Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
BÓKASALA ■ október
Rðð Var Titill/Höfundur/Útgefandi
1 TALNAPUKINN/ Hans Magnus Enzensberger/ Mál og menning
2 DÖNSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-DÖNSK ORÐABÓK/ Sigurlín Sveinbjarnardóttir
og Svanhildur Edda Þórðardóttir ritstýrðu/ Orðabókaútgáfan
3 AMAZING ICELAND - ÝMIS TUNGUMÁL/ Heigi Guðmundsson og Sigurgeir
Sigurjónsson/ Forlagið
4 BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA/ Astrid Lindgren/ Mál og menning
5-6 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ Sævar Hilbertsson
ritstýrði/ Orðabókaútgáfan
5-6 HÍBÝLIVINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
7 ALMANAK HÁSKÓLANS 1998/ Þorsteinn Sæmundsson sá um útgáfuna/ Háskóli [slands
8 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK VASAORÐABÓK/ Sævar Hilbertsson
ritstýrði/ Orðabókaútgáfan
9 HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR/ Louise L. Hay/ Leiðarljós
10 VIÐ URÐARBRUNN/Wiborg Davíðsdóttir/ Mál og menning
Einsíakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 HÍBÝLIVINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
2 VIÐ URÐARBRUNN/Vilborg Davíðsdóttir/ Mál og menning
3-4 ILMURINN/ Patrick Súskind/ Forlagið
3-4 NORNADÓMUR/ Viiborg Davíðsdóttir/ Mál og menning
5 AMERIKA/ Franz Kafka/ Mál og menning
6 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafeii
7 ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR/ Milan Kundera/ Mál og menning
8-9 STJÖRNURNAR í KONSTANTÍNÓPEL/ Halla Kjartansdóttir valdi efni/ Mál og menning
8-9 VILLTIR SVANIR: ÞRJÁR DÆTUR KÍNA/JungChang/ Mál og menning
10-11BREKKUKOTSANNÁLL/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
10-11 BRENNU-NJÁLS SAGA// Mál og menning
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 PERLUR ÚR LJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA/ Silja Aðalsteinsdóttlr valdi efni/ Hörpuútgáfan
2 HÁVAMÁL/ / Vaka-Helgafell
3 EDDUKVÆÐI/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Mál og menning
4 SPÁMAÐURINN/ Kahlil Gibran/ (slendingasagnaútgáfan
5 GÍTARINN OG FLEIRI LJÓÐ/ Federico Garcia Lorca/ Brú
6-7 MARLÍÐENDUR/Jóhann Hjálmarsson/ Hörpuútgáfan
6-7 SÁLMABÓK ÍSLENSKU KIRKJUNNAR/ Róbert A. Ottósson valdi efni/ Kirkjuráð
8 ÍSLENSK KVÆÐI/ Frú Vigdís Finnbogadóttir valdi efni/ Mál og menning
9 STÚLKA - LJÓÐ EFTIR ÍSLENSKAR KONUR/ Helga Kress valdi efni/
Bókmenntafræðistofnun Háskóla (slands
10 VÖLUSPÁ/ / Vaka-Helgafell
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 TALNAPUKINN/ Hans Magnus Enzensberger/ Mál og menning
2 BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA/ Astrid Lindgren/ Mál og menning
3 STAFRÓFSKVER/ Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn/ Forlagið
4 PÚSLUBÓK: DÝR// Mál og menning
5-6 DÓMSDAGSFLASKAN/ Clife Gifford. Útg. Hávellir
5-6 GALDRAKARLINN í 0Z/ Lucy Kincaid. Útg. Setberg
7 ANNA GETUR ÞAÐ/ Margo Lundell. Útg. Björk
8 STUBBUR/ Bengt og Grete Janus Nielsen. Útg. Björk
9 HELJARSTÖKK AFTURÁBAK/ Guðmundur Ólafsson. Útg. Vaka-Helgafeli
10 KOLUR í LEIKSKÓLA/ Lucille Hammond. Útg. Björk
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 DÖNSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-DÖNSK ORÐABÓK/ Sigurlín Sveinbjarnardóttir
og Svanhildur Edda Þórðardóttir ritstýrðu/ Orðabókaútgáfan
2 AMAZING ICELAND - ÝMIS TUNGUMÁL/ Helgi Guðmundsson og Sigurgeir
Sigurjónsson/ Forlagið
3 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ Sævar Hilbertsson ritstýrði/
Orðabókaútgáfan
4 ALMANAK HÁSKÓLANS/ Þorsteinn Sæmundsson sá um útgáfuna/ Háskóli íslands
5 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK VASAORÐABÓK/ Sævar Hilbertsson
ritstýrði/ Orðabókaútgáfan
6-7 HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR/ Louise L. Hay/ Leiðarljós
6-7 SJÁVARNYTJAR VIÐ ÍSLAND/ Gunnar Jónsson, Karl Gunnarsson og Ólafur Karvel
Pálsson/ Mál og menning
8 HEIMSATLAS/ Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson ritstýrðu/ Mál og menning
9 VÍSNABÓK IÐUNNAR/ Brian Pilkington myndskreytti. Útg. Iðunn
10 FRELSIÐ/ John Stuart Mill/ Hið íslenzka bókmenntafélag
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Eymundsson, Kringlunni
Penninn, Hallarmúla
Penninn, Kringlunni
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókval, Akureyri
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum
KÁ, Selfossi
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka á sölu bóka í október 1998 Unniö fyrir Morgunblaðiö,
Félag íslenskra bókaútgefenda og Fólag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur
sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.
