Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 43 Júlíus var lengi félagi í Rótaryklúbbi Akraness, einnig var hann formaður Utvegsmannafélags Akraness um skeið. Pá starfaði hann í stjórn Bjarnalaugar og lét hann sig málefni laugarinnar miklu varða. Það var mikil gæfa að fá að kynn- ast jafn góðum dreng og Júlla frænda. Hann bjó í næsta húsi við foreldra mína og þótt aldursmunur milli okkar væri þrjátíu ár hafði það ekkert að segja. Hann tók mig ung- an sem jafningja sinn og áttum við auðvelt með að ná því sambandi sem aldrei bar skugga á. Svo var einnig farið með systkini mín öll og var náið samband ávallt þar í mill- um. Við Jónína, synir okkar, Ingólfur og Þórður, og fjölskyldur sendum börnum Júlíusar og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Ásmundur Ólafsson. Ég gleðst yfír því að þú fékkst að fara eins og þú fórst, skyndilega, heima í rúminu þínu. Það er samt sárt að hafa ekki get- að kvatt þig, en það geri ég þá hér me<5 þessum orðum. Ég hugsa til þess með hlýju og þakklæti, síðast þegar ég kom að heimsækja þig, til þess að segja þér frá því að við Kjartan ættum von á barni, í apríl á næsta ári. Þú varðst svo ánægður að heyra þetta, að andlitið þitt ljómaði. Meðan ég sit hér og skrifa þetta, koma minningar fram í hugann. Þegar ég, þú og amma fórum eftir ferminguna mína til Danmerkur, þá ætlaðir þú að reyna að fínna styttu af Hans Klingenberg og við fórum líka til Svíþjóðar þar sem við vorum hjá Ragnheiði og fjölskyldu, það var svo gaman. Margar stundir þegar þú spilaðir á munnhörpuna og pí- anóið og svo margt fleira. Svo var líka alltaf svo gaman að hlusta á þegar þú sagðir frá því þegar þú varst ungur. Nú kveð ég þig, afí minn. Þú ert örugglega búinn að hitta hana ömmu hinum megin. Ég bið Guð og englana að blessa ykkur og varð- veita. Við munum sakna þín alltaf, elsku afí, ég, Kjartan og Snorri Öm. Hve undur hægt vaggast bátur þinn við landsteina eigin bemsku. í mjúkum silkispegli, bakvið langa ævi, horfist þú í augu við litla telpu, slegið hár hverfist í leik smárra fiska, í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum inn í laufgrænan skóg. (Jón úr Vör) Guð geymi þig. Ásdís Emilía. Þegar ég lít til baka og hugsa um föðurafa minn, Hans Júlíus Þórðar- son, kemur mér aðallega í hug stolt, heiður og trú. Hann var stoltur af ættmennum sínum og hafði í heiðri göfugar hugsjónir sínar og trú sína á æðri máttarvöld. Þannig hefur afi minn alltaf verið mér fyrirmynd og verður áfram um ókomna tíð. Þegar ég var barn á Akranesi eyddi ég í tvo vetur hálfum deginum hjá afa mínum á Vesturgötunni milli þess er ég var í skóla. Ég var, og kannski er ennþá, þrjóskur og þver og átti erfítt með að læra hluti eins og margföldunartöfluna og sund- tökin sem aðrir krakkar á mínum aldri voru þegar búnir að temja sér. Það var búið að reyna allt, meira að segja voru foreldrar mínir reiðu- búnir að borga mér fyrir að læra þessi ósköp en allt kom fyrir ekki. En afa mínum tókst hið ómögulega. Hann kenndi mér margföldunartöfl- una og sundtökin. Alla daga síðan var afi ákaflega stoltur af því að hafa kennt mér margföldunartöfl- una. Sannleikurinn er sá að hann kenndi mér svo miklu meira. Þegar ég var átta ára gamall dó móður- amma mín, Rósa Kristjánsdóttir, og var það fyrsta reynsla mín af dauð- anum. Ég man það eins og það hafi gerst í gær hvað fór fram þann dag. Ég og Júlíus bróðir vorum að borða uppáhalds matinn okkar á Vestur- götunni, pulsur og sjeik. Skyndilega hringir síminn, pabbi svarar og seg- ir okkur því næst að amma Rósa sé dáin. Gómsæti