Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 42
S 42 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Skattar og
forréttindi
Röklegt erþví aö álykta sem svo að
margir stjórnmálamenn taki pólitíska
hagsmuni sína fram yfir þá skyldu
sína að tryggja að landsmenn allir
skuli njóta sama réttar.
Undarlegt er það og
með ólíkindum að
enn skuli það vefj-
ast fyrir kjömum
fulltrúum þjóðar-
innar á Alþingi að afnema þá
hróplegu mismunun sem felst í
sérstökum skattfríðindum sjó-
mannastéttarinnar og forseta
Islands. Mál þetta hefur verið
til umræðu árum saman og sú
ályktun verður ein dregin að al-
mennt og yfirleitt telji stjóm-
málamenn það „pólitískt hættu-
legt“ að ráðast gegn þessu birt-
ingarformi óréttlætisins. Rök-
legt er því að
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
álykta sem svo
að margir
stjómmála-
menn taki póli-
tíska hags-
muni sína fram yfir þá skyldu
sína að tryggja að landsmenn
allir skuli njóta sama réttar.
Víða ristir þráin eftir endur-
kjöri sýnilega dýpra en réttlæt-
isástin.
Tveir stjórnmálamenn hafa á
síðustu ámm reynt að hreyfa
við máli þessu og eiga báðir
hrós skilið fyrir hugrekki sitt.
Ólafur Þ. Þórðarson heitinn,
þingmaður Framsóknarflokks-
ins, hóf árið 1992 umræðu um
þá mismunun er fælist í skatt-
leysi forseta íslands. Vakti
þetta framkvæði hans verulega
athygli og umræður spunnust
um málið á þingi. Ólafur Þ.
Þórðarson taldi að þau sérrétt-
indi sem giltu um forsetann að
vera undanþeginn opinberum
gjöldum og sköttum væra ekki í
anda 78. greinar stjómarskrár-
innar þar sem segir að ekki
megi leiða í lög nein sérréttindi
sem bundin séu við aðal, nafn-
bætur eða lögtign.
f umræðum á þingi lýstu
flestir þeirra þingmanna er til
máls tóku sig samþykka þeirri
hugsun sem fram kæmi í fram-
varpi Ólafs Þ. Þórðarsonar. Var
haft á orði að þetta fyrirkomu-
lag væri „tímaskekkja" en jafn-
framt sáu nokkrir þingmenn
ástæðu til að taka fram að þeir
teldu að forseti fslands gæti
tæpast talist ofsæll af launa-
kjöram sínum. í máli Ólafs Þ.
Þórðarsonar kom fram að fyrir-
myndin að skattfrelsi forsetans
væri sótt til konungs Danaveld-
is og gæti þetta fyrirkomulag
hér á landi tæpast talist í sam-
ræmi við þá lýðræðisþróun sem
orðið hefði.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefúr að
undanfömu freistað þess að
beina athygli landsmanna að
þeim óeðlilegu forréttindum
sem felast í skattaafslætti sjó-
mönnum til handa. Pétur H.
Blöndal hefur réttilega bent á
að sú röksemd að sjómenn eigi
rétt á slíkri sérmeðferð vegna
þess að þeir dveljist löngum
fjarri heimilum sínum standist
ekki skoðun nú um stundir.
Sama lýsing eigi við um fjöl-
margar stéttir auk þess sem
sjómannaafslátturinn feli í sér
styrk til útgerðarinnar; í raun
sé skattborguranum gert að
niðurgreiða launakostnað út-
gerðarfyrirtækja.
Málflutningur Péturs H.
Blöndal á ekki síst erindi við
landsmenn þessa dagana eftir
að í ljós kom að fjölmargir
einstaklingar njóta skattaaf-
sláttar sjómanna allt árið um
kring þótt þeir fari aldrei á sjó.
Farið hefur verið í kringum
meingallaðar reglur, líkt og
ávallt gildir þegar slík forrétt-
indi eni í boði.