Leiðin að hjarta
lesandans
BÆKUR
Skáldsaga
MORGUNÞULAíSTRÁUM
eftir Thor Vilhjálmsson. Mál og
menning 1998, 290 bls.
SAGT er að með hinni sögulegu
skáldsögu sinni Grámosinn glóir
(1986) hafí Thor Vilhjálmsson skrif-
að sig að hjarta þjóðarinnar; þá sló
hann fyrst „í gegn“ þótt fáir hafi ef-
laust velkst í vafa um sterka stöðu
þessa afkastamikla höfundar sem
fyrir útgáfu Grámosans hafði sent
frá sér tuttugu bækur: skáldsögur,
ljóð, ferðaþætti og fleira. Grámosinn
glóir þótti aðgengilegra verk en
mörg fyrri skáldverka Thors sem
mörg hver einkenndust af
módernískum stíl þar sem frásagn-
arþráður var slitinn og langar
myndrænar lýsingar sátu í fyrir-
rúmi. I Grámosanum töldu menn sig
sjá afturhvarf höfundar til heillegr-
ar frásagnar, að „sagan“ væri nú
orðin aðalatriðið, það haldreipi sem
ku gagnast lesandanum einna best.
Hér verður ekki farið nánar út í hina
annars áhugaverðu umræðu um það
hvað fólgið er í hugtakinu „saga“ og
hvernig slík gerir best vart við sig í
texta en á hinu leikur vart vafí að við
útkomu Grámosans urðu viss þátta-
skil á höfundarferli Thors Vilhjálms-
sonar: Hin lesandi þjóð hafði tekið
þennan höfund í sátt sem þrátt fyrir
mörg og glæsileg verk sín hafði áður
tilheyrt hópi virtra en lítt lesinna
höfunda.
Vafalaust er það hverjum höfundi
erfitt að fylgja eftir jafnstórum sigri
og Thor hlotnaðist með viðtökunum
á Grámosanum. Næsta bók hans
Náttvíg (1989) lá undarlega óbætt
hjá garði í bókmenntaumræðunni
við upphaf tíunda áratugarins (und-
antekning var þó góður ritdómur
Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Tíma-
riti Máls og menningar) en með
minningabókum sínum Raddir í
garðinum (1992) og Fley og fagrar
árar (1996) hygg ég að hann hafí enn
eflt stöðu sína meðal bestu rit-
höfunda þjóðarinnar. Og sú skáld-
saga sem hér er til umfjöllunar,
Morgunþula í stráum, hnykkir svo
um munar á þeirri staðreynd að hér
fer höfundur sem á fáan sinn líka.
Nú þrettán árum eftir útkomu
Grámosans sendir Thor frá sér aðra
sögulega skáldsögu og nú sækir
hann efnivið allt aftur til þrettándu
aldarinnar; þeirrar óróasömu og
blóðugu aldar sem kennd er við
Sturlunga. Það er einn af laukum
þeiiTar ættar, Sturla Sighvatsson
(1199-1238), sem er aðalpersóna
þessarar sögu. Frásögnin snýst um
Domingo til
starfa í Los
Angeles
PLACIDO Domingo, tenórsöngvar-
inn heimskunni, hefur þegið boð um
að gerast listrænn stjórnandi óper-
unnar í Los Angeles. Domingo
gegnir sömu stöðu við Washington-
óperuna.
Hann tekur við nýja starfinu árið
2000 en ráðningin er til þriggja ára.