pulsubitinn komst ekki niður í maga og tíminn fraus. Ég hljóp upp á efri hæð hússins og fór að hágráta. Afi kom þá til mín og sagði mér frá Guði, englunum, himnaríki og eðli þess. Hann var af- skaplega trúaður og hefur hann alltaf verið skjól míns trúaða hjarta. Hann skynjaði margt sem öðrum var hulið og var sannfærður um fullkomnara líf eftir þetta líf. Afi hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og svo langt sem ég man vanrækti hann aldrei hugsjónir sínar og var ófeiminn að koma þeim áleiðis, hann orti um þær, skrifaði og hann talaði um þær. Trú hans og lífssýn eru dýrmæt- ustu gjafirnar sem afí minn gaf mér og það besta veganesti sem ungur strákur getur tekið með sér út í líf- ið. Afi minn kenndi mér því meira en margföldunartöfluna og sund- tökin. Hann kenndi mér að trúa. Trúa á Guð, líf eftir dauðann og göf- ugar hugsjónir, og síðast en ekki síst: „Vertu alltaf ættinni þinni til sóma, drengur,“ eins og hann sagði oft þegar ég kvaddi hann á Vestur- götunni. En nú þegar afi minn er dáinn get ég ekki annað en fundið trú mína styrkjast, stolt mitt eflast og heiður minn vaxa í minningu afa míns, Hans Júlíusar Þórðarsonar. Gunnar K. Þórðarson. í dag er til grafar borinn ástkær afí minn, nafni og vinur, Júlíus Þórðarson, kenndur við Grund á Akranesi. Langar mig að minnast hans í fáum orðum og þakka honum allt það sem hann gaf mér og mínu fólki. Afi minn, Júlli á Grund, var Skagamaður í húð og hár og ákaf- lega stoltur af uppruna sínum. Var hann duglegur við að fræða mig, dótturson sinn, um sögu Akraness og þær þjóðfélagsbreytingar sem hann upplifði á sinni löngu og góðu ævi og mun ég búa að þeirri þekk- ingu alla tíð. Afí var næstelstur níu barna þeirra sæmdarhjóna Þórðar Ás- mundssonar verslunar- og útgerð- armanns og Emilíu Þorsteinsdóttur húsfreyju. Af þeim komust átta upp og var afí eini sonurinn. Átti hann hamingjusama æsku á stóru heimili á Akranesi þar sem gestagangur var mikill. Síðan lá leiðin í nám í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og í vinnu í Reykjavík. Að því loknu sneri hann aftur heim til Akraness og starfaði eftir það við verslun og útgerð foður síns auk þess sem hann var fréttaritari Morgunblaðs- ins um langt árabil. Árið 1933 giftist hann ömmu minni, Ásdísi Ásmunds- dóttur, og eignuðust þau sex börn. Frá árinu 1938 var heimili þeirra að Vesturgötu 43. Amma Ásta lést sumarið 1985 og var það mikill missir fyrir afa og alla fjölskylduna enda voru þau mjög náin og fjöl- skyldutengslin sterk. Eftir lát ömmu hélt hann heimili með Gullu dóttur sinni, Smára eiginmanni hennar og Dísellu dóttur þein-a en hún var sólargeislinn hans afa. Naut hann umönnunar þeirra og hlýju allt til dauðadags og erum við þeim mjög þakklát að hugsa svo vel um afa og gera honum kleift að búa heima alla ævi, enda var hann heimakær mjög. Einkenni afa míns var hin létta lund, lífsgleðin og umhyggjan. Mér fannst hann alltaf vera tvítugur í anda enda voru sagðar margar sög- ur frá árinu 1929. Eins voru sagðar margar sögur frá skólaárunum í Flensborg, frá vinnunni í Herðu- breið og frá síldarárunum á Siglu- firði. Afa var ýmislegt til lista lagt, hann spilaði á harmonikku, munn- hörpu og píanó auk þess að semja fjöldann allan af vísum. Iþrótta- áhugann áttum við sameiginlegan og stundaði afí knattspyrnu, glímu og kúluvarp á sínum yngri árum. Eftir það tók sundið við og var afi daglegur gestur í Bjarnalaug um árabil þar sem hann synti og gerði sínar Múllersæfingar. Minnist ég sundferðanna méð afa enda lærði ég þar mín fyrstu sundtök og einnig var vinsælt