Morgunblaðið - 04.11.1998, Side 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 C 3
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
ÍÞRÓTTIR
Knattspyma
UEFA-keppnin
32 liða úrslit, síðari leikir:
Parma:
Parraa - Wisla Krakov...............2:1
Stefano Fiore 20., Bogdan Zajac 46. -
sjálfsm. - Bogdan Zajac 90. 9.000.
■Parma vann samanlagt 3:2.
Valencia:
Valencia - Liverpool ...............2:2
Claudio Lopez 45., 90. - Steve McManaman
80., Patrik Berger 85. 50.000.
San Sebastian:
Real Sociedad - Dynamo Moskva.......3:0
Darko Kovacevic 55., 75., Oscar De Paula
69. 20.000.
■Real Sociedad vann samanlagt 6:2.
Lyon:
Olympique Lyon - Crvena Zvezda......3:2
Alain Caveglia 17., 42., Christophe Cocard
40. - Goran Bunjevcevic 37., Perica
Ogndenovic 90. 35.000.
■Lyon vann samanlagt 5:3.
Mónakó:
Mónakó - AK Graz....................4:0
Franck Gava 9., 66., Robert Spehar 16., Ji-
bril Diawara 55.4.000.
■Mónakó vann samanlagt 7:3.
Brussel:
Club Brugge - Stuttgart.............3:2
Olivier De Cock 60., Gert Claessens 105.,
Alexander Ilic 115. - Frank Verlaat 76.,
Fredi Bobic 110.13.000.
■Club Brugge vann samanlagt 4:3.
Sevilla:
Real Betis - Willem II .............3:0
Finidi George 29., Benjamin Zarandona 56.,
Fernando Sanchez 89.15.000.
■Real Betis vann samanlagt 4:1.
Salerno:
Fiorentina - Grasshoppers .........2:1
Luis Oliveira 12., 39. - Mats Gren 31.
■Leikurinn var flautaður af í hálfleik vegna
meiðsla línuvarðarins sem fékk heimatil-
búna sprengju í sig úr áhorfendastúkunni.
Birmingham:
Aston Villa - Celta Vigo ..........3:1
Stan Collymore 30. - vsp. - Juan Sanchez
26., Alexander Mostovoi 34., Lubo Penev 48.
29.910.
■Celta Vigo vann samanlagt 3:2.
Ziirích:
FC Zúrich - Celtic..................4:2
Giorgio Del Signore 51., Frederic Chassot
55., Shaun Bartlett 61., Cesar Sant’Anna 75.
- Philip O’Donnell 58., Henrik Larssen 72.
15.500.
■FC Ziirich vann samanlagt 5:3.
Marseille:
Marseille - Werder Bremen .........3:2
Florian Maurice 36., Pierre Issa 52.,
Christophe Dugarry 77. - Dieter Eilts 48.,
Andreas Herzog 82. 45.000.
■Marseille vann samanlagt 4:3.
Prag:
Slavía Prag - Bologna...............0:2
- Giuseppe Signori 80., Massimo Cappioli 85.
8.827.
■Bologna vann samanlagt 4:1.
Bordeaux:
Bordeaux - Vitesse Arnhem...........2:1
Johan Micoud 9., Sylvain Wiltord 65. - Arco
Jochemsen 8. 20.000.
■Bordeaux vann samanlagt 3:1.
Leeds:
Leeds - AS Roma.....................0:0
39.161.
■Roma vann samanlagt 1:0.
Madrid:
Atletico Madrid - CSKA Sofía........1:0
Juninho 45. - vsp. 28.000.
■Atletico Madrid vann samanlagt 5:2.
Þýskaland
Schalke - Freiburg ................1:1
Jiri Nemec 25. - Steffen Korell 71. 31.450.
England
1. deild:
Crewe - Sunderland ..............1:4
Ipswich - Wolves.................2:0
Watford - Norwich ...............1:1
■ Jóhann Guðmundsson kom inn á sem vara-
maður á 46. mínútu.