Þetta merka framkvæði Pét-
urs H. Blöndal hefur því miður
hlotið litlar undirtektir. Verður
það tæpast til að auka virðingu
rétthugsandi manna fyrir þing-
heimi og ráðamönnum að svo
sjálfsagt réttlætismál skuli
mæta þvílíkri viðspyrnu.
Þegar fjallað er um forrétt-
indi sjómannastéttarinnar og
forseta lýðveldisins er umræð-
unni oftar en ekki beint inn á
þá brautir að þeir sem haldi of-
anrituðum sjónarmiðum fram
séu ýmist sérstakir hatursmenn
sjómanna eða andstæðingar
forseta íslands. Þessi málflutn-
ingur er fyrst og fremst til
marks um algjöran skort á
frambærilegum rökum. Vera
kann að á sínum tíma hafi mátt
færa rök fyrir því að sjómenn
skyldu njóta sérréttinda á sviði
skattheimtu. Hafi svo verið eiga
þau rök augljóslega ekki við
lengur. Mál þessi era með öllu
ótengd sjómannastéttinni sem
slíkri og einstaklingi þeim sem
gegnir embætti forseta Islands
hverju sinni.
Málflutningur þeirra Ólafs Þ.
Þórðarsonar og Péturs H.
Blöndal varðar grandvallarat-
riði, það grandvallaratriði að
sömu lög skuli gilda um alla
þegna þessa lands. Hann er
með öllu ótengdur kjörum sjó-
mannastéttarinnar og persónu
forseta lýðveldisins.
Hvað forseta Islands varðar
blasir við að skattleysi hans
takmarkar svigrúm hans til að
láta til sín taka í þjóðfélagsum-
ræðu. Epyrja má t.d. hvernig
forseti Islands geti hvatt til
þess að framlög tO menntamála
verði aukin þegar, hann einn
landsmanna, stendur utan
skattkerfisins og leggur því,
lögum samkvæmt, ekkert fram
í þá sameiginlegu sjóði sem
slíkir fjármunir yrðu sóttir í.
Seint verður sagt að pólitískt
hugrekki einkenni stjórnmála-
lífið á íslandi. Framganga
hinna kjörnu fulltrúa þjóðarinn-
ar gefur tilefni til að álykta að
þeir séu úr hófi fram uppteknir
við uppfylla fyrsta boðorð at-
vinnu-stjómmálamannsins; það
að ná endurkjöri. Sagt hefur
verið að sumir leggi fyrir sig
stjórnmál til að vera eitthvað en
aðrir haldi út á þá braut til að
gera eitthvað. Þegar hugrakkir
menn á borð við þá Ólaf Þ.
Þórðarson heitinn og Pétur H.
Blöndal taka til máls um grund-
vallaratriði gefst kjósendum
færi á að gera þennan greinar-
mun. Slíkir stjórnmálamenn
verðskulda stuðning fólksins í
landinu.
HANS JULIUS
ÞÓRÐARSON
+ JÚ1ÍUS Þórðar-
son, útvegsmað-
ur á Akranesi, fædd-
ist á Grund á Akra-
nesi 11. marz 1909.
Hann lést á heimili
sínu, Vesturgötu 43,
aðfaranótt 28. októ-
ber á nítugasta ald-
ursári. Júlíus var
annar elstur níu
bama þeirra hjóna
Emilíu Þorsteins-
dóttur frá Grund og
Þórðar Ásmunds-
sonar, kaupmanns
og útgerðarmanns
frá Háteigi á Akranesi. Systur
Júlíusar vora: Ólína Ása, gift
Ólafi Frímann Sigurðssyni,
skrifstofustjóra (sem nú er lát-
inn); Steinunn sem lést ung;
Ragnheiður gift Jóni Ámasyni
alþingismanni (látinn); Steinunn,
gift Árna Ámasyni vélsljóra
(látinn); Amdís, gift Jóni Björg-
vin Ólafssyni verksijóra (látinn),
Ingibjörg Elín, gift Ármanni Ár-
mannssyni, _ rafvirkjameistara,
Þóra, gift Ólafi Vilhjálmssyni,
verkstjóra (en þau era bæði lát-
in) og Emilía, gift Páli R. Ólafs-
syni, loftskeytamanni (sem nú er
látinn). Eiginkona Júlíusar var
Ásdís Ásmundsdóttir frá Hábæ á
Akranesi, en hún lést 21. júlí
1985. Börn Ásdísar og Júlíusar
em: 1) Guðrún Edda húsmóðir,
gift Björgvin Haga-
línssyni vélvirkja. 2)
Ragnheiður skrif-
stofumaður, var gift
Gunnari Þór Jóns-
syni, iækni. 3) Emil-
ía Ásta daggæslu-
fulltrúi, var gift
Guðmundi Bertels-
syni rafiðnfræðingi.
