þetta var á þeim tíma þegar litið var á framkvæmdalán til byggingar félagslegra íbúða sem lið í að skapa vinnu fyrir iðnaðarmenn. Þær íbúðir sem nú standa auðar sums staðar og valda sumum sveitarfélögum erfið- leikum voru flestar byggðar á þess- um tíma. Því er einfóldun að segja að vandi sumra sveitarfélaga stafi af húsnæðislöggjöf sem hafi gengið sér til húðar. Lausn á vandanum Allir eru sammála um að óskyn- samlegt er að láta íbúðir standa auð- ar á einum stað, sérstaklega á sama tíma og verið er að byggja nýjar íbúðir annars staðar. Því er ljóst að vandann í félagslega húsnæðiskerf- inu þarf að leysa. Akveðið hefur ver- ið að gera það með því að hætta að veita framkvæmdalán til byggingar nýrra íbúða og veita félagsleg lán í staðinn, eins og að framan greinir, þannig að öruggt sé að vandinn haldi ekki áfram að myndast. Þá hefur og verið talað um að því til viðbótar þurfi ríkið að koma til aðstoðar með því að afskrifa og niðurgreiða eldri lán Byggingarsjóðs verkamanna. Samfélaginu í heild verður þar með vætanlega gert að leysa úr vanda til- tekinna sveitarfélaga. Hvað sem þessu öllu líður er ljóst að miklar breytingar eru framund- an. Eftir er að koma í Ijós hvernig sveitarfélög munu leysa úr húsnæð- isþörf þeirra sem verst eru settir. Ekkert bendir hins vegar til annars en bjart sé framundan hjá fasteigna- sölum. húsinu er fallegt útsýni til allra átta. Allar íbúðimai’ eru bjartar og sól- ríkar og með stórum svölum, sem snúa í suður eða vestur. í húsinu eru nítján 4ra herb. íbúðir, tuttugu 3ja herb. íbúðir og þrjár 2ja herb. íbúðir. Þvottahús er í hverri íbúð, en geymslur á jarðhæð iylgja einnig íbúðunum. í göngufæri frá Lækjasmára er grunnskóli, dagheimili, íþrótta- svæði, heilsugæzlustöð og verzlun- armiðstöð, sem rísa mun við Smára- torg.“ Fasteignasölur í blaðinu ídag Agnar Gústafsson bls. 13 Ás bls. 25 Ásbyrgi bls. 11 Berg bls. 22 Bifröst bls. 15 Borgarfasteign bls. 17 Borgir bis. 14-15 Brynjólfur Jónsson bls. 27 Eignamiölun bls. 7 Eignaval bls. 13 Fasteignamarkaður bls. 9 Fasteignamiðlunin bls. 22 Fasteignasala íslands bls. 27 Fast.sala Mosfellsbæjar bls. 11 Fjárfesting bls. 13 Fold bls. 28 Frón bls. 23 Garður bls. 11 Gimli bls. 21 Hátún bls. 26 Hóll bls. 5 Hóll Hafnarfirði bls. 20 Hraunhamar bls. 8 Húsakaup bls. 3 Húsið bls. 17 Húsvangur bls. 12 Höfði bls. 4 Kjöreign bls. 19 Lundur bls. 6 Miðborg bls. 24 Óðal bls. 18 Skeifan bls. 25 Valhöll bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.