W.B.A. - Crystal Palace..........3:2
Efstu liða:
Sunderland.............16 9 7 0 37:11 34
Ipswich ..............16 9 4 3 23:8 31
Birmingham ...........17 8 5 4 22:15 29
Watford................17 8 4 5 28:26 28
Huddersfield...........17 8 4 5 23:23 28
Sheffield United.......16 7 5 4 25:23 26
Grimsby ..............16 7 4 5 21:17 25
3. deild:
Plymouth - Brentford...........3:0
Handknattleikur
Bikarkeppni karla:
Breiðablik - ÍBV ...........19:31
Körfuknattieikur
Stórleikur Guðbjargar
dugði ekki
Þrátt fyrir að Guðbjörg Norðfjörð ætti stór-
leik með íslenska landsliðinu í körfuknatt-
leik í fyrrinótt dugði það ekki til sigurs á
Louisiana State liðinu í Bandaríkjunum. Há-
skólastúlkurnar sigruðu 89:51 eftir að stað-
an hafði verið 45:19 í hálfleik.
Islensku stúlkurnar fóru svo gott sem
beint í leikinn því ferðin til Baton Rouge,
þar sem leikið var, tók 21 klukkustund.
Fimm klukkustundum síðar hófst leikurinn
og má segja að stelpurnar hafi varla verið
vaknaðar í fyrri hálfleik enda staðan 45:19
er flautað var til leikhlés.
Betur gekk í þeim síðari og Guðbjörg
Norðfjörð fór á kostum í leiknum, gerði 21
stig en Anna María Sveinsdóttir var næst-
stigahæst með 8 stig. Guðbjörg hitti úr öll-
um sex vítaköstunum sínum, hitti úr þremur
af fjórum þriggja stiga skotum og úr þrem-
ur af sex tveggja stiga skotum.
Glíma
Fyrsta Landsglíman var haldin að Laugum
Reykjadag, laugardaginn 31. október 1998.
Karlar: ...................vinningar
1. Amgeir Friðriksson, HSÞ.........4
2. Ólafur Helgi Kristjánsson, HSÞ..3
2. Helgi Kjartansson, HSK..........2
4.-5. Sigmundur Þorsteinsson, Víkverja .1/2
4.-5. Pétur Eyþórsson, Víkverja .1/2
■ Arngeir sýni gamalkunna takta og stein-
lagði menn þegar þeir duttu inn í brögðin og
sigraði alla örugglega. Ólafur Helgi er vax-
andi ungur maður sem á framtíðina
framundan. Helgi Kjartansson náði sér ekki
í gang en lagði alla aðra en Arngeir sem er
lífsreyndari á svellinu.
Konur:
1. Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ............3
2. Soffía Björsdóttir, HSÞ.................2
3. Brynja Hjörleifsdóttir, HSÞ.............1
4. Hildigunnur Káradóttir, HSÞ.............0
Blak
Þróttur vann létt
REYKJAVÍKUR-Þróttarar þurftu ekki
mikið að hafa fyrir leiknum í Ásgarði í
fyrrakvöld þegar þeir skellþu Stjömunni í
þremur hrinum gegn engri í 1. deild karla í
blaki. Hrinurnar enduðu 15:7, 17:15 og 15:8
fyrir gestina sem lentu einungis í vandræð-
um í annarri hrinunni eftir að jafnt hafði
verið 14:14. Þróttarar gátu leyft sér að eiga
8 misheppnaðar uppgjafir í hrinunni og
vinna samt. Það var helst Emil Gunnarsson
sem sýndi sitt rétta andlit hjá Stjörnunni en
það var móttakan sem var fyrst og fremst
hvorki fugl né fiskur hjá liðinu og háði það
uppspilinr talsvert.
Leikmenn Þróttar komust þokkalega frá
leiknum en þeir gerðu ekki meira heldur en
þeir þurftu og andstæðingarair samþykktu.
Reyýavíkur-Þróttarar komust með sigrin-
um í efsta sæti deildarinnar með 9 stig en
þeir hafa unnið þrjá fyrstu leikina og eru
með fullt hús stiga.
HM í Japan
KONUR
A-riðill:
Holland - Kenýa ......................3:0
(15:7 15:1 16:6)
Japan - Perú .........................3:0
(15:8 15:6 15:3)
B-riðill:
ítah'a - Búlgaría.....................3:0
(15:12 15:10 15:6)
Kúba - Bandaríkin.....................3:0
(15:7 15:8 15:10)
C-riðill:
Dóminikanska lýðveldið - Þýskaland .. .3:2
(1:15 15:1115:6 7:15 17:15)
Rússland - Brasilfa ..................3:0
(15:7 15:6 15:11)
D-riðiil:
S-Kórea - Króatía.....................3:2
(15:12 9:15 15:12 7:15 15:11)
Kina - Tæland ........................3:0
(15:9 15:2 15:5)
■Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast
áfram í keppninni.