að kaupa snúða með miklu súkkulaði í Harðarbakaríi að sundferð lokinni. Á sextugsafmæli sínu fékk afi reiðhjól að gjöf og eftir það fór hann nánast allar ferðir sín- ar á reiðhjóli sér til heilsubótar eða þar til sjónin fór að versna. Afí Júlli fylgdist náið með handboltaferli mínum alla tíð og var hann dyggur stuðningsmaður. Veit ég að það mun aldrei breytast. Þá fylgdumst við nafnarnir með gengi Skaga- manna í fótboltanum og glöddumst yfír afrekum þeirra. Afí var mikill fjölskyldumaður og fylgdist náið með öllu sínu fólki en niðjar hans og ömmu eru í dag 32 talsins; 6 böm, 14 barnaböm og 12 barnabarna- börn. Samgangur og samheldni fjöl- skyldunnar hefur ætíð verið mikil og naut afi sín best í faðmi fjöl- skyldunnar. Tengdabörnunum var teldð opnum örmum og urðu þau eins og börnin hans. Ef farið var í heimsókn á Skagann var skylda allra að hringja í afa á Vesturgöt- una þegar heim var komið. Var það lýsandi fyi-ir umhyggju og góð- mennsku hans. Þín verður sárt saknað, elsku afí minn, enda hugsaðir þú einstaklega vel um allt þitt fólk og veittir okkur svo mikla ást og umhyggju. Ég lifi hins vegar í þeirri von og trú að við munum hittast aftur. Þú trúðir á líf eftir dauðann að fenginni reynslu og vona ég að þú hafír nú fundið ömmu Ástu, foreldra þína og vini, sem horfnir era úr þessum heimi. Þótt söknuðurinn sé nú sár er gleðilegt að hugsa til þess hve langa og hamingjusama ævi þú áttir. Þú áttir hamingjusama æsku í faðmi ástríkra foreldra og sjö systra, áttir þess kost að afla þér menntunar og víkka sjóndeildarhringinn með ferðalögum erlendis, varst ánægður í starfí, áttir yndislega konu og sex heilbrigð börn og varst sjálfur heilsuhraustur nánast alla tíð. Betri ævi er vart hægt að hugsa sér. Hvíl þú í friði, elsku afi minn. Blessuð sé minning þín. Július Þór Gunnarsson og fjölskylda. Það er þetta með dauðann, alltaf kemur hann jafn illa við mann, afí minn. En nú hefur þú yfirgefið okk- ur og ert farinn yfir móðuna miklu, þar sem amma Ásta hefur örugg- lega tekið vel á móti þér eftir rúm- lega áratugs aðskilnað. Það fyrsta sem kom upp í huga minn var samviskubit yfir því að of langt er síðan ég sá þig síðast. En síðan hlaðast upp allar góðu minn- ingamar um þær góðu stundir sem ég fékk að njóta með þér. Þegar ég var barn fannst mér alltaf svo gaman að fara upp á Skaga og fá að dveljast þar um skemmri tíma. Stór hluti af þeirri skemmtun var að dandalast í kring- um ykkur ömmu á Vesturgötunni. Þá varst þú alltaf duglegur að nota þessa aukaorku sem við bamabörn- in höfðum, til að sendast í búðina, tína rabarbara o.fl. sem til féll. Ég var reyndar aldrei gott efni í að slá garðinn, því fengu aðrir það hlut- verk. Ég man að ég sóttist eftir að fá að vinna þessi verkefni, því mér þótti svo gaman að geta glatt ykkur. Þið amma voruð alltaf svo þakklát fyrir allt sem við gerðum fyrir ykk- ur. Það var oft fjöldi af barnabörnum á Vesturgötunni og em það stundir sem ég minnist með hlýhug. Frá þvi ég man eftir mér var farkostur þinn reiðhjól. Það setti þó ekki strik í reikninginn þegar þú fórst einu sinni ef ekki oftar með okkur 2-3 barnabörn í sund í Bjarnarlaug. Þú sast að sjálfsögðu á hnakknum, einn var á bögglaberanum og einn til tveir á stönginni. Eftir sundsprett og leiðbeiningar var svo haldið í bakaríið og keyptir snúðar og Raf- magnsterta. Þessar sundferðir man ég eins vel og þær hefðu gerst í gær. Það var margt sem maður velti fyrir sér sem barn. Ég man að mér fannst alltaf mjög skrítið að þú syntir baksundið í hringi meðfram bakkanum, en þú fórst þínar eigin