Morgunblaðið - 06.11.1998, Page 62
^ 62 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
BREF
TIL BLAÐSINS
AFp£W \ ( pAK&\ T
Ljóska
Ferdinand
Vel af sér vikið, Einhver kalli á
Magga ... þú kött...
sparkaðir bolt-
anum upp í tré!
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Omanimðleg
meðferð
Frá Þorsteini Bergmann
Einarssyni:
VEIST þú hvenær tækifærið býðst?
Samkvæmt nýjustu fréttum þá vita
þeir það ekki hjá íýrirtækinu Metró
Normann. Og reyndar ekki heldur
hjá lögreglunni í Reykjavík. Astæð-
an fyrir þessum skrifum mínum er
auðvitað örlög þvottabjamarins
sem kom til landsins í gámi ætluð-
um fyrirtækinu Metró Normann og
var aflífaður af lögreglunni. Stund-
um koma einstök tækifæri upp í
hendurnar á fólki. Pá reynir á við-
skiptavit og útsjónarsemi.
Petta byrjaði vel hjá Metró Nor-
mann. Haft var samband við fjöl-
miðla og voru meðal annars mynda-
tökumenn frá báðum sjónvarps-
stöðvunum á staðnum til að ná
myndum af dýrinu. Myndatöku-
mennimir náðu góðum myndum af
aðframkomnu og hræddu dýri þar
sem það hafði hreiðrað um sig í
gámnum og beið örlaga sinna. Það
eina sem gat bjargað því var inn-
grip góðra manna. Af myndunum að
dæma var þvottabjöminn greinilega
lifandi.
Nú skyldi maður ætla að þeir hjá
Metró Normann myndu nota tæki-
færið og útvega sér stólpa-auglýs-
ingu til dæmis með því að sýna þá
mannúð að fara með dýrið á dýra-
spítalann eða kalla til dýralækni til
að ganga úr skugga um ástand þess.
Nei, ekki aldeilis. Með alla fjölmiðl-
ana á staðnum þá láta þeir aflífa
dýrið.
Þeir sem stunda ímyndargerð og
kynningarstarfsemi hljóta að velta
sér um á teppinu á skrifstofunni hjá
sér þegar þeir sjá hvemig Metró
Normann fór með gullið tækifæri til
að útvega sér góða ímynd. I staðinn
hefur fyrirtækið fengið ímynd sem
tengir það við ómannúðlega með-
ferð á dýri.
Þær útskýringar sem komið hafa
fram eftir þennan atburð em ekki
trúverðugar og greinilega búnar til
eftirá. Fjöldi dýra er fluttur til
landsins. Einnig er til sóttkví fyrir
dýr.
Það er staðreynd að ekkert var
gert til að ganga úr skugga um
hvort hægt væri að bjarga dýrinu.
Það var umsvifalaust aflífað af lög-
reglunni í Reykjavík. Þessi atburð-
ur verður heldur ekki til að bæta
ímynd lögreglunnar í Reykjavík.
Hún hefði svo sannarlega getað not-
að einn skammt af því um þessar
mundir. Það slær á mann óhug þeg-
ar maður fréttir af svona atburðum
enda hefur almenningur látið heyra
í sér út af þessu máli.
Annað sem er umhugsunarefni er
ímynd Islands ef þessu verður sleg-
ið upp í fjölmiðlum erlendis. Til
dæmis í Kanada þaðan sem bjöm-
inn kom. Það hlýtur að setja hroll
að þeim sem vinna við að kynna
landið erlendis þegar svona atburð-
ir gerast. Vonandi verður þessi at-
burður til þess að opna augu manna
fyrir því að það er hægt að stunda
dýravemd með öðru en byssum að
hætti lögreglunnar í Reykjavík.
ÞORSTEINN BERGMANN
EINARSSON,
Klapparstíg 1, Reykjavík.
Vefsíða um „mál 214“
Frá Tryggva Hiibner:
í MORGUNBLAÐINU 31. okt. sl.
birtist fróðleg grein eftir Valtý Sig-
urðsson dómara við Héraðsdóm
Reykjavíkur „Nokkur atriði um
rannsókn Geirfmnsmálsins".
I grein sinni fjallar Valtýr m.a.
um hinar röngu sakargiftir gegn
Magnúsi Leopoldssyni og fleirum
og segir: „Ég vil hvetja alla sem
áhuga hafa á þessum þætti málsins
til að lesa um hann í dómasafni
Hæstaréttar 1976, bls. 73, og 1983,
bls. 523, og mynda sér eigin skoðun
á málinu.“ Undirritaður sem er
óbreyttur áhugamaður um þetta
merkilega sakamál vill taka undir
þessi hvatningarorð Valtýs. í fram-
haldi af beiðni Magnúsar Leopolds-
sonar um að rannsakað verði hvem-
ig staðið var að gerð leirmyndar og
hver hafi verið tildrögin að því að
hann var ásamt þremur öðram
mönnum hnepptur í gæsluvarðhald
og síðan hafður í haldi um 105 daga
skeið, má ætla að almenn umræða
um málið muni nú beinast nokkuð
að þessum þætti þess, þ.e. hinum
röngu sakargiftum og tildrögum
þeirra. Hinn 1. nóv. birtist síðan
önnur athyglisverð grein um tengt
efni eftir Pál Þórhallsson, „Óskeik-
ulir dómstólar". Þar vísar Páll m.a.
til greina sem fræðimenn skrifuðu í
Úlfljót, tímarit lögfræðinema, 3.
tölublað 1997. Einnig er þar fjallað
um endurupptökur dæmdra mála í
öðrum löndum, t.d. Per Liland mál-
ið í Noregi. Af því tilefni sem er gef-
ið í þessum ágætu Morgunblaðs-
greinum vill undirritaður vekja at-
hygli á því að þær upplýsingar sem
þarna er vísað til eru finnanlegar á
alnetinu. Ahugamenn um hæsta-
réttarmálið nr. 214/1978, sem í dag-
legu tali er nefnt Geirfinnsmál, hafa
um alllangt skeið haldið úti vefsíð-
unni „Mál 214“. Þar er að finna m.a.
dóm Hæstaréttar frá 1980 og úr-
lausn HR frá 15. júlí 1997 varðandi
endurupptökubeiðni Sævars Mar-
inós Ciesielskis. Margvísleg við-
brögð leikra og lærðra við þessum
gjörningum Hæstaréttar era finn-
anleg undir liðnum „álit lögfræð-
inga“ og „aðsendar greinar". Einnig
stórfróðlegar greinar fjögurra lög-
fræðinga sem birtust í Úlfljóti 3.
tbl. 1997 undir yfirskriftinni „Rök-
stólar Ulfljóts" en ein þeirra fjallar
einmitt sérstaklega um hinar röngu
sakargiftir. Meðal efnis á tenglasíðu
er tengill yfir í mál Per Lilands í
Noregi og er hægt að lesa um það á
norsku eða ensku. Og undir tenglin-
um „Nýtt efni“ er um þessar mund-
ir fjallað um hinar röngu sakargiftir
og tildrög þeirra. Slóðin á umrædda
vefsíðu er: http://this.is/mal214
TRYGGVI HÚBNER,
tónmenntarkennari.
tjh@vortex.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.