í kvöld
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Kaplakriki: FH - ÍBV.....20
KA-heimili: KA - Fram....20
Selt. Grótta/Kr - Stjarnan ... .20
Strandgata: Haukar - ÍR ... .20
Víkin: Víkingur - Valur..20
Herrakvöld Víkings
Herrakvöld Víkings verður haldið
föstudaginn 6. nóv. nk. í Víkinni,
húsið opnað kl. 19:30
• Veislustjóri: Gunnlaugur Helgason, dagskrárg.m.
• Gestur: Össur Skarphéðinsson alþ.maður.
• Skemmtiatriði: Sveinn Waage, fyndnasti maður á
*
Islandi.
• Happdræti o.fl.
Miðsala í Víkinni fímmtudaginn 5. nóv. Pantanir í símai 553 2899.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stiórnin
HANDKNATTLEIKUR/MEISTARADEILD NORÐULANDA
Gunnar skoraði
átta mörk
■■■ ■ ■ ■ ■■ ■ ■ ÆT ■ ■
Tvo til þi|u lið
með frá íslandi
■JJorráðamenn norskra og
■ sænskra félagsliða í hand-
knattleik hafa verið að velta
þeirri hugmynd
fjTÍr sér að unclan-
eZmundsson »ð setja upp
skrifar deildarkeppni með
bestu félagsliðum
Norðurlanda. Yrði fyrirkomulag-
ið þannig að tvö til þrjú bestu lið
frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku
og íslandi yi'ðu með í karlaflokki,
og yrði deildin leikin á tveimur tií
þremur mánuðum, eftir að
keppnistímabilinu lýkur og myndi
þá jafnvel hefjast í byrjun mars.
Leif Gautestad, þjálfari Runar
frá Noregi og aðstoðarþjálfain
landsliðsins, sagði í samtali við
Bergens Tidene að svona deildar-
keppni sé forsenda ft-amfai’a og
ekld síst myndi þetta styrlga félög-
in fjárhagslega og auka vinsældir
handboltans. Hann sagði jafnframt
að norska deildarkeppnin væri
ekki nógu aðlaðandi fyrir áhorf-
endur þar sem toppliðin Viking,
Sandefjord og Runar hefðu all-
nokkra yfirburði og ynnu sína leiki
yfu-leitt með 8 til 12 marka mun.
Hugmyndin um norræna deild-
arkeppni er ekki ný af nálinni,
Bengt Johansson, landsliðsþjálfari
Svía, varpaði henni fram fyrii-
nokkrum árum og hefur Gunnai-
Blombekk, hinn sænski þjálfari
Viking í Noregi, verið aðaltalsmað-
ur hugmyndarinnar og segir að
það sé raunhæfur möguleiki að
hefja slíka keppni árið 2001.
Meistardeild Norðurlanda hef-
ur einnig verið til umræðu í
kvennaboltanum en þá eingöngu
með þátttöku liða frá Noregi og
Danmörku þar sem þessa þjóðir
bera höfuð og herðar yfír aðrar
þjóðir í heiminum í dag, alltént
aði“ar Norðurlandaþjóðir.
32 liða úrslit UEFA-keppninnar
Fjögur lið
áfram frá
Frakklandi
Fjögur lið frá Frakklandi komust
áfram í 16 liða úrslit Evrópu-
keppni félagsliða í knattspyrnu í gær-
kvöldi en slíkt hefur ekki gerst áður.
Marseille vann Werder Bremen, 3:2
og 5:3 samanlagt, Bordeaux hafði
Vitesse Amhem 2:1 (3:1 samanlagt),
Lyon tók Rauðu stjömuna 3:2 (5:3
samanlagt) og Mónakó burstaði AK
Graz 4:0 (7:3 samanlagt).
