Morgunblaðið - 29.09.1998, Page 17

Morgunblaðið - 29.09.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1998 C 17* Morgunblaðið/Ásdís EIGENDUR Innréttingasmiðjunnar, þeir Vernharður Skarphéðinsson og Gústaf Fransson ásamt Árna Þor- valdi Jónssyni arkitekt, hönnuði parhúsanna, sem rísa við Suðurmýri 40-46 á Seltjarnarnesi. Verið er að slá upp fyrir fyrstu tveimur parhúsunum. liggur samhliða Nesvegi, en að- koma að fjórða húsinu er frá Eið- ismýri. Gróið hverfi Það gefur þessum parhúsum aukið gildi, að þau rísa í grónu hverfi, þar sem öll þjónustufyrir- tæki og stofnanir eru í næsta ná- grenni. Þar er fullbúin verzlunar- miðstöð, skólar og sundlaug. bankaútibú og sparisjóður, póst- hús og svo mætti lengi telja. Þetta er að sjálfsögðu ávinningur, því þá þarf ekki að bíða þess, að þjónustu verði komið á fót innan hverfisins sjálfs, en það tekur oft langan tíma í nýjum hverfum. Innréttingasmiðjan sf. var stofnuð 1992 af þeim Vernharði Skarphéðinssyni og Gústaf Frans- syni og eru þeir félagar aðaleig- endur fyrirtækisins, en þeir eru báðir húsasmiðir. Fyrirtæki þeirra hefur einkum lagt áherzlu á innréttingasmíði eins og nafn þess ber með sér og hefur innréttinga- smíðin bæði verið fyrir verzlanir, fyrirtæki og heimili. Innréttingasmiðjan hafði fyi’st aðsetur við Fiskislóð á Örfirisey, en fluttist síðan að Hofi við Nes- veg á Seltjarnarnesi. Húsið Hof verður rifið og lóð þess fer undir nýju húsin og þá verður starfsemi fyrirtækisins flutt að Eyjaslóð í Örfirisey. Auk innréttingasmíði hafa þeir félagar lagt stund á almenna húsasmíði, bæði íbúðarhús, sum- arhús o. fl. Þannig byggðu þeir 150 ferm. afgreiðslusal í fyrra fyr- ir Islandsflug og var húsið flutt á áfangastað í heilu lagi og tengt við afgreiðslusal Islandsflugs. I vor byggðu þeir sex gistiskála, sem komið var fyrir á gönguleið, sem heitir Reykjavegur og liggur á milli Reykjanesvita og Nesjavalla. Framkvæmdir við parhúsin við Suðurmýri hófust í september- byrjun, en húsin verða steypt upp í vetur. Fjórar af íbúðunum verða afhentai- næsta haust og hinar fjórar vorið 2000. Ef íbúðirnar seljast fljótt, verður framkvæmda- hraðinn aukinn. Þær verða seldar fullbúnar að utan með frágenginni lóð og tilbúnar undir málningu og innréttingar að innan. Verð á íbúðunum þannig verður 14.340.000 kr. Frönsk áhrif Stóru gluggarnir, sem verða á suðurhlið parhúsanna, munu óneitanlega gefa þeim sérstakt yf- irbragð. Ai-ni Þorvaldur Jónsson arkitekt, sem hannað hefur par- húsin, er menntaður í Frakklandi. „Það kann vel að vera, að það gæti franskra áhrifa við hönnun þess- ara húsa,“ segir hann. „Franskur arkitektúr hefur gjarnan yfir sér létt yfirbragð og suðurgluggarnir bera þess merki. I glugganum á borðstofunni, sem er með væng- hurðum út í garð, verður væntan- lega lítað gler.“ „Efri hæð parhúsanna gengur einnig talsvert út fyrir þá neðri í STARFSMENN Innréttingasmiðjunnar byggðu f vor sex gistiskála, sem komið var fyrir á gönguleið, er heitir Reykjavegur og liggur á milli Reykjanesvit a og Nesjavalla. Mynd þessi sýnir þrjá af skálunum í snu'ðum. norður,“ heldur Árni Þorvaldur áfram. „Efri hæðin verður því all frjáls frá þeirri neðri. Upp úr þak- inu koma ennfremur tveir léttir veggir, sem minna á vissa stefnu, sem ríkti í belgískum og hollenzk- um arkitektúr í byrjun aldarinn- ar.