Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 53*1 Jöfnun atkvæðis- réttar og nýtt kosn- ingafyrirkomulag TILLOGUR ura ný- skipan kjördæma og kosninga til Alþingis hafa víst ekki farið framhjá neinum, sem á annað borð fylgist með fréttum. I þessum til- lögum er reynt að koma til móts við sem flest sjónarmið og eins og títt er um slíkar lausnir er fólk missátt við þær. Margir gallar hafa verið taldir upp á tillögunum og má geta hér um nokkra. I fyrsta lagi er atkvæð- isréttur ekki nærri því jafnaður, áfram verður atkvæðisréttur fámennari kjör- dæma meiri en þéttbýlisins í ná- grenni Reykjavíkur, þótt Reykvík- ingar sjálfír verði eitthvað betur settir. I öðru lagi gagnrýnir sveit- arstjómarfólk uppbrot á þeim fé- lagslegu einingum, sem gömlu kjördæmin eru. I þriðja lagi hefur heyrst að meira sé enn og aftur hugað að jöfnuði milli flokka en jöfnuði milli kjósenda og í fjórða lagi að nýju kjördæmin séu orðin alltof stór til að verða nokkum tíma samstæðar einingar. Vafalaust hafa allir eitthvað til síns máls, en eins og fyrr er getið Við verðum að horfa til framtíðar, segir Guð- brandur Þorkell Guð- brandsson, og huga að fyrirkomulagi, sem geti orðið tiltölulega end- ingargott þótt samsetn- ing byggðar og þjóðfé- lags taki breytingum. hefur nefndin líklega um of leiðst út í að reyna að gera sem flestum til hæfis í stað þess að gera róttæk- ar breytingar, sem líklegar væm til að duga tii lengri tíma litið. Það er alveg ljóst, að fullur jöfn- uður næst líklega seint með öðra en að hafa landið allt eitt kjör- dæmi. Því fylgja þó ýmsir gallar og má þar m.a. telja, að flokksræði verði of mikið og félagsleg fjarlægð þingmanna frá kjósendum óviðun- andi. Einnig má nefna hættuna á því að fámennari byggðarlög verði alveg afskipt og útundan í opin- berri þjónustu. Ekki skal minnst gert úr líkum á því að breitt bil myndist milli stjómmálamanna og almennings. Það verður því að huga að þess- um málum með nýjum hætti. Möguleikamir era nefnilega tals- vert margir og hér verður gerð til- laga um fyrirkomulag, sem ekki hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Helstu atriðin fara hér á eftir: Á Alþingi sitji fimmtíu þing- menn. Fjöratíu þeirra verði lands- kjömir af listum flokka og fram- boðsfélaga. Tíu þingmenn til við- bótar verði kjördæmakjömir mið- að við núverandi kjördæmi á þann hátt, að einn þingmaður yrði kjör- inn í sex kjördæmum, þ.e. Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlands- kjördæmunum báðum, Austur- landskjördæmi og Suðurlandskjör- dæmi. Reykjavik og Reykjanes kysu sína tvo hvort kjördæmi. Til að gera áhrif þessara síðasttöldu þingmanna meiri mætti hugsa sér að þeir sætu í sérstakri deild, sem mætti þess vegna kalla Goðadeild og kjördæmin goðorð. Það er þó alls ekki nauðsynlegt að hafa tveggja deilda fyrirkomulag en það verður að viðurkenna, að í því gæti falist ákveðinn lýðræðisleg- ur vamagli. Myndi slík deild þá, ef af yrði, hafa ákveðið stöðvun- arvald í tilteknum málaflokkum, sem yrði þó ekki of víðtækt. Þau mál, sem þessi deild gæti stöðvað, væra t.d. breytingar á stjómar- skrá og ýmis mál er lytu að samskiptum löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Sú stöðvun fælist þó einungis í því að máli væri vísað til þjóðaratkvæða- greiðslu eða til stjómlagadómstóls, þegar um væri til dæmis að ræða umfjöllun um ávirðingar fram- kvæmdavaldsins. Fjöratíu manna deildin yrði kjörin til fjögurra ára í senn en tímenningamir til sex ára. Ekki yrðu kjömir varamenn fyrir þá og yrði því að kjósa um eftir- menn þeirra sérstaklega falli þeir frá eða verði að hætta þing- mennsku af öðram orsökum. Forsetaembættið yrði lagt niður, forsætisráðherra yrði kjörinn beinni kosningu á líkan hátt og for- seti nú. Skipaði hann síðan rílds- stjóm, sem yrði að manna með öðra fólki en þingmönnum. Kjör- tímabil forsætisráðherra væri fjög- ur ár. Þingið yrði því hrein löggjaf- arsamkoma og virkur eftirlitsaðili með framkvæmdavaldinu. Þingið hefði möguleika á að taka út stjómsýslu framkvæmdavaldsins í eftirlitsskyni og ef það fær ein- hvem gran um að á þeim málum sé ekki haldið skv. stjómarskrá. Settar yrðu reglur um prófkjör. Þau fari fram á sama tíma fyrir öll framboð og verði leynileg kosning undir stjóm þeirra sömu kjör- stjóma og stýra kosningum til þings. Yrðu öll framboð að hlíta sömu reglum og enginn kjósandi geti tekið þátt í að kjósa á lista nema eins framboðs. Ofangreindar tillögur fela því í sér, að samhliða þyrfti að endur- skoða stjómarskrá lýðveldisins