Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 49 # + Þorsteinn Sig- urðsson, fyrrv. forstjóri J.P. Pét- urssonar, fæddist í Reykjavík 9. mars 1920. Hann lést á Landakoti 2. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson rakara- meistari, f. 3.5. 1885, d. 18.4. 1969 og Halldóra Jóns- dóttir, f. 9.8. 1884, d. 17.12. 1947. For- eldrar þeirra voru: Ólafur Jónsson, Leirárgðrðum og síðar Stórufellsöxl og As- gerður Sigurðardóttir. Systkini Þorsteins voru sjö: 1) Jón Sig- urðsson rakarameistari, f. 9.3. 1913, d. 26.6. 1977, kvæntur Guðrúnu Einarsdóttur, f. 3.10. 1913, d. 17.1. 1984. 2) Ásgerður Sigurðardóttir Hafstein, f. 10.10. 1914, d. 8.10. 1976. Henn- ar maki var Sigurður Tryggvi Hafstein skrifstofusljóri, f. 6.1. 1913, d. 21.8. 1985. 3) Guðrún Sigurðardóttir, f. 22.5. 1916, d. 14.7. 1960. 4) Páll Sigurðsson rakarameistari, f. 4.1. 1918, maki Kristbjörg Hermannsdótt- ir, f. 17.9. 1923, d. 18.11. 1970. 5) Ólafía Sigurðardóttir, f. 13.1. 1922, maki Bergþór E. Þorvalds- son stórkaupmaður, f. 24.8. 1914, d. 3.3. 1976. 6) Ásgeir Sig- urðsson skipstjóri, f. 29.11. 1923, maki Kristbjörg Sigvalda- dóttir, f. 8.4. 1927. 7) Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 25.7. 1927, maki Ólafur Karvels- son skipstjóri. Þorsteinn kvæntist Ingu Lillýju Bjarnadóttur hinn 16. maí 1947, sem fædd er 11. júlí 1924 og lifir hún mann sinn. For- eldrar hennar voru Jón Bjami Pétursson, forsljóri í Reykjavík, og Ingibjörg Steingrímsdóttir, sem bæði era látin. Þorsteinn og Inga Lillý eignuðust 6 börn, þau era: 1) Jón Bjarni Þorsteinsson læknir, f. 30.9. 1948, kvæntur Guðrúnu Björt Yngvadóttur, f. 13.5. 1948, staðgengill forstöðu- manns Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla Islands. Þeirra börn era: Þorsteinn Yngvi Bjaraason verkfræðinemi og Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, nemi í Myndlista-og handíðaskóla ís- lands, grafískri hönnun. 2) Ingi- björg Þorsteinsdóttir, f. 31.7. 1950, d. 24.3. 1951. 3) Stein- grímur Þorsteinsson, f. 27.12. 1951. 4) Sigurður Þorsteinsson veðurfræðingur, f. 18.9. 1953, maki Ingibjörg Eirfksdóttir skrifstofumaður og á hún 2 syni frá fyrra hjónabandi, Eirík og Magnús. 5) Óskírður drengur, f. 20.8. 1956, dáinn sama dag. 6) Anton Pjétur Þorsteinsson, öldranargeðlæknir og aðstoðar- prófessor við háskólann í Rochester, New York-fylki, Bandaríkjunum, f. 14.4. 1962, maki Sigríður Hauksdóttir, nemi í tölvunarfræði. Böra þeirra eru: Inga Margrét og Orri Thor. Þorsteinn lauk gagnfræðinámi. Hann starfaði sem sölumaður á blómum fyrir garðyrkjumenn, m.a. í Mosfellsbæ og Hvera- gerði. Rak um tíma þrjár blómaverslanir, eina í Reykja- vík, eina í Hafnarfirði og þá þriðju í Keílavík. Hann varð forsljóri J.P. Péturssonar árið 1968 og sinnti því til ársins 1993. Hann var m.a. formaður Foreldrafélags Tjaldanessheim- ilisins um margra ára skeið og virkur meðlimur í Frímúrara- reglunni og í Stangveiðifélagi Reykjavíkur. _ Utför Þorsteins fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞORSTEINN SIGURÐSSON Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Margs er að minnast þegar ég velti fyrir mér hvað rita á um fóður minn. Á æskuárum sínum þráði pabbi eins og fleiri á hans reki að ganga menntaveginn, eins og þá var sagt um menntaskóla- og háskóla- nám. En faðir minn var af þeirri unglingakynslóð þar sem kreppan mikla var. Pabbi hætti eftir 3. bekk í menntaskóla og fór að vinna. Á stríðsárunum safnaði hann frímerkj- um og seldi og var einn af fyrstu frí- merkjakaupmönnum þessa lands. Hann hafði