Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mikil ólga meðal repúblikana eftir kosningarnar þar sem demókratar unnu varnarsigur Líkur á upp- reisn gegn Gingrich Forystumenn repúblikana hafa sætt harðri gagnrýni flokksbræðra sinna eftir kosningarnar 1 Bandaríkjunum á þriðju- dag. Líkur eru á að óánægðir þingmenn reyni að sameinast um frambjóðanda gegn Newt Gingrich, forseta fulltrúadeild- ar þingsins, og þeir vilja stokka upp í allri forystusveit flokksins. ■■ Reuters NEWT Gingrich, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ræðir við fjölmiðlamenn í heimaríki sínu, Georgfu. FYRIR kosningarnar í Bandaríkj- unum á þriðjudag höfðu repúblikan- ar spáð því að þeir myndu bæta við sig 10-40 sætum í fulltrúadeild þingsins en niðurstaðan varð sú að þeir töpuðu fímm sætum. Þeim tókst eídd heldur að auka meiri- hluta sinn í öldungadeildinni eins og þeir ætluðu sér. Þetta er í fyrsta sinn frá 1934 að flokkur bandarísks forseta hefur unnið á í kosningum á miðju kjör- tímabili hans. Þessi niðurstaða er einkar athyglisverð í ljósi þess að Bill Clinton forseti hefur átt í vök að verjast allt þetta ár vegna hneyksl- ismála hans. Repúblikanar hafa nú 223 þing- sæti í fulltrúadeildinni, demókratar 211 og einn þingmaður er óháður. Þetta er minnsti meirihluti í deild- inni frá 1953, síðasta árinu sem repúblikanar voru þar í meirihluta þar til þeir endurheimtu hann 1994. Þessi niðurstaða veikir mjög stöðu forystumanna repúblikana, einkum Newts Gingrich, forseta fulltrúadeildarinnar, sem hefur sætt harðri gagnrýni flokksbræðra sinna eftir kosningamar. Nokkrir þing- menn repúblikana hafa jafnvel lýst því yfir opinberlega að stokka þurfi upp í forystusveit flokksins og hvatt til þess að repúblikanar sameinist um frambjóðanda gegn Gingrich síðar í mánuðinum þegar hann sæk- ist eftir endurkjöri sem forseti þing- deildarinnar. Gingrich reyndi að gera lítið úr gagnrýninni og benti á þetta er í fyrsta sinn frá 1932 sem repúb- likönum hefur tekist að halda meiri- hluta sínum í fulltrúadeildinni í þrennum kosningum í röð. Reiðir repúblikanar fóru hins vegar hamförum í símunum og kepptust við að hringja í flokks- bræður sína til að ræða möguleik- ann á því að kjósa nýja leiðtoga í báðum þingdeildunum. Einn þing- mannanna lýsti þessu þannig að þingflokkur repúblikana væri orð- inn að „púðurtunnu leynimakks og launráða“. „Við verðum að koma til móts við fólkið og láta ekki aðeins hvíta karla frá suðurríkjunum stjórna Repúb- likanaflokknum í Washington," sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Scarborough, íhaldsmaður frá Flórída. Hann bætti við að þing- meirihluti repúblikana hefði ekkert afrekað á árinu og ekki mótað neina skýra stefnu sem hægt væri að leggja fyrir kjósendur. Christopher Shays, hófsamur repbúblikani frá Connecticut, sagði að niðurstaða kosninganna væri mikið áfall fyrir flokkinn. „Það verða miklar breytingar á forystu- liði okkar. Allir fiokksgeiramir vilja breytingar.“ Of mikil áhersla á kvennamál Clintons Margir repúblikanar kvörtuðu yfir því að flokkurinn hefði lagt of mikla áherslu á að höfða mál gegn Clinton til embættismissis í stað þess að nota þingmeirihlutann til að knýja fram lög sem væru líkleg til að hafa áhrif á kosningabarátt- una. Foiystumenn repúblikana voru sannfærðir um að umræðan um kvennamál Clintons myndi minnka fylgi demókrata í kosningunum þótt skoðanakannanir hefðu bent til þess í marga mánuði að þau væru ekki efst í huga kjósenda. Þettu voru ekki einu mistök repúblikana því margir þeirra töldu sig eiga kosn- ingasigur vísan þar sem flokkur for- seta hefur næstum alltaf tapað fylgi í miðju kjörtímabili hans. Þeir gengu því út frá því að repúblikanar þyrftu ekki að nota meirihlutann á þinginu til að búa til kosningamál, t.a.m. með því að krefjast skatta- lækkana og hafna fjárlagafrum- varpi Clintons. Rangt mat á viðhorfi kjósenda til Clintons Gingrich kvaðst ekki vilja víkja sér undan ábyrgð á slæmri útkomu flokksins og játaði að hafa lagt rangt mat á viðhorf kjósenda til hneykslismála Clintons. „Ég van- mat það algjörlega hversu mikið ógeð fólk hefur fengið á þessari um- ræðu allan sólarhringinn í sjónvarpi og útvarpi og hversu viðurstyggi- legt málið er orðið vegna eintómra endurtekninga," sagði hann. ,j\f þessum sökum tel ég að við höfum líklega vanmetið þörfina á því að koma á framfæri miklu sterkari skilaboðum um að lækka þurfi skatta, bjarga almannatrygginga- kerfínu, koma á umbótum í mennta- málum og efla landvarnirnar." Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, viðurkenndi einn- ig að forystu flokksins hefðu orðið á mistök og hún hefði ekki sent kjós- endum nógu skýr skilaboð síðustu daga kosningabaráttunnar. Hann viðurkenndi ennfremur að repúblik- anar hefðu lagt of mikið kapp á að ná samkomulagi við forsetann um ný fjárlög og það hefði skaðað flokkinn. „Einn af lærdómunum sem við getum dregið af þessu er að við þurfum að hlusta betur á fólkið," sagði hann. Oánægðir íhaldsmenn, sem telja flokkinn hafa færst of mikið inn á miðjuna, og nokkrir úr forystusveit repúblikana reyndu að steypa Gingrich af stóli þingforseta fyrir rúmu ári en hann hélt þá velli. Þótt enn sé talið ólíklegt að Gingrich bíði ósigur í forsetakjörinu síðar í mán- uðinum er ljóst að andstaðan við hann hefur aukist eftir kosningam- ar. Hún einskorðast ekki lengur við íhaldsarminn í flokknum, því nokkr- ir af hófsömum þingmönnum hans hafa hvatt til þess að stokkað verði upp í forystusveitinni. Einkum hefur verið rætt um Bob Livingston, formann íjárveitinga- nefndar fulltrúadeildarinnar, sem eftirmann Gingrich. A meðal ann- arra sem nefndir hafa verið í þessu sambandi eru Steve Largent, íhaldssamur fulltrúadeildarþing- maður frá Oklahoma, og David Mc- Intosh, sem fer fyrir bandalagi íhaldssamra repúblikana. Þegar Gingrich var spurður hvort niðurstaða kosninganna gæti kostað hann forsetastólinn kvaðst hann ekki hafa „neinar sérstakar áhyggj- ur af því“. Látið nægja að yfírheyra Starr Niðurstaða kosninganna dregur mjög úr líkunum á því að þingið samþykki ákæra á hendur Clinton til embættismissis vegna sambands hans við Monicu Lewinsky, fyrrver- andi starfsstúlku í Hvíta húsinu, og ásakana um að hann hefði framið meinsæri. Athyglin beindist í gær að dóms- málanefnd fulltrúadeildarinnar, sem fjallar um Lewinsky-málið, og fregnir hermdu að leiðtogar repúblikana væru farair að gera ráðstafanir til þess að leiða málið til lykta sem fyrst. Henry J. Hyde, for- maður nefndarinnar, var sagður hafa rætt við nefndarmennina og lagt til að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. Samkvæmt tillögu Hydes mun nefndin aðeins yfir- heyra eitt mikilvægt vitni, Kenneth Starr, sem stjómaði fjögurra ára rannsókn á málum forsetans. Heimildarmenn Washington Post sögðu að samkvæmt tillögunni myndi nefndin falla frá áformum um að yfirheyra önnur mikilvæg vitni, svo sem Vemon E. Jordan, vin Clintons, og Betty Currie, ritara forsetans. Látið yrði nægja að kalla til lagasérfræðinga og gert væri ráð fyrir að Starr yrði yfirheyrður í tvo daga, 19. og 20. þessa mánaðar. Nefndin ætti síðan að greiða at- kvæði fyrir lok mánaðarins um hvort ákæra bæri forsetann. Demókratar sögðu að niðurstaða kosninganna sýndi að ekki væri nægur stuðningur við ákæru á hendur forsetanum til embættis- missis, hvorki á þingi né meðal kjós- enda. Þeir sögðu líklegt að málinu lyki þannig að þingið samþykkti vít- ur á forsetann í janúar eða febrúar. „Staðreyndin er einfaldlega sú að bandaríska þjóðin hafnaði þeirri þráhyggju repúblikana að höfða beri mál á hendur Clinton til emb- ættismissis,“ sagði Richard Gep- hardt, leiðtogi demókrata í fulltrúa- deildinni. Sigur fyrir forsetafrúna Flestir eru þeirrar skoðunar að eiginkona Clintons, Hillary, sé á meðal helstu sigurvegara kosning- anna. Forsetafiúin lét mikið að sér kveða í kosningabaráttunni, ólíkt forsetanum sem hélt sig til hlés vegna óvissunnar um viðbrögð kjós- enda við hneykslismálunum. Vinsældir forsetafrúarinnar hafa stóraukist eftir að Lewinsky-málið komst í hámæli og hún ferðaðist vítt og breitt um Bandaríkin til að styðja frambjóðendur demókrata og afla fjár til kosningabaráttu þeirra. „Ég get sagt ykkur að forsetafrú- in er besti fulltrúi forsetans," sagði Joe Lockhart, fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. „Ég er sannfærður um að hún hafði mikil áhrif á öllum þeim stöðum þar sem hún lét að sér kveða.