“ Oft hefur það verið örðugleikum háð að byggja ný hús inni í hverf- um, sem þegar eru komin upp. „Hér hefur ekki borið á neinum erfiðleikum," segja þeir Vernharð- ur Skarphéðinsson og Gústaf Fransson. „Smíði þessara parhúsa veldur engum truflunum fyrir um- hverfið. Jarðvegurinn á staðnum er mjög hentugur til húsbygginga. Þó að hið gamla heiti Kolbeins- staðamýri bendi til annars, þá er hér engin mýri heldur mjög grunnt ofan á fasta móhellu eða aðeins 1-1,5 metri. Undirstaða húsanna er því mjög góð og þægi- legt að vinna við hana. Gamla húsið Kolbeinstaðir er þegar farið og núna er verið að byggja á þeirri lóð, þar sem það hús stóð áður. Húsið Hof.verður svo rifið eftir mánuð. Þó að sum- um kunni að þykja sjónarsviptir af þessum gömlu húsum, leikur ekki vafi á því, að þeir eru enn fleiri, sem fagna því, að þau séu rifin. Hverfið verður örugglega mun fal- legra á eftir, þegar ný hús eru ris- in í stað þeirra." Að sögn Ólafs Stefánssonar hjá Fasteignamarkaðnum, þar sem parhúsin eru til sölu, hafa við- brögð við auglýsingu um þau verið mjög góð.“Það er fólk á öllum aldri, sem spyr um þessi hús, enda henta þau flestum aldurshópum,“ segir hann. „Framboð á góðum eignum á Seltjarnarnesi er mjög lítið. og þá sjaldan þær koma í sölu, þá fara þær mjög fljótt." Eftirsóttur staður „Nær ekkert er eftir af lóðum á Seltjarnarnesi undir nýbyggingar og raunar einstakt að fá ný hús þar til sölu,“ sagði Ólafur enn- fremur. „Framboð á nýjum eign- um þar verður því væntanlega lít- ið í framtíðinni og viðbúið, að verð á fasteignum á Nesinu muni af þeim sökum frekar hækka en lækka, þegar fram í sækir. Hús á þessu svæði eru yfirleitt mjög eftirsótt og jafnast fyllilega á við góð hús í Vesturbæ Reykja- víkur. Þau eru því gjarnan dýrari en sambærileg hús í úthverfum- Reykjavíkur, enda heldur Sel- tjarnarnesið alltaf sínum sess í vitund margra. Almennt er mikil hreyfing á fasteignum og vöntun á eignum til sölu, enda eftirspurnin meiri en framboðið. Eg geri mér því vonir um, að þessi parhús selj- ist fljótlega, enda falla þau vel að markaðnum, eins og hann er nú.“ Lóðaút- hlutun í Mos- fellsbæ UM 70 umsóknir bárust í tæplega 60 lóðir, sem Mosfellsbær auglýsti fyrir skömmu. Þessar lóðir eru í miðju uppdráttarins, sem myndin er af, en lóðirnar liggja í svonefndu Höfðahverfi, sem er í vesturhluta Mosfellsbæjar. MOSFELLSBÆR auglýsti fyrir skömmu tO úthlutunar lóðir undir íbúðarhús í svonefndu Höfða- hverfi, sem er í vesturhluta bæjar- ins. Við Rituhöfða verður úthlutað 7 einbýlishúsalóðum og 10 par- húsalóðum, sem verða byggingar- hæfar í desember nk., við Hrafns- höfða verður úthlutað 12 raðhúsa- lóðum, sem einnig verða bygging- arhæfar í desember nk. og við Spóahöfða verður úthlutað 12 ein- býlishúsalóðum og 14 raðhúsalóð- um, sem verða byggingarhæfar 1. júlí á næsta ári. Að sögn Tryggva Jónssonar, bæjarverkfræðings í Mosfellsbæ, bárust um 70 umsóknir um þessar lóðir, sem eru tæplega 60. Fleiri en ein umsókn kom um sumar lóð- irnar en engar umsóknir um aðrar. „Þetta er fyrsta nýja úthlutunin á íbúðarhúsalóðum í Mosfellsbæ í tvö ár og því var sennilega fyrir hendi einhver uppsöfnuð eftir- spurn," sagði Tryggvi. „Búið er að mestu að byggja á þeim lóðum, sem úthlutað var í bænum fyi-ir tveimur árum, þannig að þörf fyrir nýjar lóðir var orðin brýn.