Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 50
♦ 50 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EYJÓLFUR PÁLSSON + Eyjólfur Páls- son fæddist í Vestmannaeyjum 20. maí 1932. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Páll Eyjólfsson frá Höfnum, f. 22. sept. 1901, d. 4. apr- íl 1986, lengst for- stjóri Sjúkrasam- 5 lags Vestmanna- eyja, og Fanný Guð- jónsdóttir, f. 4. mars 1906, d. 26. nóv. 1994, dóttir hjónanna á Kirkjubæ, Guðjóns Jónssonar smiðs frá Túni og Marteu Guð- laugar Pétursdóttur frá Þór- laugargerði. Systkini Eyjólfs eru: Guðjón, tónlistarmaður, f. 23. ágúst 1929; Helga, f. 1930, dó í bernsku; Jón (Bondó), fyrrv. sjómaður, f. 18. júní 1934, búsettur í Reykjavík; Guðiaug, skrifstofumaður í Reykjavík, áður í Neskaupstað, f. 14. apríl 1939; maður hennar, Már Lár- ^ usson, var jarðsettur fyrr í þess- ari viku; Ásta, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 20. apríl 1940, maður hennar er Brynjar Franzson; Erla, starfsstúlka í Reykjavík, f. 8. maí 1944; Tómas Njáll, bankastarfsmaður í Vestmannaeyjum, f. 4. sept. 1950, kona hans er Sigurrós Ing- ólfsdóttir. Hinn 13. des. 1958 kvæntist Eyjólfur Ástu Ólafsdóttur frá Eyrarbakka, f. __ 18. júlí 1936, dóttur Ólafs Þórðarsonar raf- virkja, sem lengst bjó í Suðurgarði í Eyjum, og fyrri konu hans, Jónu Pálsdóttur. Eyjólfur og Ásta bjuggu lengst af á Strembugötu 20 í Vestmanna- eyjum. Börn þeirra eru: Ingi- björg, kennari á Akureyri, f. 1. okt. 1957, maður hennar er Örn Þórðarson byggingarmeistari á Akureyri, f. 24. mars 1958; börn þeirra eru Davíð, f. 19. ágúst 1989, Eyþór, f. 1. nóv. 1991, og Kári, f. 6. nóv. 1994; Páll, f. 27. mars 1966, hljóðfæraleikari í Reykjavík; og Stefán Ólafur, f. 2. apríl 1970, matreiðslumaður, bú- settur í Álaborg í Danmörku; sambýliskona hans er Helga Jóna Sigurðardóttir. Eyjólfur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1955 og var við BA-nám í Háskóla íslands 1956-57. Hann stundaði sjómennsku samhliða námi en hóf árið 1957 kennslu við Gagnfræðaskólann í Vest- mannaeyjum og var síðar skip- aður skólastjóri þar haustið 1963 og gegndi því starfi til 1974, en var í námsleyfi 1969-70. Hann kenndi einnig við Iðnskóla Vestmannaeyja og á vélsljómar- námskeiðum í Eyjum. Eyjólfúr varð framkvæmdasljóri Sjúkra- húss Vestmannaeyja er það tók til starfa í nýrri byggingu árið 1974 og gegndi því starfi til 1995. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur síðla árs 1997 réðst hann til starfa hjá Rauða krossi Islands og vann þar fram í ágústmánuð sl. er hann veiktist. Eyjólfur Pálsson tók virkan þátt í félagsmálum í Vest- mannaeyjum, hann var í Rótarýklúbbi Vestmannaeyja og forseti hans um skeið, í stjóm Rauða kross-deildarinnar í Eyjum og í forastu Listvinafé- Iags Vestmannaeyja, sem eink- um stóð fyrir djasshátiðum um hvítasunnu í Vestmannaeyjum. Kveðjuathöfn um Eyjólf Páls- son verður í Bústaðakirkju í dag klukkan 13.30, en jarðsett verður frá Eyrarbakka. arvert æðruleysi, styrk og hugarró í öllum sínum veikindum. Hann kvartaði aldrei. Síðasta kvöldið hans var hann að reyna af veikum mætti að spyrja um mína hagi. Sá ég þar hve mikið hann bar hag minn fyrir brjósti þótt hann væri að berjast við dauðann. Einnig var stutt í skopið hjá honum. Þótt hann hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum sem á hann herjaði, var hann að öðru leyti sigurvegari í því stríði, því hann lét aldrei bugast. Vona ég að barátta hans geti orðið öðrum styrkur og til eftirbreytni. I sjúkdómsstríði Eyjólfs kom vel í ljós hve vinamargur hann var. Manni þótti oft nóg um þann fjölda sem var inni hjá honum. Til hans komu auk ættingja og náinna vina, félagar frá Menntaskólanum á Laugarvatni og vinnufélagar frá Rauða krossinum. Veit ég að fyrir þær heimsóknir var Eyjólfur mjög þakklátur. Eyjólfur naut sín mjög vel í hópi dóttursona sinna þriggja og var þeim mjög góður afi. Eg sakna Eyjólfs mikið. Eg tel það forréttindi að hafa fengið að eiga slíkan frænda og vin sem Eyjólfur var. Eg þakka honum allt sem hann var mér og mínum og kveð hann með virðingu. Elsku Ásta, Ingibjörg, Palli, Stef- án og fjölskyldur. Megi algóður Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Minningin um góðan dreng lifir um ókomna tíð. Páll Brynjarsson. Stundum finnst manni hausta alltof fljótt. Svo var mér farið er ég frétti í ágústbyrjun að Eyjólfur bróðir minn væri haldinn alvarleg- um sjúkdómi sem erfitt yrði að sigr- ast á. Sú varð raunin. Tæpum þremur mánuðum síðar lést hann, langt um aldur fram. Eyjólfur var mjög samviskusam- ur maður, hvort sem var í starfi eða í hinu daglega lífi. Vildi skipuleggja hlutina vel og vandlega áður en haf- ist var handa. Stundum þótti manni þó nóg um, t.d. þegar hann og Ásta voru að flytja til Reykjavíkur og ég var að hjálpa til við að bera búslóð- ina út í bfl. í miðjum klíðum var sest niður til þess að ákveða hvað ætti að fara næst inn í bílinn, þegar öðrum fannst best að þessu lyki sem fyrst. Þó að Eyjólfur væri alvörugefinn á yfirborðinu var stutt í húmorinn og stríðnina. Þegar hann kom í heimsókn á heimili mitt fóru börnin ekki varhluta af stríðninni. Oft mátti heyra: „Hvað segir stutti eða -- stutta?“ eftir því hvort hann var að tala við soninn eða dæturnar. Eða orðatiltækið: „Eru ekki tvö á mann?“ ef eitthvað sem honum lík- aði var á boðstólum. Eyjólfur var afar bóngóður mað- ur og gott til hans að leita, alltaf sjálfsagt að veita liðsinni hvort sem um var að ræða aðstoð við lærdóm- inn, lán á litla sumarbústaðnum á Eyrarbakka eða hvað svo sem var. Að leiðarlokum minnist ég æðru- leysis Eyjólfs í veikindum hans sem var með ólíkindum. Aldrei heyrði ég hann kvarta í þau skipti sem ég átti þess kost að heimsækja hann, sem mér fannst þó vera alltof sjaldan. Eg hefði viljað vera nær honum á J þessum erfiða tíma sem veikindi hans stóðu yfir. Eyjólfur stóð ekki einn í þessu stríði, fjölskylda hans _ stóð sem klettur við hlið hans. Ásta, Ingi- björg og Palli, ég á vart orð til að lýsa því hvað mér finnst um frammistöðu ykkar í veikindum bróður míns. Og mikið hlýtur að hafa verið erfítt fyrir Stebba að vera svona langt í burtu en ég veit að hugur hans var stöðugt hjá pabba. Ættingjar, vinir og kunningjar . gerðu jafnframt sitt til að létta hon- um biðina með heimsóknum, sem ég veit að hann mat mikils. Þá er ógetið þess frábæra starfs- fólks sem hjúkraði honum á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Efst í huga mér er þakklæti. Elsku Ásta, Ingibjörg, Palli, Stebbi og fjölskyldur. Ég og fjöl- < skylda mín biðjum góðan Guð að vernda ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg og söknuði. Minningin um góðan dreng lifir. Tómas. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Sigurrós. í dag verður til moldar borinn móðurbróðir minn og vinur, Eyjólf- ur Pálsson, sem látinn er fyrir aldur fram úr illvígum sjúkdómi, sem læknavísindin hafa enn ekki fundið ráð við. I annað sinn á tæpum fjór- um sólarhringum minnir maðurinn með ljáinn á návist sína gagnvart fjölskyldu okkar, þvf hinn 25. októ- ber sl. lést Már Lárusson, sem kvæntur var Guðlaugu, systur Eyj- ólfs. Öll vissum við að hverju stefndi með heilsufar Eyjólfs, en af honum hafði stöðugt dregið undanfamar vikur. Þrátt fyrir það kemur dauð- inn alltaf jafnóþægilega aftan að manni. Það er eins og maður sé aldrei tilbúinn til að kveðja ástvini sína. Eyjólfur bjó í húsinu við hlið- ina á okkur á Strembugötu í Vest- mannaeyjum „fyrír gos“, eins og við Vestmanneyingar segjum gjaman. Því var alltaf mikill samgangur á milli heimila okkar Eyjólfs og eins á milli okkar frændanna eftir að leiðir skildu í eldgosinu árið 1973. Ég varð ekki þeirrar gæfu að- njótandi að fá Eyjólf fyrir kennara í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja, því næsta vetur eftir títtnefnt eld- gos átti ég að fara í gagnfræða- skóla, en ekki varð af því. Eyjólfur var umdeildur kennari, eins og gengur, enda voru nemendur í hans árgöngum sennilega ekki þeir þægi- legustu við að eiga. Það er mín til- finning af samtölum við gamla nem- endur hans að Eyjólfur hafi verið mjög góður kennari fyrir þá sem á annað borð vildu læra. Hann var strangur en heiðarlegur, „af gamla skólanum", eins og sagt er stund- um. Hefði ég gjarnan viljað njóta leiðsagnar hans innan veggja Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja, en svo fór þó ekki. Ég naut í staðinn leið- sagnar hans á öðrum sviðum í tengslum við okkar frændskap og vináttu. Mér er minnisstætt er Eyjólfur var eitt sinn í viðtali í „Eyjapistli", en svo nefndist þáttur sem var í Ríkisútvarpinu meðan á eldgosinu stóð. Eyjólfur sagði að einn nem- enda sinna hefði komið til sín gos- nóttina úti í Vestmannaeyjum og spurt sig hvort það yrði nokkur skóli á morgun. Hér hygg ég að frændi minn eigi við undirritaðan. Veit ég að Eyjólfi hefur ekki þótt leiðinlegt að fá þessa spurningu, því hann hafði djúpt skopskyn. I öllum störfum sem Éyjólfur tók sér fyrir hendur komu í ljós þeir góðu eiginleikar hans, sem meðal annars eru samviskusemi og heiðar- leiki. Ég held að lýsa megi honum þannig að hann hafi haft á stundum fullkomnunaráráttu. Hann vildi gera alla hluti eins vel og honum var auðið. Fyrir vikið tók hann vinn- una mikið með sér heim í huganum, þótt raunverulegum vinnudegi væri lokið. Samviskusemi, heiðarleiki og traust voru eiginleikar sem komu fram í störfum hans og félagsstörf- um, gagnvart eiginkonu, börnum, ættingjum og vinum. Á námsárum mínum hafði ég þann sið að fara til Vestmannaeyja á haustin áður en skóli byrjaði. Alltaf var jafnskemmtilegt að heim- sækja Eyjólf og ekki spillti Ásta Ólafsdóttir, eiginkona hans, því. Alltaf var jafnglatt á hjalla í þessum heimsóknum og mikið hlegið. í aprfl sl. var bankað á dymar á skrifstofu Þórshafnarhrepps, þar sem ég var starfandi. Var þar mætt- ur Eyjólfur Pálsson í augnabliks- heimsókn. Hann var með námskeið fyrir Rauða krossinn vegna sjúkra- bifreiðarinnar á