Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 39
38 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 39 Jltagtntltfiifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÖRYRKJAR KNÝJA Á UM BÆTT KJÖR RYRKJABANDALAG íslands hefur fært fram rök V-rfyrir því að grunnlífeyrir þeirra sem verða fyrir varanlegri örorku á yngri árum þurfi að vera hærri en hjá þeim sem verða fyrir sömu lífsreynslu síðar á æv- inni. Á þennan hátt vilja samtökin m.a. rjúfa þá teng- ingu sem verið hefur milli örorkulífeyris og ellilífeyris. Garðar Sverrisson, varaformaður Oryrkjabandalags- ins, sagði af þessu tilefni í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Þótt hluti aldraðra búi svo sannarlega við mjög bágan fjárhag þá hefur staða öryrkja um margt sérstöðu. Alla jafnan hefur öryrkinn ekki átt þess kost að ávinna sér fullan lífeyrissjóðsrétt né eignast skuld- laust húsnæði og njóta þeirra launa og lífsfyllingar sem heilbrigðri starfsævi fylgir...“ Almennur örorkulífeyrir hefur að auki hvergi nærri fylgt almennri launaþróun í landinu, að mati Oryrkja- bandalags Islands, sem segir hækkun bótanna á síðustu fimm árum 17,4% á sama tíma og launavísitala hafi hækkað um 30% og lágmarkslaun um 52%. Fulltrúar Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, gengu á fund forsætisráðherra í fyrradag til að kynna sjónarmið sín. Þeir gera sér vonir um leiðréttingu mála sinna áður en langir tímar líða. Röksemdir Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar fyrir kjaralegri sérstöðu einstaklinga, sem verða fyrir varanlegri örorku á ungum aldri, eru allrar athygli verðar. Fáir, ef nokkrir, standa ver að vígi í lífsbarátt- unni en þeir. Þessi sérstaða er og virt hjá sumum grannþjóðum okkar, en þar vegur ungur aldur þeirra sem fyrir örorku verða til hækkunar á örorkubótum, eins og óskir Öryrkjabandalagsins standa til að gert verði einnig hér. Stjórnvöld ættu að taka þessa rök- studdu ábendingu, sem og kjarastöðu öryrkja í heild, til vinsamlegrar skoðunar. ÚR KALKAÐRI GRÖF KALDA STRÍÐSINS VITNAÐ VAR í viðtal við ísraelska menningarfræð- inginn Itamar Even-Zohar í Reykjavíkurbréfi 25. október síðastliðinn þar sem hann hélt því fram að sam- félagsleg þróun hefði orðið hröð hér á landi undanfarna áratugi vegna þess að Islendingar hefðu lagt áherslu á það sem hann kallaði vitsmunalega vinnu, á að hafa fólk í vinnu við að hugsa og skapa. I viðtalinu sagði Even- Zohar ennfremur að Svíar ættu nú í erfiðleikum vegna þess að hörð jafnaðarstefna þeirra hefði nánast drepið niður allt frumkvæði þar. Bjarni Guðnason prófessor hefur gagnrýnt Morgun- blaðið fyrir að vitna í orð Even-Zohar í fyrrnefndu Reykjavíkurbréfi. Sagt að blaðið geri sér ekki grein fyrir stöðu Svía á sviði vísinda og vilji með þessu ala á fordómum gegn þeim. í tilefni af þessu vill Morgun- blaðið árétta að þótt því hafi fundist ástæða til að vekja athygli á ýmsu því sem Even-Zohar sagði í viðtalinu, ekki síst vegna hnýsilegs sjónarhorns hans, þá er ekki þar með sagt að blaðið hafi gert skoðanir hans að sín- um. í Reykjavíkurbréfinu voru hugmyndir hans ræddar og meðal annars bent á að deila mætti um það hvort ís- lendingar hefðu lagt jafnmikla áherslu á hina vitsmuna- legu vinnu og hann lætur í veðri vaka. Raunar var sú skoðun blaðsins ítrekuð, sem margoft hefur komið fram, að leggja þurfi meira fé til eflingar hinnar vits- munalegu vinnu hér á landi. Hefur blaðið ennfremur oftsinnis bent á Svía sem hina bestu fyrirmynd í þeim efnum. Þetta er vart til merkis um að