Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 71

Morgunblaðið - 06.11.1998, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 71 Haföu augun hjó þér þvi þao ei glæpur i uppsiglingu beinl fyrir framan nefio ó þér og 14,000 boxóhorfendum. Magnaour spennutryllir eflir einn mesta snilling kvikmyndosögunnai, Brian De Polma (Untoudiables Mission Impossible) með tveimur fremstu leikuium samtimans i aðhlutveikunum, óskarsveróaunahafanum Nicolas Cage (íhe Rock) og Gary Sinise (Forrest Gunip). Sýnd kl. 5, 7, 9.15 og 11.10. B.i.16. ★ ★★ ★#"★ GEDV Ötfí ★★★ ★★★ hl Mbi ÓHT Ras 2 LES MisÉRABLES I*jódstigtni öiMtist HJ' Sígild saga um samvisku. sannfæringu og hugprýdi Sýnd kl. 4.35 og 6.55. B.i.14. www.vortex.is/stlornubio/ Spurning um líf og dauða ★ ■ =§§ '-~= ^ 553 2075 = = STAFRÆNT = HLJÓÐKERFt í ALVORIIBIO! ™Polbyt STAFRÆNT stærsta TiIoumb meo b HLJÓÐKERFI í I U Y l ÖLLUM SÖLUM! 1 n ■ A R R E Y show Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11.10. ^l l'ilili. > VS JG.3JAN IpiftJ T »laiJ .. iiiiii ii!} ainir/ar fylybi maú iiunum. BpVuijuiiiyiiilir/álii... i'ililljúuir iú fr'jiiwii. f/l'jiji jjú iuaúV m HÆTTULEG TEGUND II ,:"f i í £ t iié isindahrollíekia med gla>silíguslu ru aflra tima Natöshu Henstrlgo. Mynd sem fær harjn til að rwa Sýnd kl. 5, 7, 9og 11. B.i. 16. AWYNETH PALTROW IVftR SÖGUR TVOfOlD s; , /| SALMMTUN ONians FJORÐA STÆRSTA t MYND BRfTA FRÁ UPPHAFI “ j MYND SEM ÞU VERÐUR AÐ SJÁ Sýnd kl. 5, 7, 9og 11. Fh http://www.Diademovie.com SÁÁ stendur nú fyrir fjáröflun til að byggja meðferð- ardeild fyrir ungt fólk í vímuefnavanda. Dóru Osk Halldórsdóttur lék forvitni á að kynnst högum ungs --- —--------------------------------————— —~7 7- fólks sem hefur nýtt sér meðferðarúrræði SAA. 'egarmíkið liggurvið! ÍSLENSK GARÐYRKJA ÞRJÚ ungmenni standa fyrir framan mig, öll kát og hress og afar erfitt að ímynda sér að þau hafí nokkum tíma lent utan beinu brautarinnar. Ómar Rafn Valdimarsson, Auðbjörg Björnsdóttir og Páll Sigurjónsson eru öll 21 árs gömul og hafa gengið í gegnum meiri erfiðleika en maður gæti haldið. Líf þeirra þriggja gjör- breyttist þegar þau fóru í meðferð hjá SÁÁ fyrir tveimur árum. Áður en ákvörðun um meðferð var tekin hafði ýmislegt gengið á. Sam- skipti við fjölskyldur voru I rúst; þau höfðu flosnað upp úr námi og neysl- an stjórnaði öllum þeirra gjörðum. Neysla áfengis og síðar vímuefna hófst hjá þeim á aldrinum 11 til 14 ára. Ómar: „Saga okkar er mjög svipuð að því leyti að við byrjum öll á áfengi og leiðumst síðan út í önnur fíkni- efni. Þetta er líka sammerkt með flestum sem maður hitti í meðferð- inni hjá SÁÁ.“ Auðbjörg: „Við komum til dæmis öll frá góðum fjölskyldum. Engh’ skilnaðir eða neitt þannig.“ - Er þrýstingur á krakka að prófa áfengi? Páll: „Það er eins og sam- félagið segi að þú sért orðinn fullorðinn þegar þú ert farinn að drekka.“ Auðbjörg: „Það eru svo margir sem drekka.“ Ómar: „Áfengi er samþykkt alls staðar í þjóðfélaginu. Krakkar fá röng skilaboð um heim fullorðinna og hvað felst í því að skemmta sér.