og laga hana að svona fyrirkomulagi. Þar þyrftu meðal annars að vera meginreglur um samskipti fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds og hvaða aðferðum og tækjum lög- gjafarvaldið mætti beita í eftirliti sínu og aðhaldi. Jafnframt yrðu þar „umferðarrreglur" fyrir for- sætisráðherra og ríkisstjóm. Ofanritaðar tillögur hafa að sumu leyti bandaríska kerfið að fyrir- mynd. Á því era þó eins og þekkt er ýmsir gallar, sem við gætum þá haft í huga, þegar við settum upp okkar nýju stjómarskrá. Hugmyndir þessar, ef þær yrðu að veruleika, gætu haft ýmsar breytingar í för með sér. En við verðum umfram allt að horfa til framtíðar og huga að fyrirkomulagi, sem geti orðið til- tölulega endingargott þótt samsetn- ing byggðar og þjóðfélags taki breytingum. Það ætti að vera ger- legt með ofanrituðu fyrirkomulagi. Höfundur er skrifstofunmður á Sauðárkróki. www.mbl.is Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson Hvað er að gerast í kjara- málum á Landspítalanum? KJARADEILA meinatækna er aðeins toppurinn á ísjakanum þegar kemur að þeim vanda, sem skapast hefm- í kjaramálum Landspítalans. Fyrir nokkru var samið við opinbera starfsmenn um að sam- komulag yrði innan stofnana í hvaða ramma launasamnings hver starfsmaður lenti og starf hans metið með tilliti til þess. Ætl- ast var til að stofnanir þyrftu ekki aukna fjár- veitingu vegna þessa. Þau ríkisfyrirtæki sem voru vel innan ramma fjárlaga gátu leyft sér að túlka þetta starfs- mat á vinsamlegan hátt og upp- skáru ánægju sinna starfsmanna. Aðrar stofnanir, eins og t.d. stóra sjúkrahúsin í Reykjavík, sem rekin voru með gríðarlegum halla, töldu sig nauðbeygðar að túlka samning- ana þröngt, enda augljóst að erfítt yrði að sækja þá peninga sem þyrfti til launahækkana í greipar fjárveit- ingavaldsins. Afleiðingin hefur orðið sú að starfsfólk sjúkrahúsanna telur sig hafa borið skarðan hlut frá borði, miðað við sömu starfsstéttir hjá öðram ríkisstofnunum. Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akur- eyri taka við veikustu sjúklingun- um, sem þurfa sérhæfðustu þjón- ustuna, og störfin þar því eðli máls- ins samkvæmt óvenju erfið og krefjandi. Var því skilj- anlegt að upp úr syði þegar þetta ósamræmi í túlkun samninga kom í ljós. Fyrstu stórátök- in urðu við hjúkranar- fræðinga sl. sumar. Þar náðist sátt, sem þó var ekki betri en svo að margir hjúkrunarfræð- ingar leituðu sér starfa annars staðar. Vora þau störf væntanlega betur launuð en á stóru spítulunum eða vinnan auðveldari. I dag vant- ar 40-60 hjúkranar- fræðinga í störf á Landspítalann einan. Ráða verður bót á fjárhagsvanda spítal- anna, segír Tryggvi Ásmundsson. Þeir verða að fá greitt fyrir þá þjónustu sem þeir veita og á því verði sem hún kostar. Þetta bitnar vitanlega á þjónustu og erfitt er að manna sumar lykildeild- ir spítalans, þar sem vinnuálagið er mest. Læknar era margir hverjir afar óánægðir með túlkun á sínum kjarasamningum og virðast líkur á að þeim ágreiningi verði skotið til félagsdóms. Aðrar stéttir fylgjast líka án efa grannt með og má búast við fleiri fjöldauppsögnum þá og þegar. Allt hefur þetta orðið til að stórskaða þann góða starfsanda sem áður rfkti og menn óttast al- gjöra upplausn á stóra spítölunum ef ekki verður ráðist að rót vandans. Hvað er til ráða? í fyrsta lagi verður að ráða bót á fjárhagsvanda spítalanna. Þeir verða að fá greitt fyrir þá þjónustu sem þeir veita og á því verði sem hún kostar. Ef þjóðin telur sig hins vegar ekki lengur hafa efni á sjúkrahúsþjónustu í hæsta gæða- flokki, þá verða að koma fyrirmæli frá ráðamönnum hennar um það hvar eigi að skera niður. I öðra lagi verður að viðurkenna að stóru spítalarnir eiga í sam- keppni við einkaaðila og aðrar ríkis- stofnanir um starfsfólk. Vinnan á sjúkrahúsunum er í mörgum tilfell- um mjög erfið og krefjandi og það kallar á umbun í starfi með ein- hverjum hætti. * í þriðja lagi verður að koma á betra skipulagi á kjarabaráttu í landinu. Það gengur ekki að hóp- uppsagnir fámennra hópa geti sett starfsemi stofnunar á annan endann og með þeim séu knúnar fram launahækkanir til handa allri stétt- inni. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítalans. Tryggvi Ásmundsson Ihl 21, íirp.. vm Vrdkr. W.-'iit %; Spáð spákonur Spennandi samanburður Ævintýralíf Erna Geirdal giftist auómanni í Mexíkó Tiska Grái fiöríngurinn Skór og fylgíhlutir HOLLUSTA KYNLÍFS Óhrædd víð breytingar - Hrafnhildur Guðmundsdóttir IJjL.J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.