Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VORURMEÐ
ÞESSU MERKI
MENGA MINNA
Norræna umhverfismerkiö
hjálpar þér aö velja þær vörur
sem skaöa síöur umhverfið.
Þannig færum viö verömæti
til komandi kynslóöa.
m
UMHVERFISMERKfSRÁÐ fjJ/i r///
HOLLUSTUVERND RlKISINS
Upplýsingar hjá Hollustuvemd ríksins
í síma 568 8848, heimasíöa: www.hollvor.is
VIÐSKIPTI
/
Fjallað um íslenskan fjáymagnsmarkað á haustfundi Islandsbanka
*
Islenskt efim-
hagslíf æ háðara
umheiminum
Ljosritunarvélí
færou nja okk
lar
(ur
íji
Heimilistæki hf
TÆKNI-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SfMI 5891500
§ ■ «
„ÍSLENSKT efnahagslíf hefur
verið í hraðri framþróun og um leið
eru aðstæður á íslenskum fjár-
magnsmarkaði að nálgast meir það
sem við þekkjum frá nágrannaríkj-
unum. Sú þróun er jákvæð en gerir
jafnframt efnahagslífíð hér háðara
umheiminum. Þetta umhverfi býð-
ur upp á frekari efnahagslegar
framfarir en um leið er orðið
brýnna að gæta að þeirri áhættu
sem tekin er í öllum rekstri. Þeir
tímar eru löngu liðnir að hægt sé
að velta kostnaðarhækkunum út í
verðlagið. Nú er samkeppnin það
hörð á flestum sviðum að úrslitum
ræður hvemig fyrirtækjunum
tekst að nýta tækifæri til arðbærra
viðskipta og um leið forðast áföll,“
kom meðal annars fram í erindi
Tryggva Pálssonar, framkvæmda-
stjóra fýrirtækjasviðs Islands-
banka, á haustfundi bankans sem
haldinn var í gær.
Tryggvi gerði efnahagsástandið í
heiminum að umtalsefni í erindinu.
Þar kom fram að fullmikið væri að
tala um kreppu en hætta væri á
ferðum ef fram færi sem horfði. „A
undanfomum mánuðum og vikum
hafa erlendis frá verið að berast
fréttir af bráðsmitandi samdráttar-
sýki. Svæðisbundinn vandi í Suð-
austur-Asíu og Rússlandi hefur
færst yfir heiminn þannig að nú
óttast menn alheimssamdrátt.
Fullmikið er að tala um yfirvofandi
kreppu en hætta er á ferðum, ef fer
sem horfir, að hagvöxtur í Banda-
ríkjunum, Evrópu og Japan lækk-
ar samtímis. Eg vil ekki fara að
mála skrattann á vegginn en stað-
reynd er að mikil breyting er að
LISTAKOKKAR
OG DÁSAMLEGUR MATUR •
nelliomin !
í hádeginu virka daga:
Tílboðsréttir:
HLAÐBORÐ
SÆLKERANS
Frjálst val:
Súpa, salatbar
og heitur matur,
margartegundir.
kr.890,-
Grillaður
KARFI
með möndlurjóma
os ristuðu srænmeti.
AÐÐNSKR. 1.590.
FISKIÞRENNA
með tveimur tegundum
af sósu, hvítlauksbrauði
og kryddgrjónum.
AÐÐNSKR. 1.590.-
PASTA
að hætti kokksins.
AÐEINSKR.1.590.
Tilboð öll kvöld
og um helgar.
Bamamatseðill
fyrirsmáfólkið!
fíí/tmi/lemuni (jónmetu
réUiun^fyftfin v/ý6./, ItiHUidbur,
su/ul/>ur iii/ soo ís/urinn úe//ir.
Veróiiyhkuri uó/jóóu!
POTTUfllNN
OG
PflNI
KJUKUNGABRINGA
meö gljáðu grænmeti
og paprikusósu.
AÐÐNSKR.1.690.-
Grillaður
LAMBAYÖDYI
með bakaðri kartöflu
og bemaise-sósu.
AÐÐNSKR. 1.620.