metnað. Hann var dulur en gjafmildui’. Hann kenndi mér eitt: besti glaðningur sem þú getur gefið sjálfum þér er að gleðja aðra. Það er mín reynsla. Að hætta einhverju fyr- ir hamingjuna er eina leiðin til þess að öðlast hana. Faðir minn varð síð- an sölumaður fyrir garðyrkjumenn, m.a. í Mosfellsbæ og Hveragerði. Hann hugsaði vel um blómin og meginmarkmið hans var að ef akur mannlífsins væri ræktaður með sömu alúð og góður garðyrkjumaður ræktar blómin sín gætum við vænst góðra hluta. Faðir minn og móðir önnuðust okkur börnin vel. Hjá þeim var haldið á lofti eftirfarandi: „Góð- um foreldrum er það ekki fórn að annast bömin sín heldur forréttindi lífsins.“ Faðir minn hafði svo sannar- lega stórt hjarta. Það sýndi hann með kærleikanum. Kærleiki hans til okkar og til Steingríms, Bía bróður, var sérstakur. Þau hlúðu að honum í veikindum hans, studdu hann eins og þau gátu. Faðir minn fékk nokkur áfóll í lífínu. Hann missti einkadóttur sína níu mánaða úr lungnabólgu og óskírður bróðh’ okkar dó á fyrsta sól- arhring. Við vorum það sem kallað er „blóðskiptaböm“. Nú er þessi sjúkdómur læknaður. Það sem þeim þótti erfiðast í þessu jarðneska lífi var missir þessara tveggja bama sinna. Það skildi eftir ör í hjarta föð- ur míns sem greri aldrei. Lífið fer ekki alltaf mjúkum höndum um okk- ur en við reynum þó alltaf að sjá ljós- ið. Hann sá það. Hann vildi veg barnabarna sinna sem mestan og reyndi í öllum sínum frístundum að gera eitthvað skemmtilegt með þeim og ég get sagt það með sanni að hann lifði gjörsamlega fyrir þau í seinni tíð. 011 hafa þau líka misst mikið við fráfall hans. Ég sjálfur, fullorðinn maðurinn, ræddi oft við hann og margs er að sakna og tel ég mig hafa misst persónulega góðan vin. Hann kenndi mér heiðarleika og sagði mér að ef ég ætti eftir að lifa hamingjusama ævi þá ætti ég að rétta öðrum hjálparhönd, leggja öðr- um lið. Sem ungur drengur fylltist ég oft undrun yfir því hversu margir þekktu fóður minn, hversu vel öllum hefur legið orð til hans, en eins og ég sagði; þeir sem á vegi hans hafa orð- ið gleyma ekki. Það segir kannski meir en mörg orð um föður minn. Hann hefði gjaman, svo gjarnan vilj- að lifa lengur til þess að sjá börn og barnaböm vaxa og dafna og nýta síð- ustu æviárin í samfylgd þeirrar konu sem hann dáði og tignaði. Hún hefði átt það svo sannarlega skilið. Nú fylgist hann í staðinn með þeim frá lendum sem hann hefur verið kallað- ur til og við eigum síðar eftir að hitt- ast á. Faðir minn reisti sumarhús við Þingvallavatn þegar ég var á 12. og 13. ári. Þar kom fram sama kapp- semin í öllu að koma bústaðnum upp og þar var hann potturinn og pannan í öllu. Hann hafði óþrjótandi starfs- þrek, utan sem innan veggja heimil- isins. Hann var maður sem ætíð bar sig með reisn, vel klæddur, vandaði fataval sitt, smekkmaður, dulur en sanngjarn. Faðir minn bar sig vel og hann var léttur í spori. Sem ungling- ur var hann í íþróttum, sundi, bad- minton og fótbolta. Lengst af vai’ faðh- minn heilsuhraustur og vílaði ekki fyrir sér að vinna mikið en fyrir u.þ.b. fimm árum tók hann að kenna veilu og minnið fór að þverra. Það dró úr starfsþreki hans. Ég tók fyrst eftir þessu þegar hann einu sinni hringdi til mín í vinnuna og sagði við mig: „Heyrðu Jón Bjarni minn, nú er illa komið fyrir mér, ég man ekki hvar ég lagði bílnum mínum. Ég er staddur í miðbænum.