4) Þórður Ásm., for-
stöðumaður veð-
deildar Lb. ísl.,
kvæntur Ernu
Gunnarsdóttur
meinatækni. 5) Ás-
dís Elín bankafull-
trúi, gift Aðalsteini Ó. Aðal-
steinssyni rafeindavirkja. 6)
Gunnhildur Júlía sjúkraliði, gift
Smára Hannessyni rafvirkja. Af-
komendur Júlíusar og Ástu em
nú 32 alls.
Júlíus lauk gagnfræðaprófi
frá Flensborg árið 1928 og hóf
þá fljótlega störf við sjávarút-
veg sem var hans aðalstarfs-
vettvangur næstu 50 árin. Sam-
hliða þessum störfum var Júlíus
lengi fréttaritari Morgunblaðs-
ins á Akranesi. Hann stundaði
íþróttir alla tíð og seinustu árin
sund reglulega. Júlíus bjó alla
ævi við Vesturgötuna á Akra-
nesi, lengst af í húsinu nr. 43.
títför Júlíusar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Alltaf kemur dauðinn manni eins
á óvart, síminn hringir um miðja
nótt og við vöknum við kaldan veru-
leikann, „pabbi er dáinn“. Þessi
sterki, lífsglaði og góði pabbi okkar
var farinn af þessari jörð, eins og
árið sem líður og kemur aldrei aft-
ur, en við sitjum svo eftir og heyr-
um aldrei símann hringja þar sem
hann er að spyrja frétta af börnum
og bamabörnum, hann var svo lif-
andi áhugasamur fyrir velferð allra
sinna nánustu.
Eg man þegar ég var yngri þá
treysti ég alltaf á að pabbi gæti
bjargað öllu enda reyndi hann að
leysa öll vandamál eins og hann gat.
Þegar hann varð 60 ára fékk
hann hjól í gjöf frá börnunum sín-
um, þá hætti hann að nota bílinn og
notaði hjólið alfarið eftir það, fór í
laugina á hverjum degi og gerði svo
Múllersæfingarnar að lokum.
Hann var mjög músíkalskur, spil-
aði á munnhörpu, harmoniku og pí-
anó og gerði það vel, sem margir af
hans afkomendum hafa erft eftir
hann. Auk þess var hann hagmælt-
ur og gerði marga góða vísuna.
Pabbi minn var mikill lífsnautna-
maður, þótti gott að borða góðan
mat með góðu víni auk þess að vera
mikill sælkeri.
Núna seinustu 2-3 árin hans fór
elli kerling að gera vart við sig. Áð-
ur gat hann synt, gengið, hjólað og
bjargað sér sjálfur með flesta hluti,
en undir það síðasta hætti hann því
og honum var hjálpað við flesta svo
sjálfsagða hluti. Hann varð alltaf
háðari sínum nánustu og gat vart
hugsað sér að vera annars staðar en
heima hjá sér, í húsinu sínu og
stólnum sínum með sjónvarpið og
útvarpið, símann að fylgjast með
þjóðfélaginu og sínum nánustu.
