Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 2

Morgunblaðið - 06.11.1998, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nefndarfundur á loftslagsráðstefnunni í Buenos Aires Spurningalisti lagður fyrir Island Á NEFNDARPUNDI á loftslags- ráðstefnunni í Buenos Aires í gær lagði fulltrúi Evrópusambandsins fram spumingar í 12 liðum varðandi framkvæmd og þýðingu tillögu Is- lands um að undanþiggja megi ein- stakar stórframkvæmdir í litlum hagkerfum frá því að teljast með skuldbindingum viðkomandi ríkis. Islenska sendinefndin ætlar að svara spurningunum á morgun. Fyrr í vikunni var Daninn Ole Ploughman skipaður til að kanna leiðir til samkomulags um tillögu ís- lands. í gær lagði fulltrúi ESB fram Misjafnt gengi í skák á Spáni GENGI íslendinga á heims- meistaramóti unglinga í skák á Spáni hefur verið upp og of- an. Enginn Islendingur á möguleika á verðlaunum fyrir síðustu umferðina, sem verður tefld í dag. Helgi Ólafsson, einn af fararstjórum á mótinu, segir mótið afar sterkt og nokkrar þátttökuþjóðirnar frá Austur-Evrópu státi af kepp- endum með um og yfír 2.500 Elo-stig. Stúlkurnar sigruðu en piltarnir töpuðu Tíu umferðum er nú lokið. Allir íslensku piltarnir töpuðu sínum skákum í 10. umferð en stúlkurnar fengu tvo vinninga af þremur mögulegum; Ingi- björg Edda vann sína skák en Aldís Rún og Harpa gerðu jafntefli. Fyrir lokaumferðina hefur Einar Hjalti Jensson fengið fimm vinninga, Harpa Ingólfsdóttir hafði fengið þrjá vinninga í flokki átján ára og yngri. í flokki sextán ára og yngri hefur Stefán Kristjáns- son fengið fímm vinninga og Aldís Rún Lárusdóttir tvo vinninga. í flokki fjórtán ára og yngri hefur Halldór B. Halldórsson fengið þrjá vinninga og Ingi- björg Edda Birgisdóttir einnig fjóra vinninga. Dagur Arngrímsson hafði fengið fímm vinninga í flokki tólf ára og yngri og Guðmundur Kjartansson, í flokki tíu ára og yngri, var með fimm og hálfan vinning. 12 spumingar um framkvæmd og þýðingu tillögunnar. Fulltrúi Kanada lagði fram fjórar spurning- ar. Þá lagði fulltrúi nokkurra smáeyja fram yfírlýsingu þar sem lýst er andstöðu við tillöguna. Eiður Guðnason, formaður ís- lensku sendinefndarinnar á lofts- lagsráðstefnunni, sagði að talsverð vinna væri að svara öllum spurning- unum, en það yrði gert eigi síðar en fyrir fund í nefndinni á morgun. „Við lögðum áherslu á það á fund- inum að þetta mál hefði verið skilið eftir í Kyoto til síðari ákvörðunar og TALSVERÐAR umræður urðu í borgarstjóm Reykjavíkur í gærkvöldi um þróun miðborgar- innar og létu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í ljós áhyggjur af fækkun verslana og hnignun mið- borgarinnar. Borgarfulltrúar R-lista töldu áhyggjur óþarfar og sögðust bjartsýnir á uppbyggingu miðborgarinnar, enda væri áhugi fjárfesta vakinn. Verslunum fækkar um 7% Inga Jóna Þórðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og vitnaði til skýrslu Þróunarfélags Reykjavíkur um við værum hér til að fá niðurstöðu í málið. Við lögðum áherslu á það að við hefðum verið að svara spuming- um varðandi þessa tillögu okkar al- veg síðan í vor. Við hefðum t.d. svarað fjölmörgum spumingum á fundunum í Bonn í júní. Við hefðum ekkert að athuga við spurningalista ESB, en bentum á að við hefðum svarað sumum spuminganna í vor. Ef hins vegar ætti að halda áfram þessum spurningum myndum við eiga erfitt með að una því vegna þess að þá væri verið að tefja málið,“ sagði Eiður. þróun verslunar í Reykjavík og sagði hún að verslunum í miðborg- inni hefði fækkað um 25 eða 7% á tveimur árum. Hún sagði borgaryf- irvöld ekki hafa gert sér grein fyrir því að miðborgin væri í samkeppni í Smárann í Kópavogi um verslan- ir. Hún sagði að lokun Hafnar- strætis á sínum tíma hefði verið mistök. Ekki hefði verið farið að ráðum ráðgjafa sem lagði til að verslanir yrðu á neðstu hæð Hafn- arhússins, sem nú er verið að breyta í listasafn. Hún taldi óvíst að meirihlutinn hefði áttað sig á þessari