leiðir. Þú varst alltaf mikill íþrótta- maður og áhugasamur um hreyf- ingu. Þú varst duglegur að gefa öðr- um góð ráð. Ég hugsa að sem barn hafi ég ómeðvitað hrifíst af þessum krafti þínum. Þú varst líka duglegur að segja okkur afkomendum þínum hversu mikilvægt það væri að stunda heilsurækt, borða hollan mat og forðast tóbak, þótt þú hafir nú ekki alltaf farið eftir öllum þessum heilræðum sjálfur. Það var þér þó alltaf efst í huga fram á síðasta dag að borða fjölbreyttan og næringar- ríkan mat, þó svo þér þætti alltaf gott að fá súkkulaði eins og okkur hinum. Afi minn, þú hefur alltaf borið sérstaka umhyggju fyrir þínum nánustu og sýnt okkur öllum mikinn áhuga, sama hvað við höfum verið að gera. Síminn hefur auðveldað þér í seinni tíð að halda þessu sam- bandi. Afkomendur þínir hafa verið miklir flakkarar og ferðast mikið til útlanda en alltaf varst þú í sam- bandi og fylgdist með. Ásamt um- hyggjunni hefur fréttaritaraeðlið örugglega sagt til sín. Þú vildir einnig að við værum dugleg að hafa samband við þig, sérstaklega ef við vorum á ferðalagi og muna örugglega margir eftir því að hafa fengið orð í eyx-a fyrir að hringja ekki um leið og þeir voru búnir að keyra Hvalfjörðinn til Reykjavíkur. Ég man margar ánægjustundirn- ar sem hann Gauti átti með þér. Það var alltaf tilhlökkun á mínu heimili þegar átti að fara upp á Skaga að heimsækja afa Júlla. Þótt það væru tæplega áttatíu ár á milli ykkar höfðuð þið mikið að tala um. Þú varst að gefa honum ráðleggingar um hvemig hann ætti að bera sig að í markinu í fótboltanum og sagðir honum að kýla bara boltann, sem er honum enn þá minnisstætt. Gauti var svo að fræða þig um leikara og bíómyndir og hlustaðir þú af mikl- um áhuga. Þú hefur gefið bæði mér og fjölskyldu minni margar ánægju- stundir, afi minn, og er ég þakklát fyrir það. Þú hefur alltaf verið mikill gleði- maður og haft gaman af því að hafa glatt fólk í kringum þig. Þú hafðir mikinn áhuga á tónlist og fannst mér alltaf jafn stórkostlegt að hlusta á þig spila, hvort sem það var á harmoníkuna eða munnhörpuna. Þegar þú varðst áttræður, man ég að við Lára vorum að velta því fyrir okkur hvort það væri virkilega staðreyndin að þú værir orðinn svona gamall. Þú varst alltaf svo unglegur þótt árin færðust yfir þig. Eftir að amma dó urðu miklar breytingar hjá þér enda var amma ekki bara lífsförunautur þinn heldur líka góður vinur. Dauði hennar setti talsvert mark á þig. Þú fékkst lítinn vin í staðinn sem fæddist sama ár og amma dó. Þessi litla stúlka, Dísella, átti eftir að verða góður vinur og félagi. Þegar hún var lítil passaðir þú hana á meðan mamma hennar, Gulla, var í vinnunni. En í seinni tíð eftir að aldurinn fór að færast yfir þig var það hún sem passaði þig, las og spilaði á píanó íyrir þig. Þessi ár sem þið áttuð saman hafa gefið ykkur mikið, það veit ég og finnst mér gott til þess að hugsa að þú hafir átt svo góðan og þolinmóðan vin sem hana, hún var alltaf tilbúin að annast þig. Gulla og Smári eiga líka miklar þakkir skild- ar fyrir þá góðu umönnun sem þau veittu þér síðustu árin og allt til dauðdags. Þau gerðu þér kleift að búa heima sem var þín heitasta ósk. Við söknum þín öll sárt, afi minn, en ég er glöð yfir því að þú fékkst skjótan og kvalalítinn dauðdaga í faðmi þeirra sem hugsuðu best um þig. Guð blessi þig, afi minn, og ég mun geyma allar góðu minningarn- ar sem ég á um þig. Inga. Júlíus á Grund hefur sett mikinn svip á bæjarlífið á Akranesi síðan ég man eftir mér. Það hlutu allir að taka eftir þessum bráðmyndarlega manni hvar sem hann fór - alltaf