Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 1
- BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1998 U FÖSTUDA GUR 4. SEPTEMBER BLAD Frakkar með stjörnu á brjósti FRAKKAR kynntu í gær nýjan landsliðsbúning, sem þeir leika í gegn íslendingum á Laugardals- vellinum. Þar sem Frakkar leika á útivelli klæðast þeir ekki bláum treyjum, þar sem það er litur fs- lands á heimavelli. Þeir leika í livítum treyjum og fyrir ofan hanann í franska merkinu hafa þeir komið fyrir sijörnu, sem sýnir að þeir hafi einu sinni orðið heimsmeistarar. Brasiiíumenn byrjuðu á því að selja stjörnur á treyjur sínar og eru fjórar stjörnur fyrir ofan merki þeirra. Þjóðveijar tóku þetta upp eftir Brasilíumönnum - eru með þijár , sljörnur fyrir ofan merki sitt. Hvað er til ráða? Morgunblaðið/Golli GUÐJÓN Þórðarson tilkynnir byrjunarlið sitt á morgun, velur ellefu menn úr hópi átján leikmanna. Á myndinni gæti Guðjón verið að velta fyrir sér hverjir hefja leikinn við heimsmeistarana á laugardaginn. Hef enga ástæðu til að vera bjartsýnn Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu, hefur í mörg horn að líta fyrir viðureign íslenska jgggggggggg liðsins við heimsmeist- Edwin ara Frakka, sem háð Rögnvaldsson verður á morgun. Lið- skrífar ið dvelur á Hótel Loft- leiðum á meðan á und- irbúningi stendur og þjálfarinn segir að vel fari um liðið fyrir átökin. „Við erum bar-a ósköp afslappaðir. Við höfum það notalegt hérna og reynum að láta okkur líða vel. Mér sýnist það takast ágætlega, en að sjálfsögðu gerum við okkur grein fyrh- alvöru málsins. Eigi að síður slökum við á og reynum að haga undirbúningnum eins og best verður á kosið,“ segir Guðjón. Tilhlökkunin er væntanlega mikil í hópnum. „Það ríkir vitaskuld mikil eftir- vænting í liðinu eftir því að spila við þetta lið og það er mjög kærkomið. Þetta er í raun stórkostlegt." Það er vitanlega draumur hvers leikmanns að taka þátt í svona leik. Telurðu að menn séu nokkuð dá- leiddir - geri sér ekki grein fyrir mikilvægi verkefnisins? „Ég minni þá stanslaust á að var- ast það og ég held að menn skynji hvaða tækifæri felast í að leika við liðið. Ef menn standa sig gegn því eru þeim allir vegir færir.“ Hefurðu eytt miklum tíma undir feldinum, hugleitt ýmsa möguleika um hvernig við getum snúið á Frakkana? „Ég er náttúrlega búinn að íhuga það vandlega síðan við lentum með þeim í riðli,“ segh' Guðjón, en hann segir hugmyndir sínar ekki hafa breyst mikið frá því að fregnir bár- ust fyrst af því að Islendingar tækju á móti Frökkum, sem urðu síðar heimsmeistarar, í fyrsta leik und- ankeppni Evrópumótsins. En er Guðjón bjartsýnn fyrfr viðureignina? „Ég hef enga ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir leik gegn heims- meisturunum. Ég reyni að leggja kalt mat á stöðuna og vera raunsær án þess að vera nokkuð skelkaður. Ég tel að við getum látið þá hafa fyr- ir hlutunum,“ segh- Guðjón. TF1 vann „sjónvarps- stríðið“ EFTIR niikinn þrýsting frá Knattspyrnusambandi Frakk- lands lauk „sjónvarpsstríðinu“ í Frakklandi á þann hátt, að franska ríkisútvarpið France 3, sem hafði tryggt sór útsend- ingarrétt frá leik íslands og Frakklands, varð að gefa eftir. Leikurinn verður sýndur á einkastöðinni TFl, sem hefúr um árabil samið við sambandið um alla heimaleiki Frakka og jafnframt fengið útileikina. France 3 hafði samið við þýska fyrirtækið UFA, sem á sýning- arrétt frá heimaleikjum ís- lands i Evrópukeppniimi. TFl er búið að semja við UFA og jafnfraint varð TFl að greiða France 3 bætur fyrir að gefa eftir. KNATTSPYRNA: BJARNI VERDUR BAKVÖRÐUR EINS OG PABBI / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.