Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1998, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Vanda Sigurgeirsdóttir hættir með landsliðið og tekur við KR-ingum Héttþettavera draumastarfið „ÉG hélt að starf landsliðs- 4 þjálfara væri draumastarfið, en þegar á hólminn var komið komst ég að öðru,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, sem um næstu mánaðamót tekur við þjálfun KR, íslandsmeist- ara kvenna í knattspyrnu, af Ömu Steinsen, en um leið rennur út tveggja ára samn- ingur Vöndu við KSÍ um þjálf- un landsliðs kvenna. Þetta snýst allt um persónuleika þjálfara og ég hef heyrt fleiri 'tala um að þeir finni sig ekki í starfí landsliðþjálfara, þar sem þeir fá takmarkaðan tíma til að þjálfa og lagfæra ýmislegt hjá einstak- lingum á þann hátt sem hver þjálf- ari hefur hugmyndir um. Lands- liðsþjálfari fær lítinn tíma með liðið hverju sinni og fær litlu breytt og tíminn fer aðallega í liðsheildina og skipulagninu á hverjum leik fyrir sig. Eg vil vinna meira með fólk og finn að þjálfun félagsliðs hentar mér betur en að vera með lands- lið.“ Þá segir Vanda að það hafi haft mikið að segja um þá ákvörðun sína að endumýja ekki samninginn ^við KSÍ að hún á von á bami á næstu vikum og ekki gangi að vera langdvölum utan landsteinanna eins og raunin hafi verið sl. ár. Vanda var frá 1989 leikmaður og síðar þjálfari hjá Breiðabliki, allt þar til hún lagði keppnisskóna á hilluna haustið 1996. Þennan tíma varð hún Islandsmeistari öll árin að undanskildu 1993 er KR-ingar bára sigur úr býtum. Á þeim þrem- ur áram sem hún þjálfaði Breiða- blik jafnhliða því að leika með lið- inu tapaði liðið aðeins einum leik undir stjóm Vöndu, í undanúrslit- um bikarkeppninnar 1995. Vanda segir að þrátt fyrir þessa sögu hafi ekki verið erfitt að gera samning rifið KR. „Ég get ekki látið það hefta þjáílfaraferil minn að hafa leikið og þjálfað með einum af andstæðing- unum. Breiðablik hefur í dag færan þjálfara sem náð hefur góðum ár- angri og þess vegna vantaði Blika ekki þjálfara. Ekki gat ég sett þjálfarastarfið í salt úr því svo var. Þegar tilboð barst frá KR fannst mér mjög spennandi að taka því. Ég hlakka mikið til að hefjast Morgunblaðið/Kristinn VANDA Sigurgeirsdóttir, nýráðin þjálfari íslandsmeistara KR, Björgólfur Guðmundsson, formaður knatt- spymudeildar KR, og Karólína Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KR, er samningurinn við Vöndu var undirritaður. handa og vera með félagslið á nýj- an leik. Það felst mikil áskoran í að taka við KR-liðinu, þar era góðir knattspymumenn og ég bíð spennt eftir að hefjast handa og hafa margar æfingar," segir Vanda og hlær. Hún segist ennfremur reikna með að hópurinn hjá KR verði nær óbreyttur. „Ragna Lóa Stefáns- dóttir er reyndar hætt og flutt til Englands og þá er Olga Einars- dóttir búsett í Noregi og ósennilegt að hún verði með. Að öðra leyti reikna ég með sama hópi og síðasta sumar.“ Vanda segir vera bæði ángæð og óánægð með árangur landsliðsins undir sinni stjóm sl. tvö ár. „Ég hefði auðvitað viljað að við kláruð- um dæmið í undankeppni HM og næðum í lokakeppnina, en á móti kemur að við héldum okkur í öðr- um styrkleikaflokki og það er já- kvætt.“ Samningur Vöndu og knatt- spymudeildar KR er til tveggja ára. HANDKNATTLEIKUR Veldi Gumm ersbach ríðar til falls Þekktasta Þýskalands, Úrslitaleikur á Nou Camp ÚRSLITALEIKUR Evrópukeppni meistaraliða verður á Nou Camp í Barcelona 26. maí. Úrslitaleikurinn í UEFA-keppninni verður Luz Hniki-Ieikvellinum í Moskvu 12. maí og úrslitaleikur Evrópukeppni bikarhafa verður á Villa Park í Birmingham 19. maí. handknattleikslið Gummersbach, rambar nú á banni gjaldþrots í framhaldi af því að stærsti styrktarðaili liðsins hefur hætt stuðningi við það. Forráðamenn Gummersbach róa nú lífróður með aðstoð lögfræðinga til þess að bjarga félaginu, en takist það ekki á allra næstu dögum verður