staðnum. „Sæll, Skúli,“ sagði Eyjólfur, en það var persónulegt grín á milli okkar vin- anna. Á flestum átti ég von, en ekki honum. Á þeim tíma fannst mér Eyjólfur líta ágætlega út. Mér fannst hann una sér vel í nýja starf- inu sínu hjá Rauða krossinum, en þau Ásta höfðu flutt til Reykjavíkur á haustdögum árið áður. Nú fannst mér Eyjólfur vera í góðum málum. Þarna gæti hann átt góð ár þar til starfsævi lyki. En þá greip forsjón- in í taumana. I sumar gerði sá sjúkdómur vart við sig, sem dró Eyjólf til dauða. Þar komu margir hans góðu eigin- leikar vel í ljós. Hann sýndi aðdáun- Það er sárt að sjá á eftir þeim mæta vini og félaga Eyjólfi Páls- syni. Hann átti svo margt ógert, ný- fluttur til Reykjavíkur, búinn að koma sér þar upp heimili ásamt konu sinni Ástu og nýkominn til starfa á aðalskrifstofu Rauða kross- ins, fullur af þrótti og áhuga. En það er svo margt sem við mannfólk- ið fáum ekki við ráðið. Illvígur sjúk- dómur gerði vart við sig síðsumars og náði á stuttum tíma yfirhendinni. Eyjólfur tók sjúkdómnum og bar- áttunni við hann eins og búast mátti við af honum. Æðrulaus var hann, kímigáfan á sínum stað og hugsunin skýr. Eyjólfur var maður sem líður þeim er honum kynntust seint úr minni. Hann var sterkur persónu- leiki og sjaldnast nokkur lognmolla í kringum hann. Sagði skemmtileg- ar sögur af ýmsum atburðum og kynjakvistum og með sínum sér- stæða frásagnarstfl fengu sögurnar yfir sig hálfgerðan þjóðsagnablæ og urðu ljóslifandi þeim sem á hlýddu. Honum þótti gaman að sletta kaup- staðadönsku svona inn á milli. Það var gaman í návist Eyjólfs og hann féll vel inn í starfsmannahópinn á skrifstofu Rauða krossins. Þar vann hann verk sín af mikilli samvisku- semi og nákvæmni einkenndi störf hans. Hann var þar réttur maður á réttum tíma. _Kom til starfa eftir að Rauði kross Islands og heilbrigðis- ráðuneytið gerðu með sér samning um rekstur sjúkrabifreiða á land- inu. Eins og alkunna er geta breyt- ingar oft reynst mönnum torveldar og þannig var það víða um landið eftir að þessi samningur tók gildi. Eyjólfur og samstarfsmaður hans Marinó gerðu víðreist til að leiða menn í allan sannleikann um breyt- ingarnar og áhrif þeirra. Eyjólfur hafði það á orði að sjá mætti af mót- tökunum afstöðu manna til fyrir- komulagsins. Kaffi og með því vissi á gott, molakaffi þýddi blendna af- stöðu en væri hvorki boðið upp á vott né þurrt var eins gott að búa sig undir átakafund og beita öllum tiltækum málamiðlunarleiðum. Á þessum ferðum kom fæmi hans, mikil þekking og reynsla af málefn- um Rauða krossins vel í Ijós. Eyjólf- ur var einn þeirra manna sem urðu hugfangnir af hugsjónum Rauða- krosshreyfingarinnar og lagði starfi hennar lið í meira en aldarfjórðung, lengst af sem sjálfboðaliði í heima- bæ sínum Vestmannaeyjum. Hann sat fjölda ára í stjórn Rauðakross- deildar Vestmannaeyja, ýmist sem meðstjórnandi, varformaður eða formaður. Um tíma var hann for- maður svæðisráðs Rauðakross- deilda á Suðurlandi og félagskjör- inn skoðunarmaður Rauða kross Is- lands frá árinu 1983 og allt þar til hann var ráðinn starfsmaður félags- ins um síðustu áramót. Á aðalfundi Rauða kross Islands setti Eyjólfur alla jafna sterkan svip, hafði skoð- anir á málefnum og fannst ástæðu- laust að liggja á þeim, enda spruttu oft fjörlegar umræður eftir að