Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 21

Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 21 ÚR VERINU fss<nr Veiða sfld í flottroll SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið leyfi til sfldveiða í flottroll og hyggjast nokkur skip stunda veiðamar á næstunni. Fjög- ur skip hafa þegar fengið leyfið; Beitir NK, Þorsteinn EA en Jóna Eðvalds SF og Húnaröst SF hafa fengið leyfi til svokallaðra tvflemb- ingsveiða. Skiptar skoðanir eru um sfldveiðar í flottroll og vilja margir skipstjómarmenn kenna trollinu lélega sfldveiði í nót síðustu tvær vertíðar. Beitir byrjaður með trollið Eitt skip, Beitir NK frá Nes- kaupstað, er þegar komið á veið- amar og var á Héraðsflóa í gær. Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri, sagðist hafa tekið eitt hal en lítið fengið, enda mjög lítið af sfld að sjá. Hann sagðist ekki eiga von á því að reyna fyrir sér með trollið fyrir vestan land því þá væri ekki hægt að vinna sfldina til manneldis á Austfjörðum. Litlum sögum fór af sfldveiðum í nót í gær og þá hefur einnig verið dræm loðnuveiði síðustu daga. Morgunblaðið/Muggur LEIÐANGURSSTJÓRINN Páll Reynisson við tækin í brúnni á Árna Friðrikssyni RE. Auknar vonir um batnandi veiði Mikið af síld fannst vestur af landinu RANNSÓKNASKIPIÐ Ámi Frið- riksson kom úr síldarrannsókna- leiðangri í gær. Að sögn Páls Reynissonar, leiðangursstjóra, fannst töluvert magn af sfld um 60-70 mflur vestur af Snæfellsnesi. Það eykur vonir manna um að ræt- ist úr sfldveiði en aflabrögð á ver- tíðinni hafa verið mjög léleg. 200.000 tonn? Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mældi Ámi Friðriksson um 200 þúsund tonn af síld vestur af landinu en Páll sagðist ekki geta staðfest þá tölu. Ekki væri tíma- bært að svo stöddu að gefa upp hve mikið hafi verið um að ræða en unnið verði úr gögnum næstu daga. Fyrir tveimur áram mældist sfldarstofninn hér við land um 4-500 þúsund tonn en á síðasta ári fundust aðeins um 250 þúsund tonn. Páll segir það hafa valdið mönnum töluverðum áhyggjum hve Mtið hafi sést til sfldar fyrir Austurlandi í haust. „Við voram þó ekki tilbúnir tfl að viðurkenna að stofninn væri hraninn. Við fundum síðan talsvert meira fyrir vestan en við höfðum séð áður og það eykur á bjartsýni manna. Við eram að minnsta kosti ekki eins uggandi um framtíð stofnsins." Óvenjulegt á þessum árstíma Páll segir sfldina hafa verið í nánast samfelldum flekk á nokkuð stóra svæði. Hann segir ekki al- gengt að sfld finnist í slíku magni vestur af landinu á þessum árstíma og langt sé síðan sfld hafi veiðst á þessum slóðum. „Það hefur verið smásfld við Eldeyjarboðana síð- ustu árin. Við hinsvegar fengum góða sfld syðst á því svæði sem við könnuðum en hún var ívið bland- aðri þegar norðar dró og nyrst var aðeins um smásfld að ræða.“ Sildin stendur mjög djúpst Nokkur síldarskip fengu afla vestur af Öndverðarnesi í síðustu viku en nánast engin veiði hefur verið á svæðinu síðan þá. Páll segir síldina halda sig mjög djúpt og því ekki í veiðanlegu ástandi. Sfldin hafi greinilega tekið upp breytt hegðunarmynstur en menn hafi ekki áttað sig á því ennþá hvað valdi. „Það hafa löngum verið dynt- ir í sfldinni og hún hefur áður breytt um dvalarstað. Síldarskip- stjórarnir sögðu líka að síldin kæmi þeim stöðugt á óvart,“ segir Páll. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness hafa nú verið veitt í þriðja sinn. Verðlaunin hlaut Sindri Freysson fyrir skáldsöguna Augun í bænum. Dómnefnd valdi hana úr ríflega 30 handritum sem bárust í samkeppni Vöku-Helgafells um verðlaunin. Þetta er fyrsta skáldsaga Sindra en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð. í umsögn dómnefndar um verðlaunaverkið segir: „Augun í bænum er hvort tveggja í senn óvenjuleg og hefðbundin skáldsaga. Hún er þroskasaga, ástarsaga og saga um glsep og refsingu þar sem sannleikur og lygi togast á í huga lesandans. Höfundi tekst einkar vel að lýsa ást í skugga þröngsýni og einangrunar; ást sem er í senn sár, heit og forboðin. Þetta er snjöll skáldsaga, skrifuð í kröftugum stíl og nær aðgrípa lesandann fostum tökum." Við óskum Sindra Freyssyni innilega til hamingju með bókina og verðlaunin. VAKA-HELGAFELL íilfiöií Tv www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.