Gott hjá ítölsku liðunum
Itölsku liðin stóðu sig líka vel og
eru þrjú þeirra, Panna, Bologna og
Roma, komin áfram en framtíð Fior-
entina skýrist væntanlega í dag. Lið-
ið var 2:1 yfii- í hálfleik og 4:1 saman-
lagt á móti Grasshoppers en dómar-
inn flautaði leikinn af í hléinu eftir að
heimatilbúinni sprengju hafði verið
kastað að aðstoðardómara þegar liðin
gengu af velli. Maðurinn meiddist á
hné og var farið með hann á sjúkra-
hús. Luciano Luna, framkvæmda-
stjóri Fiorentina, sagði að félagið
hefði óskað eftir að nýr leikur færi
fram fyrir luktum dyi’um í dag en
Knattspyrusamband Evrópu ákveð-
ur framhaldið á fundi árla dags.
Leikurinn fór fram í Salemo vegna
tveggja heimaleikja banns Fiorent-
ina í Evrópukeppni í kjölfar óláta
áhorfenda í fyira. Luna sagðist halda
að verknaðurinn hefði verið gerður
að yfirlögðu ráði en Fiorentina vann
Salerno, 4:0, í ítölsku deildinni fyi’ir
tveimur vikum. „Þetta var skipulagt
því allir leikmenn Grasshopper vom
famir inn þegar sprengjunni vai’
kastað á leikmenn okkar.“
Liverpool áfram
Liverpool hélt uppi heiðri bresku
liðanna og komst áfram en Aston
Villa, Leeds og Celtic eru úr leik.
Claudio Lopez skoraði íyrir Valeneia
rétt íyrii’ hlé en McManaman jafnaði
með skalla eftir undirbúning
Michaels Owens 10 mínútum fyiir
leikslok og Patriek Berger bætti öðra
marki við fimm mínútum síðar. Undir
lokin lenti Steve McManaman og
Andeo Carboni saman með þeim af-
leiðingum að báðum var vikið af velli.
Paul Ince skipti sér af og fékk gult
spjald en hafði séð það fyrr í leiknum
og varð því líka að yfirgefa völlinn.
Lopez jafnaði úr aukaspyrnunni sem
fylgdi áðui’ en dómarinn flautaði
viðureignina af.
Reuters
JÚGÓSLAVINN Miroslav Djukic heldur boltanum frá Patrik Berger sem gerði seinna mark Liverpool.
Schumacher
sagður Alsíringur
Ílaðið E1 Moudjahid í Alsír
segir að kappakstm-sbræð-
urnir Michael og Ralf
Schumacher séu ekki þýskir
nema að hluta. Öllu fremur séu
þeir Alsíringar, séu þar fæddir
og hafi slitið þar barnsskónum. í
blaðinu, sem er málgagn ríkis-
stjórnarinnar, segir að
Sehumacher-bræðumir séu báð-
ir fæddir í bænum Blida í Alsír.
Þar hafi þeir átt heima um ára-
bil eða þar til faðir þeirra, sem
var Alsírbúi, lést. Þá hafi móðir
kappakstursbræðranna flutt til
Þýskalands og nöfrmm þein’a
verið breytt, því hið raunveru-
lega nafn Michaels sé Farouk og
nafn Ralfs sé Hassan. Michael
Schumacher fæddist árið 1969
og Ralf sex áram seinna. Tals-
maður blaðsins sagði að ekki
væri um grín að ræða eða plat-
frétt, heldur staðreyndir.
UFA og áhættan
jýska sjónvarpsfyrirtækið UFA
'er eitt stærsta fyrirtæki sinnar
tegundar í Evrópu og á og framselur
síðan sjónvarpsréttinn að mörgum
helstu viðburðum í heimi íþróttanna.
Fyrirtækið er umsvifamikill kaup-
andi sjónvarpsréttar í hinum ýmsu
löndum, þar á meðal Islandi, en sinn-
ir einnig öðram íþróttagreinum og er
t.d. rétthafi að hinum heimsfrægu
„gullmótum" Alþjóða Frjálsíþrótta-
sambandsins.