Pabbi missti mömmu þegar hann
var 76 ára gamall. Það var honum
þung raun sem tók hann langan
tíma að komast yfir. Þá var gott að
eiga stóran hóp ástvina sem studdu
hann og hjálpuðu, því við andlát
hennar missti hann sinn besta vin.
En nú var komið að leiðarlokum,
löng ævi vai- að líða, 89 ár. Pabbi
var að mörgu leyti orðinn saddur
lífdaga þó að hann hefði vel þegið að
fá að lifa lengur, þó ekki væri nema
til að fylgjast með afkomendum sín-
um. Hann fékk hægt andlát í rúm-
inu sínu, eins og flestir myndu óska
sér að kveðja þetta líf. Hann kvaddi
í faðmi dóttur sinnar Gullu og
tengdasonar Smára og dóttur
þeirra, hennar Dísellu, sem var afa
sínum svo kær. Eiga þau miklar
þakkir skildar fyrir frábæra um-
önnun og umhyggju sem þau sýndu
honum.
Vertu sæll, elsku pabbi minn. Guð
blessi þig og varðveiti, nú ert þú
kominn til mömmu og allra þeirra
sem era áður farnir.
Lifðu heill í lífinu eftir lífið.
Þín dóttir,
Edda.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatáiin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku pabbi minn, þökk fyrir allt.
Þín dóttir,
Ragnheiður.
Andlát Júlíusar kom okkur
frændum hans og vinum í raun og
vera á óvart, þó svo að hann væri
orðinn háaldraður - næstum 90 ára
- því hann hafði verið hress og kát-
ur undanfarna daga og vikur, og
fylgdist með öllu sem hann hafði tök
á að fylgjast með.
Daginn fyrir andlátið hafði hann
hringt, eins og svo oft áður, til að
leita frétta og sagði ég honum m.a.
að danskur áhugamaður um gamlar
dráttarvélar hefði komið til Akra-
ness um helgina til að afla sér upp-
lýsinga og fræðast um íyrsta trakt-
orinn sem kom til Islands árið 1918,
og þá einmitt fyrir tilstuðlan föður
Júlíusar, Þórðar Ásmundssonar út-
gerðarmanns. M.a. var spiluð fyrir
gestinn myndbandsupptaka frá degi
dráttarvélanna á Hvanneyri í ágúst
og einnig viðtal við Júlla, þar sem
hann lýsir traktornum og reynslu
sinni af honum, en Júlli var einn af
þremur mönnum sem unnu með
traktorinn í Garðaflóa og í Elínar-
höfða á Akranesi.
Þannig var Júlli opinn fyrir öllum
nýjungum - eins og faðir hans hafði
reyndar einnig verið - og skýrir það
áhuga hans á vélum og öllu því sem
þeim viðkom. M.a. var hann um tíma
hjá Oskari Halldórssyni útgerðar-
manni sem vélgæslumaður í íshúsinu
Herðubreið við Tjömina í Reykjavík
- þar sem Listasafn íslands er nú til
húsa. Það er mál þeirra sem til
þekkja að sem véltæknimaður hefði
Júlli notið sín vel, en allt sem laut að
vélum og tæknibúnaði bókstaflega
lék í höndunum á honum.
Eftir að hafa stundað nám í
Flensborg í tvo vetur hóf hann störf
með föður sínum að útgerðarmálum
og vai- hann m.a. umboðsmaður
hans á Siglufirði þau árin sem síldin
var og hét. Hann minntist oft ár-
anna á Siglufirði með eftirsjá; það
var eitthvað í kringum síldina sem
heillaði meira en allt annað, mikill
handagangur, barátta um löndunar-
pláss og verð. Þarna voru ýmsir
síldarspekúlantar samankomnir,
m.a. áðurnefndur Óskar Halldórs-
son, Gottfredsen og fleiri slíkir. Þar
varð til þessi vísa eftir Júlla: „Síldin
er silfur hafsins/sumarið okkar
von/þegar að Gottfredsen gi-æt-
ur/gleðst Óskar Halldórsson".