Þá hefur hann fallist á að fram-
lengja samninginn í Washington og
mun því gegna báðum stöðunum á
sama tíma, auk þess sem hann
hyggst halda áfram að syngja opin-
berlega en hann er einn eftirsóttasti
tenórsöngvari heims og hefur sung-
ið 112 hlutverk á fjörutíu ára ferli
sínum.
Starf Domingos verður viðamik-
ið, hann mun hafa umsjón með 54
sýningum á átta uppfærslum i Los
Angeles og yfir 70 sýningum á átta
uppfærslum í Washington.
Sturlu og í frásagnanniðju er
Rómarför hans, aðdragandi hennar
og eftirmálar, en Sturla Sighvatsson
yfirgaf konu sína og bú til að finna
páfann í Róm og beiðast af honum
aflausnar synda sinna (og var víst
ekki vanþörf á). Eða eins og segir í
sögunni: „Hann vildi skírast og fá
aflausn úr hendi sjálfs páfans og
ekki bara vegna misgjörðanna við
Gvend biskup góða heldur allt hitt
líka sem hafði safnazt á hann á
leiðinni. Og það sem leitaði æ meir á
hann sem nær dró: þau
víg sem hann hafði látið
vega á Islandi.“ (bls.
188)
Þótt Thor Vilhjálms-
son styðjist við Sturl-
unga sögu eins og við
þekkjum hana af
varðveittum og útgefn-
um handritum er þó sú
saga aðeins rammi
hinnar skálduðu frá-
sagnar, nokkurs konar
form sem höfundur
markar hinum skáld-
lega texta. Persónur,
sögusvið, atburðir,
staðhættir og jafnvel
ýmis smáatriði í sam-
skiptum manna eiga
sér stoð í bókmennta-
legum (og í bland sögulegum) heim-
ildum. En heimildirnar eru þó frá-
leitt ráðandi í þessum texta heldur
er það þvert á móti hugarflug
skáldsins og stílfærni sem stýrir
allri frásögn. Ég gæti jafnvel trúað
að margir lesendur sakni skýringa á
ýmsum þeim atburðum sem liggja
utan við texta Thors og er einungis
að finna í texta sjálfrar Sturlungu og
þeirri rannsóknarsögu sem hún hef-
ur getið af sér. En um það er ekkert
nema gott að segja því áhugasamir
lesendur geta alltaf leitað í þær
frumheimildir sjálfir.
Morgunþula í stráum skiptist í sjö
hluta, mislanga. Skil á milli ein-
stakra hluta bókarinnar markast af
sögusviði sem færist frá íslandi, til
Frakklands og Ítalíu og þá aftur til
Frakklands og heim til Islands, en
sýnu stystur er síðasti hlutinn sem
er nokkurs konar eftirmáli sem ger-
ist í konungsgarði í Noregi og segir
af því þegar Snorra Sturlusyni er
sagt víg feðganna Sturlu og Sig-
hvats, bróður síns. Sögutíminn
spannar þrjá áratugi, iiefst árið 1208
þegar Sturla er baldinn drengur
sem hefur óhlýðnast fóður sínum og
endar 1238, á dánarári þeirra feðga.
Tíminn er þó ekki alfarið línulegur,
heldur er farið fram og aftur tíma-
skeiðið eftir því sem við á. Draumar,
spásagnir og sýnir tengjast tíma-
fiakkinu síðan með því að boða
ókomna vá eða spegla hugarástand
og gi'un um framtíð.
Þótt Rómarför Sturlu sé að
mörgu leyti sá ás sem frásögnin
snýst um væri rangt að meta það
svo að hún ein og sér feli í sér aðal-
inntak sögunnar. Ef reyna á að
draga út úr þessum margslungna
texta eitthvert slíkt inntak sem ríki
ofar öðru í bókinni er líklegt að
margir myndu benda á uppgjör við
hetjuímynd fornsagnanna. Sturla
þráir ekki aðeins aflausn synda
sinna og blessunar páfans í Róm;
hann ætlar sér ekki að „þoma og
morna í himneskum anda“ heldur
ásælist hann ekki síður veraldleg
völd og stöðu ofar öðrum mönnum á
íslandi. Að því marki vinnur hann af
kappi en lítilli forsjálni enda verður
það honum að fjörtjóni að lokum. I
baráttu sinni eftir völdum svífst
Sturla einskis og leitar hann jafnt til
hins svarta galdurs sem og hins
hvíta ef slíkt gæti komið honum að
liði. í París leitar hann skræðu Sæ-
mundar fróða sem hann trúir að
gæti eflt hann „í sókn sinni eftir alls-
herjarvaldi íslands" - og er hann þá
á heimleið eftir syndaaflausnina í
Róm. Skemmtileg spenna skapast í
frásögninni á milli trúarinnar á þessi
tvö andstæðu öfl og því spennusviði
tilheyra einnig margar lýsingar á
draumum og sýnum persóna sem
fela í sér válega forboða. Lýsingin á
sjálfri athöfninni, þegar Sturla er
leiddur á milli kirkna í Róm og hlýt-
ur við enda þeirrar þrautagöngu
syndaaflausnina, rennur saman við
lýsingu á látum og leikrænum til-
þrifum mannfjöldans, svo lesandi
hugsar (með Sturlu) hvar skil leiks
og veruleiks liggja í því sem fram
fer.