Áhættan er ávallt nokkur í samn-
ingagerð UFA; þannig getur brugðið
til beggja vona og sjónvarpsefni get-
ur fallið í verði eftir gengi viðfangs-
efnisins hverju sinni. Þannig geta lið
dottið í lukkupottinn og dregist gegn
stóra liði í Evrópukeppni og UFA
dettur þá í lukkupottinn sömuieiðis,
sem eigandi sjónvarpsréttar hjá við-
komandi liði. Hagnaður fyrirtækisins
fer vissulega eftir þeirri upphæð sem
viðkomandi félag hefur fengið
greidda fyrir réttinn, en hagnaðar-
vonin er oftast í samræmi við áhætt-
una. Sömuleiðis getur komið fyrir, að
þekkt félög selji sjónvarpsréttinn að
viðureignum sínum til UFA fyrir
stórfé, en njóti síðan lítillar velgengni
í keppni og annaðhvort komist ekki í
Evrópukeppni eða dragist gegn lítt
spennandi mótherja. Þá fær UFA lít-
ið í sinn hlut, jafnvel mun minna en
það hafði lagt út.
Greiðsla til Dundee
Frá Skotlandi berast nú þær
fregnir að UFA hafi ákveðið að
leggja fram áhættufé til úrvalsdeild-
arliðsins Dundee United, liðs Sjgurð-
ar Jónssonar landsliðsmanns. I frétt
á spjallsíðu félagsins kemur fram, að
UFA hyggist greiða 125.000 sterl-
ingspund, eða nálega fimmtán millj-
ónir íslenskra króna, sem innborgun
til Dundee United í þeirri von að fé-
lagið komist í Evi’ópukeppni og drag-
ist þar gegn stóru og frægu liði. Fé-
lagið hefur sumsé selt sjónvarpsrétt
sinn að leikjum í Evrópukeppni í
framtíðinni, án þess að hafa tryggt
sér þar keppnisrétt. Þannig er aðeins
um hreina áhættufjárfestingu að
ræða hjá þýska fyrirtækinu og mun
þetta vera algeng aðferð sem stund-
um gengur upp og skilar hagnaði og
stundum ekki.
Er haft eftir talsmanni fyrirtækis-
ins, Henrik Barck, að þeir þekki
sögu Dundee í Evrópukeppninni og
hafi fulla trú á því að liðið muni rétta
úr kútnum og endurheimta forna
frægð.
Athyglisvert er í þessu samhengi,
að bera saman annars vegar þá upp-
hæð sem skoska úrvalsdeildarfélagið
- smálið á evrópska vísu sem ekki
tekur þátt í Evrópukeppni - og hins
vegar íslensku félögin tíu í efstu deild
karla í knattspyrnu, eiga að fá í sinn
hlut fyrir sjónvarpsréttinn á ári frá
UFA. Upphæðin er nálega sú sama í
hvoru tilfellinu fyrir sig, munurinn er
sá að annars vegar er um að ræða
eitt lið og mikla áhættu, en stóran
áhorfendahóp og glæsta fortíð í Evr-
ópukeppnum, en hins vegar tíu lið í
lítt frægri deild í litlu landi, þar sem
eru fáir áhorfendur og lítill sjón-
varpsmarkaður.
Hvað gerir
United án Giggs?
KEPPNI í Meistaradeild Evrópu
verður fram haldið í kvöld, en
keppnin er nú hálfnuð. Meðal stór-
leikja kvöldsins er viðureign
Barcelona og Bayern Múnchen á
Nou Camp í Barcelona. Á sama tíma
mætast Manchester United og
danska liðið Brondby á Old Traf-
ford. Þessi lið era í D-riðli. Önnur lið
sem hafa ekki verið hátt skrifuð í
Evrópu, eins og Olympiakos, Rosen-
borg, Galatasaray, Spartak Moskva
og RC Lens, hafa öll staðið sig vel
og eru í efstu sætum í sínum riðlum.
Manchester United hefur forystu
í D-riðli með fimm stig og hefur ver-
ið í miklum ham í október - hefur
gert 21 mark í sex leikjum, þar af
sex mörk á móti Brondby í Kaup-
mannahöfn í síðustu umferð. United
verður án Ryans Giggs, sem verður
frá næstu fjórar vikurnar vegna
meiðsla. Líklegt er talið að Svíinn
Jesper Blomqvist, sem skoraði
fyrsta mark sitt fyrir félagið í 4:1
sigri á Everton sl. laugardag, komi
inn í byrjunarliðið fyi’ir Giggs.