Þegar Þórður faðir Júlíusar féll
frá árið 1943, aðeins 58 ára að aldri,
tók hann við stjórn fyrirtækjanna
ásamt mágum sínum, Jóni Árnasyni
og Ólafi Frímann Sigurðssyni, en
þau voru Hraðfrystihúsið ^ Heima-
skagi, útgerðaríyrirtækið Ásmund-
ur hf. og verzlun Þórðar Ásmunds-
sonar. A þessum árum gekk á ýmsu
í útgerðarmálum og kom sér því oft
vel hin létta lund Júlíusar og dreng-
skapur. Samhliða störfum sínum við
útgerðina var Júlíus fréttaritari
Morgunblaðsins á Akranesi. Sendi
hann greinargóðar fréttir af atburð-
um líðandi stundar, og þó sérstak-
lega af öllu því er varðaði atvinnu-
ástand og horfm- á Akranesi.
Júlíus þótti snemma vel til íþrótta
fallinn og stundaði hann frjálsar
íþróttir, sund og glímu jöfnum
höndum. Þó var það knattspyrnan
sem átti hug hans, eins og fleiri Ak-
urnesinga, bæði þá og nú. Var Júlí-
us í fararbroddi þeirra ungu manna
sem í sjálfboðavinnu byggðu
íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum á ár-
unum 1934 og 1935, en völlinn þurfti
að vinna niður um tvo til þrjá metra
að norðanverðu, við brekkuna, til
þess að fá hann láréttan, en aðal-
verkfæri voru handskóflur. Hann
spilaði með KA og einnig með sam-
eiginlegu liði Akraness gegn öðram
bæjarfélögum. Einnig var hann
markvörður með Víkingi í Reykja-
vík um tíma. Hin síðari árin hélt
Júlli sér við með líkamsrækt og
annarri heilsuvernd. Hann fór allra
sinna ferða á reiðhjóli, stundaði
sundið reglulega að ógleymdum
Múllersæfingunum, og þegar heim
kom þá var heilsufæðið matreitt eft-
ir öllum kúnstarinnar reglum. Úr
því minnst er á reiðhjól þá er rétt að
hér komi fram að Júlli var einn sá
fyrsti hér á landi, sem keypti og ók
vélhjóli, en það var mikill glæsifák-
ur af Harley Davidson-gerð og birt-
ust myndir af Júlla í erlendu blaði á
mótorhjólinu inni á Langasandi.
Einnig keypti hann í stríðslok
drossíu eina glæsilega - Oldsmobile
- sem hann átti í nokkur ár. En síð-
ar varð hann fráhverfur akstri bif-
reiða, og gerðist hallur undir hjólið
og hjólreiðar og taldi það allra
meina bót.
Margt var Júlíusi til lista lagt. Oft
var leitað til hans í gamla daga þeg-
ar böll voru haldin, og spilaði hann
þá jöfnum höndum á takkaharm-
ónikku og munnhörpu. Einnig spil-
aði hann á píanó. Hann var prýði-
lega hagmæltur og ritfær, og birt-
ust eftir hann athyglisverðar gi'ein-
ar í blöðum, auk fréttapistlanna.
Rryddaði hann greinar sínar jafnan
léttum húmor. Þá hafði hann glöggt
auga fyrir því sem betur mátti fara
á ýmsum sviðum, svo sem vinnu-
hagræðingu, vömum gegn slysum
og fleiru. Hann hannaði reyndar
ýmis tæki og vélar, sem frekar ættu
að flokkast undir uppfinningar.
Segja má að á mörgum sviðum hafi
Júlíus ekki fylgt samtíð sinni, held-
ur í mörgum efnum verið á undan,
bæði hvað varðar veraldleg efni sem
og andleg. Slík eru oftlega hlut-
skipti listamanna, og ná þeir því
ekki eyram samtíðarmanna sinna
sem skyldi. Hann var gæddur ýms-
um hæfileikum sem öðrum voru
ekki gefnir og var forspár og næm-
ur við að leysa ýmis vandamál sem
öðrum var um megn að leysa.