Sjálf afstaðan til
hetjuímjmdarinnar
skapar annað spennu-
svið sögunnar. I ásælni
sinni eftir völdum
fremur Sturla mörg
ódæði og sýnir óþarfa
grimmd. Kannski er að
með því að fela þá stað-
reynd að í raun er hann
„lítill herstjóri" og í lýs-
ingu höfundar eru
sterkir þættir persónu-
leika Sturlu tengdir ís-
lenskri náttúru svo og
ástinni og erótíkinni og
stangast þeir þættir
mjög á við illvirkin og
blóðugt miskunnarleysi
sem hann sýnir and-
stæðingum sínum. Slík lýsing á tog-
streitu á milli hins mannlega og hins
hetjulega minnir óhjákvæmilega á
aðra stórkostlega bók, nefnilega
Gerplu Halldórs Laxness, og þótt
stíll og aðferð þessara tveggja
höfuðskálda sé ólíkur um margt má
sjá í þessum tveimur verkum drætti
sem kalla á samanburð. Ég gæti
trúað að þessar tvær skáldsögur
ættu oft eftir að vera nefndar sam-
tímis í framtíðinni þegai’ um islensk-
ar bókmenntir er fjallað.
Þá hef ég ekki getið um það svið
þessarar sögu sem hvað magnaðast
er og hrífur lesandann sífellt, en það
er sjálfur stíllinn. Thor er að
sjálfsögðu þekktur fyrir að vera
meistari stfls og hér bregst hann
ekki aðdáendum sínum og á vafa-
laust eftir að bæta mörgum við i
þann hóp. Það sem einkennir þessa
sögu er margbreytileiki stflsins.
Hann spannar allt frá ofurnæmri og
hæglátri ljóðrænu til sprellandi frá-
sagnarfjörs. Það er athyglisvert að
ljóðrænan tengist helst Islandi og
þá sérstaklega samvistum manns og
náttúru, á meðan mesti gáskinn og
hraðinn í stflnum tengist lýsingu á
mannlífi erlendis. Stundum mætast
þessi tvö stflsvið á skemmtilegan
hátt í söguefninu: „Mitt í þessum
ærslafulla manngrúa fann hann hve
langt hann væri að kominn og
hversu hann skildist frá þessu öllu
sem var að gerast, og fann aðra
töfra en gerninga sviðsins taka til
sín. Hann hugsaði um hve margir
aðrir hefðu líka átt langar leiðir
hingað, en nú væri hann einn frá
þessari eyju nyrzt í höfum sem
sleppir aldrei taumhaldi sínu hversu
langt sem þú ferð, með kyrrum jökl-
um undir snjólíninu sem einn morg-
uninn er tjaldað nýju, og þegar sízt
varir vaknar eldurinn og svertir
þetta nýja tæra lín, fannirnar sem
gerðu líf þitt nýtt þann morgun sem
þú sást þær, og svo koma þessir
svörtu og gráu og bláu og rauðu
hnyklar upp úr jörðinni: og hann fór
ekki lengra en svalg vínið.“ (bls. 192)
Svo vísað sé til upphafsorða þess-
arar umfjöllunar þá virðist mér sem
Morgunþula í stráum hafi alla burði
til að rata að hjarta lesenda ís-
lenskra bókmennta engu síður en
Grámosinn glóir. Þetta er aðgengi-
legur texti sem ber bestu höfundar-
einkennum Thors Vilhjálmssonar
glöggt vitni; stflgáfa hans og
ljóðræn myndvísi haldast hér vel í
hendur við spennandi sagnaþræði
ofna úr fornum sögum, minningum
og vitund íslendinga.
Soffía Auður Birgisdóttir
Thor
Vilhjálmsson