GRISAMEDALIUR
með rauðlauksmarmelaði
og gráðostasósu..
AÐEINSKR.1.590.-
Glóðað
NAUTA-
FRAMFILLET
m/ferskum sveppum,
madeirasósu og djúp-
steiktum tómati
www.mbl.is
verða á erlendum fjármagnsmörk-
uðum. Fjáröflun á markaði hefur
dregist verulega saman, erfiðara er
orðið að taka lán hjá bönkum og
vaxtaálög hafa hækkað verulega.
Frá því í sumar hafa fjármála-
stofnanir helstu iðnríkja verið í óða
önn að styrkja efnahagsreikninga
sína með því að losa sig við áhættu-
samar skuldaviðurkenningar. Við
það hefur ávöxtunarkrafan hækkað
og dregið hefur úr nýjum skulda-
bréfaútgáfum og bankalánum.
Engin von er á að úr þessu rætist í
bráð því flestar lánastofnanir kippa
að sér höndunum rétt fyrir áramót
og án efa mun hækkun erlendra
vaxtaálaga koma fram hjá innlend-
um lántakendum á næstunni," að
sögn Tryggva Pálssonar.
Afleiður sífellt
algengari
Mikið var rætt um afleiður á ráð-
stefnunni en að sögn Olafs Asgeirs-
sonar, forstöðumanns Viðskipta-
stofu Islandsbanka, eru Islending-
ar um 10 árum á eftir hinum Norð-
urlöndunum í afleiðsluviðskiptum
og 20 árum á eftir alþjóðamörkuð-
um.
Olafur og Peter Nyegaard,
framkvæmdastjóri á sviði alþjóða-
viðskipta hjá Unibank-Markets í
Danmörku, skýrðu í erindum sín-
um í hverju afleiður felast. „Afleið-
ur eru samheiti yfir fjármálasamn-
inga sem byggðir eru verðmyndun
annarra samninga. Þannig eru
tveir eða fleiri samningar settir í
einn. Einfalt dæmi um slíkan
samning eru framvirk hlutabréf.
Framvirku hlutabréfakaupin fela í
sér hvort tveggja kaup á hlutabréf-
um og fjármögnun þeirra í umsam-
inn tíma. Þessir samningar geta
því verið mjög einfaldir í notkun og
sparað mikla vinnu við viðskiptin
sjálf. Hér er því um heilmikil sam-
legðaráhrif að ræða og í tilviki af-
leiðna er hægt að segja að 1 + 1 sé
stærri eða jafnt og tveir,“ sagði
Ólafur. Tómas Ottó Hansson, for-
stöðumaður rannsókna Islands-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TOMAS Ottó Hansson, forstöðumaður rannsókna Islandsbanka, fjall-
aði um íslenska fjármagnsmarkaðinn á haustfundi Islandsbanka.
banka, fjallaði um íslenska fjár-
magnsmarkaðinn, stöðu hans og
horfur í erindi á haustfundinum.
Að hans sögn gerast hlutirnir hratt
heimi fjármálanna og hann er háð-
ur miklum breytingum.
„Nú er rétt mánuður síðan jap-
anska jenið hækkaði öllum að óvör-
um um 18% gagnvart dollaranum á
aðeins tveimur dögum. Þessi at-
burður þótti jafnvel hjá reyndustu
mönnum ansi mikil kúvending - og
afleiðingamar eru enn að láta á sér
bera. Þetta er aðeins eitt dæmi um
þær sviptingar sem hafa verið á
mörkuðunum nú í ríflega eitt ár.
Þróun þjónustu
rétt hafln
Fyrir utan verðsveiflur er mikili
hraði á fjármálamarkaðinum á
annan hátt. Þróun þjónustu og
fjölgun möguleika hefur verið mjög
hröð síðustu ár, svo jafnvel þeir
sem á markaðnum starfa eiga
erfitt með að fylgjast með. Þessi
hraða þróun hefur náð til Islands
og má telja að hún sé rétt hafin.