Bayern, sem er einu stigi á eftir
United, tapaði fyrsta leik sínum á
tímabilinu um síðustu helgi, 1:0 á
móti Frankfurt. Spurningin er
hvaða áhrif það hefm- á Bayern sem
vann Barcelona 1:0 í Múnchen.
Spænska iiðið verður án varnar-
mannanna Miguel Angel Nadal og
Michael Reiziger. Þeir meiddust
báðir í leiknum við Real Sociedad
um helgina.
Þrjú lið era efst og jöfn að stigum
í C-riðli, Real Madrid, Spartak
Moskva og Inter Milan - öll með sex
stig. Real Madrid er með besta
markahlutfallið enda vann liðið aust-
urríska liðið Sturm Graz 6:1 í síð-
ustu umferð. Madridingar virðast á
góðri siglingu þessa dagana því þeii’
unnu Extremadura 5:1 í spænsku
deildinni sl. laugardag. Það hefur
ekki gengið vel hjá Inter, sem tapaði
þriðja leiknum í röð um helgina, 3:2,
á móti Bari. Forráðamenn Inter
vonast til að Ronaldo og Argentínu-
maðurinn Diego Simeone muni
hjálpa liðinu í erfiðum leik á móti
Spartak í Moskvu.
Arsenal þarf að ferðast austur eins
og Inter - fer til Úkraínu og leikur
við Dynamo Kiev í E-riðli. Ensku
meistararnir verða án Tony Adams,
Dennis Bergkamps og líklega Marc
Overmars. RC Lens, sem er með
fimm stig í riðlinum eins og Arsenal,
mætir Panathinaikos í Aþenu.
Juventus, sem er í B-riðili og hefur
leikið til úrslita í keppninni sl. þrjú
ár, fær Athletic Bilbao í heimsókn til
Tórínó. Galatasaray fær norsku
meistarana í Rosenborg til Istanbúi
og ætlar sér að hefna 3:0 tapsins í
Þrándheimi í síðustu umferð.
■ TALANT Duishebaev einn
fremsti handknattleiksmaður heims,
sem nú er í herbúðum Minden í
Þýskaland, leikur ekki með félagi
sínu fyrr en um áramót. Hann
meiddist í hné snemma í október og
var þá reiknað með að hann yrði frá í
mánuð.
■ SÍÐAN kom í Ijós að meiðslin
vora alvarlegri en í fyrstu var talið
og hann þurfti að fara í uppskurð og
átti að vera kominn aftur á ferðina
um næstu mánaðamót. I gær var til-
kynnt að enn myndi dragast að Duis-
hebaev mætti til leiks og nú er talað
um áramót í þvi sambandi.
■ STEINAR Ege, sem leikur með
Gummersbach í Þýskalandi, segist
að öllum líkindum vera á heimleið og
er reiknað með að hann gangi til liðs
við Viking frá Stafangri.
■ EGE vai’ í vor valinn annar besti
markvörður þýsku deildarkeppninn-
ar segist síður vilja vera áfram í
Þýskalandi leggi Gummersbach upp
laupana eins og margt bendir tíl.
■ EGE hefur ekki fengið laun
greidd í tvo mánuði og á dögunum
fékk hann reikning í pósti upp á
850.000 krónur vegna húsaleigu sem
Gummersbach hafði ekki séð um að
greiða í 14 mánuði.
■ ÞAD kom mest á óvart í fyrstu
leikjunum í HM í blaki, sem hófst í
gær, að kvennalið Dóminíska lýð-
veldisins vann Þjóðverja 3:2 þrátt
fyrir að tapa fyrstu hrinunni 15:1.
Árangurinn er ekki síst góður þar
sem stúlkurnar gátu ekkert æft síð-
ustu 45 dagana fyrir mótið í Japan
þar sem fellibylur heima fyrir varð
til þess að ekkert rafmagn vai’ að
hafa í íþróttahúsinu.
■ ÖNNUR óvænt úrslit urðu þau að
Evrópumeistarar Rússa lögðu Bras-
ilíu í þremur hrinum. Þar átti Elena
Godina stórleik og fékk 14 stig fyrir
frammistöðu sína og Evguenia Arta-
monova var með átta stig.
