Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 48
Jl 48 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaöur minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUNNAR SIGURÐSSON fyrrv. byggingarfulltrúi, Ljósheimum 1, Reykjavík, lést aðfaranótt fimmtudagsins 5. nóvember á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigurður Bjarni Gunnarsson, Ásta Gunnarsdóttir, Björn Reynir Fríðgeirsson, Ásthildur Kristín Björnsson, Gunnar Ingi Björnsson. ~r + Systir okkar, EVA VERNHARÐSDÓTTIR, Fellsmúla 13, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingibjörg, Ólöf, Svana, Svava og Þórhildur Vernharðsdætur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Sporðagrunni 9, Reykjavík, sem lést mánudaginn 2. nóvember, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 6. nóv- ember kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti Félag aðstandenda alzheimersjúklinga og Foreldrafélag Tjaldaness- heimilisins njóta þess. Inga Lillý Bjarnadóttir, Jón Bjarni Þorsteinsson, Guðrún Björt Yngvadóttir, Steingrímur Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Ingibjörg Eiríksdóttir, Anton Pjetur Þorsteinsson, Sigríður Hauksdóttir, Þorsteinn Yngvi, Ingibjörg Hanna, Inga Margrét og Orri Thor. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR ÞORLEIFSSON, Hrafnhólum 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju í dag, föstudaginn 6. nóvember, kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti Hjartavernd njóta þess. Guðrún Guðjónsdóttir, Hilmar Sverrisson, Fanney Þorsteinsdóttir, Guðjón Sverrisson, Rungnapa Channakorn, Sverrir Rúnar Hilmarsson, Sigríður Rut Hilmarsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÚN RUNÓLFSDÓTTTR, Botnum, Meðallandi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Meðal- landi laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Ólafur Sveinsson, Kjartan Ólafsson, Sigrún Ólafsdóttir, Bárður M. Níelsson, Helga Ólafsdóttir, Bjarni Jón Finnsson, Guðrún Óiafsdóttir, Gísli Danfel Reynisson, Valgerður Ólafsdóttir, Knútur Halldórsson og barnabörn. ASTA HALLDÓRSDÓTTIR + Ásta Halldórs- dóttir fæddist í Reykjavík hinn 3. febrúar 1932. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur 30. október síðastiiðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Ólafs- son, rafvirkjameist- ari í Reykjavík, f. 12.9. 1907 í Hauka- gili í Borgarfirði, d. 12.4. 1963, og Lovísa Kristín Páls- dóttir húsmóðir, f. 7.9. 1913 í Reylya- vík, d. 26.4. 1987. Systkini Ástu eru: Ragnar Halldórsson; Sverr- ir Halldórsson; Oddný Erla Val- geirsdóttir; Hildur Bergljót Halldórsdóttir og Ingunn Berg- þóra Halldórsdóttir. __ Ásta giftist 24. október 1953, Óla Páli Kristjánssyni ljós- myndara, f. 19.5. 1928, d. 29.12. 1978. Foreldrar Óla Páls voru Kristján Ólason, skrifstofumað- ur og skáld úr Kelduhverfi í N- Þingeyjarsýslu, og Rebekka Pálsdóttir, húsmóðir frá Bakka við Húsavík. Börn Ástu og Óla Páls eru: 1) Erla, f. 25.5. 1958. Börn Erlu eru Natalie Wake- field, f. 4.5. 1977 og Matthew Wakefield, f. 18.10. 1980. Erla er í sam- búð með Fernando Mendonca listmál- ara, heimili þeirra er í Portúgal. 2) Sólveig Óladóttir, f. 16.2. 1962, gift Sveini Rúnarssyni, f. 19.8. 1954. Börn þeirra eru Snorri Órn, f. 4.2. 1989 og Ásta Kara, f. 31.8. 1991. Þau búa í Hafnarfirði. 3) Björg Óladóttir, f. 5.11. 1962. Sonur hennar er ÓIi Páll Ómarsson, f. 19.10. 