hann hafði kvatt sér hljóðs. Stundum gátu athugasemdir hans verið hár- beittar en hann var hlýr maður sem vildi öllum vel. Hann hafði næmt auga fyrir því sem betur mátti fara og vildi ávallt að mál væru til lykta leidd. Félagar í Rauða krossi ís- lands munu sakna hans litríka per- sónuleika. Við nánasta samstarfs- fólk virtum þann mæta mann sem Eyjólfur var og kveðjum hann með trega í hjarta. Eiginkonu hans, Ástu, sem stóð eins og klettur við hlið Eyjólfs þá erfiðu mánuði sem veikindin herjuðu á hann, vottum við virðingu og samúð. Megi góður guð styrkja hana, börnin þeirra, tengdabörn og barnabörn í sorg- inni. F.h. stjómar og starfsfólks Rauða kross íslands, Anna Þrúður Þorkelsdóttir formaður, Sigrún Árnadóttir framkvæmdasljóri. Mín fyrsta minning um Eyjólf Pálsson tengist Gagnfræðaskólan- um í Vestmannaeyjum. Hann hafði tekið við skólastjórn haustið sem ég settist í 2. bekk, og það var ekki langt liðið á skólaárið, þegar Surts- eyjargosið hófst. Þetta var nánar tiltekið 14. nóvember 1963, en þá kom skólastjórinn Eyjólfm' lafmóð- ur inn í smíðastofuna og tilkynnti okkur um gosið. Allir nemendur og kennarar voru komnir suður á Eyju að horfa á gosið, þegar Eyjólfur mundi eftir að honum hafði láðst að koma við í smíðastofunni til að greina frá þessum atburði. Og við strákamir létum ekki segja okkur það tvisvar að okkur væri gefið frí, lögðum niður smíðatól og svuntur og skunduðum suður á Eyju að fylgjast með náttúrahamfömnum. Næsta vetur var ég í Landsprófi og um vorið lauk skólavist minni hjá Eyjólfi. Mér þótti hann góður lærifaðir, en auðvitað var hann ekki vinsæll hjá öllum. Það kom reyndar nokkuð vel í ljós 30 árum síðar, þeg- ar stungið var uppá því að bjóða Eyjólfi og Ástu konu hans að vera heiðursgestir á 30 ára fermingaraf- mæli 1949 árgangsins í Vestmanna- eyjum. Sum skólasystkinin héldu því fram „að það mundi nú bara al- veg skemma fagnaðinn!!". En reyndin varð nú aldeilis önnur. Eyjólfur hélt eftirminnilega skemmtilega ræðu, og þegar Tobba, sem ekki hafði nú beinlínis verið uppáhaldsnemandi Eyjólfs, fór til hans í miðri ræðu og kyssti hann, skemmtu allir sér konunglega. Leiðir okkar Eyjólfs lágu saman aftur á árinu 1978, en þá klappaði hann á öxlina á mér og sagði að hann og Einar Valur Bjarnason, sem þá var formaður Vestmanna- eyjadeildar Rauða kross Islands, væra búnir að velja mig gjaldkera deildarinnar! Sagði hann mér að það hefði gengið hálf illa að fá fólk til starfa og því notuðu þeir félagar þessa aðferð, að klappa á öxlina, frekar en að halda aðalfund og kjósa menn. Síðar tók Eyjólfur við formennsku deildarinnar og varð þá samstarf okkar enn nánara, og hafði þó verið mikið fram að því. Við sát- um saman flesta aðalfundi Rauða kross Islands um árabil, og nú verða umræður þar ekki eins fjör- legar, því Eyjólfur hafði lag á því að hleypa lífi í fundina. Mjög mörgum og skemmtilegum verkefnum unnum við að undir merki Rauða kross íslands og því var það okkur mikill heiður og ánægja er okkur gafst tækifæri á að fara í „Pflagrímaferð" í heimsókn til aðalstöðva Rauða krossins í Genf. Um þetta leyti hafði Eyjólfur átt við veikindi að stríða og er mér minnis- stætt þegar Ásta bað mig, „gamla nemandann", að passa uppá að „gamli skólastjórinn" tæki nú lyfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.