Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VESTMANNAEYINGAR áttu á dauða sínum von en ekki því að
þeir glötuðu leiðsögu og sjálfstæði við komu Keikós.
Stjórn Landssambands kúabænda
Hug’myndum um
breytilegan stuðn-
ing mótmælt
J árnblendi verk-
smiðjan
Slökkt á
öðrum
ofninum
SLÖKKT var á öðrum ofni
Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga í byrjun nóvem-
ber en fyrirtækið býr við
skömmtun á rafmagni vegna
erfiðleika í vatnsbúskap Lands-
virkjunar. Hugsanlegt er að
slökkt verði á hinum ofninum í
byrjun næsta mánaðar en það
ræðst af veðurfari.
Bjarni Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri, segir að slökkt
verði á ofninum a.m.k. fram að
áramótum. Af þessum sökum
tapist 1/12 hluti af ársfram-
leiðslunni. Hann vildi ekki gefa
upp hve háar fjárhæðir
töpuðust af þessum sökum.
„Þetta hefur slæm áhrif á af-
komuna og reksturinn, en við
nýtum tímann til þess að sinna
viðhaldi á ofninum sem hvort eð
er hefði þurft að framkvæma
fyrr eða síðar,“ segir Bjami.
STJÓRN Landssambands kúa-
bænda lýsir harðri andstöðu við þá
hugmynd sem fram kemur í skýrslu
nefndar um lífskjör bænda í
hefðbundnum landbúnaði og opin-
beran stuðning, að stuðningur vegna
mjólkurframleiðslu sé breytilegur
eftir bústærð.
Bendir stjómin á að beingreiðslur
til mjólkurframleiðenda séu hluti af
afurðaverði og þannig stuðningur við
framleiðslu og markað fyrir mjólkur-
afurðir. Helsta niðurstaða nefndar-
innar sé að bætt fjárhagsleg afkoma
bænda sé það mikilvægasta sem
vinna þurfi að, og því sé fráleitt að
vinna gegn viðleitni bænda til að
koma upp hagkvæmari rekstrarein-
ingum.
Stjórn Landssambands kúabænda
telur að hugmyndir nefndarinnar um
hagstæðari kjör á lánum til
búfræðinga sýnist lítt grundaðar.
Nautgriparækt sé erfið og krefjandi
starfsgrein og full þörf að þeir sem
hana stunda hafi sem besta menntun
og því komi vissulega til greina að
gera menntunarkröfur til að fá at-
vinnuréttindi. Verði það gert þurfi
að leggja mat á það nám sem
viðkomandi hafi stundað og taka til-
lit til starfsreynslu, en aðgerðir af
þessu tagi megi ekki verða íþyngj-
andi fyrir þá sem nú stunda búskap.
Þá andmælir stjórnin hugmyndum
nefndarinnar um skerðingu á bein-
greiðslurétti til sjötugra bænda og
bendir á að beinar greiðslur séu
greiðslur til atvinnurekstrar sem
geti verið á ýmsu formi og veiti oft
vinnu öðrum en þeim sem skráður er
fyrir greiðslumarkinu.
Stjórnin tekur að öðru leyti undir
tillögur nefndarinnar um félagslegar
aðgerðir og fagnar tilraun nefndar-
innar til að bera laun bænda saman
við laun annarra starfshópa. Afkoma
bænda sé ekki viðunandi og úrræði í
landbúnaðarmálum þurfi að leiða til
betri kjara.
Ráðstefna Barnaheilla
Kynferðislegt
ofbeldi gegn
börnum rætt
Sveinbjörg Pálsdóttir
Barnaheill
gangast fyrir ráð-
stefnu um kyn-
ferðislegt ofbeldi gegn
bömum á Grand Hóteli
við Sigtún í Reykjavík
næstkomandi þriðjudag,
10. nóvember, á milli kl. 9
og 17. Ráðstefnan er einn
liður í stærra verkefni
Barnaheilla í tengslum
við fræðslu og forvamir á
sviði kynferðislegs of-
beldis gegn börnum.
Meginmarkmið samtak-
anna er að berjast fyrir
bættum hag barna og er
Bamasáttmáli Samein-
uðu þjóðanna lagður til
grandvallar starfi þeirra.
Ein grein sáttmálans
kveður á um að vernda
beri böm gegn kynferðis-
legu ofbeldi.
