Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Tengsl heimilis og kirkju RÁÐSTEFNA á vegum Reykjavík- urprófastsdæmis eystra verður haldin í Breiðholtskirkju laugardag- inn 7. nóvember kl. 9—13. Héraðsnefnd Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra býður öllu sóknarnefndarfólki og starfsfólki kirknanna í prófastsdæminu á ráð- stefnu um tengsl heimilis og kirkju. Fengnir hafa verið fyrirlesarar og síðan verða umræður að loknu hverju erindi og pallborðsumræður - í lokin. Ráðstefnunni á að ljúka með léttum málsverði um kl. 13. Ekkert þátttökugjald. Fyrirlesarar eru: Sigurður Páls- son, sóknarprestur í Hallgríms- kirkju, „Uppeldisskylda kirkjunnar gagnvart skóla og heimili“. Gunnar J. Gunnarsson, lektor Kennara- háskóla íslands, „Samspil skóla, kirkju og heimilis í kristnidóms- fræðslu". Jón Hákon Magnússon, fjölmiðlafræðingur KOM, „Hvernig kirkjan nær betur til safnaðarins". Basar í Grensáskirkju ■> Á MORGUN, laugardag, verður hinn árlegi basar Kvenfélags Grensássafnaðar í safnaðarheimili Grensáskirkju og hefst hann kl. 14. Á boðstólum er úrval góðra gripa. Er ekki að efa að þar er hægt að gera góð kaup um leið og góður málstaður er studdur. Jafnhliða barsarnum er selt kaffi og meðlæti á sanngjörnu verði. Kvenfélag Grensássafnaðar hefur um áratuga skeið verið einn öflugasti bakhjarl safnaðarins og komið að starfí hans með margvíslegu móti. Því fé sem inn kemur í fjáröflun félagsins er varið til úrbóta í kirkjunni. Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritninga- lestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og salat. Basar Kvenfélags Langholtssóknar verð- ur laugardaginn 7. nóv. kl. 14. Tekið á móti munum í kvöld kl. 20-22 og laugardag kl. 10-12. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 9 fermingarbarnamót í Landa- kirkju. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Umsjón Frode Jakobsen. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Um- sjón Guðný Kristjánsdóttir. Brúðhjón Allur boröbúnaður - Gksileg gjafavara - Briiöhjönalistar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. í dag kl. 13-18: Kynning áSOTHYSl Snyrtivörur fyrir alla aldurshópa. Kaupauki fylgir. í dag kl. 13-18: snyrtivörunum. Kynning á líffii förðunarvörunum. Glæsilegt litróf. GUINÖT P A R I 5 Jurtaandlitsbað í tilefni af eins árs starfsafmæli snyrtistofunnar Gyðjunnar, bjóðum við jurtaandlitsbað, sem veitir slökun og vellíðan, á sérstöku afmælisverði. Tilboðið gildir til og með 17. nóv. Gyðjan - snyrtistofa - Skiphoiti 70, sími 553 5044 Snyrtitaska að andvirði kr. 1.890 fylgir með í kaupbæti VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Síðasti bærinn... EINS og í ævintýrinu „Síðasti bærinn í dalnum“ gætu örlög byggðar á Austurlandi orðið. I Is- landi í dag á Stöð 2 sagði Haukur Þorleifsson okkur frá sinni heimabyggð, Reyðarfírði eða sveit- arfélagi 7300. Húsin tóm, sum með einni manneskju, fólkið á fórum til Stór- Reykjavikursvæðisins. Ef svona heldur áfram eins og lýst hefur verið hér að framan, þá þurfa hvorki sveitastjórnarmenn eða alþingismenn að eiga von á því að nokkur verði til að kjósa þá í náinni framtíð, kannski erlent verkafólk? Alþingismenn, sveita- stjórnarmenn, þessari þróun verður að snúa við hið snarasta ef Aust- firðirnir eiga ekki að verða eyðibyggðir. Það vantar fjölbreyttara atvinnulíf, lækkun húshitunai- kostnaðar og lækkun vöru- verðs, þá er von til þess að dæmið muni snúast við. Þetta er svo háalvarlegt mál að þingmenn kjör- dæmisins, sveitastjórnar- menn á svæðinu, verða að taka höndum saman og snúa þessari þróun við ef ekki á að fara ver fyrir Austfjörðum. Gunnar G. Bjarmarsson. Kristján öðlingur MIG langar til að senda þakkir til Ki-istjáns Jóhannssonar stór- söngvara. Síðast þegar hann söng í II Trovatore í Ríkisóperunni í Vínarborg, fóru 5 ungir íslenskir menn á sýninguna. Eftir sýningu fóru þeir til að heilsa Kristjáni og var hann svo mikill höfðingi að hann bauð þeim öllum í mat. Fannst þeim mjög gaman að hhta hann og var hann afskaplega elsku- legur. Þegar sonarsonur minn lauk mastersprófí, ásamt fleirum, í New York bauð Kristján íslensku nemendunum einnig í mat af því tilefni. Afi. Góður upplestur Arnars ÉG vil láta í ljós ánægju mína með upplestur Arn- ars Jónssonar úr Sjálf- stæðu fólki. Þetta er annar veturinn sem hann les úr Sjálfstæðu fólki og hefur opnast fyrir mér nýr heim- ur því ég hef aldrei getað lesið Laxness sjálf. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég heyrði Arnar lesa hversu frábært skáld Lax- ness er. Vil ég senda Arn- ari þakkir mínar fyrir upp- lesturinn. Hlustandi. Einelti á vinnustað ÉG vil þakka því ágæta fólki sem á ritvöllinn hefur komið síðustu daga og grein frá óhugnaði og sárri reynslu vegna eineltis sem það hefur mátt þola á vinnustað. Þegar grannt er hlustað í íslensku samfélagi virðist þetta landlæg plága og smánarblettur á íslenzkri þjóð, að líða það jafnvel að einstaldingar séu „eyðilagðir" með rógburði og ýmsum öðrum aðferð- um sem þetta vesalings fólk notar og þessa smán- arlegu iðju stundar. Er ekki kominn tími á eigendur fyrirtækja að vanda val yfirmanna með það í huga við ráðningu að þeir kunni á mannleg sam- skipti við mismunandi ein- staklinga og hafi mann- virðingu í fyriiTÚmi í stjórnunarstörfum sínum? Láti það ekki líðast að starfsmenn á vinnustað taki einhvern í „gjörgæslu“ og dreifí um hann óhróðri, þar sem hann kemur engum vörn- um við. Ég vil þakka Vigfúsi Magnússyni fyrir það góða fordæmi sem hann gefur með því að biðjast afsök- unar á þátttöku sinni í ein- elti, hann er maður að meiri og gætu þeir sem til sektar finna og hafa tekið þátt í slíku, tekið hann sér til fyrirmyndar. Hildur. Tapað/fundið Kvenmannsúr týndist Kvenmannsúr týndist að kveldi 27. október sl. á Sól- baðsstofunni Skóla- vörðustíg 3 eða á leið frá henni að Skólavörðustíg 5. Skilvís finnandi hafí sam- band í síma 5511161. Blá bamakerra í vanskilum BLÁ barnakerra hefur verið í vanskilum á Lauf- vangi 5 í Hafnarfirði í u.þ.b. mánuð. Eigandinn getur hringt í Sólveigu í síma 560 8501 eða í heima- síma 555 3642. Víkverji skrifar... VÍKVERJI skilur ekki hvemig stendur á því að Vesturgatan í Reykjavík er tvístefnugata og nán- ast notuð sem hraðbraut inn og út úr miðbænum. Við Vesturgötuna standa nánast eingöngu íbúðarhús eins og í götunum fyrir ofan hana sem hafa verið gerðar að ein- stefnugötum, Ránargötu, Oldugötu, Bárugötu og fleiri. Vegna umferð- arþunga, umferðarhraða og hávaða er þó varla hægt að segja að fólki sé með öllu óhætt að búa við götuna, að minnsta kosti eru íbúar með lífið í lúkunum vegna barna sinna sem auðvitað þurfa sitt rými til leiks. Þar að auki hafa íbúar við Vestur- götuna, að minnsta kosti eystri hluta hennar, engin bflastæði. Væri ekki rétt að koma á ein- stefnu í þessari fallegu götu. Tví- stefnan virðist ekki vera nauðsynleg þarna þar sem við höfum Mýrargöt- una og Geirsgötuna sem ættu að vera meginumferðaræðin að og frá miðbænum. BLÓMLEGT leikhúslíf á haust- dögum hefur vakið verðskuldaða athygli og líklega hafa aldrei verið fleiri eða fjöl- breyttari leiksýningar í boði en einmitt nú. Sérstaka athygli vekur hversu mörg ný íslensk leikrit eru á fjölunum og virðast leikhópar og minni leikhús ekki síður en þau stóru leggja metnað sinn í að bjóða upp á ný íslensk leikrit. Þetta myndu þau vafalaust ekki gera nema vegna þess að áhugi almenn- ings fyrir íslenskum leikritum er mikill og almennur. Litlu sjálf- stæðu leikhúsin eiga nánast allt sitt undir aðsókn og þurfa ugg- laust að miða val sitt á verkefnum við þá staðreynd. Þau virðast treysta á að aðdráttarafl nýrra ís- lenskra leikrita sé nægilegt til að standa undir starfseminni. Það er nánast sama hvert litið er. Loft- kastalinn hefur sýnt Fjögur hjörtu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson við miklar vinsældir frá því í fyrra. Möguleikhúsið sinnir einungis börnunum, eitt leikhúsa, og sýnir nánast undantekningarlaust ný, frumsamin íslensk leikrit. Skemmtihúsið sýnir Ferðir Guðríðar og þar áður Ormstungu við fádæma vinsældir. Hafnar- fjarðarleikhúsið stendur nánast jafnfætis stóru leikhúsunum hvað varðar fjölda nýrra íslenskra leik- rita en þar eru þrjú ný íslensk verk á verkefnaskrá vetrarins. Þar standa nú yfir sýningar á Við feðg- arnir eftir Þorvald Þorsteinsson, Virus eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason verður frumsýnt á næstunni og eftir áramót er boðuð frumsýning á nýju leikriti eftir Árna Ibsen. Hafnarfjarðarleik- húsið hefur frá upphafi verið trútt þeirri stefnu sinni að sýna ekkert annað en ný íslensk leikverk og verða þau orðin sjö talsins þegar veturinn er úti. Þetta er glæsileg- ur árangur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.