Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 47 ft
Við minnumst Skúla frá því að
hann fæddist. Þá voru tveir litlir
drengir fyrir í fjölskyldunni, það
voru nákvæmlega tvö ár milli þeirra
allra. Alltaf voru þeir góðir vinir og
eru enn. Skúla þótti ekki leiðinlegt
að eiga svona stóra frændur.
Elsku Ninný mín, Magnús Ágúst
og Árni Þór. Megi góður Guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Við hugsum til ykkar.
Valborg og Haraldur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lifsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Þegar ungt fólk fellur frá skortir
orð til að lýsa sorg okkar og samúð,
en eins og segir í ljóðinu, hver minn-
ing er dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi.
Við Skúli vorum systrasynir, að-
eins tvö ár voru á milli okkar og vor-
um við leikfélagar í æsku. En kynni
okkar hjónanna af Skúla og Ninný
hófust þegar þau komu heim að
loknu námi í Danmörku og fór sam-
band okkar vaxandi með árunum.
Við áttum margar ógleymanlegar
samverustundir með þeim. Við fór-
um saman í útilegur og veiddum
saman, borðuðum saman heima hjá
þeim eða okkur, frúin fór í postulíns-
málun til Ninnýjar og ég aðstoðaði
við ýmsar lagfæringar á húsinu
þeirra í Kópavoginum undir vökulum
augum Skúla, sem vildi hafa hlutina í
lagi í kringum sig. Allt eru þetta
okkur dýrmætar minningar. Elsku
Ninný og synir, Guð styrki ykkur og
styðji á erfiðum tímum.
Eiríkur og Bára.
Dansinn - dansinn var það. Þessi
hópur, sem átti það sameiginlegt að
hafa stundað nám í Danmörku ákvað
að læra að dansa.
Til að byrja með vorum við óttalega
klaufsk, en þetta kom. Skúli var einna
seinastur til að ná taktinum, við töld-
um að það væri vegna hæðarinnar,
hann var með stærri mönnum. Við
fórum svo á kaffíhús eftir danskennsl-
una. Kaffihús einu sinni í viku, það
var snjallt. Við nutum þess að vera
saman og spjalla um heima og geima.
Skúli var hinn rólegi, yfirvegaður.
Hann sagði fátt sem hann hafði ekki
hugsað áður. Og svo voru það útileg-
umar. Á hverju sumri var farið í ferð
með fjölskyldurnar. Austur í Þjórsár-
dal, dalinn okkar. Tjaldstæðið var á
fallegum stað niðri við á. Þama
myndaðist lítil tjaldborg á fóstudags-
eftirmiðdegi og bömin okkar vora
eftirvæntingarfull. Það myndi verða
varðeldur og sungið. Skúla fannst
þetta með tjaldið eitthvað gamaldags
strax eftir fyrstu útileguna. Næsta ár
var hann búinn að kaupa tjaldvagn
fyrir sig og sína fjölskyldu. Hér var
ekkert til sparað. Fortjald, gervigras-
botn í fortjaldið og teppi í botninn á
tjaldvagninum. Ekki laust við að það
örlaði á öfund hjá okkur hinum. Hann
Skúli - þetta gat hann. Jafnvel sér-
stakir vinnuvettlingar til að nota við
uppsetningu tjaldvagnsins. Eitt sinn
vora hanskamir faldir og þá féll
næstum niður að reisa tjaldvagninn,
það var ekki hægt án hanskanna.
Þannig liðu árin. Við íylgdumst með
bömum hvert annars, deildum gleði
og áhyggjum. Við hittumst reglulega
í matarveislum hvert hjá öðru og
gjaman var danskunnáttan rifjuð
upp. Við eram á besta aldri og ætluð-
um að dansa inn í ellina þegar hún
kæmi - eftir mörg ár. En nú er allt
breytt, ekkert verður eins og það var.
Skarð hefur verið höggvið í hópinn og
hann verður aldrei sá sami. Þú hefur
dansað þinn síðasta dans í jarðlífinu
og við hin sitjum eftir á bekknum og
syrgjum góðan vin. Vin sem með
fólskvalausri ti-yggð ávann sér traust
allra sem kynntust honum. Skúli var
góður drengur og við munum minn-
ast hans alla tíð.
Kæra Ninný, Magnús og Árni Þór,
megi Guð styrkja ykkur og fjölskyld-
ur ykkar.
Guðrún og Bergþór.
• F/eiri minning-argreinar uni
Skúla Tryggvason hi'íía birtingar og
munu birtast iblaðinu næstu daga.