Sveinbjörg Pálsdóttir verk-
efnisstjóri segir aðallega tvær
ástæður fyrir því að ákveðið hafi
verið að vinna að stóru verkefni í
tengslum við kynferðislegt of-
beldi gegn bömum. „Önnur
ástæðan felst í því að í athugun
Barnaverndarstofu frá árinu
1997 kemur fram að oft koma
mál tengd kynferðislegu ofbeldi
gagnvart börnum til kasta
barnaverndarnefnda. Hin
ástæðan tengist því að Barna-
heill er aðili að alþjóða samtök-
unum Save the Children Alli-
ance. Aðildarfélög samtakanna
hafa verið að vinna að athugun á
vandanum og hvað hægt sé að
gera til að ráða bót á honum. Við
höfum myndað hóp með
nokkrum öðrum Evrópuþjóðum
og er þannig auðvitað kominn
hvati til að taka efnið sérstak-
lega fyrir hérna heima. Mark-
miðið er að veita fræðslu og
skapa vettvang til umræðna um
kynferðislegt ofbeldi gagnvart
börnum. Með ráðstefnunni vilja
Bamaheill ná til fjölbreytts hóps
fagaðila, t.d. leikskólakennara,
kennara, starfsfólks á
heilsugæslu, meðferðaraðila og
lögreglumanna svo einhverjir
séu taldir upp.“
- Vilt þú nefna einhverja fyr-
irlesara sérstaklega?
„Erindin era í sjálfu sér öll
jafnmikilvæg. Erlendu gestirnir
nálgast viðfangsefnið frá lítt
þekktu sjónarhorni hérlendis.
Eg get nefnt erindi Anders
Nyman frá Save the Children í
Stokkhólmi. Þar reka samtökin
meðferðarstofnun til að hlúa að
þolendum kynferðislegs ofbeldis
og þá sérstaklega drengjum.
Drengir vora lengi vel álitnir í
miklum minnihluta í
hópi þolenda. Nú er
annað að koma á dag-
inn. Annar liður
starfi þessarar með-
ferðarstofnunar hefur
verið að veita ungum gerendum
kynferðisafbrota meðferð.“
- Hvernig hefur árangurinn
verið?
„Ég hef sjálf ekki séð tölur í
því sambandi. Anders greinir
væntanlega frá því í fyrirlestrin-
um. Á hinn bóginn skilst mér að
meiri möguleiki sé á að hjálpa
gerendum eftir því sem fyrr er
gripið inn í.“
- Þarna verður fjallað um
barnaklám á alnetinu.
„Já, einmitt. Upphaflega
ætlaði Jeanette Ásli frá Save the
Children í Noregi að koma og
fræða okkur um hvemig unnið
► Sveinbjörg Pálsdóttir verk-
efnissfjóri hjá Barnaheillum er
fædd 27. nóvember árið 1961 í
Reykjavík. Sveinbjörg varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Hamrahlíð árið 1982 og
guðfræðingur frá Háskóla Is-
lands árið 1988.
Að námi loknu bjó Svein-
björg sex ár í Þýskalandi. Þar
stundið hún m.a. nám í kenni-
mannlegri guðfræði og
sálgæslu. Hún var ráðin verk-
efnisstjóri hjá Barnaheillum í
lok ársins 1997.
Eiginmaður Sveinbjargar er
Hróbjartur Arnason,
guðfræðingur, og eiga þau tvo
drengi.
hefur verið gegn dreifingu
bamakláms á netinu þar í landi.
Því miður kemst hún ekki. I stað
hennar kemur John Carr, sem
hefur unnið mjög mikið að þess-
um málum í Englandi."
- Á ráðstefnunni verður kynn-
ing á svokölluðu Barnahúsi.
Á ráðstefnunni verða Vigdís
Erlendsdóttir, forstöðumaður
Bamahússins, og Ragna
Guðbrandsdóttir, sérhæfður
rannsakandi við Bamahúsið, með
sérstaka kynningu á Bamahús-
inu - hlutverki þess og starfsemi.
Bamahúsið var nýlega opnað og
á þar að fara fram öll rannsókn
og meðferð kynferðisbrotamála
gagnvart bömum. Sérstakt
teymi vinnur að rannsókn hvers
máls innan hússins."
- Er ráðstefnan opin almenn-
ingi?
„Já, hún er opin almenningi.
Við reynum að tala sérstaklega
til þeirra sem við álítum að standi
frammi fyrir spumingum tengd-
um málefninu. Allir áhugasamir
era svo auðvitað boðn-
ir hjartanlega vel-
komnir. Vonandi geta
OTðið góðar umræður.
í baráttunni gegn
kynferðislegu ofbeldi
er afar gagnlegt að tala um vand-
ann og reyna að finna sameigin-
lega leiðir til lausnar.
- Ætlið þið að halda áfram
með verkefnið?
„Við eram að gefa út litla bók
með titlinum „Þetta er líkaminn
minn“. Bókin er einn liður í sama
forvarnarverkefni og verður von-
andi dreift í gegnum heilsugæslu-
stöðvamar. Markmiðið er að
hjálpa bömunum að vera meðvit-
uð um að þau ráði yfir sínum eig-
in líkama og tilfinningum. Hvort
og hvernig haldið verður áfram í
forvamarverkefninu er ekki ljóst.
Vonandi verður þó áframhald.“
Sérstaklega
hlúð að
drengjum