Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 06.11.1998, Qupperneq 68
68 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Regnboginn, Sambíóin Álfabakka, og Borgarbíó á Akureyri sýna rómantísku gamanmyndina There’s Something About Mary með Cameron Diaz. Ogleymanleg æskuást ÞAÐ er eitthvað í fari Ted Stroehmann (Ben Stiller) sem gefur til kynna að hann sé hinn mesti hrakfallabálk- ur og angist hans er nægilega mikil til að geðlæknirinn hans leggur á flótta. Gæfan er kannski óhliðholl þessum óheppna meðal- jóni, en sú var þó tíðin að hann var heppinn í ástum. Sautján ára gamall hitti hann nefnilega sann- kallaða draumadís, Mary Jenson (Cameron Diaz), sem bauð honum með sér á lokaballið í skólanum. Hún var indæl í alla staði og allt gekk að óskum þar til Ted lenti í dálitlum vandræðum með buxna- klaufina þegar mest reið á að ekk- ert færi úrskeiðis. Eftir skólaslit- in flutti Mary með fjölskyldu sinni til Flórída og Ted sá hana ekki meir. En það var eitthvað í fari Mary sem gerði það að verkum að Ted gat ekki gleymt henni og tólf árum eftir að hún flutti í burtu slær hjarta hans örar í hvert skipti sem hann hugsar um hana. Hann er semsagt ennþá vitlaus í hana eftir allan þennan tíma og langar að komast að því hvað hefur orðið um hana. Þess vegna ræður hann einka- spæjarann Pat Healy (Matt Dillon) til að reyna að hafa uppi á henni í Miami í Flórída. Það er hins vegar eitthvað í fari Healy sem gefur til kynna að hann sé ekki allur þar sem hann er séður, enda fer það svo að hann lýgur að Ted um aðstæður Mary þegar hann hefur fundið hana. Mary er reyndar ennþá fallegri en áður og vegnar vel í lífinu, en til þess að hafa hana út af fyrir sig segir Healy að hún eigi fjóra krakka í lausaleik, þjáist af offitu og sé bundin við hjólastól. Healy sem sjálfur er orðinn er bálskotinn í Mary bætir svo um betur með því að segja henni ekki hver hann í raun og veru er. Ted kemst að því að Healy hefur logið að honum og hann heldur þegar af stað til Mi- ami í því skyni að reyna að vekja áhuga Mary á sér á nýjan leik þó langt sé um liðið, en babb kemur enn á ný í bátinn þegar Mary kemst að því að Ted hafi ráðið Healy til að hafa uppi á henni. Bræðurnir Peter og Bobby Farrelly leikstýra myndinni There’s Something About Mai-y, en handrit myndarinnar gerðu PÉTUR Ólafsson og Kristinn Jónsson voru í lírtaki Andreu fyrir auglýsingu Ericsson. meira um það. Ef samningar takast við ríkisstjórnina um skattaafslátt fyrir kvikmyndafyr- irtækin fer kvikmyndaiðnaðurinn að blómstra fyrir alvöru. Island verður þá orðið ansi framsækið og samkeppnisliæft." Hvernig kviknaði hugmyndin? „Ut frá þörf markaðarins," svarar Andrea. „Þegar ég hætti fyrirsætustörfum dróst, ég út í þetta. Ég fékk stórt verkefni fyrir Ericson farsímana. Þeir vildu fá gamla sjómenn með svipmikil hrukkótt andlit. Ég sat því við Kaffivagninn í nokkra daga þar sem þá er helst að finna og kúnn- inn var mjög ánægður með niður- stöðuna. Auðvitað er samt æski- legra að þurfa ekki að fara út á götu og finna fólkið heldur hafa það á ski’á eins og tíðkast erlend- is. Ég er til dæmis núna að leita að manni sem verður að vera yfir 2 metrar á hæð og geta ieikið í auglýsingu. Það eru ekki margir sem koma til greina,“ segir hún og hlær. Hvenær verður skrifstofan opn- uð formlega? „Viðskiptin blómstra eins og er,“ segir hún hugsi. „En ætli tími gefist ekki fyrir opnunarpartíið í lok nóvember." TED Stroehmann (Ben Stiller) fær einkaspæjarann Pat Healy (Matt Dillon) til að finna fyrir sig gömlu kærustuna. ar hafi enginn annar komið til greina í hlutverk Teds. Sjálfur