DAGMAR
PÁLSDÓTTIR
+ Dagmar Páls-
dóttir var fædd
í Garði 5. janúar
1918. Hún lést á St.
Jósefsspítala í
Hafnarfirði 2. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Páll Pálsson,
útvegsbóndi í Kefla-
vík, f. 28.2. 1877, d.
10.6. 1938, og Guð-
rún Jónsdóttir, hús-
freyja, f. 30. 7.1874,
d. 12.2. 1946. Dag-
mar var yngst af 12
systkinum og sú
eina eftirlifandi. Systkini henn-
ar voru Aðalheiður, f. 14.10.
1895, d. 9.6. 1964; Júlía Ágústa,
f. 31.7. 1900, d. 17.8. 1900; Ingi-
björg Jóna, f. 16.9.1901, d. 17.6.
1974; Guðrún, f. 15.10. 1904, d.
4.4. 1984; Guðmundur, f. 12.1.
1906, d. 11.11. 1973; Axel, f.
22.3. 1907, d. 9.2. 1979; Þórar-
inn, f. 5.7. 1910, d. febrúar
1928, Ingólfur, f. 8.8. 1911, d.
1.10. 1941; Sigurður, f. 24.11.
1912, d. 1913; Skúli, f. 9.2. 1914,
d. 6.8. 1983; María,
f. 30.8. 1916, d. 13.2.
1975.
Dagmar var gift
Ólafi R. Guðmunds-
syni, verkstjóra,
fæddur 3. maí 1917
og látinn 13. ágúst
1975. Þau kvæntust
11. nóvember 1939.
Börn þeirra eru: 1)
Páll Rúnar, kvænt-
ur Gróu Hávarðar-
dóttur og eiga þau
fjórar dætur. 2)
Guðmundur Valur,
kvæntur Ragnheiði
Halldórsdóttur. 3) Róbert Örn,
kvæntur Önnu Báru Sigurðar-
dóttur og eiga þau tvö börn. 4)
Elín Guðbjörg, gift Júlíusi
Svavari Bess og eiga þau fjögur
börn. 5) Ingólfur, kvæntur Vil-
helmínu Pálsdóttur og eiga þau
fímm börn.
Dagmar og Ólafur bjuggu all-
an sinn búskap í Keflavík.
títför Dagmarar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma mín.
Mig langar að minnast þín með
nokkrum orðum. Þú hefur nú loks
fengið hvíldina sem þú þráðir.
Síðastliðnir tveir mánuðir hafa verið
þér mjög erfiðir en þú sýndir ein-
stakan kjark og viljastyrk. Þrátt
fyrir að þér hafi verið ljóst að
hverju stefndi varstu alltaf jafn glöð
og gamansöm og reyndir að létta
undir með okkur hinum. Mamma
starfaði við fyrsta dagheimilið sem
stofnað var í Keflavík í kringum ár-
ið 1950. Lengstan hluta starfsævi
sinnar vann hún í eldhúsi Sjúkra-
húss Keflavíkur eða í rúmlega ald-
arfjórðung.
Við mæðgur vorum ávallt mjög
nánar, áttum margar gleðistundir
saman og hlógum oft dátt hvor að
annarri. Mamma var lífsglöð og oft-
ast hrókur alls fagnaðar á manna-
mótum. Hún var ákaflega hrein-
skiptin kona og komst oft vel að
orði. Hún hafði ákaflega gaman af
því að fara á tónleika og í leikhús og
á ég margar góðar minningar frá
sýningum sem við sóttum saman.
Mamma var jafnframt mjög trúuð
og kirkjurækin. Hún fór iðulega í
messur og sótti uppákomur sem
haldnar vora í kirkjunni heima.
Eftir að ég fluttist frá Keflavík
var það viss þáttur í lífi fjölskyldu
minnar að heimsækja ömmu og afa í
Kefló í hverri viku. Við töluðum líka
saman nánast á hverjum einasta
degi alla tíð og ég á eftir að sakna
þess mikið.
Hún átti lengst af heima á Faxa-
braut 26 en fluttist í fjölbýlishús
fyrir eldri borgara að Áðalgötu 5
fytir um sex áram og varð þá mikil
breyting á lífi hennar. Þar undi hún
hag sínum vel í góðum félagsskap
og fannst hún vera örugg og
áhyggjulaus. Nú fer brátt jólaundir-
búningur í hönd en mömmu þóttu
jólin skemmtilegur tími og hún
lagði alla tíð sérstaka rækt við að
allir í fjölskyldunni kæmu til hennar
á jóladag. Allir þurftu líka að fá
jólapakka frá henni, jafnt stórir sem
smáir. Það lýsir henni vel því hún
var örlát og hjartahlý kona.