“ Móðir mín annaðist hann í rúm fjögur ár heima og er það ótrúlegt þrekvirki sem hún hefur unnið. Betra hjónaband, meiri hlýju og ástúð hef ég vart fyrirhitt. Ófáar voru þær stundirnar sem hún sótti hann það síðastliðna hálfa ár sem hann lá á Landakotsspítala. Starfsfólkið þar annaðist hann með stakri prýði. Alúðar þess við hann og ræktarsemi mun ég ætíð minnast. Þökk sé því starfsfólki. Það duldist engum sem á heimili foreldra minna kom hversu náin og samhent mamma og pabbi voru, bæði í einka- lífi sínu og út á við, og hvað þau dáðu hvort annað. Að lokum segi ég við þig pabbi: Þakka þér fyrir að vera það sem þú varst og eins og þú varst. Það gaf mér mikið að eiga þig að. Megi góður guð styrkja og leiða þig áfram í missi þínum mamma mín. Pabbi, hvíl þú í friði. Jón Bjami Þorsteinsson. Þessa síðustu daga hafa minning- arnar hellst yfir mig. Nú þegar ég sit og skrifa þessi kveðjuorð eru þær að byrja að taka á sig nýtt heildarform, frá æsku minni til andláts pabba. Þegar ég lít á mín eigin börn sé ég að hringur lífsins er óslitinn. Hvað sterkast fann ég fyrir þessu, þegar ég, kona mín og börn vorum hjá hon- um og Ingibjörg frænka kom í heim- sókn. Hún var að lýsa því fyrir mín- um bömum, fjögurra og sex ára, hversu góður afi Þorsteinn hefði ver- ið. Hann var svo barngóður og gam- an að vera með honum, að henni leiddist að mín börn færu á mis við það. Ég minntist þess, hversu ákaf- lega dagfarsprúður pabbi var, og hvernig hann umbreyttist, þegar hann var í kringum böm. Við rifjuð- um upp margar af barnagælum hans og leikjum. „Fagur fiskur í sjó“ var leikinn aftur og aftur og þennan hluta úr degi ómuðu hlátrasköll og kátínuskrækir í sjúkrastofu pabba. Á dögunum eftir andlát hans heyrði ég svipaðar sögur aftur og aftur frá ættingjum og vinum af yngri kyn- slóðinni. Fyrir mig var þetta ábend- ing, að ef þú nærð að hafa jákvæð áhrif á bam í lífi þínu skiptir það meira máli en dauðir hlutir sem þú aflar á lífsleiðinni. Pabbi þjáðist af Alzheimer-sjúk- dómi, sem markvisst tærði í burt minni hans og þau einkenni sem mörkuðu heildarpersónu hans. Hann, sem hafði svo gott minni og reikningshæfileika, að í barnæsku minni sagði hann mér ár eftir ár sömu sögurnar, sem aldrei máttu breytast, auk þess sem hann var gjaldkeri fyrh’ nokkur líknarfélög og notaði sjaldnast reiknivél við að stemma bækurnar. Hann mat kennslu- og leiðbeiningarhlutverk sitt sem föður svo mikils, að hann kenndi mér að leggja saman og stauta, áður en ég byrjaði í skóla, og lagði á þann hátt lærdómsgrunn, sem ég hef síðar byggt á. Hann hætti að geta einbeitt sér, átti stöðugt erfiðara með að tjá sig og muna hvar hann var eða hver við vorum. Framtakssemi hans minnk- aði og það stöðuglyndi sem ein- kenndi hann vék fyrir kvíða, óróa og oft depurð. Geta hans til að mynda flóknari hugsanir og tjá sig var svo takmörkuð, að það reyndist ill- mögulegt að skilja, hvað bjó að baki hugarangri hans. Ein blessun af fá- um við þennan sjúkdóm er að ein- staklingurinn tapar fljótt innsýn í hömlun sína. Meðvitund um að þú getir ekki tjáð þig eða hugsað heila hugsun hlýtur að vera nær óbærileg og ég tók eftir því hjá pabba að dep- urðin minnkaði eftir því sem leið á sjúkdóminn. Á sama tíma eimdi alltaf eftir af þeirri persónu sem pabbi var. Hann gladdist alltaf við að sjá barnabörnin og jafnvel eftir að hann var hættur að geta nefnt þau brosti hann stórum, klappaði saman höndum og teygði sig í áttina til þeirra. Hann var lagður inn á Landakot og það sama gilti alltaf þegar mamma kom í heimsókn, hann fagn- aði henni sem engum öðrum. Ég er viss um að þessi sterku tilfinninga- legu tengsl þeirra voru undirstaða hinnar hetjulegu framgöngu hennar við að hugsa um hann heima, þar til dagleg hjúkrunarþörf hans var