“ Fréttaskýrendur tóku í sama streng og sögðu skoðanakannanir við kjörstaði benda til þess að Hill- ary Clinton njóti mikillar hylli með- al kjósenda, einkum kvenna, m.a. heimavinnandi húsmæðra, sem voru áður tortryggnar í hennar garð. Hillary Clinton hjálpaði m.a. demókratanum Charles Schumer, er bar sigurorð af repúblikananum Alfonse D’Amato í kosningum til öldungadeildarinnar í New York- ríki. D’Amato hafði átt sæti í öld- ungadeildinni í 18 ár. Bush og Gore í forsetaframboð? Kosningarnar eru einnig mikill sigur fyrir A1 Gore varaforseta og George W. Bush, sem var endur- kjörinn ríkisstjóri í Texas. Bush, sem er sonur og alnafni forsetans fyrrverandi, lagði megin- áherslu á mennta- og skattamál og baráttuna gegn glæpum fyrir kosn- ingarnar. Hann fékk 69% kjöríylgi og er nú talinn líklegastur til að verða valinn frambjóðandi repú- blikana í forsetakosningunum árið 2000. Gore var ekki í framboði en ferð- aðist mjög víða til að afla demó- krötum atkvæða. Hann aðstoðaði alls 224 frambjóðendur, m.a. Gray Davis, sem var kjörinn ríkisstjóri Kaliforníu. Talið er að Davis beiti sér fyrir því að Gore verði forseta- efni demókrata og hann þykir einnig hafa sannað að frambjóð- andi, sem er álitinn litlaus og leiðin- legur, geti unnið mikla kosninga- sigra. Margir fréttaskýrendur telja að Gore sé nú eini demókratinn sem hafi raunhæfa möguleika á að verða kjörinn næsti forseti Banda- ríkjanna. Ekki aðeins kosið um embætti EKKI var einungis kosið um embætti í þing- og ríkisstjóra- kosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag því kjósendur voru einnig beðnir um að segja skoð- un sína á ýmsum umdeildum málum og virðist sem kjósendur hafi samþykkt sex af hverjum tíu tillögum. Er þetta í fyrsta skipti sem meirihluti tillagna hlýtur brautargengi. í Nevada, Washington og Arizona voru kjósendur hrifnir af þeirri hugmynd að notkun marijúana yrði leyfð í lækninga- skyni. Þetta þýðir reyndar ekki að marijúana fáist hér eftir á hveiju götuhorni, því í Kaliforn- íu, þar sem sams konar tillaga hefur áður hlotið samþykki, hafa alríkislögreglumenn Iokað „lækningastofnunum" sem selja „Iyfseðla“ upp á marijúana enda segja þeir lyfið enn ólöglegt. íbúum í Michigan-ríki leist hins vegar illa á þá hugmynd að læknum yrði leyft að að- stoða sjúklinga sfna við að fremja sjálfsmorð og í Was- hington og Colorado felldu kjósendur tillögu um að átt yrði við lög um fóstureyðingar. Ym- is umhverfismál voru einnig til umræðu í mörgum ríkjum og í Kaliforníu lýstu kjósendur þeirri skoðun sinni að sjálfsagt væri að leyfa indfánum að reka spilavíti á sérstökum griða- svæðum sfnum. í Kaliforníu samþykktu kjós- endur einnig naumlega að seít- ur yrði sérstakur skattur á síg- arettupakka og að áætlaðar ár- legar tekjur upp á 750 milijónir dala, um 50 milljarða ísl. kr., yrðu notaðar til að kosta sér- stök styrktarverkefni fyrir börn. í Washington-ríki samþykktu kjósendur tillögu þess efnis að .jákvæðri mismunun" yrði hætt þrátt fyrir að ýmsir málsmet- andi menn beittu sér gegn sam- þykkt tillögunnar. íbúar Alaska og Hawaii felldu tillögur um að hjónabönd samkynhneigðra yrðu leyfð og voru ýmsar fleiri tillögur bornar upp til atkvæða í kosn- ingunum nú enda virðist sem aukinn áhugi sé fyrir því að vísa umdeildum málum beint í dóm kjósenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.