Elsku mamma, ég bið góðan Guð
að geyma þig að eilífu. Blessuð sé
minning þín.
Þín dóttir,
Elín Guðbjörg.
í dag kveð ég þig, amma mín, og
langar mig að minnast þín með fá-
um orðum. Ég á svo margar minn-
ingar um þig og samverustundir
okkar, þó eru þær sterkastar frá
þeim tíma er ég bjó hjá þér eins og
þegar við sátum oft á kvöldin við
kertaljós og hlustuðum á gamla
segulbandstækið þitt, þá gátum við
rætt um lífið og tilverana. Ferðirn-
ar upp í Kjós í sumarbústaðinn
með þér og afa voru og eru mér
mikils virði. Ég veit það, amma
mín, að þú varst ekki sú manngerð
sem vildir að skrifað yrði um þig
mikið lof, þess vegna vel ég það að
eiga minninguna um þig í hjarta
mínu.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að njóta nærvera þinnar svo lengi og
þú hélst reisn þinni til síðasta dags.
Hvar sem þú ferð um lög og láð
þar liggur leiðin þín
þar ljómar allt af birtu og yl
ó elsku amma mín.
Þá bæn ég ber í brjósti mér
þá er ég minnist þín
að Guð hann ætíð vemdi þig
og blessi amma mín.
(Sig. Óskars.)
Dagmar Róbertsdóttir.
Mig langar í örfáum orðum til að
skrifa nokkur kveðjuorð til ömmu
sonar míns, Hlyns. Ég kynntist
Döllu og Óla er ég gekk með son
minn Hlyn. Hafa þau kynni verið r
mér dýrmæt alla tíð. Þegar Hlynur
fæddist komu þau Dalla og Óli með
fangið fullt af gjöfum og hefur
gestrisni þeirra við mig og mína
alltaf verið frábær í alla staði, sem
sýndi sig er ég gifti mig og fluttist
til útlanda og átti annan dreng. Þá
var ekki verið að gera upp á milli
þeirra bræðranna, heldur fengu
þeir alltaf eins gjafir. Þannig var
Dalla. Enda kallaði yngri sonur
minn hana ætíð ömmu líka. Það er
svo margs að minnast, Dalla var
beinskeytt kona og hreinskilin, en
þeim sem kynntust henni vel var
hún góður vinur. Mér hefur alla tíð
þótt mjög vænt um hana og Óla og
mun aldrei gleyma því hvað þau •-
voru mér og mínum alltaf góð. Nú
er hún komin til Óla síns og veit ég
að það er þar sem hún þráði að
vera. Enda voru þau einstaklega
hamingjusöm hjón. Nú eru þau
bæði hjá Guði. Mig langar að lok-
um að votta samúð mína Palla,
Robba, Gumma, EUuboggu og Ingó
svo og tengdabörnum og öllum
barnabörnunum. Drottinn blessi
ykkur öll.
Hvíl þú í friði, elsku Dalla mín, með
þökk fyrir allt og allt.
Helga B. Magnúsdóttir.
+ Júnía Sumarrós
Stefánsdóttir
var fædd í Reykja-
vík 13. júní 1910.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Höfða á
Akranesi 31. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Þor-
steinsdóttir og Stef-
án Guðmundsson.
Systkini hennar
voru Málfríður og
Ágúst, sem bæði
eru látin. Uppeldis-
systir hennar var
Stefanía Ottesen, sem lést í júlí
sl.
Júnia var tvígift. Fyrri mað-
ur hennar var Kristinn Sveins-
son. Þau skildu. Sonur þeirra
er Þorkell, búsettur á Akra-
Þegar kær vinur er kvaddur
koma óteljandi minningar honum
tengdar upp í hugann.
Eg er rík af minningum um hana
Júnu frænku mína sem í dag er
kvödd hinstu kveðju. Hún hét fullu
nafni Júnía Sumarrós og var upp-
eldissystir hennar mömmu minnar.
Á bernskuheimili mínu var hún
aldrei kölluð annað en Júna systir
eða Júna frænka. Okkur var svo
eðlilegt að bæta frænkunafninu
aftan við að það var eins og þetta
væri annað skímarnafn hennar.
Þessi góða frænka mín tengist
minningum mínum allt frá barn-
æsku og allar era þær ljúfar og
góðar.
Milli Júnu og mömmu var alla
tíð gott og kærleiksríkt samband.