svo mikil, að það var gjörsamlega ófært fyrir einn einstakling að rísa undir því álagi. Eftir innlögnina heimsótti hún hann daglega og öðlaðist mikla samkennd með þeim hvunndagshetj- um, sem eru aðstandendur einstak- linga með langvinna og hamlandi sjúkdóma. Ég vil einnig nota tæki- færið, til að lýsa ævarandi þakklæti fjölskyldunnar til starfsfólks á þeim sjúkra- og dagvistarstofnunum, sem pabbi dvaldi á, meðan sjúkdómurinn herjaði. Sérstaklega vil ég minnast lækna og hjúkrunai-fólks á deild L-1 á Landakoti. Þau mannlegu gildi sem við mættum þar, þegar húmaði að á æviferli pabba, voru óviðjafnanleg. Undir lokin voru hugur og hönd pabba visin. Það var augljóst að hverju stefndi. Við vöktum yfir hon- um þessa síðustu daga. Á þeim stundum, þegar við vorum einir sam- an, tengdumst við aftur eftir fjarvist mína og þótt hann væri í dái. Ég fylgdist með honum sofa og dreyma, tók eftir svipbrigðum og óljósri til- vist, sem minnti mig á hann og leyfði mér að tengja saman fortíð, nútíð og framtíð í nýjan reynsluheim, sem ég vona að nýtist mér persónulega og starfslega um ókomna framtíð. Ég sé nú, að pabbi sinnti sínu uppá- haldsstarfi, sem leiðbeinandi og kennari, fram í andlátið. Það er sú föðurímynd, sem mun lifa í minning- unni frá upphafi til enda okkar sam- veru. Dauðinn dó en lífið lifir. Anton Pjetur Þorsteinsson. Söknuður fortíðar, öryggi og góð- ar stundir hjá afa og ömmu í Sporða- grunni. Sterkasta minning sem við eigum um afa er hversu skemmtileg- ur, ræðinn og glæsilegur hann var. Börn löðuðust að honum. Við systk- inin vorum engin undantekning, hann var í miklu uppáhaldi hjá okk- ur. Hann vildi allt fyrir okkur gera. Úti í þjóðfélaginu var hann virðuleg- ur forstjóri, en þegar hann var með okkur breyttist hann í barn og átti auðvelt með að upplifa ævintýri með okkur. Hann breytti stiganum í Sporðagrunni í flugvél og stakk ömmu af á Land Rovemum, sem komst ekki yfir 40 km/klst., þegar við plötuðum hann út í það. Bolta- leikirnir með afa í kjallaranum eru sérstaklega eftirminnilegir og frí- múrara-jólaböllin voru ógleymanleg. Þegar við horfðum á sjónvarpið hjá afa og ömmu báðum við systkinin ömmu alltaf um nammi og studdi afi okkur dyggilega, enda var hann mik- ill sælkeri, mikið fyi’ir ávexti og sæl- gæti. Hann var mjög áhugasamur um glæsilega hönnun og list. Hann elskaði blóm og fallega muni. Heim- ilið þefrra á Sporðagrunni ber gott vitni um það sem og sumarbústaður- inn á Þingvöllum, sem þau fjölskyld- an reistu fyrir 40 árum. I bústaðnum áttum við skemmtilegar stundir. Það er ekki margt sem maður man skýrt frá barnæsku. Við eigum þó margar minningar um afa og ömmu sem eru okkur mjög dýrmætar. Sér- staklega þar sem hann veiktist þegar við vorum enn á unglingsárunum. Afi hefui- alla tíð verið okkur góð fyr- irmynd og er fallegt að hugsa til þess hve gott og sterkt hjónaband hans og ömmu var. Þegar við vorum í pössun hjá afa og ömmu sagði afi okkur sögur úr sveitinni fyrir svefn- inn og alltaf endaði hann sögumar á fallegum sálmi. Við viljum kveðja hann með hluta af honum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þorsteinn Yngvi og Ingibjörg Ilanna. Æskuvinur minn, Þorsteinn Sig- urðsson, er nú horfinn til feðra sinna, og er þar skarð fyrir skildi. Sporaslóðir okkar lágu saman haust- ið 1934 er við urðum bekkjarbræður í Ágústarskólanum við Tjörnina í Reykjavík. Ég kom til skólans utan af landi; nánar tiltekið úr Mosfells- sveit, vankunnandi á lífið og tilver- una í höfuðstað landsins. Tilviljun réð því að við urðum sessunautar þennan