1978. Heimili þeirra er í New York. Ásta lærði hárgreiðslu í Iðn- skólanum í Reykjavík. Ásta og Óli Páll bjuggu fyrstu fimm ár- in á Húsavík þar sem hún rak hárgreiðslustofu, fluttust þau svo til Reykjavíkur, á Njálsgötu 10. Ásta vann í mötuneyti Mennntaskólans við Hamrahlíð ásamt því að aðstoða Óla Pál á ljósmyndastofu hans í Reykja- vík. 1963 fluttu þau í Mjóuhh'ð 8 þar sem hún bjó til æviloka. títför Ástu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku systir og frænka. Nú ertu sofnuð. Þú lagðist til hvflu í þann mund sem dagurinn leið inn í fagra haustnóttina. Þinni löngu og erfiðu baráttu við krabbameinið er lokið. I tuttugu og þrjú ár, eða frá því að þú greindist með þennan illvíga sjúk- dóm, hefur þú með óbilandi krafti og trú oftsinnis snúið við frá dauðans dyrum og komið aftur til okkar. En nú var stundin komin. Við erum þess viss að hana valdir þú sjálf af mikilli nákvæmni eins og þér einni var lagið. Stundvísi var ein af mörg- um dyggðum þínum, alltaf vera á réttum tíma hvert sem ferðinni var heitið. Á meðan þú varst ferðafær komstu oft upp á Skaga með Akra- borginni og þegar þú fórst aftur heim með síðustu ferð vildir þú vera komin niður á bryggju um leið og Akraborgin lagðist að. Þá var oft hlegið og við sögðum að þú færir til að „binda“, en þú fórst um borð og beiðst svo í þennan hálftíma þar til Akraborgin lagði aftur af stað suður. „Eg þoli ekki að vera á síðustu stundu,“ var þá viðkvæðið hjá þér og svo hlógum við öll. Já, Ásta mín, við hlógum oft svo mikið saman, það var svo gott að hlæja með þér. En ekk- ert mannlegt var þér óviðkomandi, þú tókst þátt í gleði og sorgum ætt- ingja þinna og vina, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og leiðbeina. Reyndar hentum við oft gaman að því að þú fjarstýrðir okkur öllum, þú BlómaÍ>úðí»T Öo^ðsKom v/ T-ossvogskipkjwgapð Sími« 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ vildir nú ekki viðurkenna það en bættir við að þú værir nú höfuð fjöl- skyldunnar núna. Og mikið rétt, eft- ir að mamma dó tókst þú að þér það, oft misskilda hlutverk, að vera mamman. Alltaf að skipta sér af, en eins og við töluðum svo oft um, mað- ur skiptir sér af þeim sem manni er annt um og vill vel. Aldrei máttir þú nokkuð aumt sjá og varst alltaf talsmaður þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Þín er sárt saknað, elsku Ásta, af okkur öllum, en við vitum að við megum ekki stjórnast af eigingirni því að þú varst búin að reyna svo mikið og ganga í gegnum svo mikla erfiðleika í súkdómi þínum að við munum reyna að horfa á brotthvarf þitt sem frelsi. Við sendum kveðjur til starfs- fólks Sjúkrahúss Reykjavíkur á deild A-7, sem annaðist þig þessa síðustu mánuði og studdi okkur á erfiðum stundum. Kveðja okkai- er tregablandin, við héldum öll að við værum viðbúin brottför þinni og vissum að hún var þér lausn, en eftir situr harmur, eftirsjá eftir mann- eskju sem hefur verið svo stór hluti af lífi okkar svo langt aftur sem við munum. Tími ljósanna er kominn, skammdegið sem þér fannst aldrei erfitt er komið, við kveikjum á kert- um í kvöld og látum hughrif minn- inganna vekja með okkur gleði í sorginni. Ástarkveðjur. Oddný og Valdemar. Valgeir og fjölskykla. Inga og Ijölskylda. Lovísa og fjölskylda. Ingimundur og fjölskylda. Veistu að vonin er til hún vex inni í dimmu gili og eigir þú leið þarum þá leitaðu í urðinni leitaðu á syllunum og sjáðu hvar þau sitja h'til og veikbyggð vetrarblómin lítilogveikbyggð eins og vonin. (Þuríður Guðmundsdóttir.) Vinátta okkar Ástu hófst að vor- lagi árið 1939. Við áttum heima í sömu götu og bundumst vináttu- böndum, sem aldrei rofnuðu. I end- urminningunni er bjart yfir þessum dögum eins og var í ungri barnssál okkar. Leikvöllurinn var Þingholtin með ómalbikuðum götum og óbyggðum svæðum, sem vel voru fallin til ýmissa leikja. Barnahópur- inn var stór og börn á öllum aldri léku sér saman, þetta var sá tími þegar börn og unglingar urðu að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Sumrin voru tími útileikja og á veturna