alvarlegu þróun miðborg- arinnar. Börn í blóma- hafi á Flúðum Hrunainannahreppi. Morgunblaðið JÓLASTJÖRNUR þykja sjálfsagðar á heimilum og víða á vinnustöðum í nóvember og desember. Undanfarin ár hafa verið seldar 50-60 þúsund stjömur í þessum mánuðum og framleiðendur era farnir að senda blómin á markað. Emil, Haukur Snær, Erla Björk, Guð- leif Aþena og Sóley Margrét stilltu sér upp innan um jóla- stjöraurnar fyrir fréttaritara, en foreldrar þeirra reka garðyrkjustöðina Land og syni á Flúðum. Guðrún Ágústsdóttir, borgarfull- trúi R-listans, sagði skýrslu um þróun verslunar í miðborg Reykja- víkur aðeins segja hluta sögunnar. Hún sagði ánægjulegt að sjá merki um uppbyggingu í miðborginni, m.a. 10-U-verslunina í Austur- stræti, Hótel Skjaldbreið við Laugaveg, nýjar verslanir við Vegamótastíg og uppbyggingu á lóð Nýja-bíós. Hún minnti einnig á menningarstarfsemina í Iðnó. Hún sagði að bjart væri framundan í miðborginni, sem væri annað en þegar Sjálfstæðisflokkurinn réð ríkjum. Áhugi fjárfesta væri vak- inn á miðborginni. Sýkna vegna birtingar á myndum HÆSTIRÉTTUR hafnaði í gær með dómi kröfum fyrirsætu um skaða- bætur vegna birtingar mynda af henni fáklæddri í Mannlífi. Stúlkan hélt því fram að myndirnar hefðu verið birtar án hennar samþykkis. Taldi hún vegið að friðhelgi einkalífs síns, sem nyti stjórnarskrárvemdar, myndirnar sýndu hana ekki í réttu ljósi og þær kæmu sér illa fyrir hana í fyrirsætustörfum. Málsatvik eru þau að sumarið 1996 skipulagði einn stefndu, sjálf- stætt starfandi blaðamaður, ferð til Barcelona í þeim tilgangi að taka þar ljósmyndir fyrir tímaritið Mannlíf sem stefndi Fróði hf. gefur út. I ferðinni voru að auki ljósmyndari, sem stefnt var, forðunardama og önnur fyrirsæta. Myndimar sem teknar vom í ferðinni birtust í 7. og 10. tbl. Mannlífs 1996 ásamt kynn- ingu á íslenskri fataframleiðslu og skartgripum frá Jens Guðjónssyni gullsmið. I dómnum segir að ósannað sé að blaðamaðurinn og ljósmyndarinn hafi lofað því á meðan á mynda- tökunni stóð að engar myndir yrðu birtar án samþykkis málshöfðanda. Blaðamaðurinn hafi reyndar haft fullt tilefni tO að skilja orð fyrirsæt- unnar sem síðar féllu þannig að samþykki hennar fengist ekki fyrir að birta myndimar. Samt hafi blaðamaðurinn afhent myndirnar til birtingar í tímaritinu. Þau atvik væm hins vegar ekki fyrir hendi í málinu sem gátu gefið málshefjanda réttmæta ástæðu til að leggja síðar bann við birtingu þessara mynda, sem vom teknar með hennar samþykki og ekki birtar í öðmm til- gangi en þeim sem henni var ljós frá upphafi. Vora stefndu því sýknuð af öllum kröfum fyrirsætunnar en hverjum aðila gert að bera sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Málið fluttu Kristján Stefánsson hrl. fyrir hönd fyrirsætunnar, Ásgeir Þór Árnason hrl. fyrir hönd Fróða hf., Magnús Guðlaugsson hrl. fyrir hönd blaðamannsins og Helgi Birgis- son hrl. af hálfu ljósmyndarans. -------------------- Rússneski báturinn til Viðeyjar EYSTEINN Yngyason, fram- kvæmdastjóri Viðeyjarferjunnar, hefur eignast rússneska bátinn sem Landhelgisgæslan færði til hafnar á Seyðisfirði fyiTr nokkrum vikum. Báturinn fannst á reki austan við landið. Eysteinn náði samkomulagi við Landhelgisgæsluna, sýslumann og umhverfisráðuneyti um að hann fengi bátinn, en fleiri höfðu sýnt hon- um áhuga. Ekki fékkst uppgefið hvað hann borgaði fyrir bátinn eða hver seldi hann, en um tíma ríkti óvissa um eignarhald á honum. Ekki mun vera afráðið hvemig báturinn verður notaður. Báturinn, sem er úr áli, liggur núna við bryggju á Seyðisfirði, en áformað er að koma honum suður fljótlega. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þróun miðborgarinnar rædd í borg'arstjórn ! Sérblöð í dag m ■ Á FÖSTUDÖGUM Blaðinu í dag fylgir fjðgurra síðna auglýsinga- bækiingur frá Mirabelle „Míra- belle - franskt veitingahús". Bæklingnum er dreift á höfuð- borgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.