Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRJÁLSÍÞRÓTTIR Langþráður draumur að veruleika FH-ingar fengu í vor langþráða ut- anhússaðstöðu til æfinga og keppni á íþróttasvæðinu í Kapla- krika, en um árabil hafði félagið þurf't að æfa við fábreyttar aðstæðui- utan- húss og margir af keppnismönnum þess sóttu æfíngar á Laugardalsvöll í Reykjavík þar sem mun betri að- staða var fyrir hendi. A vellinum í Kaplakrika er nú einn besti frjálsí- þróttavöllur landsins sem frjálsí- þróttadeild FH hefur fyrir sig. Þar 400 metra hlaupabraut með sex keppnisbrautum, auk aðstöðu til allra tegunda stökkva. Hlaupa- og kast- brautimar eru upphitaðar og klædd- ar besta gerviefni sem völ er á. Ólíkt frjálsíþróttavellinum í Laugardal þá er svæði kastara hjá FH-ingum í beinum tengslum við frjálsíþrótta- völlinn sem óneitanlega hefur mikla kosti bæði við mótshald og æfíngai'. „Þessi aðstaða er algjör bylting fyrir okkar og við höfðum beðið lengi eftir henni,“ segir Eggert Bogason einn stjórnarmanna í frjrálsíþrótta- deild FH og kastþjálfari félagsins. „Við höfðum enga aðstöðu fyrir og ljóst var að deildin gæti ekki haldið lengur úti starfí ef engin breyting yrði á. Nú höfum við hins vegar fengið aðstöðu eins og hún gerist best og nú á ekkert að vera því til fyrirstöðu að haldið verði áfram því uppbyggingarstarfi sem átt hefur sér stað innan deildarinnar." Eggert segir kastsvæðið hafa vak- ið mikla athygli og m.a. hafí lands- liðsþjálfari Svía komið hingað til lands í vor og látið í ljós áhuga á að koma með lið sitt hingað til lands og æfa í aðstöðu FH-inga um tíma. Hvort af því verður sagðist Eggert ekki vita en ljóst væri að meðmæli Svíans væru mikilvæg og sýndu að þeir sem lögðu mikla vinnu á sig við gerð vallarins hefðu skilað góðu starfi. Auk vallarins, sem deildin tók þátt í að gera ásamt Hafnarfjarðarbæ, hefur hún byggt upp aðstöðu sem er í senn félagsaðstaða og húsnæði til þrek- og styrktaræfinga og er í ná- grenni vallarins. Fengið var gamalt hús sem var að hruni komið og það endurbyggt. „Húsið var alveg ónýtt,“ segir Eggert. „Við endur- byggðum það alveg að ytra byrði, skiptum um einangrun, rakavamar- lag og klæddum alla veggi auk þess að leggja rafmagns- og vatnslagnir upp á nýtt. Síðan keyptum við meira af lyftingatækjum til viðbótar við það sem til var. Tækin keyptum við af líkamsræktarstöð sem lagði niður starfsemi síðastliðið vor.“ Eggert segir að það hafí tekið tíu vikur að endurbyggja húsið og allt ÚRSLIT Knattspyma Riðlakeppni unglingalandsliða í Frakklandi. ísland - Hvíta-Rússland.........1:1 Ingi Hrannar Heimisson skoraði markið ís- lands með skalla rétt fyrir Ieikslok, eftir sendingu frá Marel Baldvinssyni. H-Rússar skoruðu sitt mark á síðustu mín. fyrri hálf- leik. Einum þeirra var vísað af leikvelli á 70 mín. og sóttu íslensku strákarnir grimmt eftir það. Frakkland - Lettland............4:0 • Frakkar eru með 6 stig og íslendingar 4. Þjóðirnar mætast í úrslitaleik á morgun. Blak 1. deild kvenna: Víkingur - Þróttur R...............3:1 (15:8,15:13,13:15,15:1). Körfuknattleikur Bikarkeppni, Eggjabikarinn: Grindavík - Þór Ak..............81: 78 ÍS - Njarðvík...................69:118 ÍR - Keflavík ..................54:111 Snæfell - Haukar................92: 90 Stjarnan - KR ...................61: 72 • í kvöld leika Skaliagrímur - Tindastóll, Þór Þorlákshöfn - ÍA og KFÍ - Valur. hafí verið unnið í sjálfboðavinnu. „Það er algjörlega nauðsynlegt að hafa þessa aðstöðu í nágrenni vallar- ins, enda eru félagsmenn duglegh- að notfæra sér hana. Þá hafa hand- knattleiksmenn einnig fengið afnot af fyftingaaðstöðunni. Eg skaut á það að gamni mínu að miðað við taxta þá hefði endurbygg- ing húsins kostað um sjö milljónir auk þess sem tækin eru metin á tvær milljónir.“ Þrátt fyrir þetta skuldar frjálsíþróttadeildin ekki krónu að sögn Eggerts. „Nokkrh’ einstaklingar hafa lagt nótt við dag af hugsjón við að byggja upp frjálsíþróttadeild FH, þeir eru að vísu ekki margir en hafa skilað óhemju vinnu. Þá koma unglingarnir inn í þetta með okkur á álagstímum. Það er sjálfboðaliðsvinnan sem gildir í þessu, við skuldum ekkert." ÞAU hafa staðið í eldlínunni og standa enn, f.v. Ragnheiður Ólafsdóttir yfirþjálfari, Sigurður Haraldssoi þjálfari og stjórnarmaður, og Magnús Haraldsson stjórnarmaður. Hafnarfjörður hefur öðru fremur verið þekktur fyrir það í íþróttalífi þjóðarinnar að ala upp marga af fremstu handknatt- leiksmönnum þjóðarinnar og eiga eitt sig- ursælasta handknattleiksliðið, FH. A síð- ustu árum hefur FH-ingum vaxið ásmegin í frjálsíþróttum og nýverið urðu þeir bik- armeistarar í áttunda sinn á síðustu 11 ár- ------y—-.................................. um. Ivar Benediktsson heimsótti frjáls- íþróttamenn í Firðinum og rabbaði við þá sem eru í eldlínunni. Það er hvorki fjölmennur né há- vær hópur sem stendur á bak við velgengni FH á síðustu árum, sem skilað hefur bikarnum í hús í sjö skipti af síðustu átta árum, sigur í karlakeppninni 11 ár í röð og í kvennabikarnum í fyrra, en í ár voru IR-ingar hlutskarpastir í kapphlaupinu um þann bikar. Stiga- keppni bikarkeppninnar var mjög hörð og skemmtileg þetta árið á milli FH og ÍR. Að loknum fyrri degi hafði FH náð góðri forystu sem það náði að halda vel á síðari degi og vinna með 10 stiga mun, fékk 236 stig. Fyrst og fremst hefur verið byggt á þvi fólki sem alið er upp hjá félaginu auk þess unnið hef- ur verið gott starf með börn og ung- linga. Það er, að mati Ragnheiðar Olafsdóttur aðalþjálfara og Sigurð- ar Haraldssonar formanns, helsta ástæðan fyrir velgengninni. Áfram verði haldið á sömu braut og að þeirra mati er sú braut líklegri til að skila fleiri sigrum og bikurum í hús á næstu árum, því hollt sé heima hvat. Bræðurnir Sigurður og Magnús Haraldssynir hafa verið í farar- broddi liðsins og hjónin Ragnheiður Ólafsdóttir og Eggert Bogason hafa haft umsjón með þjálfun með aðstoð frá fleirum auk þess sem Eggert hefur setið í stjórn. Félagsmenn hafa unnið mikið sjálfboðaliðastarf og jafnvel sett sig persónulega í skuldir til þess að byggja upp að- stöðu og má þar nefna kaupin á lyft- ingatækjum til þrek- og styrktaræf- inga. Sjálfboðaliðsvinnu við bygg- ingu íþróttavallarins meta menn á annan tug milljóna og er þá ótalin sú vinna sem fór í að byggja upp fé- lags- og lyftingaaðstöðu í nágrenni vallarins, þar sem gamalt hús var endurnýjað nær því frá grunni. Fyrst og fremst hefur það verið eldmóður félagsmanna sem hefur öðru fremur byggt upp öfluga sveit frjálsíþróttamanna sem ekki ein- ungis eru á meðal þeirra fremstu hér á landi á stærri mótum heldur einnig hefur verið hlúð að þjálfun barna og unglinga og athygli þeiira vakin á gildi hollrar hreyfíngar. Það hefur skilað sér í sterkum sveitum á Meistaramótum barna og unglinga og skemmst er að minnast yfir- burðasigurs sveitar FH á Meistara- móti 14 ára og yngri í sumar, þar sem yfirburðirnir voru fáheyrðir. Árangur og metnaður Sigurður hefur verið formaður sl. fímm ár og tók hann við af föður sínum, Haraldi Sigfúsi Magnússyni, sem hafði verið formaður í rúma tvo áratugi. „Það er fyrst og fremst árangur og metnaður sem rekur mig áfram í þessu,“ segir Sigurður. „Auk þess hef ég mjög gott fólk með mér. Eg væri löngu hættur ef hugsunarhátt- ur þjálfara og iðkenda væri ekki á sömu lund, allir vilja ná árangri og stefna ótrauðir áfram með bros á vör. Einnig hefur það hvatt okkur HLUTI af íþróttasvæðinu f Kaplakrika, fjærst er frjálsíþróttavöllurinn og húsið næst frjálsíþróttavellinum er þrek- og félagsaðstaða frjálsíþróttam; hús um rúmlega 100 fermetra. Sú bygging auk endurbyggingar hússins sjálfboðavinnu félagsmanna. áfram að síðustu ár höfum við verið að vonast eftir betri aðstöðu og maður hef- ur ekki viljað slaka á klónni fyrr en hún væri komin í höfn.“ Sigurður segir að unglinga- og barna- starfíð hafi alltaf verið gott og það hafi skilað sér í nær óslitinni sigurgöngu síð- ustu ellefu ár. „Við rufum sigurgöngu ÍR 1988, við því bjuggust eflaust fæstir eftir að hafa verið að fara á milli deilda. Frá þessum tíma höfum við verið í fremstu röð og ég tel að enginn hafí reiknað með því að sigurganga okkar yrði svo löng sem raun ber vitni, ekki síst eftir það sem á undan var gengið. Nægur efniviður Efniviðurinn hér er góður, hingað streyma unglingarnir vegna þess að þeir vita að hér fá þeir góða þjálfun auk þess sem við reynum að koma til móts við þarfír þeirra með félagsaðstöðu, þannig að þeir mæti ekki bara á æfing- ar og fari síðan heim. Þannig er sam- heldni og áhugi allra vakinn og félagið verður þeim kært. Þeir eru líka dugleg- ir að gera ýmislegt saman. Rakel Gylfa- dóttir hefur unnið afar gott starf með börn og unglinga hjá okkur á síðustu misserum." Sigurður segir það ekki vera aðalat- riðið að vinna sem flestar greinar og vinna þau mót sem tekið sé þátt í heldur skipti máli að þátttakendur séu ánægðir og sýni framfarir og hafí metnað. Fram- farir eru forsenda þess að einhver taki þátt hvort sem það er í keppni eða að vera í stjórn." Sigurður segir að sigurinn í bikar- keppni FRÍ síðsumars hafí gefið mikið, þar hafi samstaðan og einhugurinn skil- að sigri. „Við áttum ekki að vinna, við vorum ekki sterkari á pappírunum og fáir bjuggust við okkar sigri.“ Ákveðið að skulda ekki Nú þegar langþráð aðstaða er risin, bæði með vellinum og þreksalnum við Hollt er heima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.