Morgunblaðið ali á for- dómum gegn Svíum, né annað sem staðið hefur í blað- inu um þessa ágætu frændþjóð okkar. Ásakanir um slíkt eru draugar úr kalkaðri gröf Kalda stríðsins og ættu að tilheyra fortíðinni. ÞAÐ eru Reykjavíkurfélögin Fram og KR sem ríða á vaðið og hyggjast leita nýrra leiða í fjármögnun á starfsemi meist- araflokka karla í knattspymu. Félögin hafa stofnað hlutafélög í þessu skyni og er ætlunin að stofna til almenns hlutafjárút- boðs í þeim í þessum mánuði og þeim næsta. Sa- mið hefur verið við verðbréfafyrirtæki um fram- kvæmd útboðsins og er stefnt að því að sölu verði lokið fyrir áramót. KR-ingar, eða rekstrarfélagið KR-Sport, hefur samið við Búnaðarbankann Verðbréf og Verð- bréfastofuna hf. um framkvæmd útboðsins en Kaupþing hf. sér um útboðið fyrir Fótboltafélag Reykjavíkur, hið nýstofnaða hlutafélag Fram. Vel þekkt erlendis Erlendis hefur færst í vöxt á undanförnum ár- um að íþróttafélög, einkum knattspymufélög, fari á hlutabréfamarkað og hlutir í þeim gangi þar kaupum og sölum. Þekktasta knattspymuhlutafé- lagið er eflaust enska úrvalsdeildarliðið Manchester United, en það fór á hlutabréfamark- aðinn þar í landi fyrir átta áram og hefur síðan rúmlega fimmfaldað veltu sína. Með auknu fjár- magni hefur félaginu tekist að komast í fremstu röð liða í Evrópu, stækka leikvang sinn og setja á laggimar umfangsmikla heimsverslun með vörar og minjagripi og breyst þannig úr knattspymuliði í alþjóðlegt viðskiptaveldi á örfáum áram. Á Norðurlöndum hafa knattspymulið einnig bragðið á það ráð að stofna hlutafélög um rekst- urinn og skrá á verðbréfamörkuðum. Þannig hef- ur danska liðið Bröndby náð öraggri fótfestu á markaði og í Noregi og Svíþjóð hafa viðskipti með hluti í knattspyrnufélögum færst í vöxt á síðustu áram. Jafet Olafsson hjá Verðbréfastofunni hefur talsvert verslað með hlutabréf í erlendum knatt- spymuliðum fyrir viðskiptamenn sína hér á landi. Hann segir viðskiptin hafa gengið misvel. „Sum liðin hafa gert það mjög gott og gengi bréfa í þeim því verið hátt, t.d. Bröndby í Danmörku og Manchester United í Englandi. I flestum tilvikum hefur gengið vel, en þetta er áhættumarkaður og bragðið getur til beggja vona. Þannig hafa bréfin í enska liðinu Bolton Wanderers lækkað upp á síðkastið, íyrst vegna falls úr úrvalsdeildinni og síðan vegna slakrar framgöngu í 1. deildinni að undanfómu,“ segir Jafet. Aðhald að rekstrinum Jafet segir að margt hafi breyst í rekstri þeirra félaga sem farið hafa á markað. Markaðurinn geri sömu kröfur til félaganna og annarra fyrirtækja og reksturinn verði að vera í lagi. „Þetta era auð- vitað ekkert annað en fyrirtæki og sem slík verða þau að standa undir sér. Kaupendur hlutafjár í knattspymufélögum era annars vegar tryggir áhangendur viðkomandi liða og hins vegar fjár- festar sem gera kröfu til lengri tíma um ákveðna arðsemi og þróun í rekstrinum. Þróunin hefur því orðið sú að rekstur félaganna hefur orðið víðtæk- ari og færst yfir í ýmsa þætti til hliðar við sjálfa knattspymuna, s.s. veitingastaði og hótel nálægt heimavellinum, sölu minjagripa og liðsbúninga. Þetta hefur auðvitað gengið misvel, en hjá mörg- um af stærri liðunum er sala á slíkum munum far- in að skila meiri tekjum en sala aðgöngumiða." Islensk knattspymulið, ekki síst þau sem leika í efstu deild, hafa gengið í gegnum miklar breyting- ar á undanfömum áram og hafa breytingamar miðað að því að færa reksturinn í þetra horf. Þannig starfa nú framkvæmdastjórar í fullu starfi hjá knattspymudeildum margra félaga, en shkt