Mamma, sem lést í júlí sl., átti þá
ósk heitasta, síðustu mánuðina sem
hún lifði, að hitta Júnu systur sína.
Það var sárt að vita af þeim á
Grund og Höfða, ekki svo ýkja-
langt á milli, en hvorug fær um að
heimsækja hina. En kærleikurinn
nesi. Kona hans er
Guðrún Ármanns-
dóttir og eiga þau
fimm börn. Seinni
maður Júnfu var
Jón Finnbogason.
Hann lést í desem-
ber 1982. Kjörson-
ur þeirra er Stefán,
búsettur í Reykja-
vík. Kona hans er
Halldóra Jónsdóttir
og eiga þau tvær
dætur.
Júnía dvaldi síð-
ustu ár ævi sinnar á
Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi.
títför Júníu fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði í
Reykjavík.
var þar, sterkur, og nú eru þær
saman aftur og hafa þar áreiðan-
lega orðið fagnaðarfundir.
Ég gæti skrifað svo margt um
hana Júnu mína sem var okkur öll-
um svo undurkær. Minningamar
ætla ég samt að geyma með sjálfri
mér og ylja mér við þær í framtíð-
inni eða þangað til við hittumst á
ný-
Við öll á „Asó“ þökkum Júnu
frænku allt sem hún var okkur.
Guði þakka ég fyrir að hafa gefið
mér svona góða frænku og leyfa
mér að njóta elskusemi hennar alla
tíð.
Veri góð kona Guði falin.
Sigríður Gróa Einarsdóttir.
Mig langar að minnast látinnar
vinkonu og frænku okkar í fjöl-
skyldunni, hennar Júnu minnar.
Við Ævar dvöldust á heimili henn-
ar þegar við opinberuðum trálofun
okkar, og því var hún fyrsta mann-
eskjan sem óskaði okkur til ham-
ingju. Margs er að minnast frá
langri kynningu og vináttu og ára-
langri sambúð í sama húsi, sem
aldrei bar skugga á.
Oft var „glatt á Hjalla" á þess-
um árum á Vífilsgötunni, ekki var
það svo að sjónvarp væri á hverju
heimili á þessum árum og því var
bara alveg sjálfsagt mál að sam-
einast nú bara um þetta eina tæki
sem í húsinu var, hjá okkur
Ævari. Mér er það því mjög minn-
isstætt hve innilega hún gladdist
þegar hann Jón hennar kom með
nýtt sjónvarp á heimili þeirra
hjóna og færði henni það alveg
óvænt.
Börnunum okkar var hún afar
góð, svona eins og amma í húsinu,
og gætti þeirra stundum fyrir mig
þegar mikið lá við, enda var hún
systir hennar ömmu Fríðu, sem þá
bjó uppi á Akranesi.
Ekki er hægt að sleppa því að
nefna nýársboðin heima hjá henni
eftir að þau hjónin fluttu á Kirkju-
teiginn. Börnin mín muna eftir
gómsætu marenstertunni og
súkkulaðinu hjá henni Júnu sinni
og að ekki sé nú talað um þá rönd-
óttu, hafa þau oft minnst á það síð-
ar, og ekki má gleyma trékubbun-
um sem leyndust þar inni í skáp.
Júnía var alveg einstök kona að
öllu leyti, þrifin svo af bar, alltaf
jafn hlýleg, sama hvernig á stóð, og
einstaklega skapgóð. Tráði á algóð-
an Guð sinn af einlægni og treysti
Honum í hvívetna. Það er ljúft að
minnast hennar, þessarar góðu
konu, og ég veit að hún á góða
heimkomu hjá Frelsara sínum.
Ástar- og samúðarkveðjur til
allra hennar nánustu. Blessuð sé
minning hennar.
Hildur og Ævar.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DAGMAR PÁLSDÓTTIR,
Aðalgötu 5,
Keflavík,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði mánu-
daginn 2. nóvember síðastliðinn.
Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju í dag,
föstudaginn 6. nóvember, kl. 14.00.
Þeir, sem vildu minnast hennar, eru vinsamlegast beðnir að láta D-álmu
Sjúkrahúss Suðurnesja njóta þess.
Páll R. Ólafsson, Gróa Hávarðardóttir,
Guðmundur V. Ólafsson, Ragnheiður Halldórsdóttir,
Róbert Ö. Ólafsson, Bára Sigurðardóttir,
Elín Guðbjörg Ólafsdóttir, Júlíus Bess,
Ingóifur Ólafsson, Vilhelmína Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
JÚNÍA SUMARRÓS
S TEFÁNSDÓTTIR