vetur og var mikið lán fyrir mig að komast í „smiðju“ Þorsteins, sem var öllum hnútum kunnugur. Þama hófst með okkur Þorsteini vinátta sem aldrei rofnaði, þótt stundum væri þráðurinn mjór. Þor- steinn bjó í Skerjafirði með stórfjöl- skyldu og vom bræður hans kunnir íþróttamenn. Þama var ekki í kot vísað. Sveitastrákurinn féll vel að þessum nýju félögum og var tekið fagnandi. Þorsteinn lauk gagnfræðanámi frá - Ágústarskólanum, en leiðir okkar skildi í bili, þar sem ég lauk námi mínu frá Flensborg í Hafnarfirði vorið 1937. Faðir Þorsteins var Sigurður Ólafsson, rakarameistari í Eimskipa- félagshúsinu, þekktur ágætismaður í miðbæ Reykjavíkur á þessum áram. Viðskiptamenn hans vora stjóm- málamenn og embættismenn. Á vinnustaðnum ríkti myndarskapur og reisn húsbóndans; þar var ávallt biðröð og segir það sína sögu. Þorsteinn sinnti ýmsum áhuga- málum meðfram vinnu sinni eftir að skólagöngu lauk. Má þar nefna frí- merkjasöfnun og ekki síður lestur góðra bóka, sem einkum fjölluðu um viðskiptamál. Hann hafði sett sér það markmið strax sem unglingur að verða efnalega sjálfstæður. Hann kynnti mér þær bækur sem hann las og varð tíðrætt um það að vera ekki upp á aðra kominn. Hann leitaði fanga víða. Rétt í upphafi styrjaldar- innar fann hann nýjan vettvang er hann kom hingað að Reykjum og hóf störf við blómasölu- og framleiðslu. Hann varð brautryðjandi á sviði blómasölu og blómadreifingar og átti um tíma þrjár blómabúðir í Reykja- vík, Hafnarfirði og Keflavík. Hann K- átti manna mestan þátt í því að taka upp nútímalegar aðferðir við dreif- ingu og verslun með blóm og aðra framleiðslu úr gróðurhúsum. Þetta brautryðjendastarf er mjög merkur kafli í sögu ylræktar á íslandi. Þegai’ Þorsteinn sneri sér að öðr- um störfum um 1970 höfðu blóma- bændur aðgang að sölumönnum og dreifingarstöðvum með forystu úr Mosfellssveit, Hveragerði og víðar af Suðvesturlandi. Þannig var búið í haginn að menn vora betur settfr en áður í samkeppni við vaxandi inn- flutning á blómum og garðyrkjuaf- urðum. Þorsteini verður ævinlega þakkað brautryðjendastarfið þegar um þessa atvinnugrein er fjallað. Eins og áður er sagt gaf Þorsteinn sér ávallt tíma til þess að sinna áhugamálum sínum. Eitt af þeim voru félagsmál. Hann var m.a. einn af forystumönnumm Foreldrafélags Tjaldanesheimilisins og formaður þess í nokkur ár. Honum var mjög að skapi að styðja við bakið á þeim sem minna máttu sín í baráttu lffsins og leggja lið þeim sem vora hjálpar þurfi. Samstarfið við okkur heimamenn í Mosfellssveit og á Tjaldanesheimil- inu var þá sem fyrr með mestu ágæt- um. Menn nutu reynslu Þorsteins og fyrirhyggju og ekki síst aðgæslu hans í meðferð fjármuna og annarra verðmæta. Þorsteinn var lánsmaður í einkalífi . og heimili þeirra Ingu Lillýjar var hlýlegt og smekklegt. Þar ríkti já- kvæðni, gagnkvæm virðing og sam- heldni barna og foreldra. Fátt eitt er hér talið í lífshlaupi Þorsteins vinar míns, þótt af nægu sé að taka. Hann var ætíð hliðhollur málefnum okkar Mosfellinga og minntist með þökkum og hlýju sam- starfsins hér fyrr á áram. Við heima- menn kunnum vel að meta framlag Þorsteins og síðar sonar hans, Jóns Bjarna, sem starfaði sem læknir okkar í nokkui- ár. Hér verður staðar numið. Að leið- arlokum vilja vinir og samferðamenn heiðra minningu um góðan dreng. Ástvinum Þorsteins era færðar samúðarkveðjur. Minningin lifir um manndóm Þorsteins og drengskap. Jón M. Guðmundsson. • Fleiri minningargreinar um Þor- stein Sigurðsson bíða birtingar og > munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.