var nær óþekkt fyrir áratug. Víða var bókhald nánast í molum, en hefur nú verið fært til betra horfs. Þó er ljóst að skuldsetning margra félaga er gífurleg, jafnvel svo nemur tugum milljóna. Fortíðarvandi hjá Fram Það er ekki síst slæm skuldastaða sem fær Framara til að gera breytingar á rekstri sinnar knattspyrnudeildar. Knattspymudeild félagsins skuldar nú rúmlega fjörutíu milljónir króna og er þar aðallega um fortíðarvanda að ræða, skuldir sem komu til þegar Ásgeir Sigurvinsson og Bjarni Jóhannsson vora þjálfarar liðsins keppnis- tímabilið 1993. Þessar miklu ________ skuldir hafa íþyngt deildinni mjög, enda nema þær nálega tíu milljónum meira en samanlögð velta hennar var á síðasta ári og lítil von um aukinn hagnað með óbreyttu rekstrarfyrirkomulagi. Liðið hefur ekki náð að festa sig í sessi á nýjan leik sem eitt af toppliðum deildarinnar, eftir glæst gengi í lok níunda áratug- arins og í upphafi þess tíunda, _____ og sjötta árið í röð komst það ekki í Evrópukeppni þar sem helsta hagnaðar- von liðanna liggur. Sveinn Andri Sveinsson, formaður Fram, segir að menn hafi verið sammála um að við svo búið mætti ekki standa. „Við veltum ýmsum möguleik- um fyrir okkur, en ákváðum síðan að gjörbreyta rekstrinum, stofna hlutafélag um efstu flokka karla og skilja þá frá annarri starfsemi deildar- innar og láta hana svo byrja með hreint borð. Þannig getur hún haldið áfram að vinna að upp- byggingu yngri flokkanna, en þar liggur vitaskuld framtíð félagsins og helsti vaxtarbroddur." Skuldir yfirteknar Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins felast breytingarnar m.a. í því að aðalstjóm félagsins tekur yfir allar skuldir knattspymudeildarinnar, alls rúmar fjöratíu milljónir króna. Hún breytir síðan einkahlutafélaginu Fótboltafélag Reykjavík- ur í hefðbundið hlutafélag og verður stofnhlutafé þess 45 milljónir. Sú upphæð er fengin með því að verðmeta meistaraflokk liðsins auk 1. og 2. flokks drengja, en þá mun knattspyrnudeildin leggja fram í hið nýja hlutafélag sem greiðslu, og era all- ir leikmannasamningar, réttur til þátttöku í efstu deild og notkun á nafni félagsins inni í þeirri upp- hæð. Verður aðalstjórnin eigandi alls hlutafjár í nýja hlutafélaginu og mun afla rekstrarfjár með útboð- inu, alls 30 milljóna króna. Það fé er ætlunin að nýta til þess að reisa félagið við og gera það að stórveldi í íslenskri knattspymu á nýjan leik. Þá ætti gengi bréfanna að hækka og gæti aðalstjórn- in þá selt hluta af stofnfénu á hærra verði og feng- ið þannig smám saman fyrir þeim skuldum sem hún tók yfir í upphafi. Hinu nýja hlutafélagi er ætlað að vinna eftir fimm ára framtíðaráætlun. Samkvæmt henni er FOTBOLTIA FJÁRMÁLA- MARKAÐI Hlutafjárútboð knattspyrnufélaganna Fram og KR sæta tíðindum í íslensku íþrótta- og viðskiptalífi. Björn Ingi Hrafnsson fjallar um ástæður þess að félögin fara þessa leið, veltir fyrir sér hugsanlegum viðbrögðum markaðarins og hvaða breytingar gætu orðið á knattspyrnunni í kjölfarið. KR-ingar setja sér einnig markmið í tengslum við stofnun nýja félagsins líkt og Framarar með fimm ára áætlun sinni. „Við stefnum á Evrópu- sæti aftur á næsta ári, ætlum að halda okkur í þeirri keppni,“ sagði Björgólfur og bætti við: „Annars ætlum við að vinna sem mest, sem fyrst.