segir Stiller að hlutverkið hafi verið erfitt viðureignar en engu að síður skemmtilegt. Hann er þó ýmsu vanur því hann hefur bæði leikið í fjölda kvikmynda og sjón- varpsþátta og sjálfur hefur hann setið í leikstjórastólnum. Frumraun hans á því sviði var Reality Bites sem hann lék einnig eitt aðalhlutverkið í á móti þeim Winona Ryder og Ethan Hawke, og næsta mynd sem hann leik- stýrði var Cable Guy með Jim Carrey og Matthew Broderick í MARY Jenson. aðalhlutverkum. þeir í samvinnu við þá Ed Decter og John J. Strauss sem sömdu upphaflegu söguna. Bræðurnir eiga þegar að baki tvær vinsælar gamanmyndir, en það eru mynd- irnar Dumb and Dumber og King- pin. I þeim komust þeh- upp með að láta ýmislegt flakka sem ekki hafði áður verið reynt í kvikmynd- um og mörgum þótti húmorinn í myndunum í grófara lagi. Engu að síður skilaði Dumb and Dumber rúmlega 300 milljónum dollara í kassann og Kingpin gerði það líka gott. Þeir bræður eru enn við sama heygarðshornið í There’s Something About Maiy, og að- spurðir hvort þeir séu enn á ný að fara yfir velsæmismörkin svara þeir því einfaldlega til að þeirra heimur sé handan þeirra. Peter segir að leikarinn Ben Stiller hafi verið lykillinn að því að láta myndina ganga upp og reynd- LEIKSTJÓRARNIR Bobby og Peter Farrelly kampakátir handan velsæmismarka. ON€@ DUCH Hættu að raka á þér fótleggina! Notaðu One Touch 4-6 vikna vaxmeðferð - One Touch á Islandi í 12 ár. Svo einfalt er það Hitið vaxið í tækinu og rúllið því yfir hársvæðið. Leggið strimil yfir og kippið honum næst af. Húðin verður mjúk, ekki hrjúf! One Touch er ofnæmisprófað Útsölustaðir: Apótek, Hagkaup, Nýkaup, Nóatún, kaupfélög og snyrtivöruverslanir. J Fyrirtækið Casting tekur til starfa Frumsýning Hvar fínnst maður yfír 2 metrar á hæð í auglýsingu? „ÉG ER að leita að fólki á öllum aldri í bíómyndir og auglýsingar, alveg frá núll og upp í níutíu og þriggja," segir Andrea Brabin sem hefur sett á fót fyrirtækið Casting og auglýsti nýlega eftir fólki á námskeið sem hefst á morgun. „Þetta er þjónusta sem hefur bráðvantað hér heima,“ heldur hún áfram. „Enda hefur ekki gef- ist tími til að opna formlega því það hefur verið brjálað að gera.“ Verður líka að geta leikið Á námskeiðinu er farið ofan í saumana á auglýsingagerð og hvernig leikprufur fara fram. „Áð- ur var bara leitað að óþekktu fólki sem leit svona og svona út,“ segir Andrea. „Nú hafa kröfurnar auk- ist og sóst er eftir fólki sem getur líka leikið. Enda verða Baltasar Kormákur og Guðmundur Ingi Þorvaldsson á meðal leiðbeinenda á námskeiðinu sem hefst á morg- ANDREA Brabin segist ekki þurfa að kvíða verkefnaskorti í framtíðinni. un. Þá fá þátttakendur að fara í prufú sem tekin verður upp á myndband. Farið verður yfir hana og athugað hvað má betur fara.“ Hvernig þjónustu býður fyrir- tækið upp á? „Ég bjó úti svo lengi,“ svarar Andrea sem hefur unnið í mörg ár í Bandaríkjunum við fyrirsætu- störf. „Ég vann með svona fyrir- tækjum erlendis og er að reyna að fara eins að hér. Þá geta aug- lýsendurnir haft samband við mig og ég sé um alla vinnuna, þ.e. prufurnar, upptökur á þeim, klippingu og sendi þeim pakkann á inyndbandi. Það vantar bara borðann utan um. Svo getur aug- lýsandinn hraðspólað að vild. Ég fæ fólk til að gera það sem hann biður um í prufunni og leiðbeini því í gegnum það.“ Tónlistarmyndband fyrir MTV Og það er nóg að gera? „Já, ég er að vinna að tveimur erlendum sjónvarpsauglýsingum og tónlistarmyndbandi fyrir MTV. Það streyma hingað erlendir leik- stjórar og eflaust á eftir að verða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.