að flýta sér, hvort sem hann var gang- andi eða hjólandi - frjór í huga og með skýrar skoðanir á mönnum og málefnum, fastagestur í sundlaug- unum þar sem hann synti og gerði líkamsæfingar kominn hátt á níræð- isaldur, enda vel á sig kominn lík- amlega þótt sjónin væri að mestu horfin. Júlíus var eini bróðirinn í hópi 9 systkina sem öll em orðlagt sóma- fólk. Þau systkini eru jafnan kennd við Grand á Akranesi, en þar bjuggu foreldrar þeima, merkis- hjónin Emelía Þorsteinsdóttir og Þórður Ásmundsson sem var um- svifamikill atvinnurekandi á Akra- nesi á fyrri hluta aldarinnar. Júlíus tók við rekstri fyrirtækjanna að fóð- ur sínum látnum ásamt mágum sín- um Olafi Fr. Sigurðssyni og Jóni Árnasyni alþingismanni. Voru þeir um langt árabil með umfangsmikla atvinnustarfsemi; útgerð 6 báta og rekstur verslunar, fiskvinnslustöðv- ar og frystihúss sem m.a. frysti allt hvalkjöt fyrir Hval hf. árum saman. Hjá þeim félögum þótti gott að starfa og margir Akurnesingar unnu hjá þessum íyrirtækjum alla sína starfsævi. Júlíus var réttsýnn maður og góðviljaður. Hann var mikill og ein- lægur sjálfstæðismaður og hafði ákveðnar skoðanir á því sem var að ske í pólitíkinni. Síðustu árin fylgd- ist hann vel með útsendingum frá Alþingi og oft kom það fyrir ef ræð- ur vinstri manna gengu fram af honum að hann hringdi í Alþingi, gerði boð fyrir mig og lýsti furðu sinni á slíkum málflutningi. Bað hann þá gjarnan fyrir kveðju og hvatningu til Davíðs eða annarra ráðherra sem vom í umræðunni, óskaði mér síðan góðs gengis og kvaddi. Þetta vora skemmtileg sím- töl og notalegt að finna þann góða hug sem að baki bjó. Sjálfstæðismenn á Akranesi þakka Júlíusi samfylgdina og senda fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson. Mig langar í örfáum orðum að kveðja þig, afi minn, og þakka þér samfylgdina. Ég sit hér og reyni að rifja upp í huganum einhverja minningu um þig sem ég gæti sett á blað, eitt- hvert lítið brot sem kannski lýsir því hvernig ég man þig. Og veistu, það kemur oftast sama minningin upp í hugann. Ég man þegar ég var lítil og sat hjá þér í rauða stólnum í stofunni, og þú söngst fyrir mig þangað til ég sofnaði. Afl passar og pússar hana rekur burtu alla ljótu bolana biður svo guð að blessa hana og blessa alla krakkana. Ég man hvað þú varst ánægður þegar ég sagði þér mörgum árum seinna að ég myndi eftir þessu. Þú varst líka ósköp glaður þegar þú vissir að ég syngi þessa vísu oft fyr- ir bömin mín. Þannig að vísan lifir áfram, afi minn, og þessi minning verður mér alltaf ákaflega kær. Ég kveð þig nú, elsku afi minn, og bið algóðan guð að passa þig og pússa. Þín Lára. í dag verður þú borinn til moldar, elsku afi minn. Ég vil þakka fyrir allar þær stundir sem ég átti með þér bæði hér heima á íslandi og á æskuáram mínum í Svíþjóð. Þó að ég hafi ekki umgengist ykkur ömmu á hverjum degi var alltaf gaman að fá ykkur út í heimsókn til okkar og minnist ég þess með hlýju í huga. Enda varst þú alltaf að minna mig á það með því að rifja upp grallara- sögur af mér þaðan. Ég veit að ég var ekkert lamb að leika við. Við hittumst þó enn meira þegar við fluttum heim 1980 þótt þið byggjuð á Akranesi og við í Reykjavík. Þú fylgdist vel með okkur öllum og það skipti ekki máli hvort maður var staddur í Bandaríkjunum, Spáni eða Asíu, þú vai'st alltaf með á nót- unum hvað við vorum að gera og hvernig okkur leið. Ég minnist þín sem mikils manns og ég er stolt af því að þú hafir verið afi minn. Vertu sæll og megir þú hvíla í friði. Þóra Katrín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.