“ Afstaða fþróttasambandsins Ekki era allir á eitt sáttir um þessa þróun og telja hana komna æði langt frá þeirri hugsjón áhugamennskunnar sem hingað til hefur verið ríkj- andi hér á landi. Meðal annars hlýtur sú spuming að vakna, hvort hlutafjárvæðing íþróttafélaga sam- ræmist stefnu og lögum íþróttahreyfingaiinnar. Framkvæmdastjórn Iþrótta- og Olympíusam- bands íslands kom saman í síðasta mánuði til að fjalla um hin fyrirhuguðu útboð Fram og KR. Frá þessu er greint í nýjasta fréttabréfi sambandsins, og þar kemur fram að stjóm ISI telur ekkert at- hugavert við þessar þreifingar, en vekur athygli á að í lögum sambandsins séu ákvæði um skilyrði fyrir þátttöku og aðild íþróttafélaga að heildar- samtökum íþróttahreyfingarinnar. Því sé mikil- vægt að allar breytingar á rekstrarformi, félags- aðild og réttindum og skyldum félaga og félags- manna séu í samræmi við þau ákvæði. Eins sé ástæða til að kanna hvort núgildandi ákvæði í lög- um sambandsins þurfi endurskoðunar við, til að- lögunar að þeim breyttu áherslum og nýju við- horfum, sem uppi era í hreyfingunni. Aðalstjórn Fram tekur yfir allar skuldir knatt- spyrnudeildarinnar, alls rúmar fjörutíu milljónir króna FRÁ Fram m.a. ætlað að komast í eitt af þremur efstu sætum deildarinnar á næstu tveimur áram og vinna sér þar með rétt til þátttöku í Evrópu- keppni. Á tímabilinu er einnig gert ráð fyrir því að liðið nái einu sinni að verða Islandsmeistari og ________ komist einu sinni í úrslitaleik bik- arkeppninnar. Sveinn Andri telur þessa áætl- un ekki óraunhæfa, því ætlunin sé að tvöfalda veltuna, svo hún verði um 70 miUjónir króna, eða sambærileg við það sem er hjá toppliðum hér á landi. „Við ætl- um að nota þetta fé til að byggja upp sterkt lið á íslenskan mæli- kvarða og til þess verðum við að styrkja leikmannahóp okkar,“ segir hann. „Þjálfarinn stjómar þar ferðinni, en stefna félagsins hefur ávallt verið sú að fá unga og efnilega leikmenn og gera úr þeim alvöra knattspymumenn." Ólíkt fyrirkomulag Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær útboð á hlutafé í Fram - Fótboltafélagi Reykjavíkur mun hefjast, né heldur hvert gengi bréfanna verður. Fótboltafélagið og Knattspyrnufélagið leik Fram og KR í efstu deild karla á síðustu leiktíð. Félögin hyggjast bæði fara í hlutafjárútboð fyrir áramót. Morgunblaðið/Knstinn Munu fulltrúar Kaupþings ákveða gengið á næstu dögum í samræmi við fjárhagsáætlunina, framtíð- arhorfur og árangur Uðsins á undanförnum áram og mun útboðið hefjast fljótlega eftir það. Salan á bréfum í KR mun hefjast síðustu vik- una í nóvember, að sögn Jafets Ólafssonar hjá Verðbréfastofunni. Þar er um að ræða hlutafé upp á fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna, en talið er hklegt að salan í upphafi muni miðast við fyrri upphæðina. Gengi bréfanna hefur ekki verið ákveðið, en skv. heimildum Morgunblaðsins er talið hklegast að þau verði á nafnvirði, þ.e. 1,0. Útboð og fyrirkomulag hlutafélags KR verður að mörgu leyti með öðram hætti en hjá Frömur- um. Þar kemur helst til, að skuldastaða knatt- spyrnudeilda félaganna er afar ólík og ekki hefur þurft að jafna skuldir vesturbæjarliðsins, þar sem m.a. varð nokkurra milljóna króna hagnaður á rekstri knattspyrnudeildarinnar á síðasta ári. Þá verður starfssvið hlutafélagsins KR-Sport nokkuð frábragðið Fótboltafélagi Reykjavíkur, þ.e. Fram. Stofnað verður sérstakt félag um rekstur liðs félagsins í efstu deild og munu koma að því annars vegar meistaraflokkur félagsins auk 1. og 2. flokks og hins vegar hlutafélagið KR- Sport. Fyrmpfndi aðilinn á að taka þátt í keppni og halda utan um leikmannahópinn, en hinn síðar- nefndi á að sjá til þess að liðið njóti nægilega góðs aðbúnaðar og fjármagns til að það geti haldið úti sterku liði og alið upp góða