félagið gert gjaldþrota. Um leið verður það dæmt úr keppni í 1. deild hanknatt- leiksins og allir leikir liðsins á þess- ari leiktíð strikaðir út. Þýska handknattleikssambandið setur félögum mjög strangar reglur um að þau geti sýnt fram á að þau standi undir þeim fjárhagsskuld- bindingum fyrir hvert keppnistíma- bil. Þegar leiktíðin hófst fyrir tæp- um mánuði vora blikur á lofti hjá Gummersbach en þá eins og nú stóðu vonir um að félagið gæti rétt úr kútnum. Nú virðist hins vegar fátt benda til þess að svo verði og Gummersbach, sem oftast allra liða hefur orðið þýksur meistari, tilheyri sögunni á næstu vikum. Þetta yrði önnur leiktíðin í röð þar sem félag heltist úr lestinni á miðri leið, en í fyrra var Rheinhausen gjaldþrota á miðju tímabili. Tveir íslendingar hafa leikið með Gummersbach - Kristján Arason, sem varð þýskur meistari með lið- inu 1988, og Júlíus Jónasson. FOLK ■ RONNY Johnsen, vamarmaður Man. Utd., leikur ekki með Noregi gegn Slóveníu á laugardaginn vegna meiðsla á ökkla. Claus Lundekvam, varnarmaður hjá Southampton, kemur í norska landsliðshópinn fyrir Johnsen. ■ LYUBOSLAV Penev, landsliðs- maður Búlgaríu, gefur ekki kost á sér í landsliðið lengur, segir að það sé kominn tími til að yngja upp. Hann er 32 ára og leikur með Celta Vigo á Spáni. „Okkar kyn- slóð hefur gefið allt sem hún getur iyrir búlgarska knattspymu og nú er kominn timi til að yngri leik- menn taki við af okkur,“ sagði Penev. ■ PAULO CESAR Carpeggiani, sem var landsliðsþjálfari Paragu- ay á HM í Frakklandi, er talinn líklegastur til að taka við þjálfun Espanyol á Spáni. Marcelo Bielsa, sem nú þjálfar Espanyol, tekur við argentínska landsliðinu í desem- ber. ■ LEEDS, sem er án knatt- spymustjóra eftir að George Gra- ham fór til Tottenham, er á hött- unum eftir Martin O’NeiI, stjóra Leicester City. Leeds má þó ekki ræða við O’Neill nema með sam- þykld stjómar Leicester og það hefur hins vegar ekki verið gefið enda vill félagið halda honum. Da- vid O’Leary og Eddie Gray munu sjá um að stjóma Leeds-liðinu tímabundið eða þar til nýr knatt- spymustjóri verður ráðinn. ■ JOE Kinnear, knattspyrnu- stjóri Wimbledon, hefur ekki enn gefið upp alla von um að fá fram- herjann Nathan Blake frá Bolton. Blake, sem er 26 ára, var keyptur frá Sheffield United fyrir 1,2 millj- ónir punda 1995. Hann var marka- hæsti leikmaður Bolton í úrvals- deildinni í fyrra með 12 mörk. Col- in Todd, knattspyi-nustjóri Bolton, er hins vegar ekki áfjáður í að selja hann nema fyrir minnst þrjár milljónir punda. ■ WIMBLEDON hefur boðið 1,5 milljónir punda í sænska landsliðs- manninn Johan Mjállby frá AIK í Stokkhólmi. Eftir að Mjallby skor- aði i landsleiknum við Englend- inga í síðasta mánuði vildi um- boðsmaður hans hækka verðið upp í 3 milljónir punda. Joe Kinnear segir það einfaldlega of hátt verð. ■ ELFI Eder sldðakona sem hætti í austurríska landsliðinu á síðasta ári vegna ágreinings við austurríska sambandið, ætlar að keppa í vetur fyrir eyríkið Grenada í Karíbahafinu. Hún er 28 ára og sigraði í svigi heimsbik- arsins 1996 og varð önnur í sömu grein á Olympfuleikunum í Lil- lehammer 1994. Eder er með tvö- falt ríkisfang og gat því sótt um keppnisleyfí fyrir Grenada og fékk það. Tveir aðrir skíðamenn hafa farið þessa leið. Marc Girardelli, sem keppti á sínum tíma fyrir Lúxemborg, og Claudia Riegler, sem keppir íyrir Nýja-Sjáland. ■ TVEIR íþróttamenn frá Trini- dad og Tobago hafa verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Samveldis- leikunum í Kuala Lumpur í síð- asta mánuði. Stephen Alfred, hjól- reiðamaður, varð uppvís að notkun stera og Rustam Khan, skotmað- ur, notaði propanol. ■ MIKLOS Feher, nítján ára sóknarleikmaður, hefur verið val- inn í landsliðshóp Ungveija fyrir Evrópuleiki gegn Azerbaijan og Rúmeníu. Feher leikur með portú- galska liðinu Porto.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.