Morgunblaðið - 29.09.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.09.1998, Qupperneq 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Stjórnbúnaður fyrir varmaskipta orfttttMitliili Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 29. september 1998 Blað C Skuldir og íbúðarkaup TÖLUVERÐUR fjöldi fólks er yfir eðlilegum skuldamörkum, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Vonandi verður áfram upp- gangur í þjóðfélaginu. Annars er hætta á erfíðleikum íbúðar- eigenda. / 2 ► Umhverf- isvernd f ÞÆTTINUM Lagnafréttir fjallar Sigurður Grétar Guð- mundsson um vistvænt skipu- lag. Því miður hafa ýmis sam- tök, sem höfðu verndun um- hverfis, dýra og gróðurs, á stefnuskrá sinni, snúist upp i andhverfu sína. / 6 ► Ú T T E K T Parhús á Selljarn- arnesi SELTJANARNES er að kalla fullbyggt og því lítið um nýbyggingar. Parhús, sem Innréttinga- smiðjan sf. er með í smíðum við Suðurmýri, hafa því vakið talsverða athygli á markaðn- um. Parhúsin eru fjögur og því með átta íbúðum alls. Þær eru á tveimur hæðum og hver íbúð 152 ferm. Sex af íbúðun- um eru þar að auki með bfl- skúr, en tvær með bflskýli. Það gefur þessum parhús- um aukið gildi, að þau rísa í grónu hverfí, þar sem öll þjónustufyrirtæki og stofnan- ir eru í næsta nágrenni. Eld- hús og stofur verða mjög bjartar, því að á suðurhlið húsanna verður stór ská- gluggi, sem nær upp á efri hæð. Árni Þorvaldur Jónsson arkitekt, sem hannað hefur parhúsin, er menntaður í Frakklandi. „Það kann vel að vera, að það gæti franskra áhrifa við hönnun þessara húsa,“ segir hann. „Franskur arkitektúr hefur gjarnan yfir sér létt yf- irbragð og suðurgluggarnir bera þess merki.“ „Nær ekkert er eftir af lóð- um á Seltjarnarnesi undir nýbyggingar og raunar ein- stakt að fá ný hús þar til sölu,“ segir Olafur Stefánsson hjá Fasteignamarkaðnum, þar sem þessi parhús eru til sölu. / 16 ► Vanskil á húsnæðis lánum minnkandi Á ÞESSU ári hefur enn dregið úr vanskilum íbúðareigenda við íbúða- lánakei-fið eins og teikningin hér til hliðar ber með sér. Nú nema vanskil aðeins um 0,5% af heildarútlánum íbúðalánakerfisins, en skil hafa verið að batna bæði í krónum talið og hlut- fallslega frá því í janúar 1995, er van- skil voru í hámarki. Ibúðarkaup og húsbyggingar eru með mikilvægustu fjárhagsákvörðun- um, sem hver og einn tekur á lífsleið- inni og skuldbindingarnar, sem því fylgja yfirleitt veigameiri en flestar aðrai’. Það er því mikilvægt, að allar ákvarðanir varðandi fasteignavið- skipti, séu teknar á traustum grunni. Þrír þættir ráða mestu um, hve dýrri íbúð hver og einn getur fest kaup á eða byggt, en þessir þættir eru laun, eigið fé og lánamöguleikar. En það hefur sýnt sig, að sumir mis- reikna sig, þegar þeir leggja mat á eigin greiðslugetu. Tilhneigingin er til að ofmeta hana frekar en hitt. Það getur auðveldlega leitt til erfiðleika síðar og hefur oft gert. Meðal annars þess vegna er það eitt af skilyrðum íyrir húsbréfaláni, að umsækjandi fari fyrst í greiðslu- mat hjá viðurkenndri fjármálastofn- un, áður en ákvörðun er tekin um íbúðarkaup eða húsbyggingu. Greiðslugeta fólks er að sjálfsögðu misjöfn. Margir kostnaðarliðir eru svipaðir frá einni fjölskyldu til ann- arrar. En svo er hins vegar fjöl- margt, sem vegur misjafnlega. Staðl- að gi-eiðslumat getur því aldrei verið annað en eins konar rammi utan um útreikninga íyrir hvern og einn. Ráðgjöf í þessum efnum hefur stóraukizt á undanförnum áram. Hana má fá hjá bönkum og sparisjóð- um og öðrum fjármálafyrirtækjum, þar sem greiðslumatið er fram- kvæmt. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur einnig veitt íbúðarkaupendum ókeypis ráðgjöf í þessum efnum í rúman áratug. Minnkandi vanskil íbúðarlána end- urspegla væntanlega batnandi efna- hags- og atvinnuástand í landinu. Þau hafa jákvæð áhrif á lánskjör á lána- markaði og verða þannig til þess að auka greiðslugetu íbúðarkaupenda og húsbyggjenda og gera þeim almennt auðveldara að greiða af lánum sínum. Útlán og vanskil húsnæðislána Vanskil 1991-98 Hlutfall af útlánum ^ 2 í öllum sjóðum 1,2 Lántakendur í vanskilum 1993-98 Hlutfall af heildarfjölda lántakenda í öllum sjóðum 0,8% 0,9 0,7 0,7 0,9 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 Á verðlagi 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1. janúar hvert ár 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 Útlán samtals, m.kr. 78.200 106.500 123.800 141.900 159.800 176.800 194.700 212.300 þ.a. húsbréf, m.kr. 5.700 21.800 34.300 46.700 61.000 72.800 86.500 101.700 Vanskil (%) af útlánum 0,8% 0,7% 0,7% 0,9% 1,2% 1,2% 0,9% 0,5% Vanskil (%) húsbréfal. 0,2% 0,4% 0,5% 0,7% 1,4% 1,3% 0,9% 0,5% Ertu í leit að láni? HANDSALtt n> Handsal hf. býður þér lán til 30 ára fyrir allt að 70% af verðmati fasteignar. Þessi lán henta þeim vel sem hyggja á fasteignakaup, nýbyggingar eða endurbætur og viðhald fasteigna. Einnig þeim sem vilja endurfjármagna skammtímalán eða eldri óhagstæð lán. <o & QC CD UJ O' O- O Vextir frá 5,95% Skilyrði fýrir lánveitingu eru: Hámark 70% licildarveðsetning á fastcign Gildir aðeins fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið Kynntu þér kosti Fasteignalúna Handsals lijá ráögjöfum i síma 510 1600 0 0 5 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.