leikmenn, fengið unga menn annars staðar frá og notið bestu þjálfunar og þjálfara sem völ er á. Fjármagnið á þannig að koma frá hlutafélaginu KR-Sport, sem fær í staðinn ákveðna hludeild í hagnaði af rekstrinum, þar á meðal tekjur af Evr- ópukeppni og vegna sölu leikmanna. I staðinn skuldbindur hlutafélagið sig samkvæmt samningi við knattspyrnudeild KR til þess að viðhalda fjár- magnsstreymi til efstu deildar liðsins og kanna alla möguleika til að bæta aðstöðuna. Ymsar tillögur hafa verið ræddar í þeim efnum, en Björgólfur Guðmundsson, formaður knatt- spyrnudeildar KR og stjórnarformaður KR- Sport, nefndi t.d. byggingu yfirbyggðs knatt- spyrnuhúss og kaup á landi íyrir framtíðaræf- ingasvæði félagsins. „Síðan er ekkert sjálfgefið að starfsemi KR-Sport muni eingöngu snúa að knatt- spyrnu í framtíðinni," sagði Björgólfur. „Það era margvíslegir möguleikar í stöðunni og ég nefni fyrirtækið KR-flugelda og rekstur þess sem dæmi. Sá rekstur hefur gengið afar vel,“ sagði Björgólfur. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og ólympíusambands Islands, segir samtökin leggja áherslu á að öll þessi mál verði skoðuð vandlega og menn séu almennt mjög jákvæðir gagnvart þessum hugmyndum. „Það er alveg ljóst að bæta verður rekstrargrand- ________ völl félaganna með einhverjum hætti og ef ein aðferðin er hluta- fjárvæðing þá er hún þess virði að kanna nánar," sagði Stefán. Stefán segir að KR-ingar hafi átt fund með fulltrúum laga- nefndar ÍSÍ í fyrra um þessi mál, en ekkert skriflegt hafi enn kom- ið fram. „Við höfum alls ekki mótmælt þessum áformum, en viljum fá að fylgjast vel með áður _____ en slík skref era stigin formlega. Með þeim hætti er hægt að forðast misskilning og árekstra um lögmæti og réttindi. Það er mikil- vægt að öll slík mál verði athuguð bæði með tilliti til skipulags, fjármála og félagslegra þátta,“ sagði Stefán. Miðað við ofangreinda ályktun ÍSÍ og ummæli framkvæmdastjórans er ljóst, að hugmyndir fé- laganna tveggja njóta skilnings og eru ekki líkleg- ar til að valda djúpstæðum ágreiningi. Forráða- menn beggja liða segjast þannig munu hafa sam- ráð við fulltrúa ÍSÍ og KSÍ um lokaútfærslu út- boðanna og samningagerð hinna nýju hlutafélaga. Versnar samkeppnisstaða liða? En hvað með samkeppnisstöðu liðanna? Er lík- legt að úrslit leikja verði fyrirsjáanlegri í framtíð- inni í kjölfar þessarar þróunar? Hvorki Sveinn Andri Sveinsson né Björgólfur Guðmundsson hafa áhyggjur af því. „Það er ekki hægt að kaupa sér sigra,“ segir Sveinn Andri. „Það er alveg sama hverjir era í stjórn félags, það getur aldrei gert meira en að skapa góða um- gjörð og hlúa vel að sínu liði. Það er síðan starfs- manna félagsins, þ.e. þjálfara og leikmanna, að vinna úr þeirri stöðu og taka þátt í keppni. Af- koman veltur þannig alveg á frammistöðu leik- manna. Góð umgjörð er engin trygging fyrir því að það náist. Þess vegna hef ég ekki trú á því að leikir verði fyrirsjáanlegri eða ekki jafn spennandi og verið hefiir. Við getum tekið ótal deildir sem dæmi. Þannig ættu Arsenal og Manchester United að vinna alla leiki í ensku úrvalsdeildinni ef sú væri raunin. Það verða áfram óvænt úrslit, rétt eins og verið hefur en hins vegar neita ég því ekki, að ég tel þróunina verða þá hér heima að nokkur lið, fimm eða sex, muni skera sig meira og meira úr á næstu áram. Það verða ekki nema tvö, kannski þrjú lið úr Reykjavík og síðan þrjú önnur lið, t.d. Keflavík, Akranes og Vestmannaeyjar. Ég hef trú á því að þessi lið muni fylgja fordæmi Fram og KR á