Hinn nýi íslenski fjármagns-
markaður, sem býr nú við litlar
hömlur, stendur nú í fyrsta sinn
frammi fyrir ólgu á erlendum fjár-
magnsmörkuðum. Það er því eðli-
legt að meta stöðuna og skoða
hvert sé framhaldið með hliðsjón af
íslenskum fjármagnsmarkaði.
Eins og allir þekkja hefur frelsi
á íslenskum fjármagnsmarkaði
aukist mikið síðustu ár. Þróunin
Kynning
ó nýju snyrtivörulínunni
S.ENSAI
CELLULAR PERFORMANCE
í snyrtistofunni Paradís,
Laugarnesvegi 82, í dag
og á morgun.
Snyrtisérfræðingur
verður með húð-
greiningartölvuna
og veitir faglegi
ráðgjöf.
JCanebo
hefur verið hröð og veltan á mark-
aðinum hefur margfaldast. Þekk-
ing á þessu nýja umhverfi hefur
aukist verulega en það er eins gott
því það eru engin merki um það að
við munum hverfa aftur til þess
tíma að stjórnvöld ákvarði gengi og
vexti - eða eins og einhver gæti
sagt - í þægindi vemdaðs umhverf-
is,“ sagði Tómas.
Ófullkomin verðlagning
skuldabréfa
Tómas fjallaði einnig um skulda-
bréfamarkaðinn á Islandi. „Al-
mennt hefur verðlagning skulda-
bréfa verið nokkuð ófullkomin en
þó má greina framfarir á markað-
inum. Til gamans má geta að hús-
bréf, sem algengasta tegund mark-
aðsskuldabréfa og með nokkuð
langa sögu, inniheldur í raun af-
leiðu. Fyrir utan þá skuldbindingu
um endurgreiðslu sem fasteigna-
eigandi gengst undir hefur hann
einnig rétt til að greiða lánið upp -
en það gerir hann aðeins er ef það
er hagkvæmt, t.d. ef vextir lækka.
Þetta er einmitt eiginleiki valrétt-
arsamnings.
Annað sem er áberandi hér á
landi miðað við þróunina erlendis
er hve litlar breytingar hafa orðið á
vaxtaálagi. Erlendis hafa vaxtaálög
aukist mikið síðustu misseri vegna
aukinnar óvissu. Hér á landi hefur
þetta ekki gerst með sama hætti.
Vaxtaálög eru reyndar óvenju lítil
á Islandi, ef t.d. er miðað er við
álag á markaðsskuldabréfum fyrir-
tækja miðað við vexti ríkisskulda-
bréfa.
Við getum átt von á auknum
sveiflum á gjaldeyrismarkaði en
þess má geta að velta á gjaldeyris-
markaði á íöstudag fyrir viku var
tæpir 7 milljarðar og veiktist krón-
an nokkuð - þessi velta er að mikl-
um hluta tengd fjármagnsviðskipt-
um en ekki vöruviðskiptum,“ að
sögn Tómasar.
Hann segir að afleiður muni í
auknum mæli ryðja sér til rúms.
Dæmi um slíkar afleiður gætu ver-
ið lán með vaxtagjöldum tengdum
heimsmarkaðsverði á mjöli og lýsi.
Annað dæmi væri að útlendingar
fjárfesti í sjávarútvegi án beinna
áhrifa - en það er einmitt kjarninn í
afleiðum að aðskilja eiginleika vöru
eða verðbréfs og selja þá hvorn í
sínu lagi, að því er fram kom í er-
indi Tómasar á haustfundi íslands-
banka.
A fundinum sýndi Sigþór Sig-
marsson, sérfræðingur í rannsókn-
um Islandsbanka, fundargestum
graf um viðskipti á Verðbréfaþingi
Islands fyrir árið 1997 og 1998. Inn
á sömu mynd birtist Úrvalsvísitala
Aðallista. Athygli vakti að sveifl-
umar voru nánast þær sömu en að
sögn Sigþórs eru mikil tengsl þar á
milli. Eða eins og hann orðaði það:
„Þegar veltan eykst á hlutabréfa-
markaði hækkar verð á hlutabréf-
um. Þegar veltan minnkar lækkar
verð á hlutabréfum einnig."