Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1998 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 4. NOVEMBER BLAÐ Leeds, Southampton og Nott. Forest hafa áhuga á Arnari Gunnlaugssyni Dýrt vara- lið hjá New- castle Varalið Newcastle United í Englandi, sem lék í gær, var stjörnum prýtt og í byrjunarliðinu voru átta landsliðsmenn. Þjóðverjinn Diet- mar Hamann er að ná sér af meiðslum og var í liðinu í gærkvöldi og sömu sögu er að segja af Frakkanum Steph- ane Guivarch, sem vonast til að út- sendarar einhverra félaga sjái hann í stuði og kaupi, en hann er að hugsa um að hafna boði Glasgow Rangers. Temuri Ketsbaia, John Barnes og Alessandro Pistone eru allir að reyna að komast í aðallið- ið og þannig mætti lengi telja. Sé áætl- að kaupverð á leik- mönnum varaliðs Newcastle reiknað kemur í ljós að það kostar rétt ríflega tvo milljarða króna. Arnar metinn á 350 milljónir COLIN Todd, knattspyrnustjóri Bolton, hefur áhyggjur af því að hann geti hugsanlega misst Arnar Gunnlaugsson frá félaginu, en þrjú lið í úrvals deildinni hafa sýnt honum áhuga. Það er ekki langt síðan Bolton seldi Nathan Blake til Black- burn fyrir 4,25 milljónir punda (tæp- ar 500 milljónir króna) og nú virðist sem áhuginn beinist að Arnari. Sout- hampton, Leeds og Nottingham For- est hafa áhuga á honum samkvæmt því sem fram kemur á netútgáfu Daily Mail í gær. Þar segir að Amar hafi komið frá Akra- nesi og að þetta sé annað árið hans hjá Bolton en upphaflega hafí verið gerður þriggja ára samningur. Einnig kemur fram að Arnar sé metinn á um þrjár milljónir punda, sem er um 350 milljónir króna, og vitað sé að Leeds eigi lausafé til kaupanna. Forest bíður eftir að selja Pierre van Hooi- jdonk og Southampton lítur á Arnar sem ódýrari kost en Matt Jansen hjá Crystal Palace, en Terry Venables vill fá um 5 milljónh- punda fyrir hann. Todd vill halda í Arnar, sem yrði dýrasti knattspymumaður Islands ef hann yrði seldur fyrir áðurnefnda upphæð. Hann hef- ur þó ekki mikla peninga á milli handanna þannig að hann mun eiga erfítt með að neita freistandi tilboði. Bjarki til Preston North End? Á síðu Preston North End er sagt frá því í gær að David Moyes, knattspymustjóri félagsins, hafí áhuga á að fá Bjarka Gunn- laugsson, en hann leikur með Brann í Nor- egi. Moyes vill fá hann til reynslu og er talið að vilji hann kaupa Bjarka muni hann kosta um 250 þúsund pund, um 29 milljónir króna. Preston North End vill Bjarka Hlynur áfram með ÍBV HLYNUR Stefánsson, fyrirliði fslands- og bikar- meistara ÍBV hefur ákveðið að halda áfram í slagnum næsta ár, en hann hefur legið undir feldi að undanförnu. Þetta eru mikii gleðitíðindi fyrir Eyjamenn því HQynur hefur átt stóran þátt í vel- gengni ÍBV undanfarin ár og varð m.a. hæstur í einkunnargjöf Morgunblaðsins á nýliðnu keppnis- tfmabili. „Ég á eitt ár eftir að samningi mínum við ÍBV og ákvað að standa við hann eftir að hafa fengið tækifæri til þess að slaka á með fjölskyldunni í tvær vikur utanlands að loknu annasömu keppnis- tímabili," sagði Hlynur í gær. „Það réði einnig miklu um ákvörðun mína að verulegur metnaður er fyrir hendi hjá stjórn fé- lagsins og þjálfara að halda áfram á þeirr braut sem félagið hefur verið undanfarin ár og vera í fremstu röð. Eftir að hafa verið lengi f knattspyrn- unni án þess að vinna marga titla þá er erfitt að hætta þeg- _____________ ar maður er loks kominn í sig- urlið,“ bætti Hlynur við. Hlynur var um síðustu helgi útnefndur besti leikmaður liðs- ins á uppskeruhátíð félagsms. ívar Bjarklind verður einnig áfram í herbúðum Eyjaliðsins, sem hefur fengið góðan liðs- styrk. Baldur Bragason, mið- vallarleikmaður, sem lék með Leiftri, hefur gengið til liðs við Eyjamenn. Hlynur sagði að forráðamenn liðsins hefðu í hyggju að styrkja liðið enn frekar. Markahrókurinn Steingrím- ur Jóhannesson, sem var hjá Frankfurt í Þýskalandi á dög- unum, er nú að kanna aðstæð- ur hjá sænska liðinu Elfsborg. Viggó fýlgist með Yoon ÞAÐ verður ljóst í kvöld þegar Gummersbach og Nettelstedt mæt- ast í þýsku 1. deildarkeppninni í handknattleik hver framtíð Gum- mersbach verður. Hvort þessu fornfræga Iiðið verður bjargað frá gjaldþroti, en það er skuldum vafið. Leikmenn hafa ekki fengið laun í tvo mánuði og húsaleiga þeirra ekki borguð. Sá möguleiki hefur verið ræddur að Gummersbach losi sig við alla atvinnumeim sína og tefli fram áhugamönnum út keppnistímabilið. Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, verður á meðal áhorfenda í Gummersbach, þar sem liann mun fylgjast með Suður-Kóreu- manninum Kyung-Shin Yoon, sem hann hefur hug á að fá til sín. Morgunblaðið/Golli ARNAR Gunnlaugsson í baráttu við franska landsliðsmanninn Christophe Dugarry á Laugardalsvellinum. Arni Gautur í byrjunar- liðinu ÁRNI Gautur Arason verður í byrjunarliði Rosenborgar í kvöld þegar norska liðið mætir Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í Istanbúl. Fyrri leik liðanna í keppninni lyktaði með 3:0 sigri norska liðsins. Þá átti Árni Gautur Arason stórleik í marki Rosenborgar og bjarg- aði m.a. einu sinni á undraverð- an hátt. í framhaldinu átti hann síðan fyrirtaksleik í síð- ustu umferð norsku úrvals- deildarinnar. Eigi að síður var hann settur út úr liðinu fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Sta- bæk síðastliðinn sunnudag. Þjálfari Rosenborgar, Trond Sollied, setti þess í stað Jorn Jamtfall í markið en hann hef- ur verið aðalmarkvörður liðs- ins, en hafði verið meiddur um tíma. Jamtfall þótti standa sig illa í bikarúrslitaleiknum og hafa norskir fjölmiðlar jafnvel kennt honum um tapið og sagt þjálfara Rosenborgar hafa gert mistök með því að nota ekki Árna Gaut áfram eftir góða frammistöðu. Mikill þrýstirgur var á Soll- ied þjálfara að láta Jamtfall sitja á bekknum og láta Árna Gaut spreyta sig. M.a. var Nettavisen með skoðanakönn- um á því hvor markvörðurinn skyldi spreyta sig og voru 79% þeirra sem sendu inn svar á því að íslendingurinn ætti að standa á milli stanga marks Rosenborgar í þessum ei-fíða útileik. KNATTSPYRNA: ÞÓRDUR GUÐJÓNSSON GERIR FIMM ÁRA SAMNING VIÐ GENK/C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.