“ - Hvaða áhrif hafði vinahópurinn á neysluna? Ómar: „Ég átti aldrei sömu vinina mjög lengi. Það er varla hægt að tala um vini vegna þess að fólkið sem maður umgekkst í neyslunni var meira djammfélagar heldur en raun- verulegir vinir.“ Páll: „Sjálfsvirðingin er líka háð þvi að maður viti af öðrum sem eru verr staddir en maður sjálfur.“ Fjölskyldan ráðþrota - Hvað varð til þess að þið fóruð í meðferð? Ómar: „SÁA bjargaði lífi mínu, það er alveg á hreinu. Ég var orðinn al- gjörlega óvirkur í samfélaginu. Ég var ráðþrota og kominn í algjört strand í lífinu og fjölskyldan búin að gefast upp á mér.“ Auðbjörg: „Ég var haldin miklu of- sóknaræði og kvíða. Líðanin var þannig að sjálfsmorðshugsanir sóttu á mig og ég stóð frammi fyrir því að ég yrði að fara í meðferð ef ekki ætti að fara illa fyrir mér.“ Páll: „Ég var einnig kom- inn í algjört þrot. Ég var búinn að hætta mörgum sinnum í skólanum og prófa að vinna en ég tolldi hvergi. Enda stjórnaði neyslan öllu mínu lífi. Síð- an var líka þrýstingur frá fjölskyld- unni. Ég var alveg að ganga frá þeim með neyslunni.“ Ómar: „Ég skar á öll tengsl við vini mína þegar ég kom úr meðferð. Ég las þrjár minningargreinar um vini mína í byrjun septembermánaðar. íslendingar þurfa að vakna og átta Las þrjár minningar- greinar um vini mína sig á því að það er fullt af bömum úti í þjóðfélaginu sem eru að drepa sig á neyslu vimuefna._ Með söfnunarátaki SÁÁ er verið að gefa fólki tæki- færi til að styðja meðferðarstarfið í reynd.“ Þau tala öll um að upphaflega hafi þau far- ið í meðferð til að friða Hafi ekki raunverulega ætlað að hætta. Síðan hafi augu þeirra opn- ast í meðferðinni fyrir eðli alkóhól- isma og hvernig samskipti þeirra við umhverfið og sjálf sig lituðust eingöngu af neyslu vímuefna. Draumarnir geta ræst Ómar: „Maður fór að hlusta á þá sem reynsluna höfðu og sá hvað maður var að gera við líf sitt. Ég hugsaði að ég vildi ekki eyða næstu 30 árum í þetta. Ég vil geta gert eitt- hvað úr lífinu. Enda finnst mér núna að allar dyr séu mér opnar. Allir mínir draumai’ geta ræst ef ég bara ber mig eftir þeim.“ Páll: „Það skiptir miklu máli að styðja vini sína til góðra verka. Það sem okkur er kennt í meðferðinni virkar í þjóðfélaginu og það er miklu auðveldara heldur en að vera í neyslu, því það er algjört helvíti." __ - Eitthvað að lokum? Ómar: „Ég vona að íslendingar sjái sér fært að styðja við bakið á því góða starfi sem unnið er hjá SÁÁ og átti sig á því hve brýnt það er. Þetta er í mörgum tilfellum spurning um líf eða dauða. Ég er ekki viss um að AUÐBJÖRG, Ómar og Páll með SÁÁ-kortin sem seld eru nú um allt land til að afla fjárinagns fyrir nýja deild fyrir ungt fólk við sjúkrahúsið Vog. ég væri hér í dag ef ég hefði haldið áfram neyslunni.“ Páll tekur undir það og Auðbjörg segir að stundum sé sagt að mannslíf verði ekki metin til fjár. Það eigi svo sannarlega við um forvarnarstarf gegn vímuefnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.