Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.11.1998, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flutningur hluta Ibúðalánasjóðs til Sauðárkróks Utboðsskylt að mati forstjóra Ríkiskaupa JÚLÍUS Ólafsson, forstjóri Ríkis- kaupa, segir það skoðun sína að bjóða beri út þau viðskipti íyrir Ibúðalánasjóð sem færast eiga frá Veðdeild Landsbankans. Það bygg- ist á því að um bankaþjónustu sé að ræða og þau falli undir samninginn um EES sé um að ræða viðskipti yf- ir 15-16 milljónir króna. Júlíus segir að Ríkiskaup séu ekki eftirlitsaðili með málinu og því kvaðst hann ekki búast við að málið v_ ^kæmi þar inn á borð. „Við bjóðum ekki út nema menn biðji okkur um það,“ sagði hann. Hann sagði að í gildi væri ákveðin tilskipun um út- boð á þjónustu. „Þar eru ýmsir þjónustuflokkar tilteknii-. Þar á meðal er þetta.“ Hann sagði að útboðsskyldan miðaðist við að verðmæti þeirrar þjónustu, sem um er samið, nái um 16 milljónum króna. Ef t.d. sé gerð- ur 5 ára samningur um rúmlega 3 milljóna króna þjónustu á ári sé skylt að bjóða út. Formaður hafnar útboðsskyldu Gunnar S. Björnsson, formaður undirbúningsnefndar að stofnun íbúðalánasjóðs, hafnaði því í sam- tali við Morgunblaðið í gær að verkefnið væri útboðsskylt og sagðist byggja þá skoðun á lög- fræðiáliti. „Það er einfaldlega vegna þess að þetta er undir þeim mörkum sem gilda í þessum efnum og þessi starf- semi fellur ekki undir útboðsskyldu. Þetta er viðskiptastarfsemi, sem fellur ekki undir Evrópska efna- hagssvæðið. Það er að minnsta kosti sú túlkun, sem við höfum frá lög- fræðingum, sem eru færir á þessu sviði.“ Forsetar kanna heiðursvörð OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Ítalíu hófst formlega í gær og tók Osc- ar Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, á móti forseta íslands við Quir- inale-höll í Róm. Ólafur Ragnar er að endurgjalda Scalfaro heimsókn til Islands og í viðræð- um þeirra í gær kom fram hjá Scalfaro að Islandsheimsóknin hefði haft djúpstæð áhrif á hann og hann hygðist koma aftur til Islands eftir að hann léti af emb- ætti forseta til að kynnast landi ojg þjóð betur. Á myndinni sjást Olafur Ragnar og Scalfaro ganga fram hjá heiðursverði í hallargarðinum. ■ Ný staða N-Evrópu/26-27 Mitch á leið til Islands VON ER á fellibylnum Mitch til ís- lands nk. mánudag. Að sögn Áma Sigurðssonar veðurfræðings kemur Mitch til íslands sem mjög djúp lægð. Reiknað væri með að hún yrði um 947 millibör þegar hún kæmi hingað á mánudag. Mitch olli miklu manntjóni og gífuriegri eyðilegg- ingu í Mið-Ameríku um síðustu helgi. Mitch er nú við Flórída á leið norðaustur með strönd Bandaríkj- anna. Gert er ráð fyrir að hann verði við Nýfundnaland á hádegi á morgun. Árni sagði að hann myndi efiast aftur þegar hann færi yfir Atlantshafið. Hann yrði væntanlega við Irland á sunnudag og tæki þá stefnu á Island. Búast mætti við mjög hvössu veðri hér á mánudag og þriðjudag. Önnm- djúp lægð er á leið til landsins og má búast við hvössu veðri í kvöld. Meinatæknar boðaðir á fund VIGDÍS Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ríkisspítalanna, hef- ur boðað meinatækna á Landspítala á sinn fund í dag og er þetta fyrsti formlegi fundurinn í kjaradeilu meinatækna og spítalans frá því uppsagnir meinatækna tóku gildi um síðustu mánaðamót. Meinatæknar áttu í gær fund með landlækni um þjónustu meina- tækna á neyðarstundu. Anna Svan- hildur Sigurðardóttir meinatæknir sagði að meinatæknar hefðu lýst því yfir að þeir myndu koma til aðstoð- ar ef slys eða aðra neyð bæri að höndum. Þetta hefði verið rætt m.a. vegna þess að Landspítalinn er með bráðavakt um helgina. , Meinatæknar áttu fund með for- manni læknaráðs Landspítalans í gær. Anna Svanhildur sagði að eng- in niðurstaða hefði orðið á fundin- um. Hann hefði viljað fá upplýsing- ar um kjaramál meinatækna. Allir væru að leita leiða til að leysa deil- una. Þreytu gætir Þreytu er farið að gæta hjá þeim fáu meinatæknum sem enn eru