“ „Það er samt ekki svo, að ekkert hafi verið byggt í bænum að und- anförnu, því að byggingafyrirtæk- ið Álftárós hefur byggt mikið á því svæði, sem því hafði verið úthlutað í Hlíðahverfi," sagði Tryggvi enn- fremur. Tryggvi sagði að lokum, að tölu- vert væri til af lóðum undir at- vinnuhúsnæði í Mosfellsbæ. „Það eru til lóðir undir bæði verzlanir, skrifstofur og iðnfyrirtæki á ný- deiliskipulögðum svæðum á svokölluðu Meltúni, við nýja Vest- urlandsveginn og svo loks í Hlíða- hverfinu," sagði hann. „Þær lóðir, sem liggja að Vest- urlandsvegi tengjast miðbæ Mos- fellsbæjar og þær má því kalla miðbæjarlóðir. Þær liggja þar að auki nærri þjóðveginum. Þetta gefur þeim aukið gildi fyrir verzl- un og þjónustu.“ Kjarna Þverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbæ, If Sími 586 8080, símbréf 586 8081/566 8532. Netfang: kjarni@mmedia.is Ástríður GrímSdóttir, hdl. lögg. fasteignasalí, Þorbjörg I. Jónsdóttir, hdl. Sighvatur Lárusson, sölumaður. i Einbýli fi 3ja -4ra herb. Leirutangi Höfum í einkas. steinhús á besta stað i bænum, neðst í götunni. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni, 169 fm m. tvöf. 69 fm bílsk. m. geymslu- lofti og hurðaopnurum. 4 svherb., flísal. forst. og stofa, parket á borðst., eikarinnr. í eldh. og korkur. Baðherb. og gestasnyrt- ing eru nýstands. með flísum í hólf og gólf ásamt nýrri innr. Sauna innaf baöherb., og 80 fm baðstloft. Lóðin er 1300 fm m. heit- um potti, timburpöllum og búið er að slá upp 35 fm garðskála. Hiti í heliul. innk., „mega" útsýni. Fráb. eign á besta stað við leirvoginn. Ahv. 1,2 m. V. 17,5 m. 1004 Reykjavegur. Gott steinh. m. stór- um verðlaunagarði. 150 fm með 42 fm bíl- skúr. 4 stór herbergi, möguleiki á að hafa iitla séríbúð. Hellulögð innkeyrsla, gróður- hús í garði. Lítiö áhv. V 14,7 m. 1063 Hæðir Dvergholt Á besta stað í bænum. Stutt í skóla íþróttahús og verslanir. Höf- um í einkasölu stóra 146 fm neðrihæð í tvíbýli. 3-4 svefnh., sérgarður, áhugaverð eign. Ákveðin sala, eigandi hefur fundið annað.l Áhv. 1,8 m. V. 8,8 m. 1062 Parhús - Raðhús Byggðarholt Höfum í einkas. 143 fm Skeljatangi - Permaform vor- um að fá í sölu 3ja herb. 84 fm góða íbúð. 2 svefnh., geymsla, baðh. með kari, eldh. & borðkrókur stúkuð af með léttum vegg. Sérinngangur, útigeymsla. Áhv. 3,2 m. V. 7,4 m. 1066 Bjartahlíð Stór og góð 106 fm íbúð á 2 h. Flísai. forstofa, baðh. flísalagt í hólf og gólf, stór stofa með flísalagðri sólstofu, góðar eldhúsinnr., rúmgóð svefnh. með rnjög góðum skápum. Stórar suðursvalir. Áhv. 3,0 m. V 8,6 m. 1061 Kjalarnes Furugrund Timburhús á stórri lóð.Vorum að fá I einkasölu nýtt 124 fm einbýli á einni hæð, með 3000 fm lóð. Byggingaréttur fyrir t.d. hesthús eða geymslu. 3-4 svefnh., góðar eldhúsinnr. steypt bilskúrsplata. Frábært útsýni, miklir mögul. Ákveðin sala, eigandi hefur þegar keypt annað! Áhv. 6,6 m. V. 11,9 m. 1056 Esjugrund - Einbýli Höfum r söiu 134 fm timbureinbýli með 50 fm bílskúr. 5 svefnherbergi, parket á holi og stofu, góð innr. I eldhúsi. Húsið stendur ( botnlanga, góður garður, gott útsýni. Áhv. 8,0 m. V. 13m. 1040 raðh. m. 33,3 fm bílsk. Stór stofa, parket á holi og gangi, 3-4 svherb., falleg beykiinnr. í eldh., flísal. baðherb. fallegur trjágarður, hellul. innk. Lltið áhv. V. 12,5 m. 1047 Krókabyggð - Endaraðhús Gott 108 fm endaraðh. á þessum eftirs. stað. 2-3 svefnh. góðir skápar, flísar [ forst., nýtt parket á stofu og eldh., bjart bað með flísum og kari, stórt milliloft með glugga. Áhv. 5,0 m. V 10,3 m. 1058 Draumur dalbúans! !! Við höfum fengið á sölu „Draum dal- búans“ sem er 150 fm einb. með tæpum hektara lands á góðum stað í Mosfellsdal. Byggingaréttur fyrir nánast hvað sem er. Það er nú eða aldrei sem þú kemst í dal- inn, í gott hús með möguleika. Áhv. 6,3 m. V 13-14 m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.