næstu áram, en ég veit ekki um fleiri lið. Þetta er alls ekki raunhæfur kostur fyrir öll lið í efstu og 1. deild því nauðsynlegt er að hafa ákveðið bakland. Hins vegar sé ég fyrir mér að þróunin verði sú, rétt eins og verið hefur erlendis, að minni liðin selji sína bestu menn til stóru lið- anna og fái þannig fjármagn til starfseminnar,“ sagði Sveinn Andri. Björgólfur tekur í sama streng. „Ég tel ekki að þetta muni fækka spennandi leikjum. Þetta mun hins vegar vonandi verða til þess að knattspyman batni hér á landi, en því miður hefur hún verið helst til flöt undangengin ár. Við viljum fá fleiri áhorfendur á leiki og þess vegna verðum við að fá skemmtilegri knattspyrnu, knattspyrnan á að skemmta fólki,“ sagði Björgólfur. Nýstárlegur íjárfestingarmöguleiki Fjallað er um þennan nýja fjárfestingarkost í Vikutíðindum Búnaðarbankans, sem út komu 30. október sl. Þar kemur m.a. fram, að hér séu stigin skref, sem líklegast muni hafa þau áhrif að fleiri félög fylgi í kjölfarið. Gera megi ráð fyrir að þessu fylgi umtalsverðar breytingar á rekstri stærstu knattspyrnufélaga landsins og líklegt sé að ekki verði aftur snúið. Blaðið tekur þó fram, að ekki séu mörg félagslið hér á landi áhugaverðir kostir fyrir fjárfesta. Auk KR gætu það verið Valur, IA og IBV. Þetta séu þau félög sem hafi náð hvað bestum árangri á undanfómum áram og hafi bestu stuðningsmenn- ina. Eitthvert þessara félaga muni því fara á fjár- magnsmarkað í náinni framtíð, sérstaklega ef hlutafjárútboð knattspyrnudeildar KR fer vel. Blaðið minnist ekki á útboð Fram í greininni. Jafet Olafsson segir að vissulega sé um áhættu- rekstur að ræða. „Islenski markaðurinn er lítill og tekjumöguleikarnir era mjög takmarkaðir hér á landi,“ segir hann. „Hins vegar er hér ekki um stórar fjárhæðir að ræða og ég tel KR vera góðan fjárfestingarkost í þessu tilliti. Liðið hefur verið við topp deildarinnar á undanfórnum áram, það á sér stóran og sterkan stuðningsmannahóp og fær flesta áhorfendur á leiki. Þá er það í Evrópu- keppni, sem er mjög stór þáttur í þessum efnum og að auki hefur það selt leikmenn til útlanda, sem oft getur gefið mikla peninga. T.d. hafa lið á Norð- urlöndum selt leikmenn fyrir hundrað milljóna á undanfómum áram. Slíkar sölur, þó þær væra ekki margar, myndu breyta miklu í rekstri ís- lensks knattspyrnufélags,“ sagði hann. Jólagjöfin í ár Sveinn Andri er sama sinnis. „Þetta er ekki eins og að fjárfesta í einhverjum verðbréfasjóði, sem gefur stöðuga afkomu og tekur litlum breyting- um,“ segir hann. ,Á móti kemur að verðfall á mörkuðum í Asiu hefur ekki áhrif á gengi bréfa í knattspyrnuliði. Þar skipta máli hlutir eins og mistök markvarð- ar, vafasamur rangstöðudómur og meiðsli lykilmanna, svo dæmi séu tekin. Eg held hins vegar að menn setji slíkt ekki fyrir sig. Þetta er áhugaverð nýjung og auðvitað er miklu skemmtilegra að eiga hlut í knattspymuliði en í einhverjum verðbréfasjóði.“ Nægur markaður er fyrir ....— bréfin, að mati Jafets. „Ég á von á því að bréfin seljist mjög vel. Maður rennir vissulega alveg blint í sjóinn og þannig gætu einhverjir aðilar allt eins tekið til við að ná til sín stærri hlut, t.d. einhver fyrirtæki eins og gerst hefur erlendis. Ég tel þó yfirgnæfandi líkur á að um dreifða eignaraðild verði að ræða og einstaklingar muni fyrst og fremst kaupa þessi bréf. Þau verða jólagjöfin í ár,“ sagði Jafet Olafs- son. Ekkert sjálfgefið að starfsemi KR-Sport muni eingöngu snúa að knattspyrnu í framtíðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.