011 ijjjj JuJujjiJjiujíj]?
Röðin kostar aðeins IO kr.
Vinningar greiðast fyrir 6
rétta, 5 rétta og 4 rétta
tippaðu á Internetinu
fyrirkl. 17r00 fdat
David
Ginola á
möguleika
ROGER Lemerre, landsliðsþjálfari
heimsmeistara Frakka í knattspyrnu,
sagði í gær að David Ginola kæmi vel
til greina í landsliðið.
„Ginola er mjög skapandi leikmað-
ur og hefur mikið ímyndunarafl,“
sagði Lemerre, en framherjinn hefur
ekki leikið fyrir Frakkland síðan
Aime Jacquet, fyrrverandi þjálfari
landsliðsins, kenndi honum um tap á
móti Búlgaríu sem kom í veg fyrir að
Frakkland kæmist í heimsmeistara-
keppnina í Bandaríkjunum 1994.
Gunnar Andrésson skoraði átta
mörk er lið hans Amicitia
Zúrich vann BSV Bern 25:21 í
svissnesku 1. deildinni í hand-
knattleik um liðna helgi. Við sigur-
inn komst Zúrich-liðið upp í 7. sæti
og sagði Gunnar þetta hafa verið
mikilvæg stig í baráttunni um að
komast í úrslitakeppni átta efstu
liða sem hefst eftir áramót. BSV
Bem er í 12. og neðsta sæti deild-
arinnar án stiga eftir sjö umferðir.
Gunnari hefur gengið vel í síðustu
fjórum leikjum liðsins og gert 24
KNATTSPYRNA
mörk í þeim, en hann missti af
þremur fyrstu umferðunum vegna
meiðsla.
Júlíus Jónasson var ekld á meðal
markaskorara er St. Otmar vann
BSV Stans 32:19 á heimavelli. Júlí-
us lék þó allan tímann í vörninni.
St. Otmar og Kadetten eru jöfn í 4.
til 5. sæti með 11 stig að loknum
sjö leikjum. TV Suhr, með Suik
Hyung Lee, fyrrverandi markvörð
FH, er í efsta sæti með 12 stig
ásamt Pfadi Winterthur og Wacker
Thun.
Allt óvíst hjá
Rúnari og Birki
Rúnar Kristinsson, landsliðs-
maður í kanttspymu, á enn eft-
ir tvö ár af samningi sínum við
norska liðið Lilleström. Forráða-
menn félagsins eru þessa dagana
að reyna að selja leikmenn enda er
fjárhagur þess mjög slæmur. „Þeir
höfðu samband við mig og ég sagð-
ist alveg til í að athuga málið ef eitt-
hvað kæmi uppá. Eg er hins vegar
líka tilbúinn að vera hér áfram og
þeir vilja hafa mig en fjárhagurinn
er slæmur og það þarf að selja leik-
menn. Eg býst við að markvörður-
inn og einn miðvörðurinn verði
seldir á næstunni og þá ætti eitt-
hvað að lagast," sagði Rúnar í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hann
sagðist sitja rólegur heima og bíða.
Hann kemur til Islands í dag en
stoppar stutt því hann er á leið í frí
til Bandaríkjanna.
Landsliðsmarkvörðurinn Birkir
Kristinsson, sem leikur með
Nörrköping í Svíþjóð, var svo gott
sem ákveðinn í að koma heim eftir
þetta tímabil, en nú er hann á báð-
um áttum. „Það hafa nokkur lið
haft samband við mig og ég segi al-
veg eins og er; ég veit ekki ná-
kvæmlega hvað ég ætla að gera,“
sagði Birkir í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Eitt þeirra liða sem
hafa verið í sambandi við Birki er
Lilleström í Noregi. „Eg ætlaði að
koma heim, en nú veit ég ekki hvað
verður, hvort ég verð hér áfram,
kem heim eða fer til einhvers ann-
ars lands. Þetta er erfið ákvörðun
og ég hef hugsað mikið um þetta að
undanförnu,“ sagði Birkir sem
leikur síðasta leikinn í deildinni á
sunnudaginn og ætlaði síðan að
koma heim á mánudaginn. „Von-
andi verður þetta komið á hreint
þá,“ sagði hann.
KAPPAKSTUR/FORMULA 1