við störf á rannsóknarstofum Landspít- alans í blóðmeina- og meinefna- fræði, en þeir hafa unnið á 10-16 tíma vöktum undanfarna sólar- hringa. Formlegar viðræður stjórn- enda spítalans og þeirra meina- tækna sem hætt hafa störfum höfðu ekki verið boðaðar í gær. Guðbjörg Sveinsdóttir, meina- tæknir á Landspítalanum, sagðist vonast til þess að einhverjar þreif- ingar væru að byrja hjá deiluaðilum en hún hefði hins vegar engar sönn- ur fyrir því. Guðbjörg var ein fimm meinatækna á vakt í gær og sagði hún vinnuálagið hafa verið mikið. „Við höfum þurft að skipta sólar- hringnum í tvennt og maður er orð- inn hálfruglaður. Síðan er þetta vinna sem maður vinnur ekki dags daglega og maður er svona að þreifa sig áfram og átta sig á hlut- unum. Þetta rennur ekki í gegnum greipar manns eins og sandur,“ sagði hún. Stjórn Bandalags háskólamanna samþykkti í gær ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af ástandinu sem væri að skapast á Ríkisspítölunum. Bent er á að rekstrarvandi Ríkisspítalanna hafii leitt til þess að ekki sé staðið við gerða kjarasamninga. Óánægja starfsfólks stigmagnaðist og aukið vinnuálag hefði leitt til þess að fólk hefði leitað í önnur störf. Morgunbaðið/Emilía Fram og KR á mark- að á næstu vikum AÐALSTJÓRN Knattspyrnu- félagsins Fram þarf að yfír- taka skuldir knattspymu- deildar félagsins við stofnun hlutafélags um rekstur meist- araflokks liðsins í efstu deild. Nema skuldirnar rúmum fjömtíu milljónum króna. Framarar bjóða út hluta- bréf í hinu nýja hlutafélagi, Fótboltafélagi Reykjavíkur, á næstu vikum. Verða seld bréf að nafnvirði þrjátíu milljónir króna, en gengi þeirra hefur enn ekki verið ákveðið. KR-ingar bjóða einnig hlutabréf í nýstofnuðu rekstr- arfélagi, KR-Sporti. Það út- boð mun hefjast síðustu vik- una í mánuðinum og verða boðin út bréf að nafnvirði 50-100 milljónir króna. Lík- legt er að gengi þeirra verði 1,0, eða á nafnvirði. Fimm ára framtíðaráætlun Fram gerir m.a. ráð fyrir því að liðið komist í eitt af þrem- ur efstu sætum efstu dcildar á næstu tveimur árum og nái þannig sæti í Evrópukeppni. Þá er og gert ráð fyrir einuin íslandsmeistaratitli á tímabil- inu og að liðið komist einu sinni í úrslit bikarkeppninn- ar. ■ Fótbolti/38-39 Bankaleynd víkur við rannsóknir Fiskistofu HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Landsbanka Islands væri skylt að afhenda Fiskistofu ókeypis ljósrit af öllum gögnum er vörðuðu afurðalánaviðskipti tiltek- ins hlutafélags við bankann á tíma- bilinu 1. janúar 1994 til 10. apríl 1996. Bankinn hafði borið því við að ákvæði laga um bankaleynd kæmu í veg fyrir slíka afhendingu upplýs- inga um viðskiptavini bankans jafnvel þótt opinber stofnun eins og Fiskistofa ætti í hlut. Það sem vakti fyrir Fiskistofu var að afla upplýsinga vegna rann- sóknar á því hvort viðkomandi hlutafélag hefði verkað ólögmætan sjávarafla í fiskvinnslustöð sinni. Einn þáttur í rannsókninni væri að kanna hvort samræmi væri á milli þess sem segði um hráefni félags- ins í skýrslum þess og framleiðslu þess á fiskafurðum á ofangi'eindu tímabili. Fiskistofa byggði kröfu sína á 2. mgr. 15. gr. laga um stjórn fisk- veiða nr. 38/1990 þar sem segir meðal annars að bönkum og lána- stofnunum sé skylt að afhenda sjávarútvegsráðuneytinu eða Fiski- stofu ókeypis allar þær upplýsing- ar sem unnt sé að láta í té og nauð- synlegar verði taldar vegna eftir- lits með framkvæmd laganna. Bankinn byggði hins vegar á ákvæði um þagnarskyldu í 43. gr. laga nr. 113/1996 um viðskipta- banka og sparisjóði. Segir Hæsti- réttur að þar sé berum orðum tekið fram að fyrirmæli ákvæðisins um þagnarskyldu eigi meðal annars ekki við, þegar skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Eðli málsins samkvæmt gangi 2. mgr. 15. gr. laga nr. 38/1990 því framar. Málið fluttu Gunnar Sólnes hrl. af hálfu Landsbanka Islands hf. og Einar Karl Hallvarðsson hrl. fyrir hönd Fiskistofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.