vai- það skautasvellið á Tjörninni eða nærliggjandi sleðabrekkur sem heilluðu. I hóp vina bættust á þessum árum Didda og svo þær systur Sella (nú látin) og Veiga. Þótt oft hafi verið vík milli vina hefur vináttan haldist fram á þennan dag og verið ómetan- leg. Ásta hafði vanist því að taka til hendinni við heimilisstörf í foreldra- húsum. Fórust þau verk henni vel úr hendi. Fljótlega eftfr fermingu fór hún að vinna fyrir sér. Oftast var um vistir að ræða á heimilum þar sem hún tók að sér heimilisstörfin að miklu leyti. Hún var afskaplega vilj- ug til verka og vann störf sín af vandvirkni og samviskusemi. Hún færðist mikið í fang og axlaði þá ábyrgð sem því fylgdi að sinna þess- um störfum. Ásta lærði hárgreiðslu og hafði mikla ánægju af því starfi. I Iðn- skólanum kynntist hún mannsefni sínu, Ola Páli Kristjánssyni frá Húsavík, en hann var þar við nám í ljósmyndun. Þau gengu í hjónaband 24. október 1953. Vorið 1954 fluttust þau til Húsavíkur, þar sem þau bjuggu í fimm ár. Bæði unnu þau í sínum iðngreinum, en Oli starfaði jafnframt við sparisjóðinn á staðn- um. Á Húsavíkurárunum gerði heilsu- leysi fyrst vart við sig hjá Ástu. Hún þurfti að leggjast inn á sjúkrahús á Akureyri þar sem hún þekkti engan. Varð það henni erfið lega. Kannski var þetta prófsteinninn á það, sem beið hennar. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur í lok sjötta áratugarins. Óli setti á stofn ljósmyndastofu, sem hann starfrækti um áratug, en þá varð hann að hætta rekstrinum af heilsufarsástæðum. Mun það hafa verið honum þung raun. Hann starf- aði þó áfram við iðn sína, m.a. var hann ljósmyndari við Þjóðleikhúsið. Ásta og Óli eignuðust þrjár dæt- ur, Erlu búsetta í Portúgal, Sólveigu búsetta i Hafnarffrði og Björgu sem býr í New York. Óli lést 29. desem- ber 1978. Ásta vann lengi í mötuneyti kenn- ara og svo síðar við matsölu nem- enda í Menntaskólann við Hamra- hlíð. Hún tók að sér umönnun dótt- ursonar síns, Óla Páls. Hann var henni sannkallaður sólargeisli og má nærri geta til um líðan hennar, er hún þurfti að senda hann frá sér, vegna veikinda sinna. Fyrir rúmum tveimur áratugum kenndi hún sér þess meins, sem nú hefur borið hana ofurliði. Hún háði marga hildarleiki við þennan vágest og lengi vel hafði hún betur. En það gekk á þrekið og hvert áfallið eftir annað markaði sín spor. Hversu veik sem hún var hafði hún vonina alltaf að leiðarljósi. Hversu þungbærar sem sjúkrahúslegurnar voru lifði hún í voninni um að það kæmi betri tími, að eitthvað betra biði hennar. Hún átti þá ósk heitasta að geta ver- ið sjálfbjarga. Hún bað ekki um neitt það, sem nútímafólki finnst sjálfsagt að hafa í kringum sig. Hún var sátt við sitt og lagði engum illt til. Hugur hennar var hjá öðrum og umhyggja hennar fyrir sínum nán- ustu var einstök. Það kenndi ekki biturleika hjá henni þó að lífið hefði ekki alltaf farið um hana mjúkum höndum. Hún lifði eftir lífsreglu móður sinnar, Lovísu Pálsdóttur, sem átti við mikið heilsuleysi að stríða: „Morgundagurinn hlýtur að verða betri" og ef það brást, var bara að bíða næsta dags. Vonin hennar Ástu „óx oft inni í dimmu gili“ hún var „veikbyggð", en vonin var alltaf til staðar. Ásta var bænheit kona, en hógvær í bænum sínum og þakkaði Guði allt það góða sem hann gerði fyrir hana. Síðustu mánuðirnir urðu henni erfiðir. Hún handleggsbrotnaði heima hjá sér í byrjun júní síðastliðins. Þar með hófst hennar hinsta ganga. Ásta er horfin sínum nánustu, en yndislegar minningar um hana og það æðruleysi sem hún sýndi í lífi sínu munu lifa með okkur. Það er sá auður sem hún skildi eftir okkur til handa. Blessuð sé minning þín, elsku vin- kona. Sólveig Kristinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.