Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 51 *
sín í Svissferðinni. Skemmst er frá
því að segja að ferðin varð ákaflega
skemmtileg og yljuðum við Eyjólfur
okkur oft við minningar um hana.
Ekki má gleyma unaðsstundum á
djasshátíðum Listvinafélags Vest-
mannaeyja, sem hafa verið árviss
viðburður um hvítasunnuhelgar
undanfarinna ára. Þar „sló Eyjólfur
taktinn" því hann átti að öðrum
ólöstuðum mestan heiður að þess-
um gleðistundum.
Sumarið 1997 fluttum við fjöl-
skylda mín til Reykjavíkur og sökn-
uðum við vina okkar, Eyjólfs og
Ástu, en í desember fluttu þau hka
til höfuðborgarinnar. Eyjólfur taldi
rétt að fá okkur Jennu til Eyja til
að hjálpa þeim Astu að pakka bú-
slóðinni. Hann vildi hafa „vana
menn“ eins og hann orðaði það. Já,
og svo fengum við auðvitað að bera
búslóðina upp á þriðju hæð í Mið-
leitinu. Upp var tekinn vinaþráður-
inn og samfundir okkar urðu tíðir.
Eyjólfur fékk vinnu hjá Rauða
krossi íslands við að skipuleggja
sjúkraflutninga í tengslum við
deildirnar um allt land, og Ásta og
Jenna vinna saman, svo samneyti
var mikið. Hann taldi vissara „að
hafa krakkana með“ þegar bóka-
hillurnar voru valdar og keyptar,
og því fórum við Jenna með í inn-
kaupaleiðangurinn.
Um miðjan ágúst kom svo reið-
arslagið. Eyjólfur var lagður inn á
Sjúkrahús Reykjavíkur og greind-
ist með krabbamein, og ekki varð
baráttan löng, tæpir þrír mánuðir.
Ég hefi verið beðinn að bera
samúðarkveðjur til ættingja og um
leið miklar þakkir fyrir óeigingjöm
störf í þágu Vestmannaeyjadeildar
Rauða kross Islands, en segja má
að fátt hafi verið framar í forgangs-
röðinni hjá Eyjólfi.
Elsku Ásta, Ingibjörg, Öm og
„skæruliðarnir", eins og afi Eyjólf-
ur kallaði strákana þeirra alltaf,
Páll og Stefán og Helga og allir
aðrir ástvinir, við Jenna og krakk-
amir sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur á sorgar-
stundu.
Ágúst Karlsson.
Minnisstæður og sérstæður mað-
ur er genginn. Eyjólfur Pálsson er
látinn eftir stutta legu á sjúkrahúsi
i Reykjavík, aðeins 66 ára gamall.
Eyjólfur Pálsson var ekki maður
sem gekk um hversdagslega með
spaug eða gaspur, hann var alvöru-
gefinn maður, samviskusamur og
gætinn í störfum, of gætinn ef eitt-
hvað var. Á starfsævi sinni mátti
hann búa við nokkurt andstreymi,
stjórnaði erfiðum og fjölmennum
unglingaskóla á umbrotatímum og
síðar rekstri nýs sjúkrahúss þegar
byggðin í Vestmannaeyjum var í
sárum eftir eldgosið, stofnunar sem
sífellt bjó við naumar fjárveitingar
og manneklu. Við það bættist að
Eyjólfur var ekki heilsuhraustur.
En þrátt fyrir þessa mynd, sem
sneri að mörgum samferðamönnum
Eyjólfs, ekki síst nemendum hans,
var langt frá því að hún segði allt
um manninn. I hópi vina og vanda-
manna var hann mikill gleðimaður
og djassari, sögumaður með ein-
dæmum góður, eftirherma og svo
dæmalaust fyndinn. Best túkst hon-
um upp í samleik með Ástu konu
sinni, og það gat reynt á þindina að
fá þau í heimsókn eða sækja þau
heim þegar sá gállinn var á þeim.
Ásta hefur hlátur sem er bráðsmit-
andi. Svona gat andrúmsloftið í
kringum Eyjólf verið, gaman.
Eyjólfur var afar hreinn og beinn
í samskiptum við annað fólk, og sló
aldrei af í þeim efnum. Lausung,
léttúð, yfirlæti og annað af því tagi
var eitur í hans beinum og hann
hafði gaman af að segja fyrirmönn-
um samfélagsins til syndanna ef
þeir áttu það skilið. Það þótti betra
að hafa hann með sér en á móti.
Þegar Eyjólfur Pálsson er
kvaddur sjá margir á bak tryggum
vini. Hann var góður kennari og
samverkamaður, öruggur leiðbein-
andi ungum sálum. Með orði og æði
innrætti hann okkur aga og vinnu-
semi sem hann var sjálfur vaninn
við heima og við störf til sjós og
lands í æsku og á unglingsárum.
Hann var sérstaklega vinsamlegur
í minn garð alla tíð, lokkaði mig til
kennslu um tíma og fól mér þá
mikla ábyrgð, studdi mig til að
komast í skóla í Bandaríkjunum og
hvatti mig á marga lund. Allt eru
þetta ljúfar minningar um góðvilj-
aðan mann.
Þó að við Eyjólfur yrðum góðir
vinir losnaði maður þó aldrei við þá
tilfinningu að hann væri kennarinn.
Það var vegna þess að hann var svo
heill í því hlutverki og gerði sér
aldrei neitt upp. Hann var bara
þannig.
Það var sannarlega reiðarslag
þegar þær fréttir bárust síðsumars
að Eyjólfur væri sleginn banvæn-
um sjúkdómi. Og það var sárt að
sjá hann lúta fyrir honum. En það
gerði hann án þess að æðrast eða
tapa sjálfum sér nokkurn tíma. Við
hlið hans stóð Ásta og vék ekki frá,
né heldur böm hans, systkini og
hinn stóri vinahópur.
Megi minningin um þennan sér-
stæða og góða mann ylja hans nán-
ustu, Ástu, bömum þeirra, tengda-
börnum og afastrákum, um ókom-
inn tíma. Okkur samferðamönnum
hans þykir nú skarð fyrir skildi.
Helgi Bernódusson.
Ur fjarlægð leitar hugurinn á
heimaslóð og nú, því miður, í minn-
ingu góðs vinar og trausts sam-
ferðamanns, Eyjólfs Pálssonar,
fyrrverandi skólastjóra og fram-
kvæmdastjóra Sjúkrahúss Vest-
mannaeyja, sem nú er allur, langt
um aldur fram.
Ég minnist er hann fyrir
nokkmm ámm eftir lát móður sinn-
ar, kom í Byggðasafnið með Ijós-
mynd af stórfjölskyldu hennar,
Oddsstaðafólkinu, sem taldi meira
en hálfan annan tug systkina, hálf-
systkina og fósturbama auk Guð-
rúnar og Guðjóns.
Rifjuðum við Eyjólfur þá upp
nokkuð, sem henti á sjúkrahúsinu
fyrr á ámm, er 12 sjúkraliðar lögðu
niður vinnu, svo eftir urðu 68
starfsmenn með 23 sjúklinga. Þá
var því lýst yfir á öldum ljósvakans
að neyðarástand ríkti á Sjúkrahús-
inu í Vestmannaeyjum.
Eyjólfur var fljótt valinn til
ábyrgðarstarfa. Hann varð skóla-
stjóri Gagnfræðaskólans á eftir
þeim landskunna skömngi, Þor-
steini Þ. Víglundssyni. Tókst
Eyjólfi með prýði að gegna því
vandasama starfi um áraraðir, enda
viðurkenndur afbragðs kennari og
stjómandi.
Þegar nýja sjúkrahúsið tók til
starfa eftir jarðeldana á Heimaey,
var Eyjólfur ráðinn framkvæmda-
stjóri og gegndi því með sóma í tvo
áratugi. Á þeim vettvangi unnum
við mest saman, ég var stjómarfor-
maður.
Allir, sem fylgst hafa með mál-
efnum heilbrigðisþjónustunnar,
þekkja hve þau hafa lengi verið í
brennidepli og stjórnendur átt og
eiga við mikinn vanda að etja.
Ég minnist nú hve stoltur ég var
af Eyjólfi, er við vomm kallaðir á
teppið hjá daggjaldanefnd, sem þá
hafði með fjárveitingar til sjúkrahús -
anna að gera. Þama vom saman-
komnir framkvæmdastjórar og
stjómarformenn landsbyggðar-
sjúkrahúsanna. Að öðrum ólöstuðum
var áberandi hve Eyjólfur var lang-
best undirbúinn, hvergi var komið að
tómum kofunum hjá honum.
Nákvæm og ömgg vinnubrögð
vom Eyjólfi eðlislæg og aldrei var
farið í manngreinarálit.
Við minnumst utan skyldustarf-
anna eftirminnilegra samfunda með
kór Landakirkju, þar sem hans
ágæta eiginkona Ásta Ólafsdóttir
prýddi hópinn, en Eyjólfur var einn
af forkólfum makafélagsins og oft
fararstjóri í meiriháttar utanlands-
ferðum.
Eyjólfur var meðal framkvöla
þegar stofnað var til hinna vel-
heppnuðu djass- og myndlistarhá-
tíða á hvítasunnunni í Eyjum.
Fyrir öll hans góðu störf, með og
fyrir okkur Eyjamenn, er hér hafa
að nokkm verið rakin, er þakkað á
kveðjustund.
Hans mæta ævifélaga, ástkærri
eiginkonu, bömum þeitra og fjöl-'
skyldum, em fluttar innilegar sam-
úðarkveðjur. Alfaðir styrki þau,
sem svo mikið hafa misst.
Guð blessi minningu Eyjólfs
Pálssonar.
Jóhann Friðfinnsson, Peking.
Ég kynntist Eyjólfi Pálssyni
fyrst er ég settist í landsprófsbekk
í Gagnfræðaskólanum í Vest-
mannaeyjum. Hann var kennarinn,
ég nemandinn. Landafræði var við-
fangsefni vetrarins. Ég var þá ný-
fluttur til Eyja, djassóður táningur,
og komst þar strax í kynni við
aktífa djassgeggjara plássins með
Gylfa prent í broddi fylkingar. Þó
Eyjólfur Pálsson væri ekki í þeim
flokki vissi ég þó að Guðjón bróðir
hans var í hópi skárri djasspíanista
í Reykjavík um þær mundir. Svo
liðu árin og ég flutti úr Eyjum og
rakst einstaka sinnum á Eyjólf á
förnum vegi, en eftir lát helsta
djassmeistai-a Eyjanna, Guðna
Hermansens tenórsaxófónleikara
og listmálara, barst boðskapurinn
frá Eyjólfi Pálssyni. Efnt skyldi til
daga lita og tóna í minningu Guðna
og hann skipaði mig kynni á sam-
komunni. Kunni því betur að þeir
sem tengdust bæði Eyjunum og
djassinum létu sitt ekki eftir liggja.
Auðvitað hlýddi ég mínum gamla
læriföður og hann kom mér fyrir
hjá Einari Vali lækni og frú Elsu.
Ekki hafði ég dvalið þar lengi þeg-
ar síminn hringdi og Elsa segir:
„Nú er Eyjólfur að hringja.“ Það
reyndist rétt og innan stundar var
ég kominn á fund með Eyjólfi og
Guðjóni bróður hans þarsem tón-
leikar hátíðarinnar voru skipulagð-
ir í þaula. Að sjálfsögðu hafði
Eyjólfur skipulagt þetta allt fyrir
löngu, hann var maður þeirrar
gerðar, en kynnirinn varð nú að fá
að láta ljós sitt skína og þær smá-
vægilegu ábendingar sem ég kom
með vora teknar til greina. Hátíðin
tókst hið besta og auk frægra
djassspilara úr höfuðstaðnum komu
þama fram ýmsir frá gullöld Eyja-
djassins einsog Erling Ágústsson,
Gísli Brynjólfs, Huginn Svein-
bjömsson, Siggi á Háeyri, Sissi
Þórarins að ógleymdum Gauja
Páls. En Eyjólfur tjaldaði ekki til
einnar nætur og um síðustu hvíta-
sunnu vom Dagar lita og tóna
haldnir í sjöunda skiptið í Vest-
mannaeyjum undir forystu Eyjólfs
og félaga hans í Listvinafélaginu.
Það er ekki lítið afrek að halda
slíkri hátíð úti og á landsbyggðinni
verða kraftaverkamenn að stýra
slíku starfi og vinna flest það sem
þarf s.s. Eyjólfur í Eyjum og Árni
Isleifs á Egilsstöðum.
Eyjólfi var mikið kappsmál að fá
sem besta listamenn á hátíðina og
hafði lagt drögin að því að Niels-
Henning 0rsted Pedersen kæmi til
Eyja með tríó sitt. Niels-Henning
er bókaður langt fram í tímann en
lofaði samt að koma í vor. Þvi mið-
ur verður Eyjólfur aðeins með okk-
ur í anda á þeim tónleikum. Þegar
ég hitti hann í hinsta sinni þarsem
hann lá helsjúkur á Borgarspítalan-
um, þrotinn að kröftum en skýr í
hugsun, ræddum við skipulag þess-
ara tónleika. Hann hafði hugað að
flestu og sagði að það skipti ekki
öllu hvort Niels kæmist um hvíta-
sunnuna sjálfa, undan eða á eftir.
Bara að hann héldi tónleika í Eyj-
um í tengslum við hátíðina.
Ég kveð Eyjólf vin minn með
miklum söknuði. Við vomm ekki
lengur nemandinn og kennarinn
heldur félagar og vinir sem áttum
eftir að bralla margt saman í djass-
inum. Ég sé hann fyrir mér í Akó-
geshúsinu þarsem drengjalegt.
brosið kviknaði þegar vel var spil-
að. Það em menn á borð við hann
sem auðga listalíf landsins meira en
flesta granar. Án þeirra væri margt
fátæklegra. Ástu, bömum þeirra og
fjölskyldunni allri sendum við Anna
innilegustu samúðarkveðjur.
Vernharður Linnet.
• Fleirí minningargreinar um
Eyjálf Pálsson bfða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
EINAR ÞORSTEINSSON
lögregluvarðstjóri,
Skólastíg 8,
Bolungarvík,
verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík
laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00.
Ingibjörg Guðfinnsdóttir,
Þorsteinn Einarsson, Hildur Magnúsdóttir,
Guðfinnur Einarsson, Heidi Hansen,
Gísli Einarsson, Lára Gísladóttir
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTJÁN HREINSSON,
Sólvöllum,
Eyrarbakka,
sem andaðist á Kumbaravogi föstudaginn
30. október, verður jarðsunginn frá Eyrarbakka-
kirkju laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00.
Kristjana Kristjánsdóttir, Valdimar Gunnarsson,
Hafsteinn Austmann, Guðrún Stephensen,
Jón A. Jónsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar móður minnar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur,
SÓLVEIGAR ÞÓRU EIRÍKSDÓTTUR
frá Borgarfirði eystra,
síðast til heimilis
á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Ásdís Runólfsdóttir, Jóhannes Reynisson,
Runólfur Gíslason, Edith Carlson,
Þórir Guðlaugsson, Kathy Guðlaugsson,
Heiðar Már Guðlaugsson,
Óttar Örn Guðlaugsson,
Sólveig Þóra Jóhannesdóttir, Ásta Eiríksdóttir
og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkirtil allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
AÐALSTEINS EGGERTSSONAR
stórkaupmanns,
Bauganesi 14,
Reykjavfk.
Jónfna S. Snorradóttir,
Snorri Aðalsteinsson, Martha Sverrisdóttir,
Eggert Aðalsteinsson, Guðrún E. Bjarnadóttir,
Gunnar Aðalsteinsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður, tengdaföður, bróður,
mágs, afa og langafa,
JÓNS BACHMANN GUÐMUNDSSONAR
bifvélavirka,
Fellsmúla 12.
Magnús Jónsson, Edda Pálsdóttir,
Guðrún Vilborg Guðmundsdóttir, Jónas Eysteinsson,
Hallfrfður Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað verður í dag milli kl. 10.00 og 13.00 vegna jarðarfarar
SKÚLA TRYGGVASONAR.
Plastprent hf.
o
V