Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA 1998 I FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER BLAD Blatter mætir til leiks SEPP Blatter, forseti alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, kemur til Islands til að fylgjast með Evrópuleik Is- lendinga og Rússa á Laugar- dalsvellinum á miðvikudaginn kemur. Blatter mun m.a. ræða við tvo ráðaherra - Halldór Áskelsson utanríkisráðherra og Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, á meðan á dvöl hans stendur hér á landi. Blatter var kjörinn forseti FIFA á ársþingi sambandsins sem var í Frakklandi í sumar þegar HM stóð yfir. Hann hafði verið framkvæmdastjóri sambandsins um tvo áratugi. Sjónvarpað til Moskvu LEIKUR íslands og Rússlands á Laugardalsvellinum á mið- vikudaginn kemur verður kl. 17.45. Astæðan fyrir því að ekki verður leikið um kvöldið er að leiknum verður sjón- varpað beint til Moskvu, kl. 21.45 að staðartíma. Þýska fyrirtækið UFA, sem á sýn- ingarrétt frá heimsleikjum Is- lands í Evrópukeppni lands- liða, óskaði upphaflega eftir því að leikurinn færi fram kl. 16. Knattspyrnusamband ís- Iands mótmælti þeim tíma, þannig að samkomulag var að leikurinn færi fram kl. 17.45. Ellefu stiga frost í Armeníu ÞEGAR landsliðshópurinn í knattspymu kemur til Armem'u kl. 21.50 að staðartíma í kvöld (kl. 16.50 að fel. tíma) verður ellefu stiga frost í Jerevan sam- kvæmt veðurspá. Þegar 21 árs landsliðið leikur á morgun í borginni Gjumri, sem er ura 100 km fyrir norðan Jerevan, verður léttskýjað og sextán stiga hiti. Það verður orðið svalt þegar a-landsliðið leikur í Yerevan kl. 18, en þá er reiknað með að fimm til sex stiga frost verði í lok leiksins. Morgunblaðið/Kristinn ÞAD var létt yfir landsliðshópnum á Hótel Loftleiðum í gær. Birkir Kristinsson liggur á borði, en aðrir eru Hermann Hreiðarsson, Tryggvi Guðmundsson og Árni Gautur Arason. Skipt um tvo varnarmenn Meiðsl tveggja lykilmanna gerir það að verk- um að Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, verður að gera mannabreytingar í vörninni í leiknum á móti Armeníu á Razdan-leik- vanginum í Jerevan á morgun. Hann sagði við Morgunblaðið að alltaf væri slæmt að missa góða menn en maður kæmi í manns stað og hann treysti sínum mönnum til að gera það sem þyrfti að gera. Eyjólfur Sverrisson var fyrirliði og stjórnaði vörninni í tveimur síðustu leikjum, í vináttuleik á móti Lettlandi um miðjan ágúst, sem vannst 4:1, og í 1:1 Evrópuleiknum á móti heimsmeisturum Frakklands. Hann var skorinn upp fyrir skömmu og missir því af leiknum í Armeníu á morgun og á móti Rússlandi á Laugardalsvelli á miðvikudag en Sigurður Jónsson, sem er að byrja aftur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan um miðjan ágúst, tekur stöðu hans. Pétur Marteinsson hefur eflst með hverjum leik og gegndi veigamiklu hlutverki í vörninni fyrir framan Eyjólf í fyrrnefndum leikjum en hann verðm- fjarri góðu gamni á morgun vegna nárameiðsla. Sigurður Orn Jónsson kom inní hópinn í staðinn en gera má ráð fyrir að Steinar Adolfsson taki stöðu Péturs á morgun. „Það er alltaf slæmt að missa góða menn en ekki er þar með sagt að aðrir geti ekki gegnt hlutverkinu,“ sagði Guðjón við Morgunblaðið í gær. ,AHir leikmennimir í hópnum vita hvað við erum að gera og því kemur þeim ekkert á óvart í þessu efni en samt er því ekki að neita að þessar óhjákvæmilegu breytingar geta haft einhver áhrif. Fyrir liggur að Sigurður fer í stöðu sem hann þekkir mjög vel en hann hefur ekki spilað lengi og það getur oft verið erfitt að byrja á ný. Eg hef ekki gert upp við mig hver fer í hlutverk Péturs en þetta á ekki að vera vandamál." ■Vilja sjá / C4 BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur tilkynnt forráðamönnum Norrköping í Svíþjóð að hann verði ekki áfram hjá félaginu. „Við hjónin höfum tekið þá ákvörðun að flytja aftur heim í haust og ég stefni á að leika með liði í efstu deild íslandsmótsins næsta sum- ar, en Kristinn, sonur okkar, byi'jar í skóla eftir ár,“ sagði Birkir við Morgunblaðið í gær. „Síðasti leikur liðsins í Svíþjóð verður fyrstu helgina í nóvember og við komum fljótlega eftir það en samningur minn rennur út í lok nóvember." Birkir fór til Brann í Noregi eftir tímabilið hér heima 1995 en skipti yfir í Norrköping á liðnum vetri. Sænska félagið er vel sett með markverði, á sænsku landsliðsmarkverðina í ungmennaliðinu, piltalandsliðinu og drengjaliðinu en vildi gera nýjan samning við Birki, þó hann hafi lítið sem ekkert fengið að leika með liðinu. „Félagið bauð mér samning fyrr í sumar og þá var ég því ekki afhuga en það er ekki inni í myndinni lengur. Við komum heim og síðan huga ég að framhaldinu - hvar ég spila - eftir landsleikinn við Rússa.“ Sigurður Örn í stað Péturs PETUR Marteinsson fer ekki með landsliðinu til Armeníu árdegis í dag vegna meiðsla og var Sigurður Orn Jónsson í KR valinn í staðinn. Pét- ur verður áfram í meðferð hjá sérfræðingum í Reykjavík og vonast til að geta leikið á móti Rússum á miðvikudag. „Það er hundfúlt að geta ekki farið með en svona er þetta, ég er ekki til- búinn,“ sagði Pétur við Morgunblaðið eftir morgunæfinguna í gær. Hann hefur verið í með- ferð siðan hann kom til landsins, er á bólgueyð- andi lyfjum og fær hljóðbylgjur með reglulegu millibili, og er betri í náranum en ekki nógu góður til að spila. „Við tökum enga áhættu og ég tók þessa ákvörðun í samráði við Sigurjón Sigurðsson, lækni landsliðsins, og Guðjón Þórð- arson, landsliðsþjálfara. Skynsamlegast er að taka því rólega en stefnan er að vera tilbúinn fyrir Rússaleikinn." Pétur meiddist á nára í liðinni viku og getur ekki enn tekið á á fullu. Birkir á heimleið FRJÁLSÍÞRÓTTIR: GLÆSILEG